Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1985, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1985, Síða 4
4 DV. MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER1985. Bændur draga saman seglin: á milli héraöa og miöað viö þaö heild- arbúmark sem var á þessum stöðum í árslok 1980. Þá veröi framleiðsluréttur einstakra framleiðenda miöaöur við framleiöslu sl. 2ja ára. Þó fari hann ekki yfir 95 prósent af áunnu búmarki og ekki yfir 90 prósent af blöndu áunnins búmarks og úthlutaðs búmarks. APH Frá fundi Stéttarsambands bœnda á Laugarvatni. Sambandið hélt þar upp á 40 ára afmæli sitt. DV-myndir: VHV. Aðalf undur Stéttarsambands bænda: Hundrað bændur hefja loðdýrarækt á þessu ári —vænlegasti kosturinn fyrir bændur, segir formaður Stéttarsambands bænda „Þaö má segja aö þaö séu alltaf nokkurs konar tímamót og því er ekki að neita aö sú þróun hefur átt sér staö, í landbúnaöi, aö færri menn framleiöa meira magn landbúnaöarvara. Af- kastageta bænda hefur þannig aukist mjög. Þess vegna er nauösynlegt aö komið veröi á fjölbreyttara atvinnulífi í sveitunum ef svipaður fjöldi fólks og nú á að geta haft lífvænlegar tekjur,” sagði Ingi Tryggvason, formaður Stéttarsambands bænda, viö DV, að- spuröur hvort bændur stæöu nú á tíma- mótum. — Eru til einhverjir raunhæfir möguleikar á að koma upp fjölbreytt- ara atvinnulífi til sveita? „Viö teljum aö það séu miklir mögu- leikar, til dæmis í loödýrarækt. Hún er ný hér á landi og eins og nýjar atvinnu- greinar krefst hún nokkurs kostnaðar í uppbyggingu. Bændur þurfa einnig aö afla sér þekkingar og þessi breyting yf- ir í loödýrarækt tekur tíma. Viö teljum aö þarna sé einn álitlegasti möguleik- inn sem viö höfum til að auka atvinnu- lífiö og gjaldeyristekjur,” segir Ingi. — Nú hvetja bændur hér á aðalfund- inum til framleiöslustjórnunar á allar búgreinar. „Þaö er nú alltaf svo að þegar fram- boö er meira en eftirspurn koma upp erfiðleikar sem þarf aö leysa meö ein- hverjum hætti. Við teljum aö fram- leiöslustjórnun sé rétt, meðal annars til þess aö ráörúm gefist til þess aö breyta atvinnuháttunum. Þaö má sjálfsagt deila um þessar ráðstafanir en þetta eru þær nákvæmlega sömu sem veriö er aö grípa til í meiri eða minni mæli í nágrannalöndum okkar,” segir Ingi. Hann segir aö á þessu ári muni að líkindum 100 bændur hefja loðdýra- rækt. Þá sé gert ráð fyrir mjög auknu fjármagni til loðdýraræktar og annarr- ar nýsköpunar í landbúnaöi. Bændur binda einnig miklar vonir viö ferða- þjónustu. „Menn mega ekki líta svo á að þaö sé hægt aö skipta um atvinnu í landbún- aöi svipaö því sem hægt er í öörum at- vinnugreinum. Til þess aö skipta um atvinnu án þess að flytjast búferlum þarf tíma,” segir Ingi. APH Búgreinasamböndin í Stéttarsambandið Búgreinasamböndin hafa nú fengiö fulla aðild að Stéttarsambandi bænda. Á aðalfundinum voru tveir fulltrúar þeirra kosnir í stjórn Stéttarsam- bandsins. „Eg er mjög ánægöur meö aö við sé- um orðnir aðilar aö Stéttarsamband- inu. Sumum hefur fundist aö þaö hafi ekki verið málsvari okkar fram aö þessu. Við bindum því miklar vonir viö þetta því bændur hafa sameiginlegra hagsmuna að gæta. Héöan í frá verður Stéttarsambandiö ekki lengur mál- svari hinna hefðbundnu búgreina,” sagöi Haukur Halldórsson, formaöur loödýraframleiðenda, en hann er ann- ar þeirra er kjörinn var í stjórn Stétt- arsambandsins. Jón Gíslason, formaður Sambands eggjaframleiöenda, var einnig kjörinn í stjórnina. „Þetta hefur þá þýðingu aö nú höfum viö beina íhlutun í ákvaröanatöku. Viö verðum því þátttakendur í því sem yfir okkur veröur látiö ganga,” segir Jón Gíslason. Eggjaframleiðendur eru hins vegar klofnir upp í tvenn samtök. Félag ali- fuglabænda, sem segist standa á bak viö 2/3 af eggjaframleiðslunni, vill ekki taka þátt í Stéttarsambandinu eöa vera aöili aö Framleiðsluráði. Aöalfundur Stéttarsambands bænda samþykkti nýgerðan samning sem geröur hefur veriö milli Stéttarsam- bandsins og ríkisstjórnarinnar um full- ar greiöslur fyrir mjólk og kindakjöt. Ríkissjóöur ábyrgist aö bændur fái fullt grundvallarverð fyrir 107 milljón- ir lítra af mjólk og 12.150 tonn af kinda- kjöti á næsta verðlagsári. Hvaö mjólk snertir er þetta fjögurra milljóna lítra minnkun frá framleiöslunni í ár en nærri 10 milljón lítrum meira en salan hefur verið á ári. Á næsta verðlagsári, eða frá 1986 til 1987, verður mjólkur- magniö minnkað um 1 milljón lítra eða niður í 106 milljónir lítra. Kindakjöt, sem bændur fá fullar greiöslur fyrir á komandi verðlagsári, er 12.150 tonn sem er um 70 tonna minnkun frá því sem framleiöslan hef- ur verið undanfariö ár. Neyslan hefur hins vegar ekki veriö nema tæplega 10 þúsund tonn og er því þetta magn rúm- lega 2 þúsund tonnum meira en neysla. Á næsta verðlagsári, eða frá 1986 til 1987, er umsamið magn 11.800 tonn af kindakjöti eöa minnkun frá fyrra ári um350 tonn. Héraðsbúmark Þessi samningur, sem geröur er í samræmi vö lög um framleiðslu, verö- lagningu og sölu búvara, verður þess valdandi aö bændur veröa aö draga saman seglin í viökomandi fram- leiöslu. Á aöalfundinum var nokkuö rætt um hvernig þessum samdrætti skyldi hag- aö. Fundurinn leggur til aö því magni sem á að fást fullt verð fyrir veröi skipt Viljaauka niðurgreídslur Bændur vilja að niöurgreiðslur á sauðfjár- og nautgripaafurðum veröi auknar. Einnig hvetja þeir til aö fjármagnskostnaður verði lækk- aöur, m.a. meö niöurfellingu tolla á rekstrartækjum. Bent er á aö sala þessara afuröa hafi minnkaö jafnhliöa lækkuöum niðurgreiðslum. ÞaÖ sé því nauð- synlegt að bæta samkeppnisstöðu þessara búgreina. APH I dag mælir Dagfari í dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari Þeir vita að við vitum að þeir vita Njósnamálin í Vestur-Þýskalandi vekja mikla athygli og fer nú að verða tvísýnt um hvort kanslarinn og stjórn hans haldi velli, þó ekki væri nema af öðru en því að búiö verður að handtaka bróöurpartinn af starfs- fólki stjórnarráðsins í Bonn. Stöðugt berast fréttir af nýjum og nýjum handtökum og hvarfi hátt- settra manna í vestur-þýsku leyniþjónustunni. Ekki er fyrr búið að uppgötva njósnir einhvers hátt- setts yfirmanns en í ljós kemur að einhver annar honum háttsettari er sömuleiðis sakaður um njósnir. Og leikurinn hefur einnig borist yfir iandamærin því háttsettur Austur- Þjóðverji hefur nú flúið til Vestur- Þýskalands vegna tengsla við njósnamáiið. Er nú brátt aö verða ljóst að þýska leyniþjónustan beggja vegna Berlínarmúrsins hefur veriö eins og opin bók þar sem annar hver maður 'hefur veriö á mála hjá and- stæðingnum. Ekki þarf að tíunda það hér að leyniþjónustur gegna því hlutverki að njósna um leyndarmál annarra þjóða. Þeir sem þar starfa eru kallaðir njósnarar og hafa lög- gildingu um að mega stela upplýsingum, Ijúga að viðmælendum sínum og falsa skjöl ef því er að skipta. Þetta er talið hið þarfasta starf enda eru löggiltir þjófar, skjalafalsarar og lygarar af þessu tagi hafðir í hávegum í flestum sið- menntuðum löndum. Svo eru þeir sem þykjast njósna fyrir einn en eru allan timann að njósna fyrir hinn. Þeir eru kallaöir gagnnjósnarar. Og enn eru það þeir sem njósna og gagn- njósaa en kjafta samt öllu jafnóðum í þann sem þeir eiga upphaflega að vera að njósna fyrir. Þeir eru í rauninni öruggastir því hvorugur getur eiginlega hróflaö við þeim, þvi þeir njósna fyrir báða. Þessi hópur hefur greinilega verið stærstur i vestur-þýsku leyniþjónustunni. Aö minnsta kosti hafa þýsk stjórnvöld dregið það mjög á langinn að láta til skarar skríða gegn þessum mönnum, af ótta við að handtaka sina bestu menn í misgripum. Verður að virða þeim það til vorkunnar, enda ekki heiglum hent að henda reiður á því hver er njósnari og hver gagnnjósnari og svo enn aftur hver er gagngagnnjósnari. Til að tryggja hagsmuni sína og Iaun hafa Þjóðverjar augljóslega tekið upp þann háttinn að njósna af kappi fyrir báða og gerst svo ákafir í upplýsingaöfluninni að fæstir þeirra vita lengur fyrir hvern þeir eru að njósna. Eftir því sem málin liggja fyrir má það einu gilda. Beggja vegna jám- tjaldsins hafa allir vitað allt um alla. Yfirmaður vestur-þýsku ieyni- þjónustunnar hlýtur að hafa fengið vitneskju um þá sem kjöftuðu frá austan megin. Um leið og þeir hafa komið þeim upplýsingum á framfæri til óvinarins hefur gagnnjósnarinn þeim megin vitaskuld vitað strax um þann sem kjaftaði frá hinum megin. Og svo hafa þeir báðum megin keppst við að leka upplýsingum sem þeir vissu að hinir vissu að þeir vissu að hinir mundu vita. Þetta hefur auðvitað verið hið flóknasta njósna- net og sjálfsagt hefði það verið miklu ódýrara að leggja niður þessar leyni- þjónustur og senda trúnaðarskjöiin beint í pósti yfir um. Staðreyndin er líka sú að hvað sem líður vopna- jafnvægi, varnarbandalögum og af- vopnunarviðræðum þá eru þaö njósnarar sem njósna fyrir hina og segja svo frá því að þeir njósni fyrir hina svo þeir geti njósnað fyrir sina menn áfram, þaö eru þessir njósnarar sem hafa tryggt friöinn. Með því að greiða fyrir njósnum og gagnnjósnum og gagngagnnjósnum má heita öruggt að enginn geti gert áætlanir um stríö eða stríðsrekstur, nema óvinurinn geti búið sig undir þaö. Og af því hinir vita að hinir vita þá er þetta allt pottþétt. Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.