Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1985, Page 27
DV. MANUDAGUR 2. SEPTEMBER1985.
27 '
íþróttir íþróttir
ÍBVeitt
átoppnum
— í 2. deildinni eftir sigur á Völsungi, 1-0
Frá Friðbirni Valtýssyni, fréttaritara
DV í Vestmannaeyjum:
IBV steig stórt skref í áttina til 1.
deildar er liðið sigraði Völsung, 1—0, í
Eyjum á laugardaginn. Liðið er nú eitt
í efsta sæti 2. deildarinnar en úrslit
keppninnar eru þó langt frá því að vera
ráðin. IBV leikur næst viö KA fyrir
norðan og kemur sá leikur til með að
ráða miklu.
Eina mark leiksins kom á 4. mínútu
seinni hálfleiksins úr vítaspyrnu. Einn
varnarleikmanna Völsungs varö þá
fyrir því óhappi að fá knöttinn í hönd-
ina og lítiö var um annað aö ræða en að
dæma vítaspyrnu. Ur henni skoraði Jó-
hann Georgsson eina mark leiksins.
Leikur liöanna varö aldrei rismikill.
Færi Eyjamanna heldur fleiri og sigur
þeirra sanngjarn.
Þorsteinn Gunnarsson, unglinga-
landsliðsmaðurinn í marki IBV, var
besti maður liðs síns. Hann hefur tekið
ótrúlegum framförum í sumar og er aö
verða einn af okkar allra bestu mark-
vörðum. Þá var Jóhann Geórgsson sí-
vinnandi og Elías Friöriksson átti góð-
an leik í vörninni.
Völsungur hefur átt mjög misjafna
leiki í sumar. Liðiö hefur á að skipa
mörgum góðum einstaklingum en ein-
hvern veginn hefur uppskeran orðiö
rýrari en efni stóðu til. Sigurður Hall-
dórsson bar af í liði Völsungs. Kristján
Olgeirsson lék þokkalega. -fros
Jóhann Georgsson.
„Staða okkar
orðin slæm”
sagði Jón Bjarni Guðmundsson eftir tap
Fylkismanna gegn Njarðvík, 3-1
„Viö sóttum allan fyrri hálfleikinn
og þaö var ekki fyrr en í þeim síöari að
Njarðvíkingar komu inn í leikinn. Þaö
var grátlegt að tapa þessum leik og
staða okkar er vissulega orðin slæm.
Við vonum bara aö Isfirðingar tapi
þeim leikjum sem þeir eiga eftir,”
sagöi Jón Bjarni Guðmundsson, í sam-
tali viö DV eftir að lið hans, Fylkir,
hafði tapað gegn Njarðvík með 3—1 á
Fylkisvelli.
Fylkismenn höföu öll völd í fyrri
hálfleik og það má segja að þegar
Njarðvíkingar skoruðu sitt fyrsta
mark í lok hálfleiksins, hafi þeir feng-
ið sitt fyrsta færi. Það var Albert
Eðvaldsson sem gerði markið.
Um miðjan síðari hálfleik bætti
Þórður Karlsson öðru marki við fyrir
Njarðvíkinga en Kristinn Guðmunds-
son minnkaöi muninn fyrir Fylki í 2—1.
Fylkismenn lögöu allt í sölurnar til að
jafna en tókst ekki og í lok leiksins
tryggði Unnar Andrésson, Njarðvík,
sigurinn með marki af stuttu færi.
SigA.
Suðumesjamenn
vom sigursælir
SuÖurncsjamcnn voru sigursælir á opna HI-
C-golfmótinu sem haldið var á Hólmsvclli í
Leiru sl. laugardag. Frábær þátttaka var í
mótinu en alls mættu 119 manns og léku 18
holur meó og án forgjafar.
Úrslitánforgjafar: högg
1. Sigurftur Sigurftsson, GS 73
2. Hilmar Björgvinsson, GS 75
3. Jóhann Bcnediktsson, GS 76
4. Sigurjón Gíslason, GS 76
5. Páll Ketilsson, GS 77
Eins og sjá má var hörö keppni um efstu
sætin og sama má segja um keppni meÖ for-
gjöf.
1. Vilberg Þorgeirsson, GS högg 66
2. Heimir Stígsson, GS 67
3. Jóhann Bcncdiktsson, GS 68
Veitt voru aukaverðlaun fyrir aft vcra
næstur holu á öllum par þrjú brautum. Þau
hlutu Geirmundur Sigvaldason, GS, Sigurftur
Hafsteinsson, GR, Þorsteinn Geirharftsson,
GS, og Hcimir Stígsson, GS. Einnig voru veitt
verftlaun fyrir fiesta „fugla” og þau hlutu
Hilmar Björgvinsson, GS og Páll Kctilsson,
GS. Þeir fengu báftir 3 „fugla” á 18 holunum.
Vífilfell hf., framleiðandi HI-C svala-
drykksins, gaf verðlaun í mótift sem haldið
var í fyrsta : 'ou. A meftfylgjandi mynd eru
vcrftlaunahafar í Hl-C-mótinu.
NÝTT FRÁ MITSUBISHI!
TREDiA
4WD
Árgerð 786
Bíllinn, sem alla hefur dreymt um
Verður kynntur í byrjun september
Tregðumismunadrif ► Afistýri
14" felgur ► Rafstýrðir útispeglar
Miðstýrðar hurðalæsingar
► og margt fleira
BÍLARNIRf SEM SELJAST MEST,V
ERU FRÁ MITSUBISHI.
Verö frá kr. 577.000.-
* Samkv. skýrslu Hagstofu íslands
IhI hekla hf
LhhmI Laugavegi 170-172 Sími 21240
PRISMA