Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1985, Side 2
2
DV. FÖSTUDAGUR18. OKTÖBER1985.
Menning Menning Menning
Hin mjúka
i tilraunaeldhúsi Sprengisands. Úlfar Eysteinsson, Tómas Tómasson, Sig-
riður Jónsdóttir og Ásgeir Hannes Eiríksson bragða á réttunum.
DV-mynd: KAE.
SPRENGISANDUR
SPRETTUR UPP
— réttirnir prófaðir í tilraunaeldhúsi áður en
skyndibitastaðurinn verður opnaður
Tónleikar Sinfóníuhljómsvoitar íslands í Há-
skóiabiói 17. október.
Stjómandi: Joan-Piorre Jacquillat.
Einsöngvari: Ólöf Kolbnin Haröardóttir.
Efnisskrá: Woffgang Amadous Mozart: For-
lelkur að Cosi fan tutte: Alban Berg: Sieben
frtihe Lieder; Franz Schubert: Sinfónía nr. 9 IC-
dúr.
Aðrir reglulegir tónleikar, aðal-
stjómandinn á stjómpalli og Mozart
í byrjun. Raunar kom Mozart inn á í
staöinn fyrir Pál Isólfsson, en viö
fáum doktor Pál á næstu reglulegu
tónleikum, sem sé aðeins smá
frestun. Og Jacquillat spilaði For-
leikinn að Cosi fan tutte með sínu
sérstaka Mozartlagi. Sumum hrein-
trúarmönnum finnst þetta ekki
réttur og klár Mozart hjá honum
Jacquillat og telja sig geta fært rök
fyrir því. En það er alltaf einhver
sérstakur sjarmi yfir því þegar
hljómsveitin okkar spilar Mozart
með Jacquillat og alltaf nær hún
virkilega vel saman undir þeim
kringumstæðum. Hér var ekki vikið
frá venjunni og hentaöi Cosi fan tutte
forleikurinn í alla staði til aö hrista
hljómsveitina.vel saman og koma á-
heyrendum á rétta bylgjulengd.
Kirkjuþing 1985 hefst næstkomandi
þriðjudag og stendur til 31. október.
Þingið verður sett kl. 14.00 í kirkjunni á
Þar býr fegurðin líka
Nú kann sumum að þykja skrýtið
að Mozart henti sem bylgjulengdar-
veljari fyrir Alban Berg. En þeir
hinir sömu hljóta þá líka aö tilheyra
þeim flokki manna sem neita að sjá
feguröina í lögum Albans Bergs bara
af því að laglínan og hljómaferlið
gengur eftir svolítið öðruvísi for-
skrift en hjá gömlu meisturunum.
Víst er fegurðina jafnt að finna i
verkum sömdum eftir nýrri for-
Tónlist
Eyjólfur Melsted
skriftum, sem í sjálfu sér eru yfir-
leitt afleiðsla og útvíkkun fyrri for-
skrifta. 1 jafnfrábærum flutningi og
hjá Olöfu Kolbrúnu Harðardóttur,
sem að baki sér hafði samhenta, óm-
þýða hljómsveit, var auövelt að
greina fegurð Æskuljóöa Bergs.
Risið vantaði
Þýður ómur hljómsveitarinnar var
Þingvöllum. Er það gert í tilefni þess
að kirkjan er að hefja undirbúning að
því að minnast 1000 ára afmæiis
kristnitöku á Islandi, sem verður
haldið hátíðlegt á Þingvöllum árið
2000.
Fundir Kirkjuþings verða í
Safnaðarheimili Bústaðakirkju í
Reykjavík. Meöal mála sem Kirkju-
ráð, sem er framkvæmdaaöili Kirkju-
þings, leggur fyrir þingiö eru tvö frum-
vörp um breytingu á lögum, annað um
lína
viðvarandi í Stóru Sinfóniu
Schuberts. Allt frá homaþættinum í
byrjun yfir í hljóm hins frábæra
tvöfalda tréblásarakvartetts sem við
tók eftir óbósólóina í upphafi annars
kafla. Eða þegar strengir og tré
kölluðust á í scherzoinu. Trompetar
og básúnur voru lika á hinni mjúku
línu og glötuðu ekki mýkt, (með svo
örfáum undantekningum að ekki
tekur að nefna) ekki einu sinni í
hraöa siðasta kaflans þar sem
snerpa þeirra var samt í góðu lagi.
En þessa tvo þætti hefur stundum
reynst erfitt að samræma. Ekki gaf
strengjaliðið neitt eftir. Bassinn
hefur sjaldan náð að veita eins góða
fyllingu og með auknum jöfnuði var
líkt og nákvæmni í leik skerptist. En
að þessu fallega spili afloknu fannst
mér að hér hefðu menn lagt sig fram
um að spila hvern tón, hvert atriði
fyrir sig, eins vel og fallega og unnt
var — og það tókst — en heildar-
myndin hafi ekki verið eins í sjón-
máli höfð. Fyrir bragðiö fannst mér
vanta risið á þennan mjög svo
fallega leik.
almannafrið á helgidögum kirkjunnar
og hitt um kirkjugarða.
Þingmenn Kirkjuþings eru 20, jafn-
margir prestar og leikmenn úr kjör-
dæmum landsins auk fulltrúa frá
guðfræöideild og prestum í sér-
þjónustu. Ennfremur situr
kirkjumálaráðherra og fulltrúi hans
þingið svo og vígslubiskupar auk
biskups sem er forseti þingsins. Fundir
þingsins eru opnir almenningi.
-KB.
Vegfarendur á leiö upp í Breiðholt
um Reykjanesbraut hafa undrast
hversu fljótt nýtt hús hefur risið á
lóðinni þar sem áöur var félagsheimili
Fáks á horni Bústaöavegar.
Þaö var í júlí í sumar sem fjór-
menningarnir Tómas Tómasson, sem
þekktur varð fyrir Tomma-hamborg-
ara, Ásgeir Hannes Eiríksson,
pylsusali í Austurstræti, Ulfar
Eysteinsson kokkur og Sverrir Her-
mannsson, fararstjóri og fasteigna-
sali, ákváöu að kaupa lóöina af Fáki og
reisa þar skyndibitastað.
Ekki eru nema tvær vikur þangað til
veitingahúsið verður opnað. Laugar-
dagurinn 2. nóvember er opnunar-
dagurinn.
Það telst óvenjulegt á Islandi um
þessar mundir að staður sem ætlar sér
að byggja reksturinn á sölu kjúklinga
og hamborgara skuli opnaður undir
íslensku heiti. Sprengisandur er nafniö
sem eigendur hafa valið. Og merkið er
þjóðsagnakennt, hestur með horn ein-
hyrnings, geitarskegg og kýrhala.
Til að undirbúa opnunina sem best
hafa Sprengisandsmenn komið sér upp
tilraunaeldhúsi í einbýlishúsi skammt
frá. Þar hefur kokkurinn, tJlfar
Eysteinsson, undanfarnar vikur gert
tilraunir með réttina sem á boðstólum
verða.
„Það er of dýrt að gera tilraunir
þegar gestir eru byrjaöir að koma
inn,” sagöi Ulfar, sem kvaðst hafa
byrjað prófanir fyrir sjö kílóum síöan.
Eigendur koma reglulega og
smakka á mismunandi matreiddum
kjúklingum, kartöflum, súkkulaðismá-
kökum, hamborgurum og fleiri
réttum. Einnig hafa iðnaðarmennirnir
í húsbyggingunni verið liðlegir við að
smakka.
T omma-borgarar urðu veitinga-
húsakeðja hérlendis, eins og alkunna
er. Svo gæti farið að Sprengisandur
yrði það líka. Sprengisandsmenn hafa
fengið lóö undir skyndibitastað í
Hveragerði. -KMU.
-EM.
Kirkjuþing á næstu grösum
Rólegur dagur f Moskvu
Jafntef li í 17. einvígisskákinni eftir 29 leiki
Karpov heimsmeistari lét peðsfórn
Kasparovs sem vind um eyru þjóta í
17. einvigisskákinni sem tefld var í
Moskvu í gær, tefldi traust og.náði að
jafna tafliö með svörtu mönnunum
án mikilla erfiöleika. Nú vinnur hann
að því að endurheimta sjálfstraustið
eftir ófarimar í 16. skákinni sem
Kasparov vann svo snilldarlega. En
hann verður að hafa hraöan á.
Aðeins sjö skákum er ólokið í
einvíginu og Kasparov hefur forustu
með 9 v. gegn 8 v. heimsmeistarans.
Nokkrum stuöningsmönnum
Kasparovs brá illilega í brún er hann
tók á sig þrípeð á c-línunni af fúsum
og frjálsum vilja. Hugmynd hans var
að opna Jínur og láta hvítreitabisk-
upinn njóta sín á hornalínunni.
Honum var sama þótt hann tapaði
peði en Karpov sá draug í hverju
homi og lét það kyrrt liggja. „Þetta
var dularfull skák og það er hugs-
anlegt að Kasparov hafi verið tauga-
óstyrkur,” segir David Goodman,
fréttaritari DV á einvíginu. Eftir 29
leiki undirrituðu þeir friðarsáttmála,
enda aðeins drottning, riddari og
fimm peð eftir í hvoru liði.
Stórmeistararnir í blaðamanna-
herberginu lentu í vandræðum í gær
því að þeir voru búnir að tína hvítu
drottningunni og svörtu peði úr tafli
sínu. Að endingu bjargaði Gufeld
málunum. Töfraði fram filmubox
með svörtu loki, sem var sjálft gert
að drottningu en lokið lenti í hlut-
verki peðs. Þótti illa komið fyrir stór-
meisturum á sjálfu heimsmeistara-
einvíginu í skák aö eiga ekki skárri
taflmenn en þetta.
Garrí Kasparov.
Svart: Anatoly Karpov
Nimzo-indversk vöra.
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Rf3 c5
5. g3 Rc6 6. Bg2 Re4 7. Bd2 Bxc3 8.
bxc3 0—0 9.0—0 Ra5
Breytir út af 13. skákinni þar sem
framhaldið varð 9. — f5 10. Be3! ? og
Kasparov náði undirtökunum.
Sveshnikov, einn aðstoðarmanna
Karpovs, sást brosa í kampinn eftir
þennan leik og Kasparov hugsaöi sig
um í 47 mínútur. Flestir bjuggust við
10. Bf4 því aö bæði peðin eru eitruö:
Ef 10. — Rxc3? 11. Dc2 og riddarinn
sleppur ekki út og ef 10. — Rxc4 þá
11. dxc5 og nú strandar 11. — Rxc5 á
12. Dd4 og vinnur mann.
Skák
Jón L. Ámason
10. dxc5!?Dc7!
Peöin hlaupa ekki burt! Svarið við
10. — Rxc4 eöa Rxc5 yröi 11. Bf4, sbr.
síöustu athugasemd.
11. Rd4
Um þennan leik hugsaöi Kasparov
í 37 mínútur. Kannski sást honum
yfir drottningarleik Karpovs.
11.— Rxd212. Dxd2Rxc4
Slæmt er 12. — Dxc5 13. Rb3 Rxc4
14. Rxc5 Rxd2 15. Hfdl Rc4 16. Rxd7
og hvítur á betra.
13. Dg5 f614. Df4
14. — Re5
I dag skal tefla traust. Karpov
fellur auövitaö ekki í gildruna 14. —
e5? 15. Re6! og eftir 15. - Da5 16.
Dxc4 nær hvítur mun betri stöðu
(ekki gengur 15. — Dxc5? 16. Rxc5
exf417. Bd5+ og vinnur mann).
En til greina kemur að hiröa peðiö.
Eftir 14. - Dxc515. Rb3 Db516. Habl
(hótar 17. Rd2) hefur hvítur vissu-
lega mótfæri en með 16. — Re5 má
vel vera að svartur nái að hrinda at-
lögunni.
15. Rb3 Hb816. Dd4 b617. f4 Rf7
Nú er sýnt að svartur hefur náð aö
jafna taflið. Það er ekki hlaupið að
því að koma auga á veikleikann í
stöðu hans.
18. Hfdl Hd819. c4 Bb7 20. Bxb7 Hxb7
21. cxb6 Hxb6 22. c5 Hc6 23. Hacl d5
24. cxd6 fr.hl.
Lítið gagn var í frelsingjanum á c-
línunni, sem var tryggilega skorð-
aður. En nú leysist taflið endanlega
upp í jafntefli.
24. — Hdxd6 25. De3 Hxdl+ 26. Hxdl
g6 27. Hcl Hxcl+ 28. Dxcl Db6+ 29.
Dc5
Og Kasparov bauð jafntefli um
leið, sem Karpov þáði.
,10'LASr,
> ÞROSTUR
685060
T
Flytjum allt frá smáum j
pökkum upp í heilar bú- j
slóðir innanbæjar eða hvert ;
á land sem er. 5
685060