Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1985, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1985, Síða 4
4 DV. FÖSTUDAGUR 18. OKTÖBER 1985. Hegningarhúsið við Skólavörðustíg: „Ég léttist um tæp fjögur kíló” sagði fangi einn sem er óhress með of litinn mat sem fangar fá í Hegningarhúsinu — Ég léttist um tæp f jögur kíló eft- ir að hafa dvalist í hegningarhúsinu við Skólavörðustíg í sextán daga, sagði fangi einn sem heimsótti DV nú í vikunni. Fanginn sagði að fang- arnir í Hegningarhúsinu fengju ekki nægilega mikiö að borða — matar- skammtarnir væru eins og fyrir smástráka. — Maturinn, sem kemur frá Múla- kaffi í hádeginu og á kvöldin, er mjög góður, en skammtarnir eru of litlir, sagði fanginn. — Hvenær eru matar- og kaffitím- ar í Hegningarhúsinu? — Morgunverður er framreiddur kl. 8 og er þá boðið upp á súrmjólk, tvo kaffibolla og brauðsneið. Kl. 12 er hádegismatur og kemur þá fyrri sendingin frá Múlakaffi. Miðdegis- kaffi er kl. 15. >á er boðið upp á tvo kaffibolla og „Sæmund” (tvær kex- kökur). Kvöldverður er kl. 19 og kemur þá seinni sendingin frá Múla- kaffi. Kl. 21 er kvöldkaffi — menn fá þá tvo kaffibolla og brauðsneið. -SOS I Hér á myndinni sést matarbakki sem sýnir mat þann sem fangarnir á Skólavörðustig fengu sl. þriðjudagskvöld. Það var skyr með rjóma- blandi, karrilagaður kjúklingaréttur a la king með snittubrauði og hris- grjónum. Matseðill fangans Við fengum matseðil Múlakaff- is þessa vikuna, en á honum var matur sá sem föngunum í Hegn- ingarhúsinu við Skólavörðustíg var boðið upp á. Hér kemur smá- sýnishorn: Mánudagur: Blaðlaukssúpa. Djúpsteikt fiskflök með sinneps- sósu og salati. Þriðjudagur: Skyr með rjóma- blandi. Karrílagaður kjúklinga- réttur a la king með snittubrauði og kryddhrísgrjónum. Miðvikudagur: Avaxtasúpa. Pönnusteikt reykt medisterpylsa með hvítri sveppasósu og rauð- káli. Fimmtudagur: Kakósúpa með tvíbökum. Ofnbakaö heilagfiski með béarnaisesósu, tómötum og gúrkum. Föstudagur: Súpa Doría. Kalt hangíkjöt með uppstúfi og græn- um baunum. Að sjálfsögöu eru kartöflur með öllum réttunum. Eins og sést á þessu, þá er ekki dónalegur matseðillinn. Lesend- ur geta sjálfir dæmt um það. -sos „ Viljum að sjálfsögðu ekkiað fangarnirséu óhressir" — með matinn frá okkur, sagði Stefán Stefánsson, yfirmatsveinn í Múlakaffi — Það kemur okkur á óvart aö fangarnir í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg 9 telji að matar- skammtar okkar séu UtUr. Þeir fá sömu þjónustu og sömu matar- skammtana og viö sendum á fjöl- marga vinnustaði víðs vegar um borgina, sagði Stefán Stefánsson, yf- irmatreiðslumaður í Múlakaffi, sem sér um matinn fyrir betrunarhúsiö viö Skólavörðustíg. — Fangarnir fá súpu, kartöflur, kjöt og grænmeti, sagði Stefán, þeg- ar hann sýndi okkur matseðil vik- unnar. — Ef fangarnir eru óhressir yfir því sem þeir fá ofan í sig þá er- um við tilbúnir að auka skammtana. Við viljum að sjálfsögðu að enginn viðskiptavinur okkar sé óhress með matinn frá okkur, sagði Stefán Stef- ánsson. -sos „Það hefur enginn kvartað út afmatnum" — sagði Þorsteinn Jónsson, deildarstjóri í dómsmálaráðuneytinu — Það hefur ekki verið kvartaö yf- ir matnum í Hegningarhúsinu á Skólavörðustígnum, ekki mér vitan- lega, sagði Þorsteinn Jónsson, deild- arstjóri j dómsmálaráðuneytinu, þegar við spurðum hann um matar- skammta fanganna á Skólavörðustíg 9. — Við höfum verslað við Múlakaffí í mörg ár í sambandi við mat í Síðu- múlafangelsið, erum nýbyrjaðir að fá mat þaðan í Hegningarhúsið. Þaö hefur enginn kvartað. Ég hef oft séð matarskammtana, sem eru góðir og vel útilátnir. Ég tel að það sé ekki hægt að kvarta út af magninu. Auð- vitað er þaö alltaf svo að það eru ekki allir ánægðir — sumir þurfa að borða meira en aðrir, eins og gerist og gengur, sagði Þorsteinn. -SOS Nóbelsverdlaunahafinn Claude Simon Talsmaður hins ráðvillta nútímamanns Veiting nóbelsverðlauna fyrir bókmenntir til franska rithöfundarins Claude Simon kom mönnum ekki ýkja mikiö á óvart. Vitað var að Simon hafði lengi verið í uppáhaldi hjá formanni nóbelsverölaunanefndarinnar, Arthur Lundqvist, sem í fyrra varö aö lúta í lægra haldi fyrir stuöningsmönnum Williams Golding. Leiða bókmennta- skýrendur að því getum að Lundqvist hafi fengiö að ráða aö þessu sinni. Viðmælendur DV eru hins vegar sammála um það að Simon sé hinn mætasti rithöfundur og vel að verðlaununum kominn. „Þetta er einnig viöurkenning til hinnar frönsku „nýju skáldsögu” sem hingaö til hefur þótt fremur torræð,” sagði ungur íslenskur rithöfundur, menntaður í Frakklandi. Ekki hissa Claude Simon, sem um margra ára skeið hefur haft tekjur sínar af fram- leiðslu eðalvína, var aö sögn hrærður en ekki ýkja hissa viö að heyra um verðlaunaveitinguna. „Ég er orðinn gamall,” sagði hann, „og hef, eins og margir Evrópubúar á mínum aldri, upplifaö byltingu, stríö, fangelsisvist og hungur. . . Sjálfur hef ég kynnst alls kyns fólki, bæði góðu og vondu, en mesta ævintýrið er samt rit- listin.” Er Simon var spurður um boðskap bóka sinna, sagðist hann ekki hafa neitt slíkt á boðstólum. „Ég hef uppgötvað að allt í heimi hér hefur enga merkingu og á endanum er óþarfi að segja nokkurn skapaðan hlut.” Um skrif sín sagði hann ennfremur: „Þaösemmáli skiptir er að byrja á setningu, halda áfram með hana, og leiöa hana til lykta. Þannig verða til síður og loks heiiar bækur.” Grimmilegir atburðir Claude Simon er fæddur árið 1913 á eyjunni Madagaskar er þá var undir stjóm Frakka. Áriö 1940 var hann hnepptur í fangabúðir Þjóðverja og var þar til stríðsloka við slæman kost. Þessi fangabúðavist setti varanlegt mark á persónuleika hans og lífs- viðhorf, enda er skáldsagnaveröld hans í hæsta máti orungaleg. Grimmilegir atburðir gerast fyrir Nauðungaruppboð annaö og síðasta á fasteigninni Vatnsnesvegi 31, neöri hæð, i Keflavík, þinglýst eign Sigtryggs Friörikssonar, fer fram á eigninni sjálfri aö kröfu Vilhj. Þórhallssonar hrl., Veðdeildar Landsb. Isl., bæjarsjóðs Keflavíkur og Asgeirs Thoroddsen hdl. miðvikudaginn 23.10.1985 kl. 16.00. Bæjarfógetinn i Keflavík. Claude Simon. tilviljun, leiða sjaldnast til nokkurs sem máli skiptir, nema þá helst meiri grimmdar og eyðileggingar. Fyrsta skáldsaga Simons hét Svindlarinn (1946), en í kjölfariö fylgdu Hengdur upp á þráð (1947), Gúlliver (1952) og Vorblót (1954). Þess- ar bækur vöktu litla athygli í frönskum bókmenntaheimi. Það var ekki fyrr en með skáldsögunni Vindurinn (1957) aö Simon kom fram sem einn af forvígis- mönnum hinnar „nýju skáldsögu” eða „nouveau roman”, með næstum miskunnarlausu hlutleysi í frásögn sinni. Meðal annarra, sem kenndir hafa verið viö þetta skáldsöguform, eru þau Alain Robbe-Grillet, Michael Butor og Natalie Sarraute. Hið opna form Á árunum 1958 til 1962 treysti Simon stöðu sína frekar með þremur skáld- sögum: Grasið, Vegurinn gegnum Flæmingjaland og Höllin, sem allar þóttu merkilegt framlag til franskra nútímabókmennta. Ritstíll Simons verður seint kallaður aögengilegur og sé hin hefðbundna skáldsaga höfð til viðmiðunar virka sögur hans „opnar” í formi og lausar í reipunum. Bókmenntafræðingar telja þó fáa höfunda túlka hlutskipti hins ráðvillta nútímamanns á eins áhrifa- ríkan hátt og Simon gerir. Frá 1962 hefur Claude Simon gefið út sex skáldsögur og eitt leikrit. Engin skáld- sagna Simons hefur verið þýdd á íslensku, en hins vegar hafa Danir þýtt nokkrar briturhans. -AI.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.