Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1985, Page 14
14
DV. FÖSTUDAGUR18. OKTÖBER1985.
Menning
Menning
Menning
Menning
Fjölskipaður kvennabekkur
Listahátífl kvonna.
Tónleikar í Norrœna húsinu 15. október.
Rytjendur: Inga Rós Ingólfsdóttir, Seima
Guflmundsdóttir, Guflrún Birgisdóttir, Anna
Guflný Guflmundsdóttir, Sigrún Hjálmtýsdóttir,
Þóra Frífla Sœmundsdóttir, Jón Aðalsteinn Þor-
geirsson, Amþór Jónsson, Guflný Guflmunds-
dóttir, Guðríður St. Sigurðardóttir.
Efnisskrá: Nadia Boulanger: Þrjú lög fyrir selló
og pianó; Sylvie Bodorová: The Smell of
Summer; Betsy Jolas: Episode seconde— ohne
Worte; Thea Musgrave: Suito o'Baimsangs; Mist
Þorkelsdóttir: Þrenning; Karólína Eiríksdóttir: In
vuhu solis; Yardena Alotin: Sónatína fyrir fiðlu og
píanó; Grazyna Bacowicz: Pólsk caprica fyrir
einleiksfiðlu; Clara Schumann: Þrjár rómönsur.
Tónlist kvenna, flutt af konum, að
mestu leyti, var enn á dagskrá Lista-
hátíðar kvenna. Nú voru tónleikarnir
í Norræna húsinu, eins og reyndar
síöustu tónleikar þar á undan þótt ekki
hafi kannski komið nógu glöggt fram
að tónleikar systranna Signýjar og
Þóru Fríöu hafi verið undir hatti Lista-
hátíðarinnar. Nú óttaðist maöur hálft í
hvoru að hátíöin væri komin í sam-
keppni við sjálfa sig með því að
kvikmyndahátíðin fellur á sama tíma
og tónleikarnir. En það hefur verið
visst fastafylgi á tónleikunum og það
skilaöi sér og heldur rúmlega það í
Norræna húsið.
Ekki veit ég hversu oft við höfum séö
vitnað til þess að hinn eða þessi
stórkúnstnerinn hafi numið hjá Nödiu
Boulanger. Kannski samdi hún mest
og best í gegnum nemendur sína, en ég
tel það líka nokkurn veginn víst að
aldrei hafi verið leikið eftir hana svo
mikið sem eitt smálag á íslenskum
tónleikum. Má segja aö tími hafi verið
til kominn að viö fengjum að kynnast
töfrum hennar með tilstyrk þessara
yfirlætislausu laga hennar frá því í
aldarbyrjun. Þrátt fyrir yfirlætisleysi
sitt leyndu þau á sér og heyra mátti aö
Inga Rós og Selma höfðu gaumgæft
inntak þéirra og eðli — svo næmum
höndum fóru þær um þau.
Síðan kvaö við annan tón í Smell of
Summer eftir Sylvie Bodorová, þar
sem áherslan var lögð á fjarrænu
flautunnar og síöan í ágengu stykki
Tórtlist
Eyjólfur Melsted
Betsy Jolas. Það var sérstakur fersk-
leikablær á leik Guðrúnar í seinna
verkinu og frábær samvinna hennar og
Önnu Guðnýjar í því fyrra. Og áfram
hélt Anna Guöný að styöja dyggilega
við bak samstarfsmanns, næst á eftir
með Sigrúnu Hjálmtýsdóttur í barna-
ljóöum Theu Musgrave. Söngur Sig-
rúnar var reyndar hið eina sem mér
kom á óvart á þessum tónleikum. Ég
átti satt best að segja ekki von á því að
hún hefði tekið svo stórt stökk fram á
við. Nú þykir mér sem röddin sé alveg
viö það að ná músíkaliteti hennar. Ein-
mitt það sem beðið hefur verið eftir
síðan á Hlégarðstónleikunum um árið.
Mist Þorkelsdóttir, sem mikla at-
hygli vakti með verki sínu, Davíð 116, í
fyrra átti hér mjög fallegt tríó fyrir
klarínettu, selló og píanó sem hún
nefnir Þrenningu. Henni tekst að gera
sér mikinn mat úr eðlislægri sam-
hljóman klarínettunnar og sellósins og
einföld úrvinnslan veröur fyrst og
fremst til að skerpa samsömun
hljóöfæranna. Fallegt stykki og ekki
síður fallega spilað.
Að lokum lék Guðný Guðmundsdóttir
fjögur verk, tvö þeirra við meðleik
VMKM
Á BLAÐSÖLUSTÖÐUM
Þá hleypur
á snærið
Grein um heppni
Kyssa alla
bless og fara
bara!
Sigríður
Halldó
talar við
Helgu
Thorberg
Lífsreynsla:
Lífsh
fæðing
Heimsókn
í Fellahelli
Byggt og búið:
Litast um á
Hjónagörðum
Svipast
um á
fornbókasölum
Hvernig væri að gera
eitthvað í málunum?
Ráðleggingartil þeirra
sem vilja koma sér í form
Einar Kárason:
Af biblíusögum
lestrarkennsluhefta
Guöríöar St. Siguröardóttur. Fyrst
Sónatínu Yardenu Alotin, mjög svo
hefðbundna sónatínu þótt blikur birt-
ust frá nýrri tíö, en skemmtilegt stykki
og góður samleikur. Síðan komu tvö
virtúósastykki sitt með hverju mótinu.
Pólsk caprica Crazynu Bacewicz
handa fiðluvirtúós af gamla skólanum
full af glettni og gáska og síðan hiö út-
spekúleraöa In vultu solis Karólínu
Eiríksdóttur — verk sem útheimtir
mikla fæmi flytjandans þótt ekki sé
beint hraðanum fyrir að fara. I hvert
sinn sem ég heyri þetta verk Karólínu
líkar mér betur og betur við það. Hætt-
an er einungis sú að farið verði að telja
það á færi Guönýjar einnar að spila
það, svo vel sé. Þessum ágætu og fjöl-
skipuðu kvennatónleikum lauk svo
með þremur yndislegum rómönsum
brautryðjandans í kvennatónsmíöum,
Clöru Schumann, og þegar tvær góðar
listakonur leggja svo mikla alúö við
lokaflutninginn getur maður ekki
annaö en farið ákaflega sáttur við
tilveruna heim að tónleikum loknum.
Ertþú
undir ánrifum
LYFJA?
Lyf sem hafa áhrif á athyglisgáfu
og viöbragösflýti eru merkt meö
RAUÐUM VIÐVÖRUNAR-^
ÞRÍHYRNINGI
yr™
* *******-x-*:
Rafdeild 2. hæð $
örbylgjuofnar.
SHARP og MIELE í
Litir: hvítur og brúnn. ★
Sjónvarpsloftnet
úti og inni.
FM-loftnet,
TV- kapall og tengi.
i
!
★
★
★
-★
★
★
★
★
★
★
I
★
Vershð þar sem*
úrvalið er mest *
og kjörin best. J
Jón Loftsson hf.
Hringbraut 121 Simi 10600
** ************ ¥