Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1985, Page 36
FRÉTTASKOTIÐ
Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022.
Hafir þú ábendingu
eöa vitneskju um
frótt hringdu þá i
sima 68-78-58. Fyrir
hvert fréttaskot,
sem birtist eða er
notað i DV, greið-
ast 1.000 krónur og
3.000 krónur fyrir
besta fróttaskotið i
hverri viku.
Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum
við fróttaskotum
allan sólarhringinn.
Frjálst,óháð dagblað
FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1985.
Ráðist á
mann í
austurbænum
Erilsamt var hjá lögreglunni í
Reykjavík í nótt — ráöist var á mann
og alls uröu tólf árekstrar.
Um þrjúleytiö í nótt barst lögregl-
unni tilkynning um aö maöur heföi
kallað á hjálp í austurbænum. Maöur-
inn haföi verið sleginn og var marinn á
síöu og baki. Hann sagði aö þrír menn
heföu ráðist á sig. Einn mannanna náö-
ist og var hann handtekinn. Hann gaf
upplýsingar um hina tvo félaga sína.
Máliö er í rannsókn. -SOS
Óþolinmæði gætir:
Útvarpsstöð í
vesturbænum
Sumir eru greinilega orönir óþolin-
móðir að bíöa eftir gildistöku nýrra út-
varpslaga og hafa þegar hafiö útvarps-
sendingar eöa eru aö prófa sig áfram í
þeim efnum.
Hjá radíóeftirliti Pósts og síma
hrukku menn í kút er allt í einu heyrö-
ist í ókunnri stöð, ungar raddir sem
sögðu skrýtlur og spiluö var létt tónlist
í hádegi og aö kvöldlagi fyrir fáeinum
dögum. Ekki vannst tími til aö miöa út
stöðina, en líklega er hún einhvers
staöar í vesturbænum, hefur talsvert
góöa útbreiöslu yfir vesturhluta bæjar-
ins og mun hafa tíöni mjög nálægt rás
tvö. Þeir hjá Pósti og síma eru nú í við-
bragösstöðu ef eitthvað meira heyrist
af þessari tilraunastarfsemi, en lítið
hefur boriö á slíkum tilraunum síðan
útvarpsstöðvarnar blómstruðu í BSRB
verkfallinu í fyrra.
KB
Flugfreyjudeilan:
Allt stopp
Nú horfir allt í þaö aö flug-
samgöngur á vegum Flugleiða leggist
niður frá og meö næsta miðvikudegi
því ekkert þokast í samningsátt milli
flugfreyja og viðmælenda þeirra hjá
Flugleiðum.
Enn ber mikið á milli og nýr
samningafundur ekki fyrr en á næsta
mánudag. -KB.
EINANGRUNAR
GLER
666160
ThelU»°1ia?L
LOKI
Hinn svokallaði Gufunes-
ilmur mun vefjast
nokkuð fyrir hvítvínssér-
fræðingum þessa
daganal
Erlendar skuldir þjóðarbúsins í árslok 1985:
Hvert mannsbarn
skuldar 300 þúsund
1 árslok 1985 má gera ráö fyrir því
aö hver íslendingur skuldi sem
nemur 294 þúsundum króna vegna
erlendrar lántöku þjóöarbúsins und-
anfarin ár.
1 árslok er gert ráö fyrir aö lang-
tímalán erlendis nemi um 58,1 miU-
jarði króría og skammtímalán veröi
um 13 milljaröar. Samanlagt veröa
því erlend lán þjóöarbúsins um 71,1
milljarður króna í árslok 1985.
Þegar litiö er á nettóskuldastöð-
una, þ.e. þegar dreginn hefur veriö
frá ógreiddur útflutningur og gjald-
eyriseign, nema skuldirnar 66 millj-
öröum. Þaö jafngildir því aö
erlendar skuldir veröa í árslok 1985
55 prósent af landsframleiöslunni.
Nettó skuidir munu á næsta ári
hækka í um 67 milljaröa og veröa þá
54,4 prósent af landsframleiðslunni.
Ástæðan fyrir þvi að hlutfallið hækk-
ar ekki er sú að gert er ráö fyrir aö
landsframleiöslan hækki um 2 pró-
sent áriö 1986.
Erlendar skuldir hafa aukist mjög
undanfarin ár. Langtímaskuldir
voru 1974 um 24 prósent af lands-
framleiöslunni en veröa á þessu ári
um 53 prósent og á því næsta um 51,2
prósent. Mesta aukningin hefur orðið
vegna lántöku opinberra aöila og
vega þar þyngst lántökur vegna
orkumála. Vægi erlendra langtíma-
skulda, sem opinberir aðilar standa
fyrir, nemur nú um 90 prósent af
langtímaskuldum þjóðarbúsins.
-APH.
Sex fálkar
í lækningu
Sex fálkar eru í vörslu Náttúrufræði-
stofnimar tslands um þessar mundir.
Þangaö hafa þeir borist ósjálfbjarga.
„Þaö hefur aldrei nokkurn tíma
komiö fyrir áöur aö viö höfum haft
svona marga fálka í einu,” sagöi Ævar
Petersen dýrafræöingur.
Tveir fálkanna voru færöir Náttúru-
fræðistofnun í gær. Annar fannst mátt-
vana viö Austurbrún í Reykjavík.
Reyndist hann særöur á höföi eftir aö
hafa flogið á eitthvaö en einnig bólginn
á fæti eftir sýkingu og með fálkaveiki.
Honum er vart hugað líf. Hinn kom
áhöfnin á togaranum Jóni Vídalín meö.
Sá fáiki haföi sest á skipiö undan
Reykjanesi illa haldinn.
Hina fjóra fálkana hefur fólk af
landsbyggðinni sent suður til Reykja-
víkur frá Olafsvík, Patreksfiröi,
Hrútafirði og Reyöarfiröi. Þrír þeirra
höföu lent í grút en sá úr Hrútafirði var
vægt sýktur af fálkaveiki.
Náttúrufræðistofnun er í samráöi viö
Háskólann aö reyna að lækna alla fálk-
ana sex. Fimm þeirra eru taldir eiga
góða möguleika á aö ná sér aftur.
Hugsanlegt er aö einhverjum þeirra
veröi sleppt frjálsum í næstu viku.
-KMU.
J6n Baldvin vill
gengisfellingu
Ef Alþýöuflokkurinn mætti ráöa
þjóðarskútunni þessa stundina myndi
hann strax lækka gengið. Þetta kom
fram í ræðu sem Jón Baldvin Hanni-
balsson flutti á Alþingi í gærkvöldi þeg-
ar þingmenn ræddu um stefnuræðu
forsætisráðherra.
Jón Baldvin lýsti því yfir aö þaö yröi
aö skrá gengið rétt og fylgja því svo
eftir með réttum efnahagsaðgerðum.
Gengishagnaöurinn yröi notaöur til aö
greiða erlendar skuldir sjávarútvegs-
ins, sem myndu hækka viö gengisfell-
inguna. Til aö sporna viö hækkun á inn-
fluttum vörum yrði aö setja á tíma-
bundna verðstöðvun í 6 mánuöi.
Þá sagöi Jón Baldvin aö nauðsynlegt
væri aö hækka skatta þeirra sem heföu
nóg af fjármagni miÚi handa. Einnig
yröi að skera niöur fé til orkumála,
landbúnaðarmála og opinberra bygg-
ingarframkvæmda. Þá boöaöi hann
einnig miklar breytingar á skattakerf-
inu og húsnæðiskerfinu.
APH
Fjaörafok og læti hjá fáikunum á Náttúrufræðistofnuninni. Stofnunin hefur aldrei áöur verið með svo
marga fálka i einu.
OV-myndir PK.
Stefnuræða forsætisráðherra:
Megnmarkmið er lækk-
un erlendra skulda
Stjórnarandstaðan gagnrýndi launastef nu
ríkisstjórnarinnar harðlega
Stefnuræða Steingríms Hermanns-
sonar forsætisráöherra var í anda
þeirrar þjóöhagsáætlunar sem ný-
lega hefurveriðbirt.
„Lækkun erlendra skulda verður
aö mati rikisstjómarinnar óhjá-
kvæmilegt meginmarkmiö í efna-
hagsmálum þjóðarinnar næstu
árin,” sagöi forsætisráðherra. Til
þess aö þetta náist er stefnt að 5 pró-
sent aukningu í útflutningi þjóðar-
innar og aðeins 1 prósent aukningu
þjóðarútgjalda næstu árin í staö 3 pró-
senta sl. tvö ár. Þessi stefna þýðir
aö þjóðarútgjöld standa í staö á
mann. Ef þessari stefnu verður
framfylgt mun kaupmáttur launa
standa í stað eöa hætta iítillega frá
því sem hann er núna.
I ræðum stjórnarandstöðumanna
kom fram hörð gagnrýni á stefnu
ríkisstjórnarinnar. Sú gagnrýni
beindist í aðalatriðum að launa-
stefnu ríkisstjómarinnar. Nú væri
kominn upp mikill launamismunur í
þjóðfélaginu. „Gróöaöflin vaöa uppi
á kostnað launafólks og þeir ríku
verða ríkari og þeir fátæku fátæk-
ari,” eins og Jóhanna Sigurðardóttir,
Alþýðuflokki, orðaði það. -APH.