Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1985, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1985, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIЗViSIR 264. TBL. - 75. og 11. ÁRG. - MANUDAGUR 18. NÓVEMBER 1985. Rannsókn hélt áf ram af fullum krafti um helgina: Fjöldi manas hefurját- að í okuriánamálinu Urriðafoss, skip Eimskipaféiags íslands, siglir hér inn í Sundahöfn um tvö- leytið i gær i fylgd dráttarbátanna Magna og Óðins eftir að hafa verið dreg- ið af strandstað við Grundartanga í gærmorgun. Þrátt fyrir töluverða slagsiðu vegna leka og haugasjó á leiðinni gekk siglingin til Reykjavíkur vel. Ekki er enn fullkannað um tjón á Urriðafossi en Ijóst að það er töluvert. hhei/DV-mynd S. -r Hafskipsmálin opin í báða enda eftir helgarfundina: SfS og Eimskip tog- ast nú á um Hafskip Eftir aö í ljós kom áhugi SÍS- manna á stofnun nýs skipafélags meö Hafskipsmönnum, hafa Eim- skipsmenn endurskoöaö aö nokkru leyti boö sitt til Otvegsbankans um yfirtöku innanlandsdeildar Haf- skips. DV fékk þetta staðfest hjá Lárusi Jónssyni bankastjóra í morg- un. Engu aö síöur eru taldar mun meiri líkur á því aö Hafskip og SÍS nái saman, ásamt fleirum. Þar á meöal Skipafélaginu Víkum. Finn- bogi Kjeld, framkvæmdastjóri þess, er hluthafi í Hafskip og haföi lofað stórauknu hlutafé þar. „Við ræðum við alla sem eru tilbúnir til þess aö vinna aö þeim markmiöum sem við setjum okkur,” sagöi Axel Gíslason, aöstoöarforstjóri SlS, í morgun. Lárus Jónsson bankastjóri sagði Hafskipsmálin galopin eftir helgina, það heföi ekki gengiö með öllu saman um þau. Stjórnarfundur hófst hjá Hafskipi viö fótaferöartíma í morg- un. Hjá SÍS átti aö hefjast tveggja daga stjórnarfundur klukkan 10 í morgun en óvíst var hvort allir stjórnarmenn næðu þeim tíma vegna samgöngutruflana. Á þeim fundi er taliö aö úr því fáist skorið hver al- vara er í viðræðum um nýja skipafé- lagiö. HERB sjábls.37 Fyrsti íslend- ingurinn deyr af völdum ónæmis- tæringar islendingur lést af völdum ónæmis- tæringar í síöustu viku. Hann var mjög langt leiddur af völdum sjúkdómsins áöur en hann lést. Hann var kominn með fylgisýkingu vegna óvenjulegra berklabaktería. Þar sem ónæmiskerfi sjúklingsins var lamaö dró þessi fylgi- sýking hann til dauða. Samkvæmt upplýsingum DV haföi sjúklingurinn legiö á Borgarspítalan- um í nokkra mánuöi áöur en hann lést. Margir mánuðir eru síöan hann taldist smitaöur, en þó var hann ekki orðinn verulega veikur og kominn meö for- stigseinkenni fyrr en nú í haust. Aö svo stöddu er ekki hægt að upplýsa hvaða áhættuhópi hinn látni tilheyrði. Þetta dauðatilfelli veröur tilkynnt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni í París fyrir áramót. Þrír Íslendingar eru nú verulega veikir af völdum ónæmistæringar og eru meö greinileg forstigseinkenni. Sex einstaklingar hafa mælst meö veiruna í blóðinu, en töluverð fjölgun hefur oröiö innan þess hóps aö undan- förnu. Mikill fjöldi einstaklinga hefur hringt til upplýsingaþjónustunnar um ónæmistæringu, bæði þeir sem telja sig tilheyra áhættuhópum og þeir sem vilja fá aimennar upplýsingar varö- andi siúkdóminn. Islendingar virðast orönir verulega óttaslegnir vegna þessa sjúkdóms. KB — sjá einnigábls.29 Stjórnun fiskveiða: Kvótakerfi til tveggja ára — segja hagsmuna- samtökin 011 helstu hagsmunasamtök innan sjávarútvegs hafa nú sagt álit sitt á frumvarpi sjávarútvegsráöherra um stjórnun fiskveiða. Öll nema eitt vilja aö fiskveiðistefn- an verði mótuö til tveggja ára í stað þriggja. Farmanna- og fiskimanna- sambandiö er á móti frumvarpinu og vill aö tekið veröi upp skrapdagakerfi. Aöalfundur LltJ, Fiskiþing og sam- bandsstjórn Sjómannasambandsins gefa grænt ljós á frumvarpið en samt meö smávægilegum breytingum. APH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.