Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1985, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1985, Blaðsíða 16
16 DV. MÁNUDAGUR18. NÖVEMBER1985. Sptirningin Hvað finnst þér um sýning- arsalina á Kjarvalsstöðum? Trausti Traustason nemi: Húsiö lítur út fyrir aö vera hálfklárað eins og það eigi að vera sérstakur stíll. Sólveig Eggertsdóttir nemi: Mér hefur alltaf þótt gott að koma þar. Þó yrðu salirnir betri ef loftið væri lagað. Björgvin Sigurgeir Haraldsson kennari: Loftið væri best komið úti í garði sem sandkassi fyrir börn og þaö sem fyrst. Auk þess er ýmislegt aö athuga við aðstöðuna fyrir myndlistar- fólkiö. Ragnhildur Ragnarsdóttir nemi: Mér finnst þetta mjög skemmtilegur sýningastaöur meö ýmsa möguleika. Rikey Ingimundardóttir myndlistar- maður: Eru þeir ekki ágætir. Loftið mætti þó sjálfsagt vera betra. Lýsing- unni fylgir svo mikill hiti. Birgir Jóakimsson nemi: Loftið er hræðilegt. Hitinn af lýsingunni er alltof mikill og birtan ekki nógu góð. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Niðurstöður Hagvangskönnunar: Álitshnekkir fyrir þingmenn „Hvað með tóma sali Alþingis á fundartíma?“ spyr bréfritari. Hér er svipmynd frá störfum á Alþingi: Flestir stólarnir auðir. Kjósandi skrifar: Almenn vantrú á íslenskum stjórnmálamönnum er niðurstaða skoðanakönnunar sem kynnt var nýlega. Áreiðanlega er það-nær sanni að flestir landsmenn telji að .stjórn- málamenn segi yfirleitt ekki sann- leikann. í könnuninni kemur fram að fjórði hluti aðspurðra heldurþví fram. Aðeins þriðji hluti aðspurðra álítur að stjórnmálamenn takist á við þau vandamál sem brýnust eru. Og helmingur þeirra sem tóku af- stöðu í könnuninni segir það betri kost að velja ráðherra úr hópi sérfróðra manna utan þings en úr hópi þingmanna. Það hefur svo sem komið fram áður að margir álíta þingmenn ekki vera í hópi þjóðhollustu þegn- anna. í einkar athyglisverðri grein, sem birtist í Morgunblaðinu hinn 5. þ.m., er vikið að þessari könnun og niðurstöðum hennar undir fyrir- sögninni: „Hvað segja alþingis- menn um niðurstöður könnunar Hagvangs?" Þar er leitað álits sex alþingis- manna á þessum dómi almennings. í svörum þeirra kemur berlega í ljós eina ferðina enn - hjá öllum nema einum að þingmenn hafa engu gleymt og ekkert lært þegar að því kemur að þurfa að mynda samstöðu gegn almenningsálit- inu. Svör þeirra eru öll eða langflest út í hött og langt frá því að falla almenningi í geð. Þeir ýmist gefa fólki „langt nef ‘ með svörum sínum eða þeir fela svör sín í gamalkunnu og „klisjukenndu" slagorðunum: Þetta er ekkert nýtt - fólk er alltaf óánægt með stjórnmálamenn - þetta er lenska hér á landi, og ýmislegt annað í þessum dúr. „Þingmenn eru ekki verri þjóð- flokkur en sá næsti,“ segir einn þingmaðurinn, hvað svo sem það nú þýðir. Einn þingmaðurinn viðurkennir þó, mig minnir að hann sé þing- maður Bandalags jafnaðarmanna, að þessi skoðanakönnun og niður- staða hennar sanni að almenning- ur hafi mjög heilbrigðar skoðanir á stjórnmálamönnum og störfum þeirra. „Fólki finnst þetta vegna þess að þetta er allt satt og rétt,“ sagði þessi þingmaður. Aðeins einn þingmaður viður- kennir að eitthvað sé að í störfum og tali þingmanna þegar almenn- ingur lætur svo berlega í ljósi andúð sínaáþeim. Og það er mergurinn málsins. Skoðanakönnunin hefur valdið álitshnekki á þingmönnum og hann verður ekki burtu hrakinn. Ábyrgðin lætur á sér standa í verki. Hvað með tóma sali Alþingis á fundartíma? Hvað með utanferðir þingmanna og langdvalir erlendis með mökum sínum? Eru þessar ferðir ekki kostaðar af skattgreið- endum? Sýndarmennskan og hræsnin í málflutningi í Kastljósi sjónvarps frá umræðum á Alþingi er auðsæ. Of langt bil milli þings og þjóðar? Má til sanns vegar færa. En sann- mæli er hitt að þingmenn eru að verða eins konar þröskuldur þjóð- arinnar í mörgum skilningi. Sjúklegt ofstæki Athugull skrifar: Það skal tekið fram í upphafi að hvorki er ég kommúnisti né hlið- hollur Rússum á nokkurn máta. En mér .blöskrar hve Morgunblaðið er ofstækisfullt í skrifum um Rússa og allt sem lýtur að væntanlegum leið- togafundi. Morgunblaðið er búið að gera því skóna að ekkert komi út úr þeim viðræðum sem standa fyrir dyrum milli austurs og vesturs. Hvaðan hefur blaðið þetta fyrirfram gerða álit? Er það kannski ekki meiningin hjá Bandaríkjamönnum að semja um afvopnun? Mun hag- kerfi þeirrar þjóðar hrynja ef ekki verða framleidd vopn? Nú er tekin við völdum ný stjórn i Sovétríkjun- um, skipuð yngri mönnum en áður. Er ekki ástæða til að ætla að þessir menn hafi önnur sjónarmið en hinir gömlu leiðtogar? Er ekki rétt að kanna þau sjónarmið áður en þau eru dæmd? Veit h'tið ofstækisblað uppi á íslandi allt um hug þessara manna? Þeir sem eru komnir yfir miðjan aldur muna skrif Morgunblaðsins um Hitlers-Þýskaland fyrir síðari heimsstyrjöldina. Skrif þessa blaðs núna minna á það ofstæki sem þá var borið á borð fyrir okkur Islend- inga. Þá var Þýskaland drauma- landið. Að lokum: Það skyldi þó aldrei vera að koma hollenska hersins til Keflavíkurflugvallar sé undanfari þess að þýski herinn fái þar aðsetur. Þá rætist eflaust draumur „sumra“, en skyldi þjóðin vera búin að gleyma „miskunnsemi" þýska hersins í síð- asta stríði? Skyldu ráðamenn Sjálf- stæðisflokksins lifa í þeirri villutrú að mið-evrópskur her á Islandi sé búinn að læra af reynslunni? Ef svo er þá bið ég Guð að hjálpa íslending- um að losa sig við allt ofstæki í þessum málum. Refsið eiturlyfja- smyglurum harkalega Magnús Guðmundsson skrifar: Við hin válegu tiðindi um eitur- lyfjasmygl til íslands að undanförnu hlýtur hver einasti íslendingur, sem á annað borð hugsar eitthvað, að fyllast skelfingu og kreíjast stórað- gerða. Sú staðreynd að íslensk stjórnvöld gæla við morðingja og glæpamenn' vekur hrylling og ótta. Eru forráða- menn þessa lands með fullu viti eða eru þeir bendlaðir við þennan hryll- ing? Því ber að fagna að við höfum eignast duglega og örugga löggæslu- menn sem hafa náð mörgum þessara glæpamanna sem ég kalla morðingja af versta tagi vegna þess að það er Útboðá snjómokstri Sunnlendingur spyr: Hvers vegna hefur snjómokstur ekki verið boðinn út í Rangárvalla- sýslu eins og gert hefur verið í öðrum sýslum á Suðurlandi? Þórhallur Ólafsson, tæknifræðing- ur hjá Vegagerðinni á Selfossi, sagði að snjómokstur í Rangárvallasýslu yrði boðinn út svo fljótt sem tími ynnist til. Sagði hann að búast mætti við að það yrði í haust. Verið væri að taka upp nýtt kerfi við útboð á snjómokstri. Á meðan það væri að komast á yrði að raða verkefnum í forgangsröð. Hættum að kaupa Svala Hildur Bjarnadóttir hringdi: Forráðamenn Miklagarðs sýndu mikið geðleysi að láta einn við- skiptavin njóta þess sem allir áttu að fá þegar verslunin veitti afslátt af Svala í tilefni tveggja ára afmælis hennar. Það mátti skilja að afsláttur- inn ætti að koma öllum neytendum til góða. Einnig er það ósvífni af Davíð Sch. Thorsteinssyni að hafa af mér og mínum börnum það sem verslunin ætlaði að bjóða okkur. Við munum ekki neyta þessa drykkjar framar. hver maður sem tekst að tæla mann til þess að neyta eiturs og kvelur fórnarlambið til dauða. Samfélagið verður um leið fyrir ómældum þján- ingum og skaða. Nei, þeir menn, sem stuðla að eitur- lyíjaneyslu eða eru uppvísir að því að smygla og dreifa eitri í íslensku þjóðina, skulu dæmast til þyngstu refsingar sem er ævilangt fangelsi. Það þýða engin vettlingatök á slíkan glæpalýð, það er krafa þjóðarinnar. Núna fyrir nokkrum dögum var eit- urlyfjasmyglari erlendis dæmdur í 30 ára fangelsi og sérstaklega tekið fram að maðurinn yrði ekki náðaður. Þetta sýnir að eiturlyfjasmyglarar eru settir á bekk með morðingjum víðast hvar erlendis. Ef stjórnvöld á þslandi taka ekki eiturlyfjasmyglarainnrásina í fsland föstum og alvarlegum tökum eru þau ekki stöðu sinnar verð og verða þau talin samsek. Margar spurningar vakna um þessa voðalegu starfsemi sem menn eru farnir að stunda hér á landi en ég geymi þær að sinni. Bréfritari telur að eiturlyfja- smyglarar séu í raun og veru ekkert annað en morðingjar. Símaþjónusta á heilsuhælinu í Hveragerði verri en á Litla-Hrauni Kona utan af landi hringdi: Ég vil vekja athygli á afgreiðslu í sambandi við að hringja í sjúkl- inga á Heilsuhælinu í Hveragerði. Mér finnst alveg ömurlegt að ekki skuli vera hægt að hringja í fólk þar á kvöldin. Ég bý úti á landi og reyni að nota mér að hringja á kvöldin þegar skrefatalning er ekki. En á heilsuhælinu er síma- tíminn aðeins á milli kl. 9 og 12 og kl. 14 og 18. Þetta er verra held- ur en á Litla-Hrauni, þangað er þó hægt að hringja á kvöldin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.