Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1985, Blaðsíða 12
12
DV. MÁNUDAGUR18. NOVEMBER1985.
Cl'gáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvaemdastjóriogútgáfustjóri:. HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNÁS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÖSKAR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PALLSTEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn: SlÐUMÚLA 12-14, SlMI 686611
Auglýsingar: SlÐUMÚLA 33. SlMI 27022
Afgreiðsla.áskriftir.smáauglýsingarogskrifstofa: ÞVERHOLT111 ,SlMI 27022
Simi ritstjórnar: 686611
Setning.umbrot.mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ SIÐUMÚLA12
Prentun: ARVAKUR HF. -Askriftarverðá mánuði 400 kr.
Verð í lausasölu virka daga 40 kr. - Helgarblað 45 kr.
Hvað eigum við að læra?
Á bandaríski nóbelshagfræðingurinn Milton Friedman
eitthvert erindi viö íslendinga? Gildir eitthvað af kenn-
ingum hans hér? Eðlilegt er, að einhverjar umræður
verði um þetta mál nú, enda nýkomið út kver á vegum
stofnunar Jóns Þorlákssonar, þar sem birt er erindi, sem
Friedman flutti hér á landi, og athugasemdir nokkurra
manna um kenningar hans. Sýnist þar sitt hverjum.
Vissulega er það svo, að við megum ekki taka mikið af
kenningum Friedmans „hrátt”. Við verðum að vinza úr
þeim. Skefjalaus frjálshyggja á ekki erindi til okkar.
Jafnljóst er, að við hefðum gott af því aö nýta okkur sitt-
hvaö, sem frá frjálshyggjumönnum kemur. íslenzk efna-
hagsmál eru svo gegnsýrö af misskildum sósíalisma, að
þörf er á breytingum. Við eigum að taka upp dálítið meiri
skerf af frjálshyggju. Þá mun okkur betur farnast.
Lítum á nokkuð af því, sem Milton Friedman hefur að
segja okkur.
Hér hefur verið rekin „byggðastefna” um langt skeið.
Hún felst í því, að mikiö fjármagn hefur verið fært til
landsbyggðarinnar. Þetta fé hefur að miklu runnið til
óarðbærra atvinnugreina. Fjáraustur þessi hefur verið
miklu meiri en skynsamlegt tekur talizt.
Enn leggjum við stórfé til „gæluverkefna”, jafnvel í
iðnaði, í stað þess að styðja almennan iönað. Sannarlega
er þetta kaldhæðnislegur „sósíalismi”, ef svo mætti
kalla. Er ekki flestum ljóst, að ekki verður skynsemi látin
ráða nema f jármagni veröi varið eftir arðsemi greina en
ekki geöþótta stjórnmálamanna og fyrirgreiöslusinna?
Þarna getum við lært af Friedman.
í tengslum við þetta hindra landsfeðurnir frjálsa sam-
keppni í landbúnaði. Þetta er gert í landi, þar sem hefð-
bundinn landbúnaður er og verður óarðbær. Ella nytu
neytendur góðs af innfluttum landbúnaðarvörum á lægra
verði. Þessi útgerö kostar okkur öll stórar fúlgur.
Okkur er ljósara nú en var fyrir nokkrum árum, að
þjóðin hefur ekki efni á að veita svo miklu fé til óarðbærra
hluta. Almenningur krefst þess í vaxandi mæli, að grein-
arnar verði látnar skila arði, svo að lífskjör okkar batni.
Lífskjör almennings á íslandi eru miklu verri en við
verður unað. Ein helzta orsök þess er, hvernig stjórn-
málaleiðtogar úr öllum flokkum hafa ráðstafaö aflafé
okkar með stuðningi og þátttöku forystumanna hinna
ýmsugreina.
Þarna getum við lært af kenningum Friedmans og nýtt
okkur að hluta hugmyndir hans um markaðskerfið.
Er ekki einnig rétt það, sem Friedman segir: Stjórn-
málamennirnir lenda í „sjálfheldu sérhagsmunanna”?
Hverjir þekkja þetta betur en einmitt viö?
Við ættum einnig að skoða vel þær kenningar, sem
Friedman setti fram hér um, að við ættum að tengjast
einhverjum sterkum erlendum gjaldmiðli, fremur en aö
svo fámenn þjóö burðist meö eigin gjaldmiðil. Með því
losnuöum við undan verðbólgufarganinu og gætum bætt
tekjur þjóðarinnar.
Veröbólgan er skattlagning að sögn Friedmans. Við
segjumst stundum greiða lægri skatta en aðrir á Norður-
löndum. Hinir hafa heri, sem þarf aö kosta. En ekki nóg
meö þaö. Viö greiöum stöðugt ,,verðbólgu”skatt, sern
felst í rýrnum verðgildis peninga.
Hér hefur verið nefnt nokkuð, sem við getum lært af
kenningum Friedmans. Auövitað hafa kenningar hans
stóra galla á mörgum sviðum. En notum okkur það, sem
gott er.
Haukur Helgason.
Hvað kom yfir
Kvennalistann?
Samleið í flestum málum
Samtök um kvennalista eiga þrjá
fulltrúa á Alþingi þetta kjörtimabil.
Þaö er alltaf erfitt fyrir fámennan
þingflokk með takmarkaða reynslu í
pólitísku starfi að ná fótfestu. Miöað
við þessar aðstæður hafa þær
kvennalistakonur staðið sig afar vel í
þinginu. Almennt hefur mér líkað vel
málflutningur þeirra og ég hef átt
samleiö með þeim í flestum málum
sem á hefur reynt þetta kjörtimabil.
Flokkar okkar eru báðir í stjómar-
andstöðu gegn harðvítugri hægri
stjórn sem vegur að samneyslunni í
þjóöfélaginu og undirstöðum jafn-
réttis sem báðir flokkar okkar telja
sig málsvara fyrir.
Það hlýtur að vera krafa
stuöningsmanna jafnt Alþýöubanda-
lagsins og Kvennalistans að þessir
flokkar leitist við að taka afstöðu á
Alþingi út frá mati á málefnum en
ekki ímynduðum flokkshagsmunum.
Undir þau sjónarmiö hafa ekki síst
tekið þingmenn úr röðum Kvenna-
listans í umræöum í þinginu.
Afstaða sem
kom á óvart
Þann 23. október sl. kom fram í
sameinuðu þingi tillaga frá mér og
Guðrúnu Helgadóttur um úttekt á
mismunun gagnvart konum hérlend-
is. Eg mælti fyrir þessari tillögu 7.
nóvember sl. og við þá umræöu
talaði einnig Sigríður Dúna
Kristmundsdóttir. Hún fann tillög-
unni flest til foráttu þótt hún efaöist
ekki um góðan hug flutningsmanna.
Ég hafði boöiö Kvennalistanum og
fleirum að vera meðflytjendur að til-
lögunni, en eftir hálsmánaðar
umhugsun var því boöi hafnað. Þess
í staö lagði Sigríöur Dúna fram fyrir-
spurn í sameinuðu þingi til forsætis-
ráðherra um hvað ríkisstjórnin
hygðist gera í sambandi við þann
samning um afnám mismununar
sem er bakgrunnurinn að þeirri út-
tekt sem tillaga okkar gerir ráð
fyrir. Þessi afstaða og málsmeðferð
Kvennalistans kom mér á óvart en
þó enn frekar sá rökstuðningur sem
fram kom í máli Sigríðar Dúnu í
umræðum í þinginu. Það er sú af-
staða sem er tilefni þessarar
greinar.
Samkvæmt tillögunni felur Alþingi
félagsmálaráðherra og Jafnréttis-
ráði að gera úttekt á mismunun
gagnvart konum hérlendis á grund-
velli alþjóðasamnings sem sam-
þykktur var á Alþingi og staðfestur
af ríkisstjórninni fyrir Islands hönd í
júní sl.
Samráð við
þingflokka
í greinargerð með tillögunni er
vísað til þeirra f jölmörgu atriða sem
fram koma í samningum og valda
mismunun gagnvart konum hér á
landi. Þar og í framsögu fyrir málinu
lagði ég áherslu á þá viðspyrnu sem
samningurinn getur gefiö í jafn-
réttisbaráttu kvenna, ef samningn-
um er fylgt eftir í reynd. Þeirri út-
tekt sem tillagan gerir ráð fyrir er
m.a. ætlað að skapa grundvöll að og
samstöðu um breytingar sem gera
þarf á fjölmörgum sviðum hér innan-
lands til að afnema mismunun gagn-
vart konum. Á það m.a. við um þau
atriði sem snúa að Alþingi sem lög-
gjafar- og fjárveitingavaldi. Þess
vegna er í tillögunni gert ráð fyrir
samráösnefnd með fulltrúum
tilnefndum af þingflokkunum til að
fylgjast meö vinnu við þessa úttekt
sem unnin veröi á vegum félags-
málaráðuneytis og Jafnréttisráðs.
Hér er á engan hátt verið að taka
fram fyrir hendur á Jafnréttisráði en
hins vegar væri því verulegur styrk-
ur að viljayfirlýsingu Alþingis í
þessu máli. Bein tengsl við þing-
I
Kjallarinn
HJÖRLEIFUR
GUTTORMSSON,
ÞINGMAÐUR FYRIR
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
,,Þaö er erfitt aö skilja hvernig fulitrúar
Kvennalistans á Alþingi geta verið á
móti vandaðri úttekt á því misrétti sem
konur hórlendis búa við. .
flokka í gegnum samráðsnefnd auka
verulega líkur á að niðurstööur út-
tektar á mismunun gagnvart konum
leiði til jákvæðra aögerða af hálfu
Alþingis.
Kostnaður við vinnu aö úttektinni
myndi að tillögunni samþykktri
veröa greiddur úr ríkissjóði. Skiptir
það ekki litlu máli þar sem fjárráö
Jafnréttisráðs eru mjög skorin við
nögl.
Afstaða Sigríðar Dúnu
Mótbárur Sigríðar Dúnu gegn
tillögunni, eins og þær birtust í
ræðum hennar á Alþingi, voru efnis-
lega einkum þessar:
— Verið sé að setja upp aðra nefnd
— samráðsnefndina — til að sinna
verkefni „sem með réttu er ætlast til
að Jafnréttisráð sinni”.
— Uttektin, eins og hún er skil-
greind í tillögunni, jafngildi heildar-
úttekt á íslensku samfélagi.
— Um þau atriði sem vísað er til í
tillögunni sé ekki hægt að fjalla
„óháð mati”. Það sé „fásinna” að
ætla að unnt sé aö meta slíka hluti
„þannig aö allir megi vel við una ”.
— Það sé „hverju sinni pólitískt
mál” hvaða lög þurfi að setja og
hvaða lögum þurfi aö breyta til að ná
markmiðum samningsins.
Meginniöurstaöa Sigríðar Dúnu
virtist vera sú að tillagan væri
„óraunhæf”. I staöinn ætti að knýja
á um það við ríkisstjórnina að hún
standi viö fyrirheit samningsins um
afnám mismununar og leitast eigi
við að fá hækkun á framlögum til
Jafnréttisráös þannig að það geti
beitt sér fyrir „skyndikönnun” á
aðstæðumm.t.t. samningsins.
Tylliástæður
eða hvað?
Eg er undrandi yfir mótbárum
Sigríðar Dúnu gegn tillögu okkar
Guðrúnar og finnst þær vera tylli-
ástæður. Það er erfitt að skilja
hvernig fulltrúar Kvennalistans á Al-
þingi geta verið á móti vandaöri út-
tekt á því misrétti sem konur hér-
lendis búa við og ætla í þess staö að
leggja traust sitt á ríkisstjórn sem
vegið hefur gegn jafnréttissjónar-
miðum á nær öllum sviðum og þrengt
beint og óbeint að stöðu kvenna.
Vissulega er matsatriöi hvaða
ramma á að draga um úttekt á máli
sem þessu og um það er eðlilegt að
ræða í þingnefnd, sem fær málið til
meðferöar. Eg tel hins vegar
nauösynlegt aö hagnýta alþjóðlegan
samning sem Island hefur staðfest til
að ráðast gegn þeirri djúpstæðu
mismunun og misrétti sem konur á
Islandi nú búa viö á fjölmörgum
sviöum, ekki síst á vinnumarkaði og
varöandi aðstöðu til að taka þátt í
félagsmálum til jafns við karla.
Eg vil ekki trúa því að afstaða
Sigríðar Dúnu í þessu máli endur-
spegli almenn viðhorf í röðum
Kvennalistans eða hjá öðrum sem
láta sig varða kvenfrelsisbaráttuna.
Er það hugsanlegt að afstaöa þessa
þingmanns Kvennalistans mótist af
því að karlmaöur er fyrsti flutnings-
maður þessa máls? Eg vil helst ekki
trúa því í ljósi þeirrar áherslu þing-
manna Kvennalistans varðandi
vinnubrögð á Alþingi að málefni ráði
afstöðu.
Samstaða sem f lestra
Jafnréttismál og ekki síst þau er
varöa stöðu kvenna eiga í vök að
verjast undir núverandi stjórnar-
stefnu til viðbótar viö rótgróna for-
dóma og heföir. Það veitir því ekki af
samstöðu þeirra sem ljá vilja
kvenfrelsisbaráttunni jákvæðan
stuðning óháð því hvort hann kemur
frá konum eöa körlum. Vissulega
verður hlutur kvenna hvergi
leiðréttur að marki nema meö virkri
baráttu og samstöðu þeirra sjálfra.
Sem betur fer hafa konur verið að
vakna til vitundar um mátt sinn og
gildi samstöðunnar í seinni tíð og
skulum við þó ekki gleyma braut-
ryðjendunum.
Hvernig til tekst er hins vegar
einnig undir afstöðu karla komið og
því þarf að fá sem flesta úr þeirra
rööum til að veita kvenfrelsisbarátt-
unni liö.
Samningurinn um afnám
mismununar gagnvart konum gefur
gott tilefni til að ýta á eftir brýnum
aögeröum af opinberri hálfu og víðar
í samfélaginu. Þrátt fyrir ágreining
milli okkar Sigríðar Dúnu um leiðir í
þeim efnum eins og hann birtist á
Alþingi 7. nóvember sl. er ég þess
fullviss að við reynum að stilla
saman strengina um sameiginleg
markmið framvegis. Málefnið er of
brýnt til að láta leiðir skilja vegna
aukatriða.
Hjörleifur Guttormsson.
a ,,P]g vil ekki trua þvi að afstaða
^ Sigriðar Dunu 1 þessu máli endur
spegli almenn viðhorf i röðum Kvenna
listans eða hja öðrum sem lata si*>
varða kvenfrelsisbarattuna '’