Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1985, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1985, Blaðsíða 39
DV. MÁNUDAGUR18. NOVEMBER1985. 39 Matvörur 2,5% hærri á lands- byggðinni en í höf uðborginni Samkvæmt könnun Verölagsstofnun- ar er verðlag í matvöruverslunum á landsbyggöinni aö meðaltali 2,5% hærra en í verslunum á höfuöborgar- svæðinu. Ef aðeins er borið saman verð á matvörum er munurinn aöeins 1,6%. Þetta kemur fram í verökönnun Verðlagsstofnunar sem framkvæmd var í byrjun september. Kannað er reglulega verð á 370 vörutegundum og þannig verður samanburöur á verölagi í einstökum landshlutum og á höfuð- borgarsvæðinu. Samskonar saman- burður var gerður í apríl sl. Fram kom að verölag á Isafirði er 3,9% hærra en á Patreksfiröi og 3% hærra en í Bolungarvík. Á Seyðisfirði er verðlag 3,4% hærra en á Egilsstöð- um. Á Raufarhöfn, Þórshöfn og Kópa- skeri er verðlag 6,2% hærra en í Reykjavík og 5,3% hærra en á Húsa- vík. I Stykkishólmi reyndist verðlag í matvöruverslunum 4,2% hærra en í Borgarnesi og í Olafsvík var verð 0,8% hærra en í Stykkishólmi. Heildarverðmunur á Vesturlandi er 1,5% hærri en á höfuðborgarsvæðinu (var 0,7% í apríl). Munurinn er 5,9% á Vestfjörðum (var 5% í apríl), 2,6% Brúðubfll á Selfossi Frá Regínu Thorarensen, fréttaritara DVáSelfossi: Nýlega var brúðubíllinn á ferð hér á Selfossi og skemmti börnunum í Sel- fossbíói. Mikil var gleðin hjá bömun- um að sjá þesa líflegu skemmtikrafta sem höfðu útbúið dagskrána sem vendilegast. Það eru þær Helga Steffensen og Sig- ríður Hannesdóttir sem sjá um brúðu- bílinn. Hann er einkafyrirtæki og hafa áðurgreindir eigendur farið tvisvar hringinn í kringum landið til að gleðja börnin. Hafa þær alls staðar mætt hlýj- um og góðum móttökum. Brúðubíllinn er einn mánuð á ári hjá Reykjavíkurborg. Hann hefur komið f jórum sinnum á Seifoss og hefur alltaf veriö húsfyllir. Kostar aðgangurinn 100 krónur fyrir barnið. Má segja að þeim krónum hafi verið vel farið því þegar brúðubíllinn var á ferðinni um daginn var kuldinn í Selfossbíói slíkur að tennurnar glömruðu í fullorðna fólk- inu. Börnin hlógu sér aftur á móti til hita. Eg hef aldrei áður skrifað frétt með vettlinga en gerði það þarna. Þó hef ég oft tekið fréttir í trillum og opn- um bátum. Selfoss: Þrumur og eldingar Frá Regínu Thorarensen, fréttaritara DV á Selfossi: Þrumur og eldingar geisuðu á Sel- fossi í gærmorgun milli kl. 5 og 7. Að sögn Páls Jónssonar tannlæknis voru þær mjög öflugar milli kl. 6.30 og 7. Fólk vaknaði við ósköpin, sérstaklega karlmenn því þeir eru margir svo líf- hræddir. Jafnfallinn snjór er nú yfir allt á Sel- fossi, blankalogn og sól, þegar þetta er skrifað. Verum viðbúin vetrarakstri J hærri á Norðurlandi vestra, 2,5% á Norðurlandi eystra (var 2% á Norður- landi), 1,8% á Suðurlandi (var 1,9%) og 1% á Suðurnesjum, utan Keflavík- ur (varl,9%íapríl). Mun meiri munur er ef einstakir vöruflokkar eru teknir út úr, eins og t.d. snyrtivörur o.fl. þess háttar: Þá er munur 6,1% á Vesturlandi (6,7%), 13,3% á Vestfjörðum (var 11,2%), 3,2% á Norðurlandi vestra, 1% á Norðuriandi eystra (var 4,5% á Norð- urlandi), 5,-9% á Austfjörðum (var 8,4%). Á Reykjanesi utan Keflav. eru þessar vörur 0,5% undir höfuðborgar- verðinu (voru4,4%). Að mati Verðlagsstofnunar eru ástæður fyrir verðmun milli lands- hluta og byggðarlaga m.a. vegna smærri verslana á minni stöðum, fjöldi verslana og nálægð stórmarkaöa hvet- ur til verðsamkeppni og iækkandi vöruverðs. Flutningskostnaður vegur mikið í verði nokkurra vörutegunda. Nokkrar vörutegundir eru hins veg- ar ódýrari í verslunum utan höfuð- borgarsvæðisins og má þar nefna sér- staklega fisk. A. Bj. IŒLMIHGIIRIKH Ef þú kaupir dilkakjöt í heilum skrokkum færðu helminginn ókeypis miðað við verð í stykkjatölu. fyrir kílóið í verðflokki Dl. Og skrokknum er skipt eftir þínum óskum. Og hvílíkur aragrúi spennandi kræsinga sem úr heilum lambaskrokki getur orðið: Gamla góða steikin, innbakaðar lambalundir, Guðrúnar kjöt í káli, Lambapottur torgsalans, ítalskar lambarifjur, Kjötbollur Sollu frænku, Hakk með sál, Besta kæfan hennar Kötu ofl. ofl. Hugmyndaflugið og íslenska lambakjötið eru sælgæti saman. x?p atv/tt irmTnvmTTO r XvriLiVi 1.1,1*1 IQJCilVxJUrV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.