Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1985, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1985, Blaðsíða 25
24 DV. MÁNUDAGUR18. NOVEMBER1985. DV. MÁNUDAGUR18. NOVEMBER1985. 25 íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir fþróttir íþróttir Stórsigur St jörnustúlkna — þrír leikir voru háðir í 1. deild kvenna í handbolta Þrír leikir fóru fram í 1. deild kvenna um helg- ina. Fram sigraði FH með 22—16 í Laugardals- höllinni og á sama stað báru Víkingsstelpurnar sigurorð af KR, 25—19. í íþróttahúsinu í Digra- nesi vann Stjarnan stóran sigur á Haukum, 28— 15. Staðan í 1. og 2. deild handboltans Fjórir leikir fóru fram í 1. deild karla um helg- ina og urðu úrslit þessi: FH-Þróttur 28—16 Valur-KA 20—16 Víkingur-KA 20—18 Stjarnan-KR 23-19 Staða ef stu liða er því þessi: Víkingur 9 8 0 1 222—161 16 Valur 9 7 0 2 176—166 14 Stjarnan 9 6 1 2 215—181 8 Fram 8 4 0 4 188—181 8 FH 9 4 0 5 218—215 8 KA 10 4 0 6 203—209 8 KR 9 2 1 6 186—210 5 Þróttur 8 0 0 8 168—249 0 Nokkrir leikir fóru fram í 2. deild karla í hand- boltanum og urðu úrslit þessi: IR-Breiðablik 22—27 Afturelding-Þór, Ve 27-17 Grótta-HK 21—27 HK-Þór, Ve 30—22 Haukar-Afturelding Staðan er því þessi: 17-27 Breiðablik 8 7 0 1 203—167 14 HK 8 6 0 2 217—176 12 Armann 7 6 0 1 168—152 12 ÍR 8 4 1 3 187—180 9 Afturelding 8 2 2 4 203—195 6 Haukar 9 3 0 6 189—206 6 Þór, Ve 8 2 0 6 166-191 4 Grótta 8 0 1 6 148—204 1 -fros Steve Archibald. Archibald skoraði tvö Steve Archibald fann skotskóna sína fyrir helgina er hann skoraði bæði mörk Barcelona í 2—0 sigri á Celta, 2—0, í spönsku 1. deildinni. Leikurinn mótaöist frekar af mjög grófum leik en fallegri knattspyrnu og strax á sjöttu mínútu var kantmaður Barcelonaliðsins, Marcos Alonso, borinn af velli eftir ljótt brot eins varnarmanna Celta, Juan Maraver. Bern- ardo Miguelli hefndi félaga síns sjö mínútum seinna er hann braut það illa á Maraver að hann þurfti að yfirgefa leikvöllinn. Leikmenn liðanna náðu að mestu að róa sig niður eftir þessi tvö atvik og þegar leið á leikinn náöi Barcelona yfir- höndinni. Fyrra mark Archibald kom á 51. mínútu eftir að hann hafði ^inleikið í gegnum vöm Celta og það síðara sjö mínútum fyrir leiks- lok. Með sigrinum komst Barcelona í sjötta sæti. Liöið er fimm stigum á eftir Real Madrid sem vann Cadiz, 3—1. Argentínumaðurinn Jorge Valdano skoraði öll mörk Madridliðsins í leikn- um. Hercules, liðiö sem Pétur Pétursson leikur með, tapaði, 3—1, á útivelli fyrir Sporting Gijon. Enrique Castro eöa Quini skoraði tvö af mörkum Sportingliðsins sem nú er í þriðja sæti. Af öðrum úrslitum í deildinni er það helst að Atletico Bilbao mátti þola 2—0 tap á útivelli fyrir Real Betis og á meðan vann hitt Atletico liðið, Atletico Madrid, góðan sigur á Espanol á útivelli, 1—2. Staða efstu liða er nú þessi: Real Madrid 12 8 3 1 25—10 19 Sporting Gijon 12 6 6 0 14—5 18 Atletico Madrid 12 6 3 3 25—17 15 Atletico Bilbao 12 6 3 3 17—13 15 Barcelona 12 14 2 15—9 14 -fros segir Franz Beckenbauer eftir 2:2 jafntefli Þjóöverja gegn Tékkóslóvakíu. Fæstir áhorfendurá landsleik f Þýskalandi frá upphafi Andreas Brehme skoraöi eftir aðeins 45 sekúndur. Mörk þeirra Josef Novak „Viö viröumst ekki geta leikið vel í heilar nítíu mínútur,” sagði einvaldur v-þýska landsliðsins í knattspyrnu er enn mátti sætta sig við jafntefli gegn Tékkóslóvakíu á heimavelli sínum, 2— 2. Leikurinn hafði enga þýðingu því að V-Þjóðverjar höfðu fyrir löngu tryggt sér réttinn til aö leika í lokakeppni HM á næsta ári. Það var mjög lítill áhugi fyrir leikn- um í Þýskalandi og áhorfendafjöldi sá lægsti sem um getur á landsleik í Þýskalandi. Aðeins fimmtán þúsund áhorfendur borguðu sig inn á ólympíu- leikvöllinn í Miinchen og fylgdust með leiknum í bítandi tíu stiga gaddi. Þeir Karl Heinz Rummenigge. sáu Vestur-Þjóöverjana leika enn einn leikinn án sigurs en liðið hefur ekki sigrað í sex síðustu leikjum sínum. Heimamenn fengu óskabyrjun er og Jan Berger í síðari hálfleiknum komu Tékkóslóvakíu í forystu en Karl Heinz Rummenigge náði að jafna þremur mínútum fyrir leikslok eftir aö Tékkum haföi tekist að bjarga skoti Ludwig Kögl á línu. Kögl og Olaf Thon voru þeir einu hjá V-Þjóöverjum sem áttu sæmilegan leik. Annars var loka- staðaníriðli2þessi: V-Þýskaland Portúgal Svíþjóð Tékkóslóvakía Malta 8 5 2 1 22-9 12 8 5 0 3 12-10 10 8 4 13 14-9 9 8 3 2 3 11-12 8 8 0 1 7 6-25 1 Austur-Þjóðverjum ekki — þjóðirnar mættust á laugardaginn í undankeppni HM í knattspyrnu „Við lögðum allt í sóknina en Búlgar- arnir vörðust vel þrátt fyrir aö sæti þeirra í úrslitunum væri þegar tryggt. Við þessar aðstæður áttum við aldrei möguleika á að vinna þriggja marka sigur,” sagði Bernd Stange, þjálfari A- Þýskalands sem vann 2—1 sigur á Búlgaríu á iaugardagskvöldið í leik í undankeppni HM. Þjóðverjarnir áttu fyrir leikinn raunhæfa möguleika á því að komast til Mexíkó en þegar upp var staöið skipti leikur þessi engu máli. Frökkum urðu ekki á nein mistök i París þar sem þeir lögðu Júgóslava að velli og tryggðu sér því sæti með Búlg- ariu. Strax á þriðju mínútu náðu A-Þjóð- verjarnir forystunni er Uwe Zoetsche skoraði meö skalla eftir aukaspyrnu við mikinn fögnuð rúmlega 32 þúsund áhorfenda. Búlgararnir náöu að jafna á 39. mínútu með marki Plamen Gochov en Þjóöverjarnir svöruðu á næstu mínútu með stórglæsilegu marki Mathias Lieber úr aukaspyrnu af 25 I inum þrátt fyrir að ýmsir hefðu þá metra færi. Hinum nauma sigri var þegar heyrt úrslitin í París í útvarps- vel fagnað á Karl Marx Stadt leikvell- | viðtækjunum. -fros Svíar sigruðu á Möltu Svíar unnu Möltu, 1—2, í landsleik þjóðanna í knattspyrnu á Möltu í gær. Það var Robert Prytz sem náði forystunni fyrir Svía strax á annarri minútu leiksins en Farrugia náði að jafna metin á 65. mínútu. Sigurmark Svía gerði Glenn Strömberg átta mínútum síðar. Áhorfendur voru 10.000. -fros Siggi með sjö í 13 marka sigri Tres De Mayo — er liðið vann Valencia, 38:27 „Ég er ekki nógu ánægður meö loka- kaflann þvi aö við áttum að vinna mun stærra,” sagði Sigurður Gunnarsson eftir að Tres De Mayo hafði unnið Valencia með þrettán mörkum í spönsku 1. deildinni, 38—25. Sigurður skoraöi sjö mörk en hann hefur verið aðalmarkaskorari liös síns. Félagi hans, Einar Þorvarðar- son, átti þokkalegan leik í markinu. Liðið á nú i harðri baráttu við Teka um að komast upp i 1-riöli. Keppnisfyrirkomulagið á Spáni er nokkuð fiókið en keppt er á þremur fösum svokölluðum. Liðið er nú í þriðja sæti í sínum riðli með tólf stig, Technisian er með þrettán stig og Atletico Madrid með fimmtán. Teka á Sigurður Gunnarsson. eftir að leika með Technisian og sigri liöiö í þeim 1 leik þá hefur iiðið tryggt sér þátttökuréttinn í næsta riðli á betri markatölu en Tres De Mayo. -fros Heimsmeist- ararnir óvanir snjónum Heimsmeistarar ítalíu máttu sætta sig við 1—0 tap fyrir Pól- land er þjóðirnar mættust á snjó- ugum velli í Chorzow í Póllandi um helgina. Mikið snjóaði í Pól- landi daginn fyrir leikinn og það gafst ekki nægur tími til að hreinsa völlinn. Snjórinn virtist há ítölunum mikiö, sérstaklega í fyrri hálfleik þegar leikmönnum gekk mjög illa að fóta sig. Dariusz Dziekanowski skoraöi eina mark leiksins á fimmtu mín- útu með þrumuskoti eftir einleik. Italarnir sóttu mikið undir lokin en tókst ekki að jafna. Aldo Ser- ena komst næst því en skalli hans fóríþverslána. Lítið bar á aöalstjörnu Pól- verja, Boniek, sem var í mjög strangri gæslu allan tímann. -f ros Siggeir Magnússon reynir markskot i leik Vikings við KA á laugardaginn. Oruggur sigur Víkings á nýliðum KA í Höllinni Topplið Víkings í 1. deild karla í handboltanum vann öruggan sigur á nýliðum KA er liðin mættust í Laugar- dalshöllinni í gær og þar með hélt liöið tveggja stiga forskoti sínu i 1. deild- inni. KA tapaði hins vegar sínum öðrum leik á jafnmörgum dögum og verður að sætta sig við að vera í neöri hlutanum að minnsta kosti fyrst um sinn. Víkingar hófu leikinn meö miklum látum, komust í 7—3 og síöan í 11—4. Norðanmenn bættu viö einu marki fyrir hlé og staöan því 11—5 í hálfleik. Jafnræði var með liðunum í byrjun seinni hálfleiks en þá náðu Víkingar góðum leikkafla og munurinn óx jafnt og þétt. Mesti munurinn á liðunum var sjö mörk, 18—11, en þá tóku KA menn „Virðumst ekki geta leikið vel í 90 mínútur” það til bragðs að setja yfirfrakka á besta mann Víkinga, Steinar Birgis- son. Við það riðlaðist leikur liðsins nokkuð, KA skoraöi sex mörk gegn aöeins einu Víkingsmarki og staðan 19—17. Hvort liöið um sig bætti við einu marki og lokatölur því 20—18. Steinar var bestur Víkinga í sóknar- leiknum en gamla kempan Árni Indriðason stóð sig mjög vel í vörninni. Kristján varði oft á tíðum vel í markinu. Erlingur Kristjánsson og Erlendur Hermannsson voru bestir í liði KA auk Sigmars Þrastar markvaröar. Mörk Víkings: Páll Björgvinsson 9/6, Steinar Birgisson 7, Guðmundur Albertsson 2, Bjarki Sigurðsson og Guömundur Guðmundsson 1. Mörk KA: Erlingur Kristjánsson 8/2, Þorvaldur Ananíasson 4, Erlendur 3, Sigurður Pálsson, Hafþór Heimisson og Pétur Bjarnason 1. -fros Auðvelt hjá Stjömunni í Digranesi — KR var liðinu aldrei hindrun, munurinn fjögur mörkílokin, 23:19 Stjarnan vann auðveidan sigur á slöku liði KR er liðin mættust i 1. deild karla í handbolta í gær. Leikiö var í Digranesskóla og náðu heimamenn strax undirtökunum og voru yfir allan tímann. Staðan í hálfleik var 13—10 og forskot Stjörnunnar varð mest sex mörk. Undir lok leiksins varð kæru- leysið þó öllu yfirsterkara leikgleðinni hjá liðinu og KR náöi að minnka mun- inn á lokaminútunum. Leiknum lykt- aði með f jögurra marka sigri, 23—19. Stjarnan náöi aldrei að sýna sínar bestu hliðar í þessum leik einfaldlega vegna þess aö mótstaðan var alltof lít- il. Vörn þeirra stóð sig þó oft vel og fyr- ir aftan hana varði Brynjar Kvaran ágætlega. Hannes Leifsson skilaði hlutverki sínu á miðjunni í sóknarleik liðsins prýðilega. Þrjá ljósa punkta var hægt að greina hjá KR-liðinu. Gunnar Gíslason lék aft- ur með liðinu eftir langt hlé og hann kemur að öllum líkindum til með að reynast liðinu mikilvægur. Stefán Arn- arson hefur gott auga fyrir spili á lín- una og Haukur Ottesen tók sig stund- um til og skoraði falleg mörk með und- irhandaskotum. Hannes Leifsson varð markahæstur Stjörnuleikmanna með sjö mörk en Haukur Geirmundsson skoraði mest fyrir KR, fimm mörk. -fros Pat Jennings sagði já lýsti því yf ir í sjónvarpsþætti á laugardaginn að hann mundi gefa kost á sér í lið N-íra fyrir lokakeppnina Frá Sigurbirni Aðalsteinssyui, frétta- ritara DV í Englandi: „Þetta er frábært. Öllum á írlandi mun líða vel eftir að hafa f engið þessar fréttir og ég veit að liðið verður mun öruggara með Jennings í markinu,” sagði Billy Bingham eftir að Pat Jenn- ings hafði tilkynnt það í sjónvarpsþætti á laugardaginn aö hann hygðist æfa og leika með N-írum í lokakeppni HM i Mexíkó á næsta ári. Jennings, sem hefur náð fertugsaldri, hefur sjaldan leikið betur í marki N-íra en einmitt nú. Hann hafði ekki gert upp hug sinn hvort hann treysti sér til að leika áfram með liðinu. „Ef allt fer að óskum mun ég leika með liðinu í Mexíkó. Eg mun ræða við Peter Shreeves, framkvæmdastjóra Tottenham, og biðja hann leyfis að mega æfa með félaginu fram til næsta sumars,” sagöi Jennings sem leikiö hefur flesta landsleiki allra mark- varða í heiminum eða 113 að tölu. Hann hefur undanfariö æft meö varaliði Tottenham en með því liði lék hann mestan hluta keppnisferils síns. -fros Sigur á Búlgörum dugði Forum, nýi skórinn frá Adidas, rosalegur, kr. 3.690,- Upphitunarbuxur, nr. XS — XL, Svartar — hvitar — bleikar — gráar. Venjulegar, kr. 890 - 920,- Háar, kr. 1.072,- Stuttbuxur kr. 697,- Tiger körfuboltaskór, nr. 39 — 47, SPARTA LAUGAVEGI 49, SÍM112024. Borðtennisvörur. Landsins mesta úrval — borðtennisborð spaðar — gúmmi, 6. teg., net og uppistöður — lim — rúllur skor. VISA Opið laugardaga Póstsendum. SPORTVÖRUVERSLUNIN Laugavegi 49, sími 12024 Dúnúlpur Má venda — sex litamöguleikar — ermum má renna af — hettu má renna af — hægt að nota sem vesti. Litir: dökkblátt/grátt og rautt/grátt, nr. 140-152 kr. 3.995, nr. 164-176 kr. 4.550, nr. S- XL kr. 4.988. Lejon moon boots, nr. 27—45, Baeheera kuldaskór, nr. 39—47, kr. 1.098 -1.240. kr. 1.683,- ■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.