Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1985, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1985, Blaðsíða 4
4 DV. MÁNUDAGUR18. NOVEMBER1985. 12. þing Verkamannasambandsins: RÍKISSTJÓRNIN BER ÁBYRGÐINA — í komandi samningum „Aukning og trygging kaup- máttar er krafa okkar. Til þess aö þaö geti orðið þarf ríkisstjórnin aö gerast ábyrgöaraðili aö samingun- um,” segir m.a. í kjaramálaályktun sem samþykkt var á Verkamanna- sambandsþingi, sem lauk í gær. Á þinginu uröu miklar umræður um kjaramálin og komandi samn- inga. Gengiö var til atkvæöa um tvær kjaramálaályktanir sem fjölluðu um mismunandi leiðir í komandi kjara- samningum. Sú fyrri gerir ráö fyrir því aö í kröfugerð veröi reynt aö ná meðalkaupmætti ársins 1983. Þaö þýöir 8 prósent hækkun kaupmáttar. Einnig segir aö Verkamannasam- bandiö sé reiöubúið til aö ganga til samninga án þess aö gera kröfur um aö gamla vísitölukerfið verði tekiö upp aftur. Hins vegar er þess krafist að kaupmáttur verði tryggöur og veröi ríkisstjórnin aö ábyrgjast þaö meö skriflegum loforðum. Þessi til- laga kom frá kjaramálanefnd. Sú síðari, sem flutt var af Hrafn- keli A. Jónssyni og Jóni Guðmunds- syni, gerir ráð fyrir aö gerðir veröi heildarsamningar til lengri tíma meö þeim ákvæðum aö launaliðir veröi endurskoöaöir á 6 mánaöa fresti. Bent er á aö kaupmáttur launa hafi rýrnaö um 40 prósent frá 1980 og þann ránsfeng þurfi aö endurheimta. „Eg tel aö þaö sé ekki ástæöa til að fá uppáskrifaö á enn einn víxilinn hjá ríkisstjórninni. Reynslan sýnir okkur aö hún er ekki traustsins verö,” Hrafnkell, annar flutnings- maöurinn. Guömundur J. Guömundsson, for- maður Verkamannasambandsins, vill hins vegar að ríkisstjórnin skrifi upp á víxil. „Til aö ná 8 prósent kaupmáttar- aukningu getur þurft aö hækka kaup um 15 til 20 prósent eða jafnvel meira ef veröhækkanir veröa ekki stööv- aðar. Viö erum með þessum tillögum aö fá varanlegar kjarabætur. Og sá sem veröur aö skrifa upp á þann víxil er ríkisstjórnin sjálf,” sagöi Guðmundur. Ályktun Hrafnkels og Jóns var felld í kosningu. 37 greiddu atkvæði meö henni og 91 var á móti í skrif- legri kosningu. I þeirri kjaramálaályktun, sem samþykkt var, er drepið á fjölmörg atriöi. Segja má að hún sé mjög í anda þeirra hugmynda sem Þröstur Olafsson, framkvæmdastjóri Dags- brúnar, lagöi nýlega fram. Áhersla er lögö á að mestar hækkanir veröi á lægstu launin. Lækka þurfi vexti og koma á stig- hækkandi eignaskatti. Gera verði átak í húsnæðismálum. Þá beri aö af- nema gjaldtöku af sjúklingum og leggja niöur sjúkratryggingargjald Frá Verkamannasambandsþingi. Kjaramál voru i brennideplinum og voru haldnar 43 ræður um þau. DV-mynd KAE. svo eitthvaö sé nefnt. Samþykkt var aö vísa ályktuninni til formannafundar til nánari út- færslu. APH Fastráðning f iskverkunarfólks: Atvinnurekendur borgi laun í vinnslustöðvun Uppsagnarfrestur fiskverkunar- fólks veröi einn mánuður í staö viku er ein af líklegum niðurstööum 10 manna nefndar sem fulltrúar frá Verkamannasambandinu og Vinnu- veitandasambandinu sitja í og fjall- að hefur um úrbætur í málefnum fiskvinnslufólks. Karl Steinar Guðnason, varafor- maöur Verkamannasambandsins, skýröi frá þessu á þingi sambandsins nú um helgina. Hann sagöi einnig aö nú á næstu vikum yröi gengiö til samninga um úrbætur fyrir fisk- vinnslufólk. Þessar úrbætur miða m.a. aöþví aö aukin verði starfsþjálfun og nám- skeiðahald fyrir þá sem starfa í fisk- vinnslu. Starfsmaður sem starfað hefur í þrjá mánuöi á kost á fastráðn- ingu. Eftir þaö á hann rétt á starfs- þjálfun næstu 9 til 12 mánuöina. Miö- að er viö aö bóklegt nám veröi allt að 40 stundir sem skiptist niður í 4 Fiskvinnslan: Allmiklu hærri laun í Noregi og Danmörku þrátt fyrir hærra hráef nisverð „Þaö virðist ljóst aö laun í fisk- vinnslu fyrir átta stunda vinnudag eru allmiklu hærri bæöi í Noregi og Danmörku en á Islandi. I Bretlandi virðast þau hins vegar vera lægri. Hráefnisverö er einnig hærra í þess- um löndum, sérstaklega í Danmörku og Bretlandi. I Noregi er dæmiö flóknara vegna niðurgreiöslna á fisk- verði. Þó viröist hráefnisverö vera hærra í Noregi þrátt fyrir niður- greiöslurnar,” sagöi Jón Kjartans- son, Vestmannaeyjum, er hann skýröi frá helstu niöurstööum sendi- nefndar ASI og VSI sem nýlega fór til þessara landa til aö kanna kjör og vinnuaðstæður í fiskvinnslu. Niöurstööur þessarar nefndar hafa ekki enn veriö birtar og gat því Jón ekki skýrt frá nema helstu atriðum. Hann sagöi aö fjölmargar skýringar kæmu til greina til aö skýra út þennan mun milli Islands og annarra landa. „Þó virðist sýnt aö framleiöni mæld sem afköst af full- unninni vöru á klukkustund í norskri og danskri fiskvinnslu er meiri en á Islandi,”sagöi Jón. Hann sagði að í þessum löndun væri lögö mun meiri áhersla á afköst en nýtingu í launakerfum. Fólk þarf ekki aö vanda sig eins viö úrskurö því hátt verö fæst fyrir marning. Þá er mikið af fiskblokk selt til Evrópu- landa þar sem minni kröfur eru geröar til vöruvöndunar. Þá má nefna aö hringormur eru ekki vandamál í Danmörku og minna vandamál í Noregi en á Islandi. einnig er virkur vinnutimi lengri í Noregi en á Islandi. Skýrsla um þessa ferö og niður- stöður nefndarinnar veröur birt sjávarútvegsráöherra og hlutaöeig- andi aðilum í þessari viku. Það er Kjararannsóknarnefnd sem mun vinnaskýrsluna. APH stunda námskeið. Auk þess er gert ráö fyrir starfsþjálfun í allt aö tvær vikur. Þessi starfsþjálfun og námskeið veröa síðan metin til launa. Ekki er búist viö aö samið veröi um það fyrr en í samningunum nú um áramót. Þá hafa störf nefndarinnar beinst aö auknu starfsöryggi fiskverkunar- fólks. Miðað er við aö atvinnurekend- ur haldi áfram launagreiöslum til þeirra sem eru fastráönir þótt hlé veröi á beinni fiskvinnslu. Þetta verður meö þeim hætti aö starfs- menn haldi dagvinnulaunum sínum. Fyrirtækiö fái síöan um 70 prósent af launakostnaöi, þá daga sem vinnsla liggur niöri, bætt úr Atvinnuleysis- tryggingasjóöi. „Þaö er skoöun manna aö þessi breyting muni stuöla aö jafnari vinnslu. Hún muni ekki stuöla aö auknum útgjöldum úr Atvinnuleysis- tryggingasjóði og jafnvel leiöa til lækkunar,” sagði Karl Steinar. Enn er ágreiningur í nefndinni um hvenær ekki á að greiða laun vegna stöðvunar. Þá er einnig gert ráö fyrir ákveön- um sveigjanleika. Starfsfólk geti veriö ráðiö tímabundið án þess aö vera fastráðið. APH í dag mælir Dagfari______________I dag mælir Dagfari______ í dag mælir Pagfari Lögregtan með gúmmíhanska 1 síðustu viku birtist frétt af því að tveim strætisvögnum í Reykjavík hefði verið lagt vegna ótta um Aids sjúkdóm. Tildrögin voru þau að maður sem hafði uppi ólæti i vögnun- um lét vagnstjörana og aðra nær- stadda vita af því að hann væri hald- inn þessum banvæna sjúkdómi. Lögreglumenn voru kallaöir á stað- inn og settu þeir upp gúmmihanska til að f jarlægja manninn og vagnarn- ir settir i sóttkvi. Reyndar kom í Ijós aö maðurinn var að gera að gamni sínu og er við hestaheilsu en engu að síður er ástæðulaust að hafa málið í flimtingum. Það er meira aö segja grafalvarlegt þegar betur er að gáð. Aids sjúkdómurinn breiðist óðfluga út. Hann er bráðsmitandi og berst einkum með sæði, blóði eða munnvatni. Með strætisvögnum Reykjavíkur ferðast mikill fjöldi fólks á hverjum degi. Þar myndast iðulega mikil kös og útilokað er fyrir vagnstjóra að fylgjast með öllum þeim athöfnum sem fram fara í vögnunum. Þar getur fólki blætt eða fengið blóðrissur af hristingnum. Ekki er óalgengt að farþegar kyssist í kveðjuskyni og ástin i strætó getur jafnvel gengið svo langt aö samfarir fari fram til aö svala losta og bráð- læti ungra elskenda eða annarra sem mikið er mál. Það þarf raunar ekki annað en venjulega brókarsótt hjá farþegunum, sem af tilviljun hittast í strætó, til að smithættan sé fyrir hendi. Vagnstjórar eru í engri aðstöðu til að fylgjast meö því hvort farþegar séu lauslátir eða hommar eða sinni öðrum þörfum sínum í strætó enda eru þeir uppteknir við að stýra vagninum. pess vegna er skiljanlegt að strætóstjórum bregði i brún þegar farþegi gefur sig sjálfviljugur fram og lýsir yfir því að hann sé smitaður af Aids og þurfi einangrunar við. Sannleikurinn er sá, að það er víðar en í strætó sem fólk er farið að gera varúðarráðstafanir. Á fjöl- mennum vinnustöðum eru yfirlýstir hommar settir i einangrun og eru vinsamlegast beðnir um að nota sér- stök salemi, hreinlætistæki og vistarverur. Nú er það svo að það er ekki hægt að loka sllkt fólk inni í búrum þegar það ferðast með strætó en auðvitað kæmi til greina að merkja hugsan- Iega smitbera líkt og gyöingana foröum og vísa þeim á sérstaka bása í vögnunum öðrum til viðvörum. Það er að minnsta kosti betra og ódýrara heldur en að aka hverjum og einum vagni í sóttkví í hvert skipti sem grunur leikur á farþega sem fengið hefur veiruna eða gæti hafa fengið veiruna eða mundi geta fengið veiruna. Hinsvegar skilur maður vel aö lögreglan setji upp gúmmíhanska þegar slíkir menn eru handteknir. Eiginlega ætti að setja það i lög, að Iögreglumenn beri gúmmíhanska á höndum í öllum störfum sinum. Þeir handleika jú, fólk sem bæði hefur verið að kyssast og jafnvel haft samfarir svo ekki sé talað um blóðug slagsmál. Það er hreint ábyrgðar- leysi gagnvart alsaklausu fólki sem lögreglan þarf að handtaka næst á eftir ef það þarf að una þvi að lögreglan leggi hendur á það gúmmi- hanskalaust. Helst þyrfti lögregluliðið að taka gasgrímur í þjónustu sína til að tryggt sé að veiran berist hvorki með andardrætti né snertingu þegar blá- saklaust fólk er handtekið. Eða hvers eiga stálhraustir glæpamenn og þjófar að gjalda þegar lögreglan stendur þá að verki ef þeir geta búist við þvi að smitast við handtökuna af þessum déskota án þess að koma nokkrum vörnum við? Dagfari leggur til að lögreglu- félagið geri þá kröfu i næstu kjara- samningum að bæði gúmmíhanskar og gasgrímur fáist endurgjaldslaust á liðið ef lögreglan á ekki að vera helsti Aids smitberl landsins. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.