Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1985, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1985, Blaðsíða 13
DV. MÁNUDAGUR18. NÖVEMBER1985. 13 Léttvæg atkvæði og nýju fötin keisarans Nokkur umfjöllun hefur oröið í fjöl- miðlum að undanförnu um hugsan- legt sérframboð framsóknarmanna í Reykjavík og á Reykjanesi. Hugmyndir um sérframboð eru ekki sprottnar af ágreiningi milli flokks- manna á þéttbýlissvæðinu og flokks- forystunnar, eins og sumir kunna að halda, heldur af því aö kosninga- fyrirkomulagið hefur bitnað mjög illa á framsóknarmönnum á þessu svæði, og mun gera áfram, þrátt fyrir nokkrar leiðréttingar á kosningalögunum. Framsóknarflokkurinn á ekki að stuðla að eignaupptöku Það er ekki þar með sagt að framsóknarmenn á þéttbýlissvæðinu séu sammála öllu því sem ráðherrar flokksins eru aö gera, eða öllu heldur Kjallarinn ÞORSÍEINSSON FORMAÐUR FRAMSÓKNAR- FÉLAGS REYKJAVÍKUR fundin upp af alþýðuflokksmönnum og borin uppi af sjálfstæðismönnum í núverandi ríkisstjórn. En engu aö síður ber Framsóknarflokkurinn ábyrgð á henni meöan hann beitir ekki afli sínu til að sveigja ríkis- stjórnina af þeirri óheillabraut sem hún er komin út á. I þessu sambandi er tilgangslaust að nota Seðlabank- ann sem blóraböggul, því að Seðla- bankinn framkvæmir ekki vaxta- stefnu þvert ofan í vilja ríkisstjórnar á hverjum tíma. Þessi vitlausa vaxtastefna minnir oröið um margt á nýju fötin keisarans. Að mínu viti ber Framsóknar- flokknum skylda til aö stöðva þá eignaupptöku, sem þessi vaxtastefna leiðir af sér, eöa segja sig úr ríkis- stjórninni ella. Það er ófært með öllu að allir í þjóöfélaginu eigi að færa fórnir, nema fjármagnseigendur. Léttvæg atkvæði En þetta var útúrdúr. Tilgangur- inn með þessari grein er fyrst og fremst sá að sýna fram á hversu létt- væg atkvæði framsóknarmanna í Reykjavík og Reykjanesi eru miðaö við atkvæði flokksmanna úti á landi, sbr. töflu I, og þá ekki síður hversu létt þau vigta gagnvart öðrum flokkum á þéttbýlissvæðinu. Birtast hér tvær töflur sem sýna þetta greinilega. Ef geröur er samanburður á flokk- um á þéttbýlissvæðinu kemur í ljós, í töflu II, að þrír flokkar, Kvennalist- inn, Bandalag jafnaöarmanna og Alþýðuflokkurinn, eru með 2100— 2400 kjósendur á bak við hvern þing- mann meöan 8200 atkvæði eru á bak við þingmann Framsóknarflokksins. Þetta er svo augljóst ranglæti að ekki verður við unaö. Taflal. Úrslit kosninga til Alþingis 1983 urðu, sem kunnugt er, mikið áfall fyrir framsóknarmenn i Reykjavik og á Reykjanesi. Þau urðu sem hér segir: Fjöldi þingmann »: Kjósendur á bak við hvern þingm.: — Reykjavik og Reykjanes 1 8225 — Vesturland , 2 1185 — Vestfirðir 2 755 — Norðurland vestra 2 820 — Norðurland eystra 3 1584 — Austurland 2 1328 — Suðurland 2 1472 Kjósendur flokksins i Reykjavik og Reykjaneskjördæmi, 8225 talsins, hafa fyrir sig 1 mann á Alþingi. Kjósendur flokksins i öðrum kjördæmum, 16525 talsins, hafa fyrir sig 13 menn á Alþingi. Hér er um allt of mikið misvægi að ræða innan raða framsóknarmanna. Æk ,,Vilji framsoknarmenn á þessu w svæöi na frain rétti sínum hafa þeir um þá leiö aö vel.ja að bjóða fram serlista sem kalla inætti F-lista.” Fj. kjósenda: Fj. þingm.: Kjós. pr. þingm.: gera ekki, í ríkisstjórninni. Til að mynda er mikil og vaxandi óánægja meö vaxtastefnu ríkisstjórnarinnar, eins og hún er í framkvæmd, enda er hún búin að leiða marga einstaklinga og fyrirtæki á heljarþröm. Framsóknarmenn eiga ekki heiöur- inn af þessari vaxtastefnu. Hún er Sérframboð kemur sterklega til greina Með nýju kosningalögunum, sem eru heldur til bóta, næst jöfnuöur milli flokka, en ekki milli kjördæma, og virðist það bitna langmest á framsóknarmönnum í þéttbýli. — Alþýðuflokkur 9759 4 2440 — Framsóknarflokkur 8225 1 8225 — Alþýðubandalag 13618 4 3405 — Sjálfstæðisflokkur 34586 10 3459 — Bandal. jafnmanna 7160 3 2387 — Kvennalistinn 6334 3 2111 Einnig hér er um allt of mikið misvægi að ræða á milli kjósenda flokkanna á þessu landsvæði. Vilji framsóknarmenn á þessu svæði ná fram rétti sínum hafa þeir um þá leið að velja að bjóða fram sérlista, sem kalla mætti F-lista. Miðaö viö atkvæðamagn, sem Framsóknarflokkurinn fékk í síðustu kosningum — og miðað við nýju kosningalögin —, mundi slíkur listi fá samtals 4 þingmenn kjörna, 2 í Reykjavík og 2 á Reykjanesi. 1 öðrum kjördæmum myndu fram- sóknarmenn fá samtals 10 þing- menn, eða alls 14 þingmenn. Ef hins vegar væri miðað við að flokkurinn byði fram með gamla lag- inu fengi hann aðeins 1 þingmann í Reykjavík og 1 þingmann á Reykja- nesi, en 10 þingmenn úti á landi, samtals 12 þingmenn, eða tveimur þingmönnum færra samtals. Það er því ekki óeðlilegt að þessi kostur sé skoðaður nánar af framsóknarmönnum í þéttbýli og það sýnist óþarfa fljótfærni hjá ein- staka forystumönnum Framsóknar- flokksins að hafna þessari leið að óathuguöu máli, nema hugsana- gangurinn sé sá að framsóknarfólk á þéttbýlissvæði teljist einhvers konar undirmálsfólk, sem bjóða megi hvað sem er. Alfreð Þorsteinsson. Tafla II Sé litið á þingmenn Reykjayikur og Reykjaneskjördæmis sérstaklega, fæst eftirfarandi: Hlaðvarpinn Kjallarinn Eg á mér draum! Átt þú ekki draum? Hlaðvarpinn er jú gömul og léleg hús. En hverjar eru óskir þínar? Er ekki von til að ef VIÐ skúringakonur og aörar reynum aö sameinast um óskir og drauma að eitthvað verði úr, ef látið er verða af framkvæmdum. Hlaðvarpinn er möguleiki. Til hvers? Várla til að halda ráðherra- partí eða stórhöfðingjaboð. En kannski athvarf fyrir þá sem hafa létta buddu en mikla byrði. Bara til að skrafa og fá að vita og finna að jafnvel þeir eiga tilverurétt. Jafnréttismálin eru ekki afgreidd Þótt okkur verði á þau „mistök” að sumra dómi að taka frí á jafn- réttisdag kvenna um allan heim finnst mér ekki úr vegi aö álykta aö allar þær konur sem sýndu í verki aö jafnréttismál eru þeim hjartfólgin eru ekki þar með búnar að afgreiða þau mál. Þær sem eru ungar og að byrja lífsbaráttuna gera sér vonandi grein fyrir að þær hafa jafnan rétt á öllum sviðum á við hitt kynið. Svo er það læknisfræðilega viðurkennt að stúlkur þroskast jafnvel fyrr en drengir. Þess vegna, kæru systur og bræður, metum hvern einstkaling án tillits til kyns. Lofum þeim eiginleik- um, sem móöir náttúra hefur gefið börnum okkar, að njóta sín. Hlúum að kjarnanum með því aö meta þá aðila sem sjá um börnin, er faöir og móðir vilja vera með börnunum, þá þau þurfa umönnunar mest við. Er heimili ekki stofnun, fyrirtæki með fasteign í nútíð og framtíð? Foreldrahlutverk er, vona ég, öllum hugljúft ef allt er með felldu í þjóð- félaginu. Það mál á ekki að vera hægt að afgreiða með BARA. Ung- dómurinn er okkar gleði og framtíð. ELSA MAGNUSDOTTIR SKÚRINGAKONA Þjálfun húsmóðurinnar ekki metin En þurfum við sem eldri erum að vera baggi? Eg held varla. Ef við lítum í eigin barm og erum ekki með vanmáttarkennd gagnvart því sem er fyrir utan heimilið. Sé sú þjálfun og þekking sem góð húsmóðir hefur metin réttilega ætti hún ekki aö þurfa aö lenda í lægsta launaf lokki er hún hefur lokið uppeldishlutverkinu í þjóðfélaginu. Þarf ekki að endur- meta þau störf sem eru kjölfesta „þjóöfélagsskútunnar”, en yfirbygg- ingin virðist því miður vera að sliga? Jafnrétti hvílir, að minum dómi, á því aö standa saman og meta skyldur okkar í okkar litla þjóð- félagi. Við íslenskar konur megum sannarlega þakka skapara okkar fyrir að vera þegnar þjóðfélags sem innst inni vill Iiafa alla jafna. Það ætti að efla okkur í því að vera fyrir- mynd kynsystra okkar víða um heim, sem við vitum að eru mun verr staddar en við. Svo! Stöndum okkur, systur! Elsa Magnúsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.