Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1985, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1985, Blaðsíða 21
DV. MÁNUDAGUR18. NÖVEMBER1985. 21 Ver Steini Bjama mark dönsku meistaranna? — Þorsteinn Bjarnason, markvörður ÍBK, hélt utan í morgun til Danmerkur en þar mun hann kynna sér aðstæður hjá Bröndby sem varð danskur meistari fyrir skömmu. Steini einnig með tilboð frá Noregi Kristján skoraði 7 og Hameln er efst Frá Atla Hilmarssyni, fréttamanni DV íÞýskalandi: Kristján Arason og félagar hans hjá Hameln léku um helgina gegn Ems- detten á útivelli og sigruöu með 24 mörkum gegn 27. Þar með komst Ham- eln í efsta sæti 2. deildar. Kristján Ara- son átti mjög góðan leik fyrir lið sitt. Hann skoraði 8 raörk i leiknum. Staða efstu liða í 2. deildinni er nú þannig að Hameln hefur 14 stig eftir 9 leiki, Dormagen er í ööru sæti með 13 stig eftir 8 leiki, Bergkamen er með 11 stig eftir 7 leiki og Wanne Eickel hefur 10 stig eftir 8 leiki. Kristján Arason er nú markahæsti leikmaðurinn í 2. deildinni. Hann hefur skoraö 69 mörk og þar af 34 úr vítaköst- um. Bjarni Guðmundsson er í tíunda sæti yfir márkahæstu leikmenn með 39 mörkog 11 úr vítum. Alfreð Gíslason er tíundi marka- hæsti leikmaður Bundesligunnar og hefur skorað 46 mörk og 6 úr vítum. Atli Hilmarsson er í 15. sæti með 41 mark og 6 úr vítum. Báðir hafa þeir leikið 9 leiki. Markahæstur í Bundeslig- unni er Júgóslavinn Elezovic sem leik- ur með Bremen. Hann hefur skorað 83 mörk í 9. leikjum. 1 öðru sæti er Peter Kovac hjá Dortmund með 80 mörk eft- % & Michael Platini. ir 10 leiki. Þess má geta aö gamla kempan Jerzey Klempel frá Póllandi er í 4. sæti með 62 mörk eftir 8 leiki. Óvíst hvort Siggi og Einar leika - landsleikina við V-Þjóðverja í næsta mánuði. Kristján Arason mun að öllum líkindum ekki koma íleikina við Spánverja Óvíst er hvort þeir Sigurður Gunnarsson og Einar Þorvarðarson geta leikiö með íslenska landsliðinu í handknattlcik gegn V-Þjóðverjum hér á landi í næsta mánuði. Tres De Mayo, lið þeirra, á leik i spönsku deildinni en verið getur að honum verði frestað. Litlar líkur eru á því að Kristján Arason geti fengið sig lausan frá Hameln til að leika við Spánverja en ís- lenska landsliðið mun einnig leika við þá hérlendis í næsta mánuði. Þrjár þjóöir munu koma hingað í desember og leika við Islendinga. Auk Vestur-Þjóðverja og Spánverja munu Danir koma hingað á milli jóla og ný- árs. -fros „Komum tii með að verða miklu rólegri í næstu leikjum” — segir Michael Platini, fyrirliöi Evrópumeistara Frakka „Við komum til með að vera miklu rólegri í næstu leikjum okkar og þá þurfum við ekki að leika undir pressu um hagstæð úrslit. Það gefur okkur tima til að leysa okkar vandamál í ró- legheitunum,” sagði hetja Frakka, Mlchael Platini, ef tir að Frakkar höfðu tryggt sér þátttökuréttinn í lokakeppni HM í Mexikó með sigri á Júgóslövum. Gífurleg fagnaðarlæti brutust út á götum Parísar á laugardagskvöldið eftir að áfanganum var náð enda var Mexíkósætiö ekki tryggt fyrr en á síð- ustu stundu. Platini er sannfærður um aö hár aldur leikmanna Frakka þurfi ekki að vera liðinu vandamál í Mexíkó og það geti þess vegna allt eins fylgt eftir stórkostlegri velgengni sinni frá því í Evrópukeppninni í fyrra þar sem Frakkar urðu meistarar. „Það hefur ekki verið sannað að leik- menn á vissum aldri geti ekki leikið jafnvel og þeir yngri, ég held að eldri leikmenn okkar hafi sannað það gagn- stæða í leiknum á laugardaginn.” Fimm leikmenn liðsins nú eru yfir þrítugt. Auk Platini hafa Jean Tigana, Alain Giresse, Maxime Bossis og Dom- inique Rocheteau allir náð þeim aldri. -fros „Jú, það er rétt að ég fer til Dan- merkur í fyrramálið (í morgun) og mun kynna mér aðstæður hjá danska félaginu Bröndby í vikutíma eða svo. Þetta er spennandi en pf snemmt er ennþá að segja til um hvort ég leik með liðinu,” sagði Þorsteinn Bjarnason, markvörður ÍBK í knattspyrnu, í sam- tali við DV í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum DV hefur staðiö til í nokkuð langan tíma að Þor- steinn færi utan til að reyna aö komast að hjá erlendu liði. Bröndby varö fyrir ekki mjög löngu Danmerkurmeistari í knattspyrnu þrátt fyrir að liðið ætti í miklum markmannserfiðleikum í sumar. Einir þrír markverðir léku með liðinu á síðasta keppnistímabili. Að sögn Þorsteins Bjarnasonar er möguleiki á aö hann fari til Noregs eft- Karl Þráins slasaðist áöxl — ogmun ekkigeta leikið meira með Víkingi á keppnistímabilinu Karl Þráinsson, vinstri handar skyttan snjalla er leikur með Vikingi í handboltanum, varð fyrir því óhappi á fimmtudagskvöldið að meiðast illa í leik með verkfræðinemum i háskóla- mótinu i handknattleik. Karl lenti illa á öxl og fór í skurðað- gerð á Borgarspítalanum strax á föstu- dagsmorgunn. Hann mun ekki geta lcikið handknattleik næstu sex mánuð- ina. Þetta er gífurlegt áfall fyrir Víkinga og íslenska landsliðið en forráðamenn HSI töldu góðar líkur á að Karl gæfi kost á sér í landsliðið fyrir heimsmeist- arakeppnina í Sviss á næsta ári. Ekki er spurning um að þetta þyngir róöur Vikinga aö Islandsmeistaratitlinum mikið en liðið hefur nú tveggja stiga forskot á Val. Liðið missti fyrir skömmu annan máttarstólpa úr liði sínu, Hilmar Sigurgíslason, sem ekki hefur gefið kost á sér vegna persónu- legra ástæðná. -fros Guðmundur hetja Baden — skoraði sigurmark liðsins gegn Young boys. Fyrsta mark Guðmundar í Sviss og f yrsti sigur Baden í deildinni. Fimm marka tap hjá Luzem á heimavelli Guðmundur Þorbjörnsson. J Paraguay komið með far- i ! seðilinn til Mexíkó | — eftir 2:2 jafntef li við Chile ■ Paraguay tryggði sér í gær þátt- I neitt nálægt því að ógna forskotinu. . I tökuréttinn í lokakeppni HM í knatt- Sárir aðdáendur Chile gerðu mikinn | Ispyrnu í Mexíkó eftir að liðið gerði usla á leiknum. Kveiktu í sætum og ■ 2—2 jafntefli við Chile. Paraguay köstuðu steinum niður á leikvöllinn I I vann fyrri leikinn á heimavelli en engin stórslys urðu. * sínum, 3—0, og Chile varð aldrei | -fros ■ ir dvölina hjá Bröndby en samkvæmt I deildinni norsku hafa mikinn áhuga á heimildum DV munu nokkur liö í 1. | að fá Þorstein til liðs við sig. -SK. Þorsteínn Bjarnason ihugar nú að ganga til liðs við dönsku meistarana. Guðmundur Þorbjörnsson var hetja liðs síns, Baden, í svissnesku 1. deild- inni i gær. Hann skoraði eina mark liðsins í sigri á Young Boys. Sigur Bad- en var jafnframt sá fyrsti hjá liðinu á þessu keppnistimabili og liðið er enn á botni deildarinnar. Guömundur var ánægður með f rammistöðu sína í leikj- um Baden í gærkvöldi og sagði að staða liðsins i deildinni gæfi ekki rétta mynd af getu liðsins. Reynsluleysi háði leikmönnum þess sem væru flestir mjög ungir. — Framhaldið hjá félag- inu sé bjart og andinn i liðinu góður. Omar Torfason lék sinn fyrsta leik með Luzern gegn toppliðinu Neuchatel á heimavelli Luzern og var frammi- staða hans einn af fáum ljósum punkt- um í leik Luzern sem mátti þola stór- tap, 2—7. Omar lagði upp annað mark liðsins. Neuchatel hefur nú eins stigs forskot í svissnesku deildinni, hefur hlotið 24 stig. Grasshopper Zurich er í öðru sæti með 23 en Luzern er ásamt tveimur öðrum liðum í þriðja sæti deildarinnar meðnítjánstig. -fros

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.