Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1985, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1985, Blaðsíða 9
DV. MÁNUDAGUR18. NOVEMBER1985. 9 Útlönd Útlönd á blaðamannafundi með Shultz í Washington: Engin leið að giska á árangur f undarins Öskar Magnússon, DV, í Washington: „Þaö er engin ieiö að giska á árangur fundar Reagans og Gorbat- sjovs,” sagöi George Shultz, utanríkis- ráöherra Bandaríkjanna, á blaða- mannafundi í Hvíta húsinu hér í Washington í síðustu viku. „Allt fer þetta eftir því hvort Sovét- menn skilja sanngjarnan málflutning okkar,” sagöi utanríkisráðherrann. Hann var spuröur um líklegan árangur á ýmsum sviöum en svör voru óljós og ráðherrann var ófáanlegur til aö nefna neinn einstakan málaflokk þar sem meiri líkur þættu á samkomulagi. Shultz kvaöst ekki óttast aö Reagan forseti biöi lægri hlut í viðræðunum viö Sovétleiðtogann, þótt Gorbatsjov væri vissulega fylginn sér. Þaö væri Reagan nefnilega líka. Shultz sagöi að Sovétmenn heföu kynnt hugmynd sína um fækkun flug- skeyta (skotiö af jörðu) en að sínu mati væri hér um litið mál að ræða og óveru- lega fækkun. Málið hafði ekki verið á dagskrá þegar þeir Shultz og Gorbat- sjov hittust í Moskvu fyrir skemmstu. Mjög mikill fréttaflutningur hefur verið hér í Washington undanfarnar vikur vegna fundarins. Daglega eru sendir út sérstakir sjónvarpsþættir þar sem öllum hliðum eru gerð ítarleg skil, bæði þátttakendum og málefnum. Leiðtogafundurinn verður í Genf 19. og 20. þessa mánaöar. Lagst gegnveitingu friðarverðlauna Nóbels — þvf að Rússi er annar leiðtogi læknasamtakanna gegn kjarnastríði Bandariski læknirinn, sem situr í for- svari „Læknasamtaka gegn kjarnorku- stríði” — er fengu friðarverðlaunin í ár — sakar vestur-þýskan stjórnmálamann um áróðursaðferðir Göbbels og nasista. Heiner Geissler, framkvæmdastjóri kristilegra demókrata í V-Þýskalandi, hafði borið sovéska skurðlækninum, Yevgeni Chazov, sem er annar forsvars- maður læknasamtakanna, á brýn aö leggja blessun sína yfir mannréttinda- brot í Sovétríkjunum. Bernard Lown frá Bandaríkjunum, formaður læknasamtakanna alþjóölegu, sagði að þessar ásakanir drægju dám af „áróðursaðferðunum sem Þjóðverjar hefðu búið undir hér fyrrum”. Sagði hann þær jafnfáránlegar og ef hann drægi Geissler til ábyrgðar fyrir nasista- tímann og útrýmingu gyðinga. Geissler hafði sagt að Chazov, sem er aðstoðarheilbrigðisráöherra, hefði geng- iö í lið með því opinbera við að ófrægja Andrei Sakharov og neyða hann í útlegð frá Moskvu. Skrifaöi Geissler nóbels- nefndinni í Osló í síðustu viku og lagði að henni að veita Chazov ekki friðarverð- launin (10. des'). — Þeir Chazov og Lown eiga að veita friðarverðlaununum við- töku fyrir hönd læknasamtakanna. HARÐPLASTIMIKLU ÚRVALI ÁRVlK^ Ármúla 1, sími 687222. 1... 1 1 HJ j • 1 1 1 i J BETRI KAUP - AFSLÁTTUR GÓLF-PAKKI SEM FRAMLEIDD ERU OG NJÓTA VINSÆLDA: VIÐ SEGJUMST ÞVÍ GETA BOÐIÐ Því hjó okkur fóst nú: Gólfteppi — vinylgólfdúkar — gúmmígólfdúkar — takkadúkar — korkur — linoleum — marmari — grásteinn — keramikflísar — brenndar leirflísar — steingólf — krosslímt parket - massíft parket — ílagningarefni og tilheyrandi lím sparsl — grunnar og undirlagsefni — ræstiefni - gólfþvottavélar og handverkfæri í miklu úrvali. Mælum — gerumtilboð — önnumst lögn. Staðgreiðsluafsláttur — greiðsluskilmálar. Gólfið er okkar fag — þéríhag. leppalani Grensásvegi 13 sími 91-83577. Dúka/and Grensásvegi 13 sími 91-83430 Þar sem þúgengur að gæðamerkjum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.