Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1985, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1985, Blaðsíða 18
18 DV. MÁNUDAGUR18. NOVEMBER1985. Eigum tii afgreiðslu nú þegar mikið úrval notaðra rafmagns- og dísillyftara, enn- fremur snúninga og hliðarfærslur. Tökum lyftara upp í uppgerðan, leigjum lyftara. Flytjum lyftara, varahluta- og viðgerðaþjónusta. Líttu inn — við gerum þér tilboð. Tökum lyftara í umboðssölu. LYFTARASALAN HF., Vitastig 3, símar 26455 og 12452. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 90., 99. og 101. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Austurtúni 12, Bessastaðahreppi, þingl. eign. Finns Hafsteins Guðmundssonar, fer fram eftir kröfu Iðnaðarbanka Islands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 21. nóvember 1985 kl. 17.00. Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 55., 66. og 72. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Arnarhrauni 4, 2. h.t.h., Hafnarfirði, þingl. eign Rafns Sverris- sonar, fer fram eftir kröfu Olafs Gústafssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn21. nóvember 1985 kl. 13.30. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 45., 48. og 52. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 á eigninni Tunguvegi 1, kjallara, Hafnarfirði, þingl. eign Sigrúnar Sigjiórs dóttur, fer fram eftir kröfu Iðnaðarbanka Islands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 21. nóvember 1985 kl. 14.00 Baejarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 45., 48. og 52. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 á eigninni Smiðjustig 2, Hafnarfirði, þingl. eign Sævars Sigurvaldssonar, fer fram eftir kröfu Ólafs Ragnarssonar hrl. á eigninni sjálfri fimmtu daginn21. nóvember 1985kl. 14.15. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 109. tbl. Lögbirtingablaðsins 1984 og tbl. þess 1985 á eigninni Vesturbraut 18, Hafnarfirði, þingl. eign Hjalta Hjaltasonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka Islands, Brunabótafélags is- lands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 21. nóvember 1985 kl. 15.15. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 55., 66. og 72. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Leirutanga 33, Mosfellshreppi, þingl. eign Sigurðar Ragnars- sonar, fer fram eftir kröfu Jóns G. Briem hdl. á eigninni sjálfri fimmtu- daginn 21. nóvember 1985 kl. 16.00. Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem augslýst var i 105., tbl. Lögbirtingablaðsins 1984 og 10. og 13. tbl. þess 1985 á eigninni Brekkutanga 22, Mosfellshreppi, þingl. eign Haf- steins Danielssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Mosfells- hreppi, Arnar Höskuldssonar hdl. og Jóns Sveinssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 21. nóvember 1985 kl. 16.15. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 55., 66. og 72. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Austurtún 1, Bessataðahreppi, þingl. eing Ólafs I. Baldvins- sonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka Islands, Guðjóns Steingrimssonar hrl., Valgarðs Sigurössonar hdl., Útvegsbanka is- lands, innheimtu ríkissjóðs, Brunabótafélags íslands, Jóns Ingólfssonar hdl., Gests Jónssonar hrl. og Guðjóns Armanns Jónssonar hdl. á eign- inni sjálfri fimmtudaginn 21. nóvember 1985 kl. 17.30. • Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu. Menning Menning Menning Ævintýraleg jólanótt á Akureyri ÆVINTÝRALEG JÓLANÓTT A AKUREYRI. Leikfólag Akureyrar sýnir: Jólaævintýri. Leik- gerð sögunnar „A Christmas Carol, eftir Charles Dickens. Leikgerð: Leif Petersen og Jasper Jensen. Tónlist: Allan Andersen. Þýöing leiktexta: Signý Pólsdóttir. Þýðing söngtexta: Kristján frá Djúpalæk Hljómsveitarstjóri: Roar Kvam. Lýsing: Ingvar Björnsson. Dansar: Helga Alico Jóhanns. Leikmynd: Hlfn Gunnarsdóttir. Búningar: Una Collins. Leikstjóri: María Kristjánsdóttir. Helstu leikendur: Árni Tryggvason, Theodór Júlíusson, Práinn Karlsson, Vilborg Halldórsdótt- ir, Eria B. Skúladóttir, Baröi Guðmundsson, Pétur Eggerz, Marinó Þorsteinsson, Þórey Aðalsteins- dóttir, Björg Baldvinsdóttir, Jóhann ögmunds- son, Jón Stefán Kristjánsson, Þorgeir Tryggva- son, Magne Kvam, Jón Sævar Jósefsson. Leikfélag Akureyrar frumsýndi Jólaævintýri, leikgerð sögunnar „A Christmas Carol eftir Charles Dick- ens síðastliðið föstudagskvöld. Svona rétt í stíl viö skapferli nirfilsins Scrogge’s, sem er aöalpersóna leiks- ins, gerðust veðurguðir argir mjög þennan dag, þannig aö ekki var ferðafært milli landshluta vegna stórviðris. Undirrituö sá því aöra sýningu leikritsins á laugardags- kvöld. Dickens skrifaöi söguna áriö 1843. Hann vildi vekja athygli á kröppum kjörum fátæklinga og óhóflegu vinnuálagi á börn, sem þá viðgekkst, og þótti jafnvel sjálfsagt. Honum var hugleikiö að koma því til leiöar, aö barnaþrælkun yrði lögð af, og aö öll börn fengju möguleika til menntun- ar. Þessi sjónarmiö koma víöa fram í bókum Dickens og nægir þar aö minna á söguna um Oliver Twist. Sagan Jólaævintýri er til í íslenskri þýðingu Karls Isfeld frá 1942. I sögunni lýsir Dickens hinum samansaumaöa nirfli Scrooge eöa Skrögg gamla, sem einn og gleði- snauöur eyöir ævinni í að reikna út, hvaö hann sé miklu ríkari í dag en í gær. Bágindi og fátækt þeirra, sem í kring um hann eru, skipta hann engu máli. Andstæða Skröggs er hinn bláfá- tæki og barnmargi Cratchit, sem er skrifari hjá karlinum og á þar illa ævi. En þrátt fyrir bágindi og erfið- leika er Cratchit hjartahlýr, og honum er umhugaö um aö gleöja og hugga þá, sem minni máttar eru. Flest fer í taugarnar á gamla Skrögg en mest þó tilstandið í kring- um jólin. Hann getur vart á heilum sér tekiö viö tilhugsunina um þaö aö þurfa aö gera sólarhringshlé á peningaöflun sinni. Oskuillur kyrjar hann: „Af öllu tilstandi ársins er ekkert jafn slæmt eins og jól. Þau standa of lengi og stela manns tíma og starfsmenn ei komast á ról. Ég hata jól! En á sjálfa jólanóttina veröur hann fyrir þeirri lífsreynslu, að andar jóla — liöinna og ókominna — leiöa hon- um fyrir sjónir, hvers hann hefur fariö á mis og hvert leiðin liggur ef lífsviðhorf hans breytast ekki. Og eins og í öllum mannbætandi dæmisögum sér sá gamli ljósiö og veröur nýr og betri maður. Þaö er fyrir löngu oröin hefö í Bret- landi aö sýna leikgerðir sögunnar „A Christmas Carol um jólaleytið. Fyrsta leikgeröin kom fram strax á hæla sögunni, eöa 1844, og allar götur síðan hafa veriö gerö leikrit og seinna kvikmyndir og teiknimyndir eftir henni. Taliö er aö Skröggur sé fyrirmynd Walt Disney að Teikni- myndafígúru þeirri, sem á íslandi nefnist Jóakim frændi, enda margt líkt meö þessum tveimur aura- púkum. Sú leikgerö sem L.A. setur upp er dönsk og lífguð upp með söngvum eftir Allan Andersen. Lögin eru áheyrileg og auðlærö og textar Kristjáns frá Djúpalæk liprir í flutn- ingi. Þessi leikgerö er meö léttara yfirbragöi heldur en hin hefðbundna breska útfærsla meðal annars vegna tónlistarinnar og söngvanna. Sex manna hljómsveit, sem Roar Kvam stjórnar, leikur undir í söng og Leiklist Auður Eydal dansatriöum og ferst það vel. Lögin eru mörg hver skemmtileg, sem fyrr segir og dansatriðin sérstaklega vel útfærð. I fjölmennustu atriöunum, þegar allir eru á sviðinu í einu, alls yfir þrjátíu manns, þar af á milli fimmt- án og tuttugu börn, reynir mjög á góöa sviðsetningu og samhæfingu. Börnin standa sig meö prýöi og er leikur þeirra og söngur oft hugljúfur. Fullorönu leikararnir eru margir og með misjafna reynslu aö baki. Margreyndir leikarar L.A. koma þama fram ásamt ungum leikurum, nýútskrifuöum úr leiklistarskólum. Og til liðs viö noröanmenn kemur einnig Árni Tryggvason, sem leikur aöahlutverkiö, gamla Skrögg, sem allt snýst um. Maríu Kristjánsdóttur tekst mætavel aö stilla saman hina ólíku hópa leikenda. Hún fer leiö hóf- stillingar og skapar hér heilsteypta sýningu meö ákaflega fáguðu yfir- bragöi. Búningar Unu Collins eiga ef til vill meiri þátt í heildarsvipnum en al- gengt er. Þaö er ljóst aö hér er á ferö búningahönnuöur, sem gjörþekkir tímabiliö og sögu klæðnaöar fólks á þessum árum, jafnt ríkra sem fá- tækra. Sviðsmyndin og búningarnir spila saman, oft í gráum litatónum samanber götuatriöin, en í stofuatriðunum ríkir meiri litagleöi. Þaö má segja að á sviöi gamla samkomuhússins á Akureyri hafi tekist aö skapa sannan Dickens- heim. Höfundur leikmyndarimiar er Hlín Gunnarsdóttir. Notast er viö eina fasta sviðsmynd, sem síöan er breytt eftir þörfum meö lýsingu og tilfærslu hluta. Lausnin er prýðilega ásjáleg og sviö hússins gjörnýtt. Lýsingin fannst mér líka áberandi vel útfærö og til mikils stuðnings. Svo sem fyrr segir leikur Árni Tryggvason hið viðamikla hlutverk Scrooge’s, nirfilsins illa. Hann er á sviðinu nánast allan tímann, geövonskan uppmáluö, og hefur allt á hornumsér. Árni er þvílíkur meistari leiksviðs- ins, aö hann fer létt meö aö skapa hér eftirminnilega persónu. Eg held, aö þeim, sem sjá Árna í þessu hlut- verki, líöi túlkun hans seint úr minni. Ein ógleymanleg smámynd er til dæmis þegar hann þusar: „Ég hata jól og hvessir svo illyrmislega sjónir á alsaklausa leikhúsgesti. Það eina, sem mér fannst kannski skorta á, var aö Scrooge væri nógu mikið illmenni, hann var frekar geö- vondur en sá fantur og fúlmenni, sem gerir sinnaskiptin svo söguleg. En að ööru leyti er Árni í essinu sínu og leikur við hvern sinn fingur. Skrif- ari karlsins, Cratchit, er leikinn af Theodóri Júlíussyni. Hann er sem fyrr segir algjör andstaöa Skröggs, bláfátækur barnakarl, sem öllum vill vel. Theodór leikur hlutverkiö af lát- leysi og fer vel á því. Þráinn Karlsson leikur meðal ann- arra hlutverka Luktar-Gvend, sem er eins konar sögumaöur eöa tengi- liöur og nokkrir ungir leikarar koma viö sögu. Flest þeirra leika fleiri en eitt hlutverk. Marinó Þorsteinsson, Björg Baldvinsdóttir og Jóhann Ogmundsson leika einnig með auk fjölda barna. Góö vinnubrögð eru samnefnari fyrir frammistöðu allra. Sýningin var aö því er mér fannst ákaflega vönduö, en kannski heföi heldur meiri snerpa ekki skaöaö, aöeins meiri kraftur. Jólaævintýri er ekki barnaleikrit í venjulegri merkingu þess orðs, heldur miklu fremur sýning fyrir börn á öllum aldri, barniö í okkur öllum. Mér fannst þetta skemmtileg sýning, og sannarlega fer vel á því aö vekja okkur til umhugsunar um mannkærleika og samhjálp nú, þegar óðum líður að jólum. Veitirvístekkiaf. AE Frá vinstri: Guomundur Daoi Agustsson, Toby Sigrún Hermann, Lovisa Kristjánsdóttir, Valgerður Þor- steinsdóttir, Hanna Garðarsdóttir, Unnur Færseth, Skuli Sigfússon, Sigriður Ólafsdóttir, Guðriður Vigfús- dóttir, Valgerður Benediktsdóttir, Anna Erlingsdóttir, Sigrún Ölafsdóttir, Bryndis Sverrisdóttir, Margrét Þóra Þorláksdóttir. Frá vinstri sitjandi: Jónas Jónasson, Auður Björnsdóttir og Gunnar Steinn Pálsson. 300 sóttu um námskeið i farseðlautgáfu Nú í vikunni lauk fyrsta námskeiöi sem haldið hefur veriö fyrir almenning hér á landi í fargjaldaútreikningi og farseðlaútgáfu. Feröaskrifstofan Samvinnuferöir- Landsýn stóð fyrir þessu námskeiði. Sóttu hátt í 300 manns um að komast á þaö. Sýnir þaö glöggt þann mikla áhuga fólks á aö vita og læra um hluti ervarða feröaiönaöinn. Ur þessum stóra hópi voru 14 valdir á þetta fyrsta námskeiö, en ákveöið er aö halda annað slíkt námskeiö í janúar á næsta ári. Námskeiösstjórnandi var Auöur Björnsdóttir og leiöbeinendur Jónas Jónsson frá Flugleiöum og Gunnar Steinn Pálsson hjá Auglýsingaþjónust- unni. Tókst námskeiöiö mjög vel aö áliti kennara og nemenda sjálfra. Þeir 14 nemendur sem luku námskeiöinu eru nú mun betur undir það búnir aö sækja um störf hjá flugfélögunum og ferða- skrifstofunum en þangaö vantar oft fólk til starfa meö einhverja þekkingu á farseölaútgáfu og ööru sem henni til- heyrir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.