Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1985, Blaðsíða 8
u
DV. MÁNUDAGUR18. NÖVEMBER1985.
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Vinsældir Reagans
sjaldan meirí
Þingmenn sameinast
um sæmileg sæti
Frá Ketilbirni Tryggvasyni, frétta-
ritara DV í Berlín:
Á næsta ári hefjast miklar viðgeröir
á þinghúsi Þjóðverja í Bonn. Vegna
þeirra verður ekki hægt að halda fundi
þingsins í húsinu næstu tvö árin. Mikið
hefur verið leitað að hæfu bráðabirgða-
húsi fyrir þennan tíma og hefur nú
loksins veriö fundið eitt nægjanlega
nálægt og virðulegt húsnæði. Húsi
þessu, sem er gömul vatnsaflstöð,
hefur verið umturnað nú í sumar til að
þingmenn geti setið þar strax á
komandi ári.
Eitt stórt vandamál hefur þó komið
upp viö þessa flutninga en það er að
þarna verður öllu þrengra en í hinu
heföbundna þinghúsi. Skeröa verður
áhorfendaf jölda og fjöldi fréttamanna
verður einnig takmarkaður. En það
sem er erfiðast, er ókvöröun um stærð
þingsæta, en til að allir þingmenn geti
setið þarf að minnka sætin töluvert frá
því sem er í dag og þrengja bilið á mílli
þeirra.
Seinustu mánuði hafa þingmenn
kvartað mikið vegna þessa og vilja
meina að þingsetan verði óbærileg við
þessar breytingar. Mikið hefur verið
reynt til að bæta þetta en tæknilega er
það mjög erfitt. Nú nýlega kom þó upp
hugmynd sem jafnvel kemur til með aö
leysa þetta vandamál. Hugmyndin
sem byggist á þeirri staðreynd að þing-
menn sækja fremur illa daglega fundi,
gerir ráð fyrir ákveðnum fjölda fastra
sæta fyrir meðalfjölda mættra þing-
manna, en lausum stólum (sem þægi-
legt væri að stafla saman í einhverju
horni) fyrir þá daga er óeðlilega mikið
væri af þingmönnum í salnum.
Hvort þessari hugmynd verður hrint
í framkvæmd er náttúrlega ekki hægt
að segja um, en kannski gætu forráða-
menn íslenska þingsins tekið hana sem
lausn á íslenska þingsæta-, fjölda- og
þrengslisvandamálinu.
Þinghús og skrifstofur þingmanna i Bonn.
Oskar Magnússon, DV, Washington:
Persónulegar vinsældir Reagans
Bandaríkjaforseta hafa nær aldrei
verið jafnmiklar meðal Bandarikja-
manna. Fleiri hafa nú trú á aðferö-
um forsetans í samskiptum við Sov-
étmenn og ótti viö aö hernaöarstefna
Reagnans auki likur á kjarnorku-
styrjöld hefur minnkað.
Þetta kemur fram í nýrri skoðana-
könnun sem bandaríska sjónvarps-
stööin ABC og stórblaöið Washington
Post gengust fyrir.
Harðari gegn
hryðjuverkum
Auknar vinsældir Reagans koma í
kjölfar harðari aögeröa hans gegn
hryðjuverkamönnum en varfærnari
málflutningi gagnvart Sovétríkjun-
um eftir því sem leiðtogafundurinn
hefur nálgast. Skoðanakönnunin leið-
ir í ljós að 67 prósent aðspurðra eru
ánægðir með frammistöðu forsetans.
Aöeins einu sinni áður hafa fleiri ver-
ið ánægðir með athafnir forsetans.
Það var skömmu eftir aö forsetanum
var sýnt banatilræði árið 1981.73 pró-
sent aðspurðra voru þá ánægðir með
forsetann.
84 prósent aðspurðra nú líta svo á
að Reagan vilji í einlægni ná árangri
í afvopnunarviðræðunum. Kemur
þar fram grundvallarmunur á fyrri
afstöðu fólks. Áður var yfirleitt litið
svo á að forsetinn kærði sig í raun
ekki um viðræður við Sovétmenn.
Nokkuð ánægðir
með Gorbatsjov
I umræddri könnun var afstaða al-
mennings til Gorbatsjovs einnig
könnuö. 44 prósent aðspuröra höfðu
jákvæða afstöðu til hans en 38 pró-
sent voru honum andsnúnir. 56 pró-
sent töldu að Gorbatsjov væri full al-
vara með afvopnunarviðræðunum.
Engu að síður er almenningur mjög
klofinn í afstöðunni þegar spurt er
hvort menn búist við árangri af
Genfarviðræðunum. 58 prósent telja
þó að leiðtogafundurinn muni verða
til þess að draga úr spennu í heimin-
um. 38 prósent eiga ekki von á mark-
verðum árangri.
Leiðtogafundurinn íGenf:
Stóru málefnin
ganga ekkert
Samningar um hliðarmálin eru vel á veg komnir
Gorbatsjov Sovétleiðtogi var væntan-
legur til Genfar í morgun þar sem hann
mun hitta Reagan Bandaríkjaforseta á
morgun. Reagan er þegar kominn til
Sviss.
Ljóst er aö enginn meiri háttar samn-
ingur verður gerður á fundunum á
morgun og miðvikudag. Bandarískir
embættismenn segja að vel gangi að
semja um tvíhliða samskipti ríkjanna en
báðir aöilar hafa sterklega gefiö í skyn
að mikil gjá sé enn á milli þeirra varð-
andi vopnatakmarkanir og svæðisbund-
inátök.
Athygli vakti að á laugardag sagði
sovéskur embættismaöur að það væri
Reagan getur bent á tölur sem
sýna að hann sé einn vinsælasti
forseti allra tíma i Bandarikjun-
um. . .
eitt af helstu forgangsverkefnum Sovét-
stjómarinnar að taka sovéskt herlið út
úr Afganistan. „Viö erum ekki mjög
ánægðir með að þurfa að halda mönnum
úti í Afganistan,” sagöi Nikolaí
Shishlín, meðlimur miönefndar
kommúnistaflokksins.
Báðir aðilar lentu í erfiðleikum á
fréttamannafundum sínum. Bandaríkja-
menn þurftu að svara fyrir bréf sem
Weinberger landvarnarráðherra sendi
Reagan þar sem hann varar við eftirgjöf
gagnvart Sovétríkjunum. Reagan brást
reiður við þegar hann var spurður hvort
hann væri sammála embættismanni sem
hafði sagt aö birting bréfsins væri til-
raun til að eyðileggja leiðtogafundinn.
Sovétmenn lentu í vandræðum þegar
sovéskur útlagi hrópaði ákaflega
frammí fyrir þeim á fréttamannafundi.
Einn þeirra hótaöi aðkalla á lögregluna.
Fjölmiðlar um allan heim bera nú
ákaft saman Reagan og Gorbatsjov.
Bandarískir embættismenn eru sam-
mála um að Reagan muni ekki reynast
erfitt að halda í við Gorbatsjov. En einn
þeirra sagöi að Reagan hefði svo sem
ekkert sérstakt álit á starfsbróður sín-
um. Hann liti á Gorbatsjov sem stjórn-
málamann sem lítiö heföi þurft að berj-
ast fyrir uppgangi sínum.
Reagan mun vera hvekktur á
umf jöllun blaða þar sem leiðtogafrúrnar
tvær eru bornar saman. Þykir honum sú
umfjöllun heldur hagstæð Raisu
Gorbatsjov. „Irinn í honum kom upp við
þetta,” sagöi einn heimildarmaður.
. . . en Gorbatsjov finnst timi til kom-
inn að Bandarikjamenn slaki á kröfum
sinum i afvopnunarviðræðum.
Fólki enn bjargað
úr leðjunni í Armero
Enn er verið að bjarga einstaka
manni úr leöjunni í kringum eldf jallið
á Armero svæðinu í Kólombíu. Nú er
opinberlega sagt að 22.000 manns hafi
látist í eldgosinu og leöjuflóðinu sem á
eftirkom.
LonNol
burtgenginn
Lon Nol, fyrrum leiðtogi
Kampútsíu, andaöist í gær á
sjúkrahúsi í Kaliforníu, sjötíu og
eins árs að aldri. Hafði hann nýlega
verið lagður inn á gjörgæsludeild
spítalans.
Lon Nol kom til valda 1969 og var
stjóm hans studd af Bandaríkja-
mönnum en þetta var á árum Víet-
namstríðsins. Hann yfirgaf Phnom
Penh 1. apríl 1975 ásamt fjölskyldu
sinni þegar kommúnistar hófu inn-
reið sína í höfuðborgina. — Bjó
hann fyrst á Hawaii en settist síðan
að í Kalifomíu 1979.
Hann hafði lengi ekki gengið
heill til skógar. 1971 fékk hann slag
og lamaðist þá öll vinstri hliðin.
Yfirvöld hugðust um helgina lýsa
svæðið í kringum bæinn Armero hinstu
hvílu þeirra sem þar fórust svo hægt
væri að byrja aö sótthreinsa það en
hópur presta hvatti erkibiskupinn í
héraðshöfuðborginni Ibague til aö
fresta því að vígja svæðið. Þeir telja
enn möguleika á að finna fólk á lífi í
leðjunni.
Einn hinna heppnu, sem búið er að
bjarga, er Isidro Borques. Hann var í
þrjá daga grafinn í leðju upp að hálsi.
Þaö tók heilan sólarhring aö ná honum
upp úr leðjunni.
Byrjað er aö brenna lík til að koma í
veg fyrir farsóttir. Húsdýr eru skotin.
Lögreglan hefur hvatt fólk til aö flytja
sig sem lengst frá eldfjallasvæðinu því
óttast er aö nýjar eldgosahrinur kunni
að bræða jökla og senda enn frekara
leðjumagn í flóðbylgju um dali
Armero-héraðs.