Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1985, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1985, Blaðsíða 10
10 DV. MÁNUDAGUR18. NOVEMBER1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd ER TELE-X ORÐINN ÚRELTUR STRAX? Gunnlaugur A. Jónsson, frétta- ritari DV í Lundi: Talsverðar umræður hafa orðið í flölmiðlum hér í Svíþjóð í kjölfar þeirrar ákvörðunar fjögurra Norð- urlandanna að ráðast í sameigin- legt sjónvarpsgervihnattarævin- týri. Yfirleitt er því fagnað að þessi ákvörðun hefur nú loksins verið tekin. Jafnframt hefur verið bent á ýmsa annmarka við hana. Einna verst þykir að Danir skuli ekki vera með í ævintýrinu. Það virðist þó allgott útlit fyrir að Danir muni koma inn í myndina síðar. Danir endurskoða hug sinn „Danmörk mun á nýjan leik íhuga hvort það sé peninganna virði að taka þátt í þessari til- raunastarfsemi með útsendingar tveggja norrænna sjónvarpsrása frá árinu 1987,“ segir Mimi Stilling Jacobsen, menningarmálaráðherra Danmerkur. Ljóst er að róttæki vinstriflokk- urinn, stuðningsflokkur dönsku ríkisstjórnarinnar, vill að stjórnin taki málið til alvarlegrar athugun- ar að nýju. Þá hefur stærsti stjórn- arandstöðuflokkurinn, það er jafn- aðarmannaflokkurinn, látið í ljósi ósk um að norrænu rásirnar tvær verði teknar með í þeim viðræðum sem nú eiga sér stað í Danmörku um nýj a rás í danska sj ón varpinu. „Nú, þegar hin Norðurlöndin hafa komið sér saman, verðum við Danir að taka málið til endurskoð- unar,“ segir einn talsmaður rót- tæka vinstriflokksins. Segir hann jafnframt að efasemdir Dana um ágæti þessa ævintýris hafi ekki síst tengst óttanum við of mikil yfirráð Svía í fyrirtækinu. - Annað vanda- mál, sem Danir sjá, er fjárhagslegs eðlis. Það kostar þá sem svarar 350 milljónum íslenskra króna og þeir peningar eru ekki til, að sögn danskra stjórnvalda. Hins vegar hefur þegar veríð gert ráð fyrir því í langtímaáætlun danska sjón- varpsins að sjónvarp frá nágranna- löndunum, Noregi, Svíþjóð og Vestur-Þýskalandi, muni hafa for- gang. Ljóst er að Danir hafa engan veginn hafnað möguleikanum á þátttöku í Tele-X ævintýrinu. Óánægðir með „ritskoðun“ á dagskrám Af efasemdum, sem komið hafa fram hér í Svíþjóð, má nefna leið- ara sænska „Dagbladets“, helsta málgagns íhaldsflokksins (Moder- atarnar). I leiðara blaðsins segir að ekki sé ástæða til svo mikilla efasemda varðandi hina fjárhags- legu hlið málsins. Hins vegar harmar blaðið að Tele-X áætlunin hafi komið f staðinn fyrir hina mjög svo víðtækari Nordsat-áætlun sem til umræðu var árum saman á fundum Norðurlandanna. Sú áætl- un hafði gert ráð fyrir að allir Norðurlandabúar gætu séð sjón- varpsdagskrár hinna Norðurland- anna alveg eins og þær voru í heild sinni. Sá sem frekar vildi horfa á íshokkíleik frá Noregi en hljóm- leika frá Uppsölum gat einfaldlega gert það, Tele-X áætlunin takmarki hins vegar slíka valmöguleika. Samkvæmt þessari áætlun er gert ráð fyrir að einvörðungu það „besta“ úr sjónvarpsrásum aðildar- landanna fari á sameiginlegu rás- irnar. Slíkur hugsunarháttur er rangur, að mati Svenska Dagblad- ets. Ef einhver hluti sænsku sjón- varpsdagskrárinnar er ekki nægi- lega góður til að bjóða t.d. Finnum og Norðmönnum að sjá hann þá á slíkt efni einfaldlega ekki heima á sjónvarpsdagskránni og aldrei hefði átt að framleiða það. Tele-X of seint áferðinni? Annað vandamál, sem bent er á í leiðara sænska dagblaðsins, er að Tele-X sé of seint á ferð'inni. Ýmsir aðrir gervihnettir séu þegar komn- ir á loft og þegar „er tekið að grafa niður kapalkerfi undir gangstéttjr okkar og þröskulda", eins og blaðið orðar það. Ýmsir aðrir fjölmiðlar hafa gert þetta vandamál að umtalsefni, það er að Tele-X sé of seint á ferðinni. í „Sydsvenska Dagbladet" er t.d. bent á það að þegar Tele-X muni hefja sendingar sínar haustið 1987 kunni sjónvarpsáhorfendur á Norðurlöndum að verða búnir að snúa sér annað. Haustið 1986 muni nefnilega bæði Vestur-Þýskaland og Frakkland senda upp eigin gervihnetti með nýja og ferska sjónvarpsdagskrá sem muni laða að sér Norðurlandabúana. Við þetta bætist að þessir hnettir muni senda út með annarri tækni en Tele-X og það muni hafa í för með sér að móttökustöðvar þessara hnatta muni einungis geta tekið á móti hljóðlausum sendingum frá Tele-X. - „Hver hefur þá áhuga á að kosta þúsundum króna til við- bótar til að ná endursýningum á norrænum sjónvarpsdagskrám?" spyr Sydsvenska Dagbladet. Jafn- framt heldur blaðið því fram að framtíð Tele-X sé mjög óviss. Á- kvörðun norrænu ráðherranna á dögunum hafi bara tekið til þriggja ára tímabils til tilrauna. Uthald gervihnattarins sé aðeins fimm til sjö ár og ekki liggi fyrir neinar áætlanir um að smíða nýjan hnött. Það kunni því að vera meira lokk- andi fyrir Norðurlandabúa að festa kaup á móttökutæki fyrir sending- ar frá frönskum og þýskum gervi- hnöttum heldur en Tele-X. Síðar á árinu 1987 muni auk þess koma til sögunnar evrópski gervihnöttur- inn Ólympus sem enn einn keppi- nautur Tele-X. Ólympus mun raun- ar senda út með sömu tækni og Tele-X og á sömu tíðni. Tele-X mun vafalaust, með sitt endursýnda efni, eiga í erfiðleikum með að standast samkeppni þessara evr- ópsku gervihnatta. Umsjón: Guðmundur Pétursson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.