Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1985, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1985, Blaðsíða 44
44 DV. MÁNUÐAGUR18. NOVEMBER1985. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið J / i I •mrw Isabella þrætir fyrir að standa í ástarsambandi við Mikhail Bar- yshnikov. Hins vegar átti tík Barysnikovs nýlega sex hvolpa með hundi Isabellu. Isabella, ein hæst launaða fyrirsæta í heimi, leikur í sinni fyrstu kvikmynd „Það voru alltaf allir að segja mér að ég ætti að verða leikkona vegna mömmu en mér fannst það ekki nógu góð ástæða,“ segir Isa- bella Rossellini, dóttir Ingrid Berg- man og leikstjórans Roberto Ross- ellinis. Isabella er ein hæst launaða fyr- irsætan í heiminum en nú loksins, þegar hún er orðin þrjátíu og þriggja ára, ætlar hún að skella sér í kvikmyndaleik. Isabella og Ingrid, systir henn- ar, í móðurörmum. Ingrid, t.v., þykir líkjast föðurn- um en Isabella móðurinni. Taylor Hackford, sem gerði An Officer and a Gentleman, fékk hana til að leika í mynd sem heitir White Nights. Hún leikur á móti dönsurunum Gregory Hines og Mikhail Baryshnikov. Hackford sá andlit Isabellu á forsíðu tímarits og féll í stafi. „Mér fannst hún í senn meyjarleg og pönkleg - og samt lík móðursinni." Isabella segir sjólf að nú gefi hún sig á vald örlögunum og feti í fót- spor móður sinnar. Þó mikið sé að gera gefur Isabella sér tíma til að fara með dóttur sínaí hringekju. Það vakti mikla hneykslun er Ingrid Bergman fór frá eiginmanni sínum og dóttur og tók saman við föður Isabellu, ítalska leikstjórann Roberto Rossellini. Hún eignaðist skömmu síðar tvíbura, Isabellu og Ingrid sem nú stundar framhalds- nám í ítölskum bókmenntum við Columbia háskólann í New York. „Ingrid er gáfnaljósið í fjölskyld- unni,“ segir Isabella. Flestir eru á einu máli um að Ingrid líkist Ro- berto en Isabella móðurinni, Ingrid. Það fór fyrir Isabellu eins og móður hennar, hún giftist frægum kvikmyndaleikstjóra. Isabella var sjónvarpsfréttamaður á ítalska sjónvarpinu áður en hún hóf fyrir- sætustörf og tók meðal annars viðtal við Martin Scorsese, höfund Taxi Driver og fleiri frægra mynda. Þau urðu ástfangin, giftust en hjónabandið varði ekki mjög lengi. Hún er nú nýskilin við annan eiginmann sinn, Jon Wiedemann. Gengið hefur fjöllunum hærra að hún haldi við mótleikara sinn í White Nights, Mikhail Baryshni- kov, en hún þvertekur fyrir að þau séu meira en góðir vinir. „Hundarnir okkar hafa séð um ástalífið," segir hún. Það vill nefni- lega svo skemmtilega til að tík Rússans eignaðist nýverið sex hvolpa. Faðirinn? Hundur Isabellu! DÓTTIRINGRID BERGMAN FETAR í FÓTSPOR HENNAR Mick Jagger kemur ekki nærri bleiunum! Melanie klæðir sig djarft og syngur við undirleik hljóðgervla. Hvað varð af mussunni? Melanie er búin að henda mussunni Man einhver eftir Melanie? Hún heitir fullu nafni Melanie Safka og söng sig inn í hug og hjörtu blóma- barnanna meó lögum á borð við Candles in the Rain og Nickel Song. Hætt er við að mörg gömul blómabörn missi hasspípurnar sín- ar af hneykslun því Melanie syng- ur nú kraftmikil danslög og lætur taka myndir af sér í djörfum klæðn- aði. Hún er nefnilega búin að henda mussunni og kassagítarnum og lætur hljóðgervla og tölvur um alltsaman. Jerry Hall, sambýliskona Mick Jaggers, segir það vera mikinn misskilning, sem fram hafi komið í blöðum, að Jagger skipti á börn- um þeirra tveimur, James og Eliza- beth Scarlett. Tiskufyrirsætan hefur nýverið gefið út sjálfsævisögu sína, Jerry Hall’s Tall Tales. Á blaðamanna- fundi af þessu tilefni sagði hún að þau ætluðu að giftast mjög bráð- lega. Telja fiestir að það verði um það leyti sem næsta plata Rolling Stones kemur út. Hljómsveitin þurfi nefnilega núorðið að auglýsa sig. Jerry sagði að Mick vildi endi- lega að drengurinn þeirra, James, yrði sendur í hinn virta Eton skóla. Jerry segist einnig vera að vinna að því að „víkka sjóndeildarhring- inn“. Hún vilji gerast menningar- leg og því hafi hún nýlega keypt sér hundrað bestu bækur í heimi. London Daily Mirror hefur eftir henni að 18. aldar höfundar á borð við Charles Dickens og Jane Aust- Jerry Hall: Hún er nú að mennta sig. Ekki veitir af, hún heldur að Dickens hafi verið uppi á 18. öld. en séu nú í mestu uppáhaldi. Allt gott um það að segja nema að þessir ágætu höfundar voru öld- ungis ekki uppi á 18. öld. En það er mannlegt að skjátlast, ekki satt?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.