Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1986, Blaðsíða 2
2
DV. FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1986.
Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir
Mikill skortur á hjúkrunarfræðingum á barnadeildum Landspítalans:
Davið Gunnarsson forstjóri segir að rikisspitalana vanti nú 90 hjúkrunarfræðinga.
DV-mynd KAE.
Tæplega 300 böm
em á biðlistum
- innkallanir hafa verið stöðvaðar
Mikill skortur er nú á lijúkmnar-
fræðingum á bamadeildum Hringsins
á Landspítalanum. Skortur þessi
stafar einkum af lágum launum sam-
fara miklu álagi. Einni deildinni hefur
verið lokað nú meðan á sumarleyfum
stendur og innkallanir hafa verið stöð-
vaðar en alls em 299 böm á biðlistum
eftir plássi á Hringnum.
„Þessi hjúkrunarfræðingaskortur er
ekkert nýtt fyrirbæri hér en nú er
hann sérstaklega slæmur’og fer versn-
andisagði Sólfríður Guðmundsdótt-
ir, settur hjúkrunarframkvæmdastjóri
Hringsins, í samtali við DV. Stöðu-
heimildir fyrir hjúkmnarfræðinga á
bamadeildum Hringsins em nú 41
talsins en um síðustu mánaðamót
vantaði tæp 12 stöðugildi upp á að
þeiiTÍ tölu væri náð.
„Ég vil taka það skýrt fram að við-
brögð okkar við hjúkmnarfræðinga-
skortinum vom að stöðva innkallanir
af biðlistum en áfram verður að sjálf-
sögöu sinnt þeim bráðatilfellum sem
við fáum til meðferðar," sagði Sólfríð-
ur.
I máli hennar kom ennfremur fram
að fjöldi bama legðist inn á deildimar
á hverjum degi og í heild væm um 70%
bráðatilfelli.
„Hjúkmnarfræðingarnir héma
vinna undir mjög miklu álagi og
stöðvunin á innköllunum er gerð með
því markmiði að geta sinnt þeim böm-
um sem fyrir em eins vel og kostur er.“
Aðspurð um álagið sagði Sólfríður
að hún teldi að 80% vinna á þessum
deildum jafhgilti 100% vinnu á öðrum
deildum og nefndi hún sem dæmi að
hjúkrunarfræðingar hefðu sagt upp
störfum á bamadeildunum í nokkrum
mæli og flutt sig yfir á aðrar deildir
þar sem álagið væri minna. Á þann
hátt missti Hringurinn mikið af góðu
starfsfólki.
Hærri laun úti á landi
Af nýútskrifuðum hjúkrunarfræðing-
um í ár hefur mikill fjöldi ráðið sig út
á land enda em þar ýmis fríðindi í
boði sem ekki þekkjast á bamadeild-
um Hringsins. Yfirleitt em mánaðar-
legar yfirborganir á landsbyggðinni á
bilinu 10-15 þúsund krónur, auk íviln-
ana vegna húsnæðis, bamapössunar
og flutningsstyrks svo dæmi séu tekin.
„Við höfum verið með alla anga úti
til að afla okkur starfsliðs og reyna
að fylla í þær stöður sem lausar em.
Auk þess höfum við farið fram á það
við yfirboðara okkar að hjúkmnar-
fræðingar hér fái sams konar launa-
uppbætur og gerist á landsbyggðinni,
en án árangurs," sagði Sólfh'ður.
Byrjunarlaun hjúkrunarfræðinga úr
Hjúkmnarskóla Islands em nú 29.635
kr. en 31.592 kr. ef um er að ræða hjúk-
runarfræðinga úr Háskólanum.
-FRI
„Okkur vantar 90
hjúkrunarfræðinga
á ríkisspítalanaá<
- segir Davíð Gunnarsson forstjóri
„Við gerum allt sem við getum til
að fá fleiri hjúkmnarfræðinga til
starfa en nú vantar okkur 90 hjúkr-
unarfræðinga á ríkisspítalana," sagði
Davíð Gunnarsson, forstjóri Ríkisspít-
alanna, í samtali við DV er harrn var
inntur álits á ástandinu á bamadeild-
um Hringsins á Landspítalanum.
Hvað varðaði lokun einnar deildar-
innar þar sagði hann að hún væri
ekki eina deildin sem loka þyrfti vegna
sumarleyfa, nokkrum yrði lokað í 5-8
vikur og væri það svipað og gerst hefði
undanfarin tvö ár þannig að bama-
deildin væri aðeins hluti af vandamál-
inu.
„Það em engar líkur á að þetta lag-
ist í bili. Við höfum gert tillögur til
bæði menntamála- og heilbrigðisráðu-
neytisins um að auka þurfi menntun
hjúkrunarfræðinga. þvi okkur vantar
fleiri slíka.“
Hvað varðaði launamismun hjúkr-
unarfræðinga í borginni og á lands-
byggðinni sagði Davíð það alveg ljóst
að ríkisspítalamir gætu ekki borgað
jaÍTihá laun Og gerðist á landsbyggð-
inni.
„Landsbyggðin hefúr meira og
minna plokkað af okkur fólk jafnframt
því að færri nýútskrifaðir hjúkmna-
rfræðingar koma til starfa hjá okkur
því við getum ekki keppt um launin."
Davíð sagði ennfremur að vafalaust
væri það rétt að tæplega 300 böm
væm á biðlistum eftir plássi á Hringn-
um og hvað innkallanimar varðaði
þá drægi alltaf úr þeim yfir sumarmán-
uðina.
-FRI
Sólfríöur Guðmundsdóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri i einu herberginu á
þeirri deild Hringsins sem lokað hefur verið. DV-mynd KAE.
40-50%
jöfnunargjald
á innfluttar
Mönnun hjúkrunarfræðinga á barnadeiid 1
; A -
rí-.
j ! \ *
1 '"U \ x \ ,2 \ J \ \ \ , \ / \. /
j ■J | -o- ( starfi
! ! . 1 Rá&ning * Heimilaðar stöð
’"Q""
~!—
£x
I
Cl
<b
co
%
~3
£>
4»
U.
W
i.
z
£
z
c
o
->
Vl
o
a*
ílánuðir
a-
£i
£
o
5u
O
£x
£
0»
>
'O
5u.
ú/
W
<b
Cx
Á þessu línuriti sést hvernig ástandiö hefur veriö á einni af fjórum deildum Hringsins á árinu 1985. Á deildinni
eru heimiluð 13 stöðugildi og hefur tekist nokkurn veginn aö ráða í þau fyrri part ársins. Frá ágúst aftur á móti
hefur ástandiö stööugt versnað og í lok ársins vantar í þrjú stöðugildi. Munurinn á milli línanna „í starfi“ og „ráðn-
ing“ er vegna fría og veikinda starfsfólks.
kartöflur
Nú hefúr landbúnaðarráðherra
gegnið frá reglugerð um álagningu
jöfnunargjalds á innfluttar kar-
töflur. í vor vom samþykkt lög
þess efúis að heimilt væri að leggja
allt að 200% jöfnunargjald á inn-
fluttar kartöflur og vom þessi lög
forsenda þess að lagt var 40% jöfn-
unargjald á unnar kartöflur og
50% á óunnar.
„Tilgangurinn með þessari
reglugerð er fyrst og fremst að
styðja við bakið á innlendri fram-
leiðslu og sjá til þess að innflutn-
ingurinn ýti íslenskum kartöflum
ekki út af markaðnum,“ sagði
Sveinbjöm Eyjólfsson í samtali við
DV. Innflutningur hefst á mánu-
dag en eitthvað er enn eftir af
íslenskum kartöflum sem em
orðnar 10 mánaða gamlar. Að sögn
Sveinbjöms er þetta jöfnunargjald
ótímabundið og engin ákvörðun
hefúr verið tekin um hvort það
verði afnumið um leið og innflutn-
ingur keppir ekki lengur við
innlenda framleiðslu. „Það er mjög
erfitt að eiga við þetta því þær
kartöflur sem verið er að flytja hér
inn em annars vegar nýjar og hins
vegar ársgamlar kartöflur sem em
nánast gefins og íslensku kartöfl-
umar hafa enga möguleika í
samkeppni við. Það má gera ráð
fyrir að innlenda framleiðslan end-
ist í 10 daga til hálfan mánuð, þó
það geti dregist eitthvað lengur.
Stefna stjómvalda er að framleiða
eins mikið af matvælum hér heima
og mögulegt er og því er reynt að
vernda þá framleiðslu. Ef hag-
kvæmnin ein væri höfð í fyrirrúmi
væri þetta orðin spuming um
hvort ekki væri betra að flytja
fójkið en ekki matvælin." sagði
Sveinbjöm -S.Konn.
- sjá einnig baksíöu