Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1986næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1986, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1986, Blaðsíða 34
34 DV. FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1986. Menning Menning Menning Menning I speglasal við hafíð Gyröir Eliasson: Blindfugl/Svartflug. Sauöárkróki 1986. Þetta er fimmta ljóðabók Gyrðis, og er öll bókin eitt ljóð með línu- tali, 403 línur. Ljóðið skiptist í 40 hluta eða er- indi. Hver er nokkuð afmörkuð heild, stundum í beinu orsakasam- hengi við næsta á undan. Það mætti því allt eins setja verkið upp sem ljóðabálk. En þessi 40 ljóð eða erindi eru mun nátengdari innbyrðis en ljóðin í næstu bók Gyrðis á undan, Bak við Maríuglerið. Einnig þar var þó sameiginlegur grunntónn, og efn- issvið, raunar svipað og er í þessari bók. Þessi bók er fyrirferðarlítii, en í rauninni ekki skemmri texti en fyrsta bók Gyrðis, Svarthvít axla- bönd, 1983, og lengri en sú sem birtist fyrir ári; Einskonar höfuðlausn. Verkið hefst á því að talandi verks- ins, sem er skáld, liggur heima hjá sér og lætur hugann reika. Síðan sjáum við ýmsar hugmyndir hans, en aftur og aftur er millilent heima í eldhúsinu hjá skáldinu sem lítur út um gluggann á hversdagslegt út- sýnið: þorp við haf undir háum fjöllum, „svarthvítum oddhvössum steinbáknum" (1. 398-9) sem leiða hugann að Hvítserk í Borgarfirði eystra (þar sem höfúndur verksins bjó í vetur leið). Það sem segir frá nánasta um- hverfi talanda í verkinu, er allt haft hið hversdagslegasta. Hann burstar i sér tennurnar, krotar á borðdúk- inn, hlustar á Vivaldi-plötu. Hann hagar sér þó undarlega, hálfkyrkir köttinn, en gefur honum síðan mjólk. Greinilega er hann þjakaður af kvíða, og lýsir þvi á sérkennilegan hátt. venjulegir hlutir umhverfis hann hafa eftirlit með honum (1.233- 242): „á borðinu stendur íeir- brúsi undan hollenskum sénever löngu tæmdur, gamalt telefun- ken og kassi undan glervöru gæta mín, ég er hafður undir smásjá hlutanna dag og nótt, hvergi leynist afdrep, kerti starir við rúmgaflinn, tungl gægist gegnum storesa, skuggar tengj ast ofhum“ „finnst mér sem hendumar fálmi um rennandi vatn“ (1.207-8). Þetta er skörp mynd af því hve erfitt er að höndla síbreytilegan veruleikann í skáldskap. Er það undirrót þess kvíða, angist- ar, sem einkennir alla bókina? Þegar talandinn lítur út um glugga sinn á kyrrlátt þorpið, sér hann „þessi fáu timburhús" undir íhvolfu fjallinu eiga sér einskis ills von, en skriðan á eftir að falla, hún á eftir að falla Þetta minni kemur hvað eftir ann- að, eins og fleiri; talandinn heyrir fótatak ókunnra við dyr sínar, heyr- ir óm radda en ekki orðaskil. Bók sem hann finnur, hefúr máðst, svo að „sé ekkert fremur en þetta sé helgirúnasteinn [...] eða legsteinn farinn að kvamast og molna“ - allt letur er útmáð. Þetta endurtekna minni sýnir að „einn er hver sér of sefa“, eins og segir í Hávamálum, þúsund ára gömlum ( þessa máls- grein orðaði Thor Vilhjálmsson að nýju sem titil fyrstu bókar sinnar: Maðurinn er alltaf einn). Framarlega í verkinu (1.75-7) krot- ar talandinn að: „slitinn úr tengslum við um- hverfi aflagar hugurinn öll hlutföll - og þetta sannast þá á órum hans. Framan af ritinu em þeir einkum af tagi kunnuglegra mynda, sumt gæti verið úr seinni heimsstyijöld- inni, arrnað úr sögunni um Franken- stein, kvikmyndinni um hann, Drakúla, eða viðlíka verkum, gjarn- an er minnt á 19. öld. Flugeðlumar koma til leiks, og einnig annarleg fyrirbæri nútímans; lungriafiskar, hausaveiðarar, „sniglar með hús á baki hlaupa". Einnig hér em endur- tekin minni, ekki síst aftökur, kvöl, ótti. Framvinda verksins er að sjálf- sögðu ekki rökleg, illa færi á því um hugaróra. Erfitt á ég með að sjá eitt- hvert kerfi í þeim, enda þarf það ekki að vera. Verkið minnti mig á sum tónverk, þar em endurtekin stef, stundum er áköf spenna, stund- um ró, en jafnan sama tóntegund, ef svo mætti segja. Auk andstæðn- anna heimavera-hugarórar, er kyrrseta talandans andstæð ferða- lagi hans í mörgum órunum. Það er Bókmenntir Örn Ólafsson með ýmsu móti. Á einum stað (1.101- 7) situr talandinn heima og kaffi- lyktin er „einsog blindur glær snákur". í næsta kafla segir fyrir- varalaust: „I myrkrinu liggja óteljandi þræðir hver um annan þveran einsog risar leiki fuglafit, verði manni gengið út um kvöld að skoða tungl eða síðförult fólk taka þessir þræðir að vefjast hratt og hljóðlega um höfuðið, innan skamms er það horfið" Aftur segir í næsta kafla frá því er talandinn horfir út um gluggann sinn á þorpið sem skriðan hefur enn ekki fallið á, þar næst breytist þorp- ið í myndlistarverk, og í kaflanum þar á eftir segir: „Svefnleysið smíðar huganum vængi eða vefur honum töfrateppi, hann líður yfir spanskgrænt ólgandi haf að sorfinni strönd og svífúr rólega í hálfhríng“[...] en í næsta kafla hleypur hann gegnum myrkvaða garðana ýlfirandi af angist, knýr á dyr, en fyrir honum er ekki upp lokið. Svona heldur verkið áfram, og ógnþrungnar myndir þess verða að áhrifameiri vegna þess að þær eru í glundroða. Myndir verksins eru vandaðar, og einkum finnst mér takast vel til með röð atriða, svo snögg áhrif nást, svo- sem (1.32-9): „Samstillt margradda öskur frystir hugsun mína: mynd sem er leiftur- hratt rennt í gegn, af langri hlykkjóttri götu og dimmri, ótal skáhallar flaggstengur útúr veggjum yfir dyrum og menn hangandi niður úr: mynd sem varð- veitist ummynduð í glæran tening" Fyrsta línan hér getur minnt á nasista, en síðan kemur lína eftir línu svo, að óljóst er að hveiju þær beinast, eitthvað óhugnanlegt þó við lýsinguna á götunni, loks kemur hryllingurinn snöggt, fyrirvaralaust með næstsíðustu línunni hér, og að magnaðri við það, að ekkert veður er gert út af þessu, sagt frá því sem sjálfsögðum hlut. Einnig er áhrifamikið hvemig óhug er lýst óbeint. Þegar skáldið hefur lýst því hve kvíðinn grípur hann við að setjast við ritvélina, kemur runa annarlegra mynda (1. 209-226); „Vindaugað er haft opið eða lokað eftir þörfum, úti hafa lungnafiskamir skriðið upp í þyrrkingsleg tfén að þerra sig, sólargangur lengstur þennan dag, spegill hvolfist inn í sig holur og hallast brotgjam að hlöðuveggnum, engisprettur fara yfir sem eldur í sinu, klukkan er stopp þegar ht loksins á hana og slít af henni vísana, hægt og örugglega einsog fætur af umkomu- lausum flugum í gamla daga, koma veltandi þung ský regnvot, vindur bælir gras, fiskamir demba sér í slýgróna tjömina og draga djúpt andann áður en þeir kafa til að grafa um sig í svartri botnleðjunni" Brotgjarn spegillinn minnir kannski á íhvolft fjallið sem grúfir yfir þorpinu, og á eftir að hrynja yfir það. Hlöðuveggur er kunnuglegt atriði fyrir íslenska lesendur, en undarlegt að hafa þama spegil. Engisprettur em helst kunnar sem plága á við drepsótt, úr Biblíunni. Þá limlestir talandinn klukkuna eins og flugur, allt er þetta óheilla- vænlegt, líka veðrabrigðin; óveðurs- ský nálgast, og á grasinu sést að stormur er í aðsigi, einnig á þvf að lungnafiskamir skríða í skjól í svartri leðjunni - sem hlýtur að orka fráhrindandi á flesta. Myndimar em með sérkennandi orðum sem höfða til skynjunar (t.d. veltandi, þung, regnvot; bælir; slýgróna), og það eina sem þeim er sameiginlegt, er eitthvað uggvekjandi. Þetta er fín- lega gert, enda verða þessar myndir enn óheillavænlegri vegna sam- hengisleysis þeirra og tilgangsleysis, það vekur óljósan óhug. Þær koma í belg og biðu, í andstuttri upptaln- ingu, einnig það sýnir geðshræringu. Hér verður ekki farið út í lengra mál að sinni. Þessi bók Gyrðis er býsna lík næstu á undan eins og áður segir. Ekki vil ég gera upp á milli þeirra, mikill fengur að báðum. I bókinni þar á undan, Einskonar höfuðlausn var léttari tónn, meiri heiðríkja, en síst skal kvartað yfir þessum svartnættismyndum og kvíða, þetta sækir skáldið djúpt í dulvitund okkar lesenda, og gerir úr vandað og áhrifaríkt verk. Björgunarsve'rtin Geisli á Fáskrúðsfirði - girðir til fjáröfiunar Ægir Rristinsson, DV, Fáskrúðsfirðt Að undanfömu hafa félagar í björg- unarsveitinni Geisla á Fáskrúðsfirði unnið við að girða bæjarlandið og er girðingin um 2,8 km að lengd. Er þetta gert í fjáröflunarskyni fyrir björgunar- sveitina en hún á nú torfæmbifreið og gúmmíbát með utanborðsmótor auk annars búnaðar, og nokkrir félag- ar eiga vélsleða sem notaðir eru til leitar ef þörf krefur. Björgunarsveitin hefur einnig haft með sölu flugelda að gera um áramót og er það aðal- tekjuöflunarleiðin hjá bjöigunarsveit- inni. Formaður Geisla er Ámi Jónsson. Björgunarsveitarmenn gáfu sér tima til að stilla sér upp vegna myndatöku. DV-mynd Ægir Kristinsson Svalinn í nýju umbúðunum fyrir Bretlandsmarkað. Útflutningur á Svala til Bretlands Nú er hafinn útflutningur á Svala frá Sól h/f á Bretlandsmark- að og fór fyrsti gámurinn til Felixtowe í gær. Svo virðist sem góðar söluhorfur séu fyrir þessa vöm og innan fárra daga munu tveir gámar til viðbótar verða sendir út. Ráðgert er að fljótlega verði sendir 10 gámar á viku, eða 180 lestir af þrem mismunandi gerðum af Svala, Appelsínu-, Epla- og Sítrónu-Svala. Stórt, breskt dreifingarfyrirtæki mun dreifa Svalanum til þriggja stórra heildsölufyrirtækja sem selja þennan íslenska ávaxtadrykk í verslanir um allt Bretland. Sval- inn er í sérhönnuðum umbúðum fyrir erlendan markað með mynd af Grafarlandsfossi og merkinu „SVAL1“. Markaðskannanir, sem gerðar hafa verið meðal breskra neytenda á aldrinum 5-21 árs, sýna að Svalinn fær mjög svipaða dóma og vinsælustu ávaxtadrykkimir í Bretlandi og ætti því að eiga góða möguleika á að ná mikilli út- breiðslu. -S.Konn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 142. tölublað (26.06.1986)
https://timarit.is/issue/190694

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

142. tölublað (26.06.1986)

Aðgerðir: