Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1986, Blaðsíða 23
DV. FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1986. 23
í þróttir j íþróttir I íþróttir í íþróttir
Laufey leikur til úrslita
um vestur-þýska tftilinn
- ekki enn verið haft samband við hana út af landsleikjum
„Ég hef því miður lítið getað leikið
að undanfömu því ég meiddist í bikar-
úrslitaleiknum. Ég vonast þó til að
verða orðin það góð um helgina að
ég nái að leika úrslitaleikinn um
meistaratitilinn," sagði Laufey Sig-
urðardóttir, knattspymukona frá
Akranesi, sem hefur leikið með einu
besta liði V-Þýskalands, Bergisch
Gladbach, í vetur við góðan orðstír.
Hún lék alla leiki með liðinu þar til
hún meiddist og skoraði mikið af
mörkum.
„Úrslitaleikurinn um v-þýska meist-
aratitilinn fer fram nú um næstu helgi
og þá mætum við Frankfurt SV.
Deildakeppnin hér fer fram með þeim
hætti að fýrst er leikið í riðlum út um
allt land. 16 lið komast síðan áfram
úr þessari riðlakeppni og leika þau
saman með útsláttaríyrirkomulagi,
heima og heiman. í undanúrslitum
mættum við Bayem Múnchen og unn-
um þær á útivelli, 3-0, en töpuðum
fyrir þeim heima, 2-0. Við komumst
þvi í úrslit á markahlutfalli," sagði
Laufey. Henni var boðið að koma til
liðsins eftir að nokkrir forráðamenn
þess höfðu séð til hennar í leik með
Skagastúlkunum þegar þær fóru í
keppnisferðalag til Hollands í fyrra.
„Nei, það er ekkert um peninga í
þessu. Það er fyrst og fremst ævintýra-
hér heima í sumar
löngun sem rak mig út í þetta. Þetta
hefur líka verið mjög gaman og lær-
dómsríkt," sagði Laufey sem kemur
heim í næstu viku.
„Nei, ég hef ekkert heyrt frá lands-
liðsþjálfaranum. Ég vonast þó til þess
að það verði haft samband við mig
eftir að ég kem heim út af landsleikjum
sumarsins. Það er alltaf gaman að
spila með landsliðinu og ég gef auðvit-
að kost á mér ef haft verður samband
• Laufey Sigurðardóttir.
við mig,“ sagði Laufey en það hlýtur
að vekja nokkra athygli að ekki hefur
enn verið haft samband við hana út
af landsleikjum kvennalandsliðsins í
sumar. -SMJ
I
I
Ingibjörg
meistari
- í sjöþraut
Ingibjörg Ivarsdóttir, HSK, varð
íslandsmeistari í sjöþraut á meist-
aramótinu í frjálsum íþróttum í
Laugardal um helgina. Hlaut 4609
stig, sem er hennar besti árangur.
Meðvindur var þó of mikill í 200
m hlaupinu. Ingibjörg á best 4507
stig sem er fjórði besti árangur
íslenskrar konu í sjöþraut. Birgitta
Guð-
jónsdóttir, HSK, á íslandsmetið
5204 stig, sett 1985.
Sex konur luku keppni í sjö-
þrautinni um helgina. Anna
Gunnarsdóttir, UMFK, varð í öðru
sæti með 3654 stig og Helga Áma-
dóttir, KR, þriðja með 3373 stig.
Árangur Ingibjargar í einstökum
greinum var þessi. 15,34 sek. í 100
m grindahlaupi, 1,68 m í hástökki,
8,81 m í kúluvarpi, 27,05 sek. í 200
m, 5,54 m í langstökki, 23,92 m í
spjótkasti og 2:25,71 mín. í 800 m.
Hún náði sínum besta árangri í
hástökki. I 200 m hlaupinu var
meðvindur fimm sekúndumetrar.
ÓU/hsím.
■■■ ■ *»
Fjonr i
kvenna-
boltanum
Fjórir leikir fara fram í kvenna-
| knattspymu í kvöld. 11. deild leika
IÍBK og Haukar og í 2. deild leika
ÍR og Grindavík, Ármann-Fram
Iog Selfoss -Stjarnan. Þá er einn
leikur á dagskrá í 3. deild karla,
I leikur Fylkis og ÍR á Árbæjar-
■ velli. Allir leikimir hefjast klukk-
| an átta. -SK
I
Gott hlaup
! Guðmundar
- á móti í Osló
I
J Guðmundur Sigurðsson, UBK,
I náði góðum árangri á íslenskan
Imælikvarða í 800 m hlaupi á móti
í Osló 19. júní. Hljóp vegalengdina
Iá 1:52,65 mín. Það er nýtt Kópa-
vogsmet og 11. besti árangur
I tslendings á vegalengdinni. Á móti
* í Lillehammer nokkm áður hljóp
| Guðmundur 1500 m á 3:54,6 mín.
_ sem er sjöundi besti tími íslend-
I ings.
IGuðmundur var meðal sex kepp-
enda úr Kópavogi sem tóku þátt í
I nokkrum mótum í Noregi á dögun-
j^um- ÓU/hsímj
RYDFRÍTT STÁL
EROKKARMÁL!
Fyrirliggjandi í birgðastöð:
Ryðfrítt stangastál
Stálgæði: AISI 304 (Wst. 4301)
. Vinklar Ll lL Profílar Flatt
□fzzincD
Sívalt Pipur Fjölbreyttar
• •• o O 0 stærðir og þykktir
Ryðfríar stálplötur
Stálgæði: AISI 304 (Wst. 4301) Plötuþykktir: 0,8 - 6,0 mm
Stálgæði: AISI 430 (Wst. 4016) Plötustærðir: 1250 x 2500 mm
SINDRA /imSTALHF
Pósthólf 881, Borgartúni 31, 105 Reykjavík, sími: 27222.
ARGUS/SlA