Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1986, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1986, Blaðsíða 14
14 DV. FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1986. Frjáist,óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐ.UR ElNARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjórar: JONAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALLSTEFANSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLT111, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLT111 Prentun: ARVAKUR HF. -Askriftarverð á mánuði 450 kr. Verð I lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblaö 50 kr. Fríverzlun í vörn Reagan Bandaríkjaforseti hefur gert ítrekaðar til- raunir til að stöðva framgang haftastefnu fulltrúadeild- ar Bandaríkjaþings. Hann hefur margoft varað við afleiðingum hennar og hvað eftir annað hótað að beita neitunarvaldi gegn gildistöku slíkra laga. Forsetinn hefur samt ekki haft árangur sem erfiði. Hann hefur orðið að láta undan síga í vörninni fyrir fríverzlun. Stjórn hans gengur fram af meiri frekju en áður í utanríkisviðskiptum, einkum til að draga úr stuðningi þingmanna við enn harðari aðgerðir. Fulltrúadeildin endurspeglar útbreidda óánægju í Bandaríkjunum með ástandið í viðskiptum ríkisins við umheiminn. Almenningur, kaupsýslumenn og þingmenn þar vestra virðast trúa, að því megi breyta með hand- afli. Bandaríkin hafí til þess máttinn og dýrðina. Þetta hefur hin verstu áhrif á sambúðina í viðskipta- þríhyrningi Bandaríkjanna, Vestúr-Evrópu og Japans. Efnahagsbandalagið hefur þegar gripið til gagnráðstaf- ana, sem byggjast á gömlu reglunni um auga fyrir auga. Ef svo heldur fram, sem nú horfir, er hætta á alls- herjar viðskiptastríði, sem allir aðilar munu tapa. Bandaríkjamenn eru búnir að gleyma Smoot-Hawley lögunum, sem reistu tollmúra á fjórða áratug aldarinn- ar og framlengdu kreppuna miklu fram að heimsstyrjöld. Svo virðist sem neytendum reynist afar erfitt að átta sig á hagsmunum sínum í baráttu fríverzlunar og hafta. Takmarkanir á viðskiptum hækka vöruverð og magná verðbólgu. Þótt höftin verndi sum úrelt störf, draga þau úr tækifærum til starfa í útflutningsgreinum. Sem dæmi um kostnað neytenda af höftum í Banda- ríkjunum má nefna, að skókvóti, sem Reagan hafnaði, hefði kostað tvær milljónir króna á hvert starf, er varð- veitzt hefði. Stálkvótinn, sem er í gildi, kostar Amerík- ana fimm' milljónir króna á hvert verndað starf. Innflutningskvótar, sem lagðir voru á bíla fyrir þrem- ur árum, hækkuðu verð þarlendra bíla um sextán þúsund krónur á bíl að meðaltali. Þannig er það alltaf neytandanum, sem blæðir, þegar honum er meinað að njóta ódýrs innflutnings í stað dýrrar heimaframleiðslu. Heimska Bandaríkjamanna er hin sama og heimska íslendinga, sem neita sér um ódýrt smjör, kjöt og osta frá útlöndum til að vernda hinn hefðbundna landbúnað hér á landi. Verzlunarráðið segir, að við töpum meira en tveim milljörðum á ári vegna landbúnaðarins. Sumar hugmyndir, sem bandarískir þingmenn eru að gæla við, geta reynzt afar skaðlegar viðskiptum okkar. Ein fjallar um 10% árlega þrengingu á óhagstæðum viðskiptajöfnuði við einstök lönd. Önnur fjallar um 25% toll á vörur frá slíkum löndum. ísland er slíkt land. Um 400 haftasinnuð lagafrumvörp liggja fyrir full- trúadeild Bandaríkjaþings. Fríverzlun er greinilega ekki vinsæl meðal bandarískra kjósenda um þessar mundir. Sjóndeildarhringurinn er afar þröngur. Menn sjá ekki, að höft á einu sviði hefna sín á öðrum sviðum. Neytendasamtök ættu raunar að vera í fremstu víg- línu í vörninni gegn haftasinnum. En þau þegja í Bandaríkjunum eins og hin íslenzku þegja um innflutn- ingsbannið á smjöri, kjöti og osti, árstímabundna grænmetisbánnið og önnur landbúnaðarhöft hér. Við getum vel skilið haftafreistingar Bandaríkja- manna, svo og Japana og Vestur-Evrópumanna. Einmitt þess vegna eigum við og ráðamenn okkar að leggjast eindregið með Reagan í fríverzlunarvörnina. Jónas Kristjánsson ,Hvaö tekur nú við, spyrja menn?“ Hvað er framundan í stjórnmálunum? Hvað er framundan í stjórn- málunum? Það er' vinsæl iðja um þessar mundir að rýna í úrslit sveitarstjóm- arkosninganna og reyna á grund- velli þeirra að spá um framvindu stjómmálanna næstu vikur og mán- uði. Ef litið er á hlutfallstölur gildra atkvæða á landinu öllu er ljóst að mesta sveiflan í þessum kosningum er til Alþýðuflokksins í sveitar- stjómarkosningum. Leita verður allt aftur til ársins 1966 um sambærilegt fylgi Alþýðuflokksins í sveitar- stjómarkosningum. Á hinn bóginn hljóta úrslit þessara kosninga að vera vonbrigði fyrir Alþýðubanda- lagið, stærsta stjómarandstöðu- flokkinn. Hann bætti að vísu nokkm við sig frá sveitarstjómarkosning- unum 1982, en fór hvergi nærri í það fylgi sem Alþbl. fékk 1978. Stjórnarflokkarnir Stjómarflokkarnir báðir tapa nokkru fylgi en þó virðist staða Framsóknarflokksins alvarlegri. Hann virðist kominn í lægð sem hann nær ekki að rífa sig upp úr. Ýmsir forystumenn Framsóknar- flokksins hafa eftir kosningar viljað kenna um samstarfinu við Sjálfstæð- isflokkinn. Sú skýring er þó ekki haldbær. Flokkurinn hefur allt frá 1978 haft líkt hlutfall í sveitarstjóm- arkosningum. Hann hefur þó tapað meira fylgi í kaupstöðum en annars staðar. Það sýnir að flokkurinn hef- ur á undanfömum árum ekki höfðað til fólks í þéttbýli. Þröngsýn og aft- urhaldssöm sjónarmið hafa mjög einkennt málatilbúnað flokksins og þeirra þingmanna hans sem mest em áberandi á Alþingi. Framsóknar- menn verða því fyrst og fremst að leita skýringa fylgistapsins í sínu innra starfi og skipulagi frekar en að kasta sök á þetta stjómarsam- starf. Staðbundin sjónarmið ráða þar auðvitað mestu um. I heild má Sjálfstæðisflokkurinn vel una við þessi kosningaúrslit. Það er þó ljóst að í ýmsum kjördæmum þarf að huga að flokksstarfi og skipulagi. Á ýmsum stöðum voru óháðir listar, sem sjálfstæðismenn stóðu að. Staðbundin sjónarmið ráða þar auðvitað mestu um. Það er hins Birgir ísleifur Gunnarsson alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn vegar mjög mikilvægt verkefni fyrir þingmenn flokksins og forystumenn að sætta andstæð sjónarmið innan flokksins þar sem þau komu fram. Haustkosningar? Hvað tekur nú við? spyrja menn. Allir eru sammála um að úrslit sveit- arstjómarkosninganna gefi ekkert tilefni til að flýta þingkosningum. Spumingin er hins vegar um það hvort aðrar ástæður valdi því að rétt sé að efna til þingkosningá í haust. Ég hef eindregið verið þeirrar skoðunar að stjómarflokkamir eigi að ná samkomulagi um að efna til alþingiskosninga í haust. Þeirri skoðun ræður fyrst og fremst ástand- ið á vinnumarkaðnum. Hinir merku kjarasamningar á sl. vetri hafa stuðlað að auknu jafhvægi f efna- hagslífinu. Þeir samningar em lausir um áramót. Það verður afar erfið staða að ætla að ná samningum sem tiyggja áframhaldandi stöðugleika ef kosningar verða á næsta leiti. Það er hætt við að ýmsir reyni að gera kjarasamninga að hluta kosninga- baráttunnar. Stór hluti Alþýðu- bandalagsins mun t.d. vafalaust reyna það með öllum ráðum. I kosn- ingunum 1978 var hluta launþega- hreyfingarinnar beitt fyrir vagn Alþýðubandalagsins. Því skyldu þeir ekki reyna það aftur? Það er því mikill ábyrgðarhluti að stilla tíma- setningum á þann veg að kjarasamn- ingar og kosningabarátta falli saman. Það gæti auðveldlega spillt þeim árangri sem þegar hefur náðst og teflt efhahagslífi þessarar þjóðar í mikla tvísýnu. Ákvörðun um haustkosningar væri fráleitt að túlka á þann veg að verið væri að hlaupast frá vandan- um. Það er hlutverk stjómmála- manna að sjá vandamálin fram í tímann og haga störfum sínum þannig að sem best lausn finnist. Eitt af þeim ráðum, sem íslensk lög- gjöf leggur í vald stjómarflokka (forsætisráðherra), er að tímasetja kosningar með þingrofi. Mjög mörg rök hníga að því að kosningar i apríl-júní skapi sérstakan vanda, sem haustkosningar geri ekki. Auðvitað veit enginn fyrirfram um kosningaúrslit og því síður hvaða ríkisstjóm muni taka við, en ný rík- isstjóm, sem mynduð yrði fyrir áramót, væri í mun betri stöðu til að takast á við vandann í samninga- málum við launþegahreyfinguna og efhahagsmálin í heild heldur en rík- isstjóm sem aðeins ætti örfáa mánuði eftir. Stjómarflokkamir eiga því að ræða það í mikilli alvöm næstu vikur, hvort það sé ekki þjóð- inni fyrir bestu að þeir nái sam- komulagi um haustkosningar. Birgir ísl. Gunnarsson „Allir eru sammála um að úrslit sveitar- stjórnarkosninganna gefi ekkert tilefni til að flýta þingkosningum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.