Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1986, Blaðsíða 3
DV. FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1986.
3
Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir
Viðræður um sölu Jarðanna
„Það hafa staðið yfir vinsamlegar
bráðabirgðaviðræður vegna óska
hreppanna um kaup á löndum í eigu
erfingja Thors Jensen,“ sagði Óttar
Yngvason hæstaréttarlögmaður sem
séð hefur um rekstur Haöjarðarár í
umboði eigenda.
„Ég hef tekið þátt í nokkrum fund-
um og ég tel að viðræður hafi farið
fram í góðum anda.“
Aðspurður sagði Óttar að flest þau
málaferli sem staðið hefðu vegna
jarðanna við Haffiarðará mætti
rekja til annarra en eigenda árinn-
ar. „Það hefur verið haldið uppi
vömum af hálfu eigenda í nokkrum
málum. Það hafa risið ein sex mál
að undanfömu og öll hafa þau endað
á einn veg, með sigri eigenda jarða
og veiðiréttar í Hafljarðará og í
Oddastaðavatni. Það hefur verið til-
tölulega friðsamt sunnanmegin
árinnar en hinum megin hafa menn
verið æstir til óláta. Eg held að það
sé tími til kominn að athuga í ljósi
úrslita þessara dómsmála hverjir séu
í rétti og hverjir í órétti."
Þau mál sem Óttar vitnar hér til
em um margt ólík. Tveimur málum
vegna hlunnindaskatts, sem hreppar
við Haffjarðará lögðu á eigendur,
lyktaði á þann veg að skatturinn var
talinn andstæður stjómarskránni.
Eyjahreppur var talinn í órétti er
hann krafðist ógildingar bygginga-
bréfs sem eigendur og ábúandi Ytri-
Rauðamels höfðu gert með sér og
dómar í tveimur málum vegna inn-
lausnaríveiðiréttinda féllu erfingjum
Thors Jensen í vil. Og loks má nefha
málið sem reis vegna ábúðar Sigurð-
ar Oddssonar á Höfða.
„Heimamenn vilja kaupa jarðir og veiðiréttindi Thors- ættarinnar" segir Guðmundur Albertsson oddviti sem sést ræða
við blaðamann DV á myndinni. DV- mynd: KAE.
Thorsarar vilja að
jarðimar fari í eyði
-segir Guðmundur Albertsson oddviti
„Ég taldi rétt að vera hér íil að
leggja áherslu á að þetta Höfðamál
er ekki sérmál, eins og eigendur jarð-
arinnar halda fram, heldur tengist
þetta öðrum málum sem verið hafa
fyrir dómstólum," sagði Guðmundui-
Albertsson, oddviti Kolbeinsstaða-
hrepps, einn 15 manna sem var á
Höfða er lögreglan braust inn.
„Ég tel að Thors-ættin, sem á tíu
jarðir hér við Haffjarðará, hafi stefnt
að því vísvitandi að koma þeim í eyði.
Enda þótt deilur um Höfða hafi staðið
yfir í mörg ár telja þeir sig allt í einu
ekki hafa tíma til að bíða eftir að
Hæstiréttur taki fyrir áfiýjunina. Ég
held að það sýni hvað fyrir þeim vakir.
Það hafa verið deilur í mörg ár um
veiðiréttindi sem Thors-ættin hefur
eignast og um ábúð á jörðum þeirra.
Veiðiréttindi í Haffjarðará eru auðvit-
að það sem þeir vilja halda í, ábúð á
jörðum eins og Höfða er aðeins fjár-
hagslegur baggi á þeim. Ég tel að eina
leiðin til að leiða þessar deilur til lykta
sé að Thors-ættin taki tilboði Kol-
beinsstaða- og Eyjahreppa um kaup á
jörðunum og veiðiréttindum. Viðræð-
ur hafa staðið yfir alllengi og ég vona
að þeim lykti á þennan veg,“ sagði
Guðmundur Albertsson.
-ás.
Utburðurínn á Höfða:
Heimamenn
komnir fyrir
tíu tímum
- þegar sýslumann bar að garði
„Ég frétti af þessum aðgerðum
kvöldið áður en útburður átti að fara
fram. Sendiferðabílstjóri í bænum
sagði tengdasyni mínum frá því, án
þess að vita að hann ætti tengdafólk
í nágrenni Höfða,“ sagði Þórður Gísla-
son í Mýrdal, einn nágranna Sigurðar
Oddssonar á Höfða sem sýslumaður
Snæfells- og Hnappadalssýslu baj- út á
þriðjudag við fimmtánda mann.
Gerðarbeiðandi og sýslumaður
höfðu lítinn áhuga á að fjölmiðlar og
heimamenn kæmust á snoðir um að
útburður stæði fyrir dyrum, enda
hætta talin á að reynt yrði að koma
í veg fyrir útburðinn. Þetta mistókst
hrapallega og ekki laust við að tilraun
sýslumanns til að einangra Höfða
væri lítið eitt brosleg þegar tekið er
tillit til þess að 15 til 20 sveitungar
hans voru þegar komnir á staðinn
þegar afleggjurum var lokað og höfðu
sumir dvalist þar í tæpa tíu tíma þegar
lögregla kom á staðinn.
„Heimavamarliðið", eins og stuðn-
ingsmenn Sigurðar Oddssonar kölluðu
sig, vissu upp á hár að sýslumanns
væri að vænta þá og þegar um morg-
uninn. DV bárust hringingar um
klukkan fimmtán mínútur yfir níu um
morguninn frá fólki sem tilkynnti um
að sýslumaður og fjöldi lögreglu-
manna úr Stykkishólmi væri á leið
suður og færi mikinn.
„Við fengum staðfestingu á því að
þeir væru á leiðinni er fréttamaður
DV hringdi," sagði Þórður Gíslason
við DV. Fréttamenn þriggja fjölmiðla
voru komnir í lofitið áður en lögregla
kom á staðinn og flugu yfir bæinn er
aðgerðir stóðu yfir.
Fréttamaður DV í Reykjavík var í
stöðugu símasambandi við heima-
menn um það leyti sem lögreglan var
að brjótast inn og fór ekki milli mála
hvað væri á seyði því þung högg kváðu
við. I DV í gær var greint frá síðasta
símtalinu við bæinn og sagt að mað-
ur, sem greinilega var heitt í hamsi,
hefði svarað. Maðurinn var sam-
kvæmt heimildum DV sýslumaðurinn
í Snæfells- og Hnappadalssýslu, Jó-
hánnes Ámason, og samtalið var á
þessa leið: „Þú færð ekkert viðtal
núna.“' - DV: Hvað er að gerast? „Það
kemur þér ekkert við í bili.“ Síðan
rauf sýslumaður símasamband við
bæinn.
Lögreglan lokaði vegunum tveimur
sem liggja frá þjóðveginum að bænum
og bannaði fréttamönnum aðgang.
Heimamenn, sem höfðu búið um sig á
bænum, komu til þeirra og þar sem
lögreglan leyfði þeim'að fara inn og
út af svæðinu að vild sáu fréttamenn
að bann sýslumanns var fallið um
sjálft sig. Lögregla hindraði ekki för
þeirra að öðru leyti en því að blaða-
menn DV og sjónvarpsins voru skri-
faðir niður.
Þess skal getið að Jóhannes Áma-
son sýslumaður sagði að aðgerða væri
ekki að vænta við Höfða á næstunni
er DV talaði við hann í lok síðustu
viku. Annað hefúr komið í Ijós.
-ás.
SPURNINGAKEPPNIN
SPRENGISANDUR
Vinningar i 8. viku
1 hljómtæki frá Hljómbæ
10 Trivial Pursuit spil
10 úttektirá Coke, Hi-C-vörum
100 máltíðir á Sprengisandi
Dregið i 8. umferð þann 3. júli 1986.
Skilið svörum inn á Sprengisand i síðasta lagi þann
2. júlí 1986.
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
$
Frímiði
ókeypis
Ef þú kaupir einn hamborgara
(venjulegan) færðu annan frítt gegn
afhendingu þessa miða.
Gildir til og með 2. júlí 1986
★
★
í
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
l .a.föll hf., *. Khxt*. I A-ihut fréllom Ahh.4. gcfmn úi með
kvfi H.im AlJmi InlL I <h
**■**+++++++++*+**+++++**+++++*+*+*
L ^»Hvað eru margar brýr yfir Hvítá í Borgarfirði?
• Hver lumbraði á andstaeðingum sinum í
kvikmyndinni Svöitu tígrisaýrin (e. Good Guys
\Near Blackp.
™ »Hvaða alþingismaður sagði: .Dag skal að kveldi
S J/ lofa en mey að morgni og fjárlóg ei fyrr en að
ári"?
• í hvaða sögu er sagt frá Eldjárni greifa?
V 'ð *Hvað er hrákalumma?
í hvaða íþrótt atti Gisli kappi við Þorgrím í
#g>
Gísla sögu Súrssonarl
4>
?
Nafn:
Heimili:
Póstnr.:
Staður:
Aldur:
Sími: