Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1986, Blaðsíða 5
DV. FIMMTUDAGUR 26. JUNÍ 1986.
5
Stjórnmál
Stjórnmál
Stjórnmál
Stjórnmál
„Allir guggnaðir á haustkosningum, segir formaður BJ:
„Steingrímur ætlar
að steikja Þorstein
áá
„Ég held að það séu allir guggnaðir
á haustkosningum til Alþingis, það er
að segja þeir sem ráða hvort þær verða
eða ekki. Mér sýnist að Steingrímur
hafi fullan hug á að steikja Þorstein
í fjárlagagerðinni,11 ségir Guðmundur
Einarsson alþingismaður, foimaður
Bandalags jafnaðarmanna. Ljóst er þó ■
að stjórnmálaflokkarnir eru ennþá í
startholunum og tilbúnir til þess að
ryðjast af stað í slaginn verði af kosn-
ingum í haust, þá sennilegast í
október.
Þetta kom fram í samtölum við trún-
aðarmenn í öllum starfandi flokkum.
Það eru allir viðbúnir og i sumum
flokkum, svo sem Alþýðubandalaginu
og Alþýðuflokknum, er ýmist unnið
að málatilbúnaði eða að það er á döf-
inni í sumar. Sveiim H. Skúlason,
formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfé-
laganna í Reykjavík, sagði að tækni-
lega væri ekkert til íyrirstöðu ef af
haustkosningum yrði. „Við höfum
ekkert velt þessu sérstaklega fyrir
okkur ennþá en ég sé persónulega
ýmis rök á báða bóga, fyrir haustkosn- 4
ingum annars vegar og vorkosningum
hins vegar. Málið liggur einfaldlega í
sumardvala eins og er.
Mest rætt milli einstaklinga.
Fyrir mánuði voru háværar umræð-
ur um líklegar Alþingiskosningar í
haust. Annars eru þær á áætlun í apríl
næsta vor. I stjómarflokkunum er
mestur áhugi á haustkosningunum
meðal sjálfstæðismanna þótt skoðanir
séu skiptar. Meðal annars hefur stjóm
Sambands ungra sjálfstæðismanna
lýst eindregnum stuðningi við þær.
Þingkosningar hafa aftur á móti litið
verið ræddar í tumherbergjum flokks-
ins, mest milli einstaklinga. í Fram-
sóknarflokknum er áhugi á haust>
kosningum mun minni.
Framsóknarmenn segjast þó tilbúnir
ef til þeirra komi.
Aðalrökin fyrir haustkosningum
virðast vera þau að annars slái saman
þingkosningum og almennum kjara-
samningum. Við þær aðstæður sé
Faskmösfjordur:
TæknHtæðingur-
inn látinn fara
„Það var ákveðið fyrir rúmu ári að
fastráða tæknifræðing. Við töldum að
fenginni reynslu að það væri ekki
nægileg verkefni til lengri tíma litið
og því var embætti hans lagt niður,“
sagði Sigurður Gunnarsson, sveitar-
stjóri á Fáskrúðsfirði, í samtali við DV.
„Tæknifræðingurinn nýttist okkur
vel í að koma lagi á fasteignamat. Við
töldum að með því að fastráða tækni-
fræðing væri hægt að færa til okkar
ýmis verkefni sem áður höfðu verið
unnin annars staðar. Að fenginni
reynslu töldum við þetta ekki rétta
leið. Staðurinn er of lítill til að hafa
fastráðinn bæjartæknifræðing."
- ás./ Ægir, Fáskrúðsfirði.
Neskaupstaður:
Bæjarstjórinn
endurráðinn
Þorgerður Mahnquist, DV, Neskaupstað:
Fyrsti fundur nýkjörinnar bæjar-
stjómar Neskaupstaðar var haldinn í
fyrradag. Á þeim fundi var Ásgeir
Magnússon endurráðinn bæjarstjóri
með fimm atkvasðum alþýðubanda-
lagsmanna en óháðir, sjálfstæðismenn
og framsóknarmenn sátu hjá.
hætta á að allt fari úr böndunum og
að ríkisstjórn sem sé að enda feril sinn
sé ekki líkleg til þess að standa skyn-
samlega að samningamálum, ekki síst
þar sem ríkissjóður sé og verði tómur.
Meginrökin fyrir því að kjósa ekki
fyrr en í vor eru á hinn bóginn þau
að núverandi stjómarflokkar hafi tek-
ið að sér hlutverk í kjarasamningum
og ríkisfjármálum sem þeir verði að
standa við. Brotthlaup frá þeim verk-
um jafngildi uppgjöf og muni ekki
hafa traustvekjandi áhrif á kjósendur.
Að öllu samanlögðu er augljóst að
umræður um haustkosningar hafa
dofnað. Þær hafa þó ekki sofnað en
liggja í sama dvala og stórpólitíkin
almennt. „Menn em rétt að ná andan-
um ettir sveitarstjómarkosningamar.
Hvort það er lognið á undan stormin-
um kemur í ljós eftir nokkrar vikur,“
sagði einn viðmælenda DV úr hópi
trúnaðarmanna stjómarflokkanna.
HERB
JUNI UTGAFAN FRA
WXRNER HOME VIDEO
WXRNER HOME VIDEO
WXRNER HOME VIDEO
WXRNER HOME VIDEO
“BODVHEAT Wll.I.I.AM HURT KATHLEEN7URNER
anU RJCHARD CRIiNNA WriUert and DireUedJylA’WRf.NCE KASDAN
Fiudúoed by IRED T. GALt.O '■ ' ucuNia>u»<'
■ AS.AWKJ)M('AM 8Rlf. V.» n...Áti
l:BOM WtflNCH BOOS ® AVaARNERœMMUNtCATIONS COtvtPANY
BODY HEAT
Body Heat er stórkostleg ástar- og sakamálamynd sem hvar-
vetna hefur notið geysilegra vinsælda, ekki hvað síst fyrir frábæra
frammistöðu leikaranna: Kathleen Turner (Prizzi's Honor-Jew-
el of the Nile -■ Romancing the Stone) og Williams Hurt (sem
fékk óskarsverðlaunin '86 fyrir leik sinn I Kiss of the Spider
Woman). Það þarf vart fleiri vitna við. Body Heat er mynd sem
stoppar ekki í hillum myndbandaleiganna.
11«
mmssinEiitfWi kr\nkmakshaii, nxnum klsmoy
-WHAmmm, H\R\TYfMi*w> mmumm
mw WVtNER 8ftOS $ Y
NYJASTA MYND STEVENS SPIELBERG
THE GOONIES
Steven Spielberg lætur ekki deigan síga. Hér hefur hann samein-
að það besta úr Raiders of the Lost Ark - E.T. - Close Encounters
- Jaws og Peter Pan I einni mynd og útkoman er ein allra besta
og skemmtilegasta ævintýramynd sem gerð hefur verið.
%
XMNmenu •
uisffl*iiRAn£« Fx><Má»b«irK)rmu
KVS UMVXAUt.ASX, .
f ffCJM W«NER BOOS $ AVWINfBCXiMMUNtCAtlOf-iS COMP»\NY
LISA I UNDRALANDI
Þeir eru vafalaust fáir sem ekki hafa einhvern tímann skemmt
sér yfir hinu sígilda ævintýri um Lísu í Undralandi. Þessi útgáfa
er leikin og er á tveim spólum. Mikill fjöldi frábærra leikara hef-
ur hér lagt hönd á plóginn, svo sem Sammy Davis Jr., Shelly
Winters, Telly Savalas, Roddy McDowall, Patrick (Bobby)
Duffy, Ringo Starr og Scott Baio.
WXRNER HOME VIDEO
SUPERMAN
SUPERBOY
BATMAN
AQUAMAN
Bestu barnaplur sem völ er á.
Þessar frábæru hetjur úr teiknimyndasögunum eru nú komnar á myndbönd.
WARNER barnamyndir eru fyrsta flokks sem krakkarnir horfa á aftur og aftur og aftur...
TIL DREIFINGAR Á MYNDBANDALEIGUM Í DAG.
ALLAR MEÐ ÍSLENSKUM TEXT’A ■
rTEFIJ 1
Leikið rétta leikinn—takið mynd fráTEFU
Tefli faf. Einkaréttur á íslandi fyrir
Warner Home Video
Leikið réttaleikimi—takið myndfráTEFU
Sídumúla 23, 108 Reykjavík
® 91-68 62 50 / 68 80 80