Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1986næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1986, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1986, Blaðsíða 31
DV. FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1986. 31 Sandkorn Sandkorn Það er sjaldgæft að sjá svona landbúnaðarafurðir á útsölu. Óþverri á útsölu Menn rak í rogastans þegar þeir vöknuðu í gærmorgun. Sumir héldu að það væri 1. apríl en aðrir að þeir væru komnir í Paradís. Ástæðan var sú að morgunblöðin greindu frá því að efnt yrði til útsölu á léttum vínum í ríkinu. Og þetta var hvorki lygi né of- sjónir lesenda. Útsalan var staðreynd. Víst hefur margur brenni- vínsbelgurinn glaðst við þessa óvæntu kjarabót. Alla vega stóðu viðskiptin í blóma þegar í bítið í gærmorgun. Þá keyptu menn á niðursettu verði vín frá USA, Portúgal, Grikklandi og fleiri framandi löndum. En hvernig ætli nú að hafi staðið á þessari tilslökun hjá sjálfu ÁTVR, að boða til út- sölu, og það á miðvikudags- morgni? Kannski að svarið hafi leynst í ummælum eins starfsmannsins þegar hann laumaði út úr sér: ,,lss, þetta er óþverri sem engin leið er að okra á. Það er best að losna við þetta sem allra fyrst.“ Mjólkurboð hjá Kananum Þessa dagana standa yfir kynnisferðir sunnlenskra bænda um Suðumesin. Það er Búnaðarsamband Suðurlands sem stendur fyrir þessum ferð- um. Þeim er þannig háttað að farið er með bændur í einstök- um hreppum og þeim kynnt það helsta á Suðumesjum. Þeir heimsækja meðal annars Strandarkirkju, Kanínumið- stöðina og Bláa lónið. Hafa einhverjir hópar þegar farið í kynnisferð þegar þetta er skrifað. Að sjálfsögðu var þá komið við á Keflavíkurflugvelli og þeginn kaffisopi hjá Kanan- um. En heldur urðu bændur langleitir þegar farið var að ræða ágæti vestrænnar sam- vinnu og varnir Islands. Og ekki styttist á þeim andlitið þegar kaffigillið hófst. Þá fengu þeir nefnilega mjólk frá Ohio út í kaffið. Þannig að þessar ferðir hljóta að vera Nýn#IMk Hún er ekki frá Ohio þessi. hinar fróðlegustu í alla staði og ýmsar spumingar að vakna í hugum bændanna Það borgar sig ekki alltaf að vera í miklu augnsam- bandi við atkvæðin. Atkvæðin örvuð Og loks er hér ein sem blað- ið Norðurland segir af óförum Framsóknarflokksins í bæjar- stjómarkosningunum á Akureyri: „Það vakti mikla athygli kjósenda að sjá frambjóðend- ur þess flokks standa fyrir utan kjörstað daglangt og reyna að horfa sem dýpst í augu atkvæðanna um leið og þau gengu inn í Oddeyrar- skóla. Við þetta fældust margir og krossuðu við allt annað en B. En sumir frambjóðendur létu sér ekki nægja starandi augu heldur misskildu þessa frum- legu kosningabrellu og skor- uðu á atkvæðin að kjósa rétt. Kvað svo rammt að þeim ræðuhöldum að Þórarinn mjólkurbússtjóri Sveinsson var kærður fyrir yfirkjör- stjórn. V ar hann kallaður fyrir Æðstaráð og ávíttur fyrir að vera með áróður á kjörstað. Er sagt að Tóti hafi ekki fengið að horfast í augu við fleiri atkvæði þanndaginn.“ Ja, ljótter... Á árshátíð- inni Palli var að fara á árshátíð. Hann fór í sitt fínasta dress og úðaði á sig góðri lykt. Svo var lagt í’ann. Þegar á ballið kom hugðist herra Páll gerast skemmtileg- ur. Hann vék sér því að manni einum og spurði: „Hvaða feita hlussa er þetta?“ um leið og hann benti á konu eina rétt hjá. „Þetta er konan mín,“ hvæsti maðurinn. Skömmu síðar bauð Palli gullfallegri stúlku úpp í dans. Það fór ljómandi vel á með þeim og framtíðin brosti við Páli. „Sjáðu kallkurfinn þama,“ hvíslaði hann. „Ég spurði hann hvort hann þekkti feitu kerlinguna sem situr við hliðina á honum og þá var þetta bara konan hans, ha-ha-ha.“ „Jæja,“sagði draumadísin óþarflega hátt, „og hvemig tók pabbi þessu?!“ Sprengja í Sambands- húsinu Liklega hafa margir starfs- menn Sambands íslenskra samvinnufélaga hrokkið illi- lega við þegar þeir fengu blaðið Sambandsfréttir í hendur. f opnu þess var nefni- lega æpandi fyrirsögn: „Það er sprengja í Sambandshús- inu!“ En þetta var nú ekki eins hættulegt og virtist í fyrstu því það var einfaldlega verið að segja frá því að starfsemi sú sem fram fer í Sambands- húsinu sé að sprengja það utan af sér. Nógu slæmt samt. Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir Póstlestaiferð dregur að ferðamenn í tengslum við landsmót hestamanna á Hellu verður farin kaupstaðarferð á hestum frá Hellu til Reykjavikur og til baka. Það eru 15 hestamannafélög sem standa að rekstri mótsins og verð- ur einn hestur frá hverju félagi í ferðinni. Lagt verður af stað frá Hellu í dag, 26. júní og heíja ferðina hestar frá hestamannafélögunum Kópi, Sindra og Geysi sem eru austan við Rangá. Farið verður að Þjórsá og farangur fluttur yfir ána á bát en hestamir synda yfir. Við Selfoss bætast í lestina hestar frá Smára og Sleipni. Farangur verður ferjaður yfir Ölfusá frá klukk- an 16.00-18.00. Búist er við að mikill mannsöfnuður verði við ferjustaðina og er vitað að farþegar af tveimur skemmtiferðarskipum, um 800 manns, fara sérstaklega til að sjá þessa lest. Undir Ingólfsfjalli koma í lestina hest- ar frá Loga og Trausta og síðar við Hveragerði hestar frá Ljúf og Háfeta. Við Geitháls koma svo í lestina hestar frá Mána, Herði, Fáki, Andvara, Sörla og Gusti. Þá verða þegar komnir í lest- ina sýslumaður Amesinga svo og nokkrir alþingismenn Sunnlendinga. Davíð Oddsson, borgarstjóri Reykvík- inga, mun taka á móti lestinni við Árbæinn í Reykjavík um klukkan 18. 00 sunnudaginn 29. júní. Daginn eftir, mánudaginn 30. júní, verða lestar- menn staddir á Lækjartorgi að selja afurðir þær sem þeir fluttu í bæinn. Meðal annars sérofið teppi í sauðalit- unum. Þessi kaupstaðarlest á að líkjast dæmigerðum kaupstaðarlestum eins og þær vora fyrir 100 árum rúmum. Farangur verður meðal annars ull, hertir þorskhausar, teppi og annar verslunarvamingui' sem seldur var í kaupstöðum. Haldið verður til baka frá Reykjavík 1. júlí og áætlað að lest- in komi á landsmótið föstudaginn 4. júlí. Reynt verður að fylgja gömlum reiðleiðum. Á hestadögum i Garðabæ var sýnt hverniq hestar voru notaðir í gamla daga. Kaupstaðarlestin nú verður ekki ósvipuð ^erri lest. DV-mynd ei. AIDA „PRUFUSÖNGUR“ „Prufusöngur" fyrir kór Islensku óperunnar verður næstkomandi fimmtudag, 3. júlí, kl. 20. Upplýsingar og skráning í síma 27033 frá kl. 13-17 fyrir 1. júlí. ÍSLENSKA ÓPERAN. Laus staða Laus er til umsóknar staða kennara í tölvu- og við- skiptagreinum í rekstrardeild Tækniskóla Islands. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt ítarlegum upplýsingum um náms- feril og störf, sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6, 150 Reykjavík, fyrir 23. júlí nk. 23. júní 1 986, Menntamálaráðuneytið ENGINN VENJULEGUR LJÓSALAMPI SILVER PROFESSIONAL SATELLIT Manud.-iostud 8-23 Laugard 8-20 Sunnud 10-19 VERIÐ VELKOMIN □ □ □ Sérhannaður fyrir speglaperur sem skila betri árangri 2 andlitsljós með Silver Cool Færri timar - fyrr brún SOLSKINSEYJAN____________ im iorka Sértilboð 2. og 23. júlí. Verð frá kr. 23.100 fyrir \ manninn, miðað við þriggja manna fjölskyldu. GISTISTAÐIR í SÉRFLOKKI. Umboö a Islanöi fyrir DINERS CLUB INTERNATIONAL flTKXVIMC Ferðaskrifstofa, Hallveigarstíg 1. Símar 28388-28580.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 142. tölublað (26.06.1986)
https://timarit.is/issue/190694

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

142. tölublað (26.06.1986)

Aðgerðir: