Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1986, Blaðsíða 18
18
DV. FIMMTUDAGUR 26. JÚNl 1986.
Dómsmálaráðherra dæmdur
í fimmtán daga fangelsi
- rrfjuð upp saga Magnúsar Guðmundssonar ráðherra
Hér á landi hefur það aðeins einu
sinni gerst að ráðherra hafi sagt af
sér embætti vegna málaferla. Það
gerðist árið 1932 og ráðherrann var
Magnús Guðmundsson, dómsmála-
ráðherra í Sjálfstæðisflokki.
Undirréttur hafði dæmt Magnús í
15 daga fangelsi fyrir að bijóta gegn
lögum um gjaldþrotaskipti. Hann
áfiýjaði þegar til Hæstaréttar og
óskaði jafhframt eftir lausn frá emb-
ætti ráðherra. Það var honum veitt
og var þá Ólafur Thors skipaður
dómsmálEu-áðherra í hans stað. Þeg-
ar Hæstiréttur dæmdi í málinu, rétt
rúmum mánuði síðar, var Magnús
sýknaður af öllum kærum réttvís-
innar. Var þá Ólafi veitt lausn frá
embættinu en Magnús skipaður
dómsmálaráðherra á ný. Magnús sat
síðan áfram sem dómsmálaráðherra
þar til „stjóm hinna vinnandi stétta"
undir forsæti Hermanns Jónassonar
tók við völdum árið 1934.
Gjaldþrot Carstens Behrens
Mál þetta átti sér þónokkurn að-
draganda.
Magnús Guðmundsson gegndi
ráðherraembætti þrisvar sinnum á
lífsleiðinni en fékkst þess á milli við
málafærslustörf. Haustið 1929, þegar
Magnús var í stjómarandstöðu,
sneri sér til hans kaupmaður, Carst-
en Behrens að nafiii, og bað um
aðstoð við að komast að samningum
við lánardrottna. Behrens þessi hafði
starfað sem verslunarstjóri við Hö-
epfnersverslun í Reykjavík fram til
ársins 1925 þegar verslun þeirri var
hætt. Átti hann þá engar eignir en
skuldaði Höepfnersverslun um fjór-
tán þúsund krónur. Varð það að
samkomulagi milli verslunarinnar
og Behrens að hlutafélagið Carl
Höepfher í Kaupmannahöfn lánaði
honum vörur til þess að hann gæti
stofhað og rekið heildverslun hér á
landi. Það varð úr en verslun Be-
hrens gekk illa og fjárhagur hans
versnaði stöðugt.
Jafnhliða versluninni sá Behrens
um að innheimta fé frá útibúum
Höepfhers á íslandi. En í stað þess
að skila peningunum til Kaup-
mannahafnar, eins og gert hafði
verið ráð fyrir, notaði Behrens féð
til eigin verslunarrekstrar í Reykja-
vík. Þannig safhaðist upp skuld sem
í efhahagsuppgjöri í október 1929
nam um 68 þúsund krónum.
í upphafi hafði verið samið um að
skuld Behrens við Höepfner mætti á
hveijum tíma vera mest 35 þúsund
krónur. I októbermánuði árið 1929
sendi því verslun Carl Höepfhers
hingað erindreka að nafhi Tofte til
þess að semja við Behrens um skuld-
ina. Gekk Tofte þessi mjög hart fram
og hótaði að kæra Behrens og gera
hann gjaldþrota ef hann greiddi ekki
alveg eða að mestu skuldina við
Höepfiier. Sneri Behrens sér þá til
Magnúsar Guðmundssonar og bað
hann um að vera umboðsmann sinn
í samningum við Tofte.
Magnús gekkst inn á það og var
endurskoðunarskrifstofa Niels
Manscher og Bjöms Ámasonar
fengin til að gera upp efhahag Be-
hrens. I skýrslu Manschers kom
fram að skuldir Behrens námu alls
um 123 þúsund krónum. Þar af voru
skuldir við Höepfhersverslun um 68
þúsund krónur, aðrar skuldir um 32
þúsund krónur og skuldir við ýmsa
ættingja Behrens erlendis um 23
þúsund krónur. Eignir vom metnar
á 109 þúsund krónur.
Behrens hélt því fram síðar að
hann hefði gefið endurskoðanda sín-
um og lögfræðingi þau fyrirmæli að
ekki þyrfti að taka tillit til skuld-
anna við ættingja sína því að þær
yrðu ekki af honum heimtar. Á upp-
Ólafur Thors fók við embætti Magn-
úsar Guðmundssonar í rúman
mánuð.
gjörinu hefði því ekki verið annað
að sjá en að hann ætti um níu þús-
und krónur umfram eignir þegar frá
vom taldar skuldimar við ættingja
hans.
En Tofte gekk hart eftir skuldinni
við Höepfhersverslun og Behrens
átti lítið sem ekkert lausafé. Var því
ákveðið að framselja Höepfner úti-
standandi skuldir og vömr fyrir
samtals 47 þúsund krónur. Magnús
Guðmundsson sá um gerð samnings-
ins og var hann undirritaður 7.
nóvember 1929. Sex mánuðum síðar,
eða í júnímánuði 1930, reyndi Be-
hrens að ná nauðasamningum við
aðra skuldunauta sína. Það tókst
ekki og í febrúar 1931 var svo komið
fjárhag Carstens Behrens að bú hans
var tekið til gjaldþrotaskipta og fór
þá fram rannsókn lögum samkvæmt.
Þáttur Jónasar frá Hriflu
Fyrri hluti fjórða áratugar er óró-
legt skeið í íslenskri stjómmálasögu.
Framsóknarmenn mynduðu stjóm
eftir kosningasigur sinn 1931 en sú
Eitt siðasta verk Jónasar frá Hriflu
sem dómsmálaráðherra var að láta
rannsaka að nýju mál Magnúsar
Guðmundssonar sem Jónas vissi
að yrði eftírmaður sinn í dómsmála-
ráðuneytlnu.
stjóm reynist ekki langlíf. Banamein
hennar var meðal annars innri
klofrúngur í Framsóknarflokknum
vegna kjördæmamálsins. Jónas
Jónsson frá Hriflu og fylgismenn
hans vildu halda kjördæmaskipun
að mestu óbreyttri en meirihluti
flokksins kaus að semja við sjálf-
stæðismenn um lausn þess máls. Það
varð því úr í maí 1932 að framsókn-
armaðurinn Ásgeir Ásgeirsson, siðar
forseti, myndaði stjóm Framsóknar-
flokks og Sjálfstæðisflokks án þátt-
töku Jónasar.
Eitt síðasta verk Jónasar áður en
hann lét af embætti dómsmálaráð-
herra var að skrifa lögreglustjóran-
um í Reykjavík, Hermanni
Jónassyni, bréf og fara þess á leit
við hann að haldið yrði áfram rann-
sókn á gjaldþroti Carstens Behrens
kaupmanns. Rannsókn hafði hafist
í feþrúar 1931 og að henni lokinni
vom málskjöl send í dómsmálaráðu-
neytið. Þar munu þau hafa legið í
alllangan tíma án þess að nokkuð
væri við þeim hreyft. En þá gerðist
það að Jónas Jónsson frá Hriflu fékk
Hermann Jónasson, sem þá var
lögreglustjóri í Reykjavík, hafði ekki
fyrr lokið við að kveða niður óeirðir
við Góðfemplarahúsið en hann vatt
sér í að dæma Magnús Guðmunds-
son dómsmálaráðherra i 15 daga
fangelsi.
áhuga á málinu, rétt áður en hann
lét af embætti dómsmálaráðherra í
maí 1932, og lagði fyrir lögreglustjór-
ann í Reykjavík „að halda áfram
rannsókn máls þessa og koma síðan
fram ábyrgð lögum samkvæmt gegn
nefndum gjaldþrota C. Behrens og
ennfremur gegn lögfræðingi þeim og
endurskoðanda sem aðstoðuðu hann
við eignayfirfærsluna fyrir gjald-
þrotið".
Lögfræðingur Behrens var að
sjálfsögðu Magnús Guðmundsson
sem Jónas vissi að yrði eftirmaður
sinn í embætti dómsmálaráðherra
og endurskoðandinn var fyrmefndur
Niels Manscher.
Hermann Jónasson tók því til við
rannsóknina þar sem frá var horfið
og fréttist ekki meira af máli þessu
fyrr en í nóvember.
Gúttóslagur og dómurinn
En það var fleira sem olli átökum
á þessum árum. Kreppan var í al-
gleymingi og mikillar óánægju
gætti, einkum hjá kommúnistum og
alþýðuflokksmönnum, með aðgerðir
stjómarinnar í efnahagsmálum.
Hinn 9. nóvember 1932 braust óá-
nægja þessi út í átökum við Góð-
templarahúsið í Reykjavík. Þar var
þá fundarstaður bæjarstjómar
Reykjavíkur en til umræðu var fyrir-
huguð kauplækkun í atvinnubóta-
vinnu sem bærinn stóð fyrir. Eftir
að mikill mannfjöldi hafði ráðist inn
í húsið, gert hróp að ræðumönnum
og hleypt fundinum upp, var lögregl-
unni gefin fyrirskipun um að ryðja
salinn. Gerði hún það en fyrir dyrum
úti sló í harðan bardaga. Var slegist
með kylfúm, húsgögnum og öðrum
tiltækum bareflum. Margir hlutu
áverka, bæði úr hópi lögreglu og
borgara.
í átökum þessum komu nokkuð
við sögu þeir Héðinn Valdimarsson,
þáverandi formaður Verkamannafé-
lagsins Dagsbrúnar, og Hermann
Jónasson, lögreglustjóri í Reykjavík.
Að bardaganum loknum hefur Héð-
inn sjálfeagt farið til síns heima en
það gerði Hermann ekki. Átökunum
var rétt nýlokið og kyrrð að komast
á þegar Hermann Jónasson dreif sig
í það klukkan fimm síðdegis að
kveða upp dóm í gjaldþrotamáli
Carstens Behrens. Behrens var
dæmdur í 45 daga fangelsi og sviptur
rétti til að reka verslun í sex ár.
Lögfræðingur hans, Magnús Guð-
mundsson dómsmálaráðherra, var
dæmdur í 15 daga fangelsi við venju-
legt fangaviðurværi. Endurskoðand-
inn, Manscher, var sýknaður af
öllum kærum réttvísinnar í málinu.
Forsendur dómsins voru einna
helst þær að Behrens og Magnús
hefðu á sínum tíma engan rétt til
að líta framhjá skuldinni við ætt-
ingja Behrens. Skuldin hefði verið
færð inn á efnahagsuppgjörið at-
hugasemdalaust og því væri ekki
rétt að álykta að Behrens hefði átt
um niu þúsund krónur umfram
skuldir í október 1929. Öðru nær,
öllum hefði átt að vera ljóst að fyrir-
tæki Behrens stefhdi í gjaldþrot. Það
var því niðurstaða réttarins að með
eignayfirfærslunni til Tofte og Höep-
fhers 7. nóvember 1929 gerðust bæði
Behrens og Magnús sekir um að
t—* igy Tfc.. — — ■■■ p ! |, —■III—1———mm
XVL árg. | Reykjavík, 20. desember 1932.
^ðtórkc réttarh Stjórnarskráin og liæst af dómeudui “"íaÖ, aerninpíir tindrun métti vekjí^jidÞ^eim, sem viðstaddir (MfíPThíMtarttti é miövikudag og fimmtudag s. 1., og sfðan hefir yakið almennt umtal, er að Einar Amórsson skyldi sitja þar til dóms ímálLMagn^Mur Guðmunds- vár það tal- WTM E. A. viki sæti og vara- dómari myndi verða kvaddur til að taka sæti í réttinum í hans stað, að engum hafði dottið i hug að benda þyrfti réttinum á eða vekja méis á opinberlega, að þessi ráðstöfun væri óhjékvæmi- Wgt -Var á þetta bent stuttlega hilf'V c*f ofí /M. istlegt neyksli nréttarlögin þverbrotin rnm sjálfum. tekið afstöðu til sem alþingismað- ur, áður en hann sagSi af sér þlngmennskunni. Afstaða E. A. í raáli Magnúsar Guðmundssonar er ákaflega skýrt dæmi um slíkt tilfelli'. Einar Amórsson hefir sem al- þingismaður og 'einn af fremstu mönnum fhaldsflokksins ráðið og tekið á sig ábyrgðina á því, að M. G: var kjörinn til þess af íhaldsflokknum, að taka við dómsmálaráðherraembættinu, eft- ir að sakamálaákæra lá fyrir á hendur honum. Sektardómur yfir Magnúsi Guð- mnnHacvni Vilanf Vivrf AVviólrtrmmi- vitanlega þeim báðum ljóst, að mál M. G. hlaut að koma fyrir réttinn, þvi að slíku máli hlaut, samkvæmt venju, að verða áfrýj- að til hæstaréttar, hvemig sem undirdómurinn hefði fallið. Þann 19. des. sama ár á Einar Arnórsson hæstaréttardómari að kveða upp dóm um það, hvort Magnús Guðmundsson, Bem ný- búinn er að skipa hann sem dóm- ára, sé sakjaus eða sekur, og þá jafnframt að dæma um það, hvort alþingismaðurinn Einar Amórsson hafi gert rétt eða rangt, þegár hann é Alþingi 27. maí s. 1. tók óbyrgð é því að gjöra Magnús Guðmundsson að handhafa réttvísinnar og æðsta manni I dómsmálum landsins. Getur nú nokkur maður, sen nokkru lætur sig skipta réttar öryggið í þöBBU landi, varizt a( spyrja: Hvenær er hægt að segja, at nokkurt mál „skipti máli“ fyrii dómara, ef úrslitin í móii Magn úsar Guðmundssonaí skiptu Ein ar Amórsson ekki ’máli? Hvenær getur verið svo „ástatf „að telja megi hætt við“, að dóm ari „líti eigi óhlutdrægt á mála vexti“, ef sú lögskýring hæsta réttar væri rétt, að ekki haf þúrft að telja neina hættu á, a( Einar Arnóráson „líti eigi óhhit drægt" á mál Magnúsar Guð mundssonar?
Pöritunin afgreidd i hæstavétti í gær —^ ' 1 ■
Forsíða Tímans 20. desember 1932.