Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1986næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1986, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1986, Blaðsíða 20
20 DV. FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1986. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþrc Robsoní I - á moigun I Nú er ljóst að Biyan Robson I verður að fara í uppskurð út af “ meiðslum þeim sem hafa hrjáð | hann í öxlinni í langan tíma. Verð- ■ I ur hann lagður inn á sjúkrahús í J Manchester á morgun. Þessi | meiðsli Robsons uiðu til þess að hann varð að fara út af í leiknum við Marokkó og gat ekki leikið í heimsmeistarakeppninni. meira I og forráðamanna Manchester Un- ited. Gekk það svo langt að þeir I hjó Manchester hótuðu að kalla | ■ Robson heim fiá Mexíkó. • Talið er líklegt að Robson missi | _ af einhverjum leikjum í upphafi I deildarkeppninnar í Englandi sem hefst í lok ágúst. Hann er hins _ vegar bjartsýnn og vonast til þess Iað geta farið að æfa eftir fjórar I vikur -SMJ f • Frakkinn William Ayache er hér gróflega felldur af Klaus Allofs. Myndinn er dæmigerð fyrir leikinn í gær. V- Þjóðverjar nýtfu sér mjög vel hinn mikla líkamsstyrk sinn og Frakkar gátu sig lítið hreyft í leiknum. V-þýska liðið spilaði þennan leik mjög skynsamlega og sigur þess í leiknum var fyllilega sanngjam. Símamynd/Reuter „Ég er nánast orðlaus yfir leik minna manna“ - sagöi Beckenbauer eftir sigur Þjóðverja á Frökkum „Það var í raun stórsigur fyrir okkur að komast í undanúrslit en þessi leik- ur hjá v-þýska liðinu sló í raun allt annað út. Ég er nánast orðlaus yfir þessum þessum leik hjá liði mínu sem var í einu orði sagt frábær. V-Þjóðverj- ar geta svo sannarlega verið stoltir af þessu liði, “ sagði Franz Becken- bauer, þjálfari V-Þjóðverja, eftir að þeir höfðu en einu sinni sannað seiglu v-þýskrar knattspymu og slegið Frakka út úr heimsmeistarakeppn- inni. Þetta er í fimmta skiptið sem V-Þjóðverjar leika til úrslita um heimsn'eistaratitilinn. ..Það er ekki hægt að neita því að okkar leikaðferð er ólík þeirri frönsku, ekki eins falleg en örugglega eins ár- angursrík. Það kom greinilega í ljós í leiknum. Þar kom að því að við spiluð- um eins og eitt Iið. Allir hjálpuðust að og strókamir voru sífellt að aðstoða • Vonbrigði frönsku leikmannana í lokin voru gífurleg. Fyrir marga af bestu leikmönnum liðsins var þetta siðasta tækifærið til að vinna heimsmeistaratitil- inn. Hér má sjá þá Platini og Bossis sem gátu greinilega ekki dulið vonbrigði sín þegar dómarinn flautaði leikinn af. Heimsmeistaratitillinn var það eina sem Platini'vantaði í frábært verðlaunasafn sitt Símamynd/Reuter hver annan. Aðeins með því að leika á þann hátt er hægt að komast í úrslit í keppni sem þessari. Liðið gaf allt sem það átti í leikinn og það var enginn vafi á þvi að Rolff vann einvígið við Platini,“ sagði Beckenbauer sem mæt- ir nú í þriðja sinn á ferlinum í úrlitsleik HM. 1966 og 1974 var hann leikmaður en nú verður hann að halda sig á bekknum. „Gátum ekki gert mistök“ „Það var eins og að við gætum ekki gert nein mistök í leiknum. Það gekk bókstaflega allt upp hjá okkur. Fyrir mig persónulega þá er ég mjög ánægð- ur með hvemig gekk að hafa gætur á Platini," sagði vamarmaðurinn sterki, Wolfgang Rolff, sem kom nú inn í v- þýska liðið og hafði mjög strangar gætur á Platini. Enda gekk fátt upp hjá Platini í leiknum og í lokin var hann greinilega orðinn mjög örvænt- ingarfullur. Draumurinn um heims- meistaratitilinn var að renna út í sandinn hjá þessum frábæra leik- manni. „Markið í byijun var mjög mikil- vægt fyrir okkur. Eftir það gátum við beðið rólegir og látið Frakkana um að taka áhættu. Þetta var frábær leik- ur og ég er í sjöunda himni því við unnum mjög verðskuldað," sagði Karl-Heinz Föster sem átti mjög góðan dag í vöminni. „Þetta er okkar aðferð“ „Við fengum mikið af færum í fyrri hálfleik en í þeim seinni náðu Frakkar að pressa á okkur. Þá vorum við heppnir að fá ekki mörk á okkur,“ sagði Beckenbauer. Hann bætti því við að eina aðferðin sem dygði á móti liði eins og því franska, sem hefði leik- mann eins og Platini innanborðs, væri að leika stíft maður á mann. „Það er líka okkar leikaðferð. Brasilíumenn þurfa ekki að leika þannig en við Þjóð- verjar þurfum þess. Það er líka alveg ágætt, það hentar vel okkar skapgerð og gefur svo sannarlega árangur," sagði Beckenbauer sem taldi Argent- ínumenn verða andstæðinga V-Þjóð- verja í úrslitaleiknum eins og reyndar kom á daginn. Hann sagði að leikur Argentínumanna, og þá sérstaklega Maradona, hefði haft mikil áhrif á hann. Leikurinn við þá yrði áreiðan- lega erfiður. Örvæntingarfullir Frakkar Það má segja með sanni að mark V-Þjóðverja, sem Andreas Brehme skoraði á 9. mínútu leiksins, hafi í raun ráðið úrslitum í leiknum. Það var eins og einhver örvænting kæmi í leik franska liðsins og þeir náðu ekki að sýna neitt af þeirri snilli sem hefur einkennt leik þeirra hingað til. V-Þjóðveijar léku stíft maður á mann og brutu alveg niður hina frábæru miðvallarleikmenn Frakka. Mark Rudi Völler á 90. mínútu var síðan síðasti naglinn í líkkistu Frakka. Sigur V-Þjóðveija í þessum leik var vissulega sanngjam en hins vegar er lítil sanngimi í því að þeir skuli spila úrslitaleikinn í þessari heimsmeistara- keppni. Það má segja að þeir hafi læðst með veggjum í keppninni og nýtt sér keppnisfyrirkomulagið til fullnustu. Nú, eins og 1982, em þeir mættir í úrslitaleikinn án þess þó að nokkur skilji af hveiju. Frakkar sitja hins vegar eftir með sárt ennið þó allir séu sammála um að þeir séu með frábært lið. Liðin: Frakkland: Bats, Ayache, Boss- is, Battiston, Amoros, Tigana, Fem- andez, Giresse (Vercmysse), Platini, Stopyra, Bellone (Xuereb). V-Þjóðveij- ar: Schumacher, Brehme, Föster, Eder, Jakobs, Briegel, Matthaeus, Rolff, Magath, Rummenigge (Völler) og Al- lofs. -SMJ Allt varð vKlaust í Þýskalandi Eftir sigur Þjóðveija á Frökkum varð allt vitlaust um gervallt Þýska- land og réðu menn sér ekki fyrir fógnuði. Víða var dansað á götum úti, sungið og trallað og engu líkara en Þjóðveijar hefðu orðið heimsmeistar- ar í gærkvöldi. Hvemig láta þýskir á sunnudag ef Þjóðveijar verða heims- meistarar? „Ég finn svo sannarlega til með þeim“ - sagði Henri Michel s „Þetta em gífurleg vonbrigði fyrir marga af leikmönnum mínum sem hafa leikiðisam- an í mörg ár. Fyrir marga af þeim varþetta síðasta tækifærið til að vinna heimsineisfc- aratitilinn. Ég finn svo sannarlega til með þeim. Það er það eina sem ég hef að segja við leikmenn mína á þessari stundu,“ éagði Henri Michel, þjálfari Frakka, eftir leikirin við V-Þjóðveija. „Það var eins og það vantaði eitthvaðujiþ á leikinn hjá okkur í dag. Mér finnst þó að við hefðum átt skilið að jafna og jafnvel að komast yfir í fyrri hálfleik. Markið í byijun setti okkur út af laginu lengi vel. En þegar við fórum að skapa okkur færi gátum við því miður ekki nýtt okkur þau,“ sagði Michel sem greinilega var miður sín. Andanum í herbúðum Frakka eftir leikirin verður þó líklega best lýst með orðum Luis Femandez: „Þetta er erfiður biti til dð kyngja. Ég get ekki rætt um þetta núna.u -SMJ „Knattspyni^ an lélegri nú en áður - segir Passarella „Ég tel að gæði knattspymunnar í þes4- ari heimsmeistarakeppni séu þau minnstu í langan tíma. Knattspyrnan í þessari keppni er til dæmis allt öðruvísi en köatt spyman sem var leikin á Spáni 1982,“ sagði Damel Passarella, sem var fyrirliði Argent- ínumanna þegar þeir urðu heimsmeistarar í fyrsta og eina skipti 1978. Hann hefur ekkert getað leikið irieð argentínska liðinu það sem af er vegna meiðsla og verður lík- legast ekki með í úrslitaleiknum. „Það þýðir ekki að meðhöndla knritt spymumenn eins og hveija aðra verslunar- vöm. Þessi keppni veltir milljónum dollara en knattspymumenn sjá minnst af því. Það er auðvitað mgl því keppnin færi ekki fram án þeirra. í þessari keppni em það aðeins leikmennimir sem hafa hreinan skjöld," sagði Passarella við blaðamenn en hanri dvelst nú á sjúkrahúsi í Mexíkó með blæð- andi magasár. -SMJ Pfaff fékk peysuna Belgíski landsliðsmarkvörðurinn, Jeán Marie Pfaff varð þess heiðurs aðnjótandi að skipta á peysu við snillinginn Diego Maradona. Þrátt fyrir að Pfaff hafi ekki verið ánægður með frammistöðu belgíska liðsins í leiknum hefur það eflaust verið honum nokkur sárábót að fá peysu snill- ingsins i leikslok. -SK Rétt staða í B-riðlinum Staðan í B-riðli 3. deildar sem birtist í blaðinu á mánudaginn var ekki rétt. Eiriri leik vantaði í stöðuna, leik Tindastóls gegn Magna frá Grenivík sem fram fór í felum nýverið. Tindastóll sigraði í leiknum sem fram fór á Grenivík með tveimur mörkum gegn einu. Þetta var frestaður leikuroog blaðamenn nánast aldrei látnir vita þegar slíkir leikir em settir á. Hér fer á eftir rétt staða í B-riðli 3. deildar: Iæiftur...... 5 3 2 2 10-3 11 Tindastóll......5 3 2 0 8-4 11 Þróttur,N......5 2 3 0 10-4 9 Magni........ 5 2 1 2 6-6 7 Reynir, Á......5 1 2 2 7-9 5 Austri........,4 112 4-ö 4 ValurRf........4 112 2-5 4 Leiknir.F.......5 0 0 5 1-120 0! Hér með er komið á framfæri óskum til. réttra aðila að fá að vita þegar frestaðir leikir eru settir á. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 142. tölublað (26.06.1986)
https://timarit.is/issue/190694

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

142. tölublað (26.06.1986)

Aðgerðir: