Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1986, Blaðsíða 17
DV. FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1986.
17
Lesendur
Lesendur
Lesendur
Lesendur
Útlendir glugga
þvottamenn
Kristinn Sigurðsson skrifar:
Nýlega gekk ég fram hjá Alþingis-
húsinu og sá þá menn vera að þvo
glugga hússins, sem auðvitað er ekki
í frásögur færandi. En er ég staldraði
við heyrði ég að þetta voru útlending-
ar. Ég er frirðu lostinn á því að hið
háa alþingi skuli taka útlendinga í
störf íslendinga. Ég er viss um að ís-
lenskir gluggaþvottamenn eru ekki
svo uppteknir að ekki sé hægt að leita
til þeirra.
Meira, Maja!
S.V.hringdi:
Ég er alveg hjartanlega sammála
þeim sem skrifaði í DV um daginn og
þakkaði góða næturvakt Margrétar
Blöndal og Vignis Sveinssonar. Þetta
eru hvortveggja mjög snjallir útvarps-
menn, sérstaklega Margrét. Ég er að
norðan og hlustaði á hana þegar hún
var í svæðisútvarpinu og finnst hún
hafa staðið sig mjög vel. Ég vona að
við hlustendur faum að heyra meira
til hennar í framtiðinni. Meira af slíku,
takk fyrir!
Hvar er bróður-
kærleikurmn?
Reykvíkingur skrifar:
Mikið hefúr gengið á í fjölmiðlum
að undanfömu varðandi samskipti
ýmissa manna við Hafskip. Þykir
mér og mörgum öðrum of langt
gengið í þeim efhum.
Mér er óskiljanlegt hvemig fólk
getur velt sér upp úr ófórum ann-
arra. Þvi verri sem vandræðin em
þeim mun meiri er umfjöllunin. í
þessu eins og svo mörgu öðm ríða
fjölmiðlar á vaðið. Að mínu áliti
mega bæði blöð og ríkistjölmiðlarmr
skammast sín fyrir framkomu sína í
þessu máli. Hverjum er verið að
þjóna? Hveija er verið að upplýsa?
Við viðtakendur kærum okkur ekki
um þá lágkúm sem okkur hefúr ver-
ið boðið upp á. Það þýðir ekkert
fyrir þessa aðila að skjóta sér bak
við upplýsingaskyldu sína. Þetta er
argasti rógburður og ekkert annað.
Hér á ég ekki bara við fréttimar af
máli Guðmundar J. eða Hafskips-
málinu. Svona framkoma fjölmiðla
er ekkert einsdæmi eins og dæmin
sanna.
Hitt er svo annað mál að ég er
ekki að mælast til þess að fjölmiðlar
þegi um mál sem þessi. Öðm nær.
En það skiptir töluverðu máli hvem-
ig sagt er frá hlutunum. Það á ekki
að hlakka í fólki og gera lítið úr
þeim sem fyrir óláni hefúr orðið.
Maður er saklaus þar til sekt hans
er sönnuð. Þessi orð em í fullu gildi
nú. Hvemig mundi hinn almenni
borgari bregðast við ef hann skyndi-
lega lenti í aðstöðu einhverra
þessara manna? Þá er hætt við að
sumir mundu iðrast hrokans og
drambsins. Hvar er bróðurkærleik-
urinn? mundu menn þá spyija.
Ógætilegur
akstur
Bílstjóri hringdi:
Ég varð fyrir heldur óskemmtilegri
reynslu á dögunum. Þannig var að ég
var að keyra Kringlumýrarbrautina
með brúðartertu sonar míns í framsæfr
inu. Ljós vom framundan og þar sem
rautt ljós logaði hægði ég á mér. En
ég þurfti ekki að stoppa alveg þvi
gult ljós kviknaði og síðan grænt, eins
og vera ber. En í því sem ég er að aka
yfir kemur bíll á fleygiferð frá vinstri
og var með naumindum að ég gat forð-
að því að árekstur yrði með þvi að
snarhemla. Kransatertan, sem átti að
fara í brúðkaup sonarins, lagðist á
hliðina við átökin og brotnaði lítil-
lega. Ég þurfti því að gjöra svo vel og
fara aftur í bakaríið og láta líma hana
saman.
Ég er bæði sár og reiður yfir þessu
atviki. Þó betur hafi farið en á horfð-
ist þá finnst mér svona akstur í
umferðinni fyrir neðan allar hellur.
Sá bílstjóri sem átti þama hlut að
máli má svo sannarlega skammast sín.
Ár mannsins
Jón skrifar:
Við jarðarbúar höfum gert mikið að
því að tileinka hvert ár eitthveiju
ákveðnu málefni, kannski of mikið að
mínu mati. Við höfum gleymt því að
lifandi verur eru mikilvægari en dauð-
ir hlutir. Þannig held ég til dæmis að
flestum sé umhugaðra um fjölskyldu
sína en trén úti i garði. Það er fúll
ástæða að hvetja fólk til að rækta
heimilin betur heldur en að hlúa að
trjánum, þótt auðvitað beri öllum að
huga að gróðrinum.
Ég sting því upp á að haldið verði
hátíðlegt ár mannsins. Sjáiði til, það
ár mun verða okkur öllum til góðs.
Sprengjur við
túngarðinn
Herstöðvaandstæðingur hringdi:
Það vill oft gleymast þegar menn eru
að ræða um vígbúnaðarkapphlaupið í
heiminum að við hér á íslandi erum í
meiri hættu en við höldum. Ég vil
minna á að Bandaríkjamenn hafa her-
stöð héma og þeir hafa í fórum sínum
margar kröftugar sprengjur. Mesti
vígbúnaðurinn er því hugsanlega nær
okkur en marga grunar. Þessi vopn
sem hér em ættu a. m.k. að nægja til
að stofha landinu í voða.
SÍMINN ER 27022
AFGREiÐSLA
Þverholti 11 - Sími 27022