Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1986, Blaðsíða 10
10 DV. FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1986. Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd Eiturlyfjaharmleikur breytir ímynd Oxford Bókaverslanir i Oxford selja enn þúsundir eintaka árlega af bókinni Brideshead Revisited, sem margir fslendingar þekkja vegna sjónvarps- þátta sem gerðir voru eftir sögunni. I henni er lýst lífi hinna ríku sem stunduðu nám Oxford á þriðja ára- tugnum. Fannst mörgum sem lýsing- ar Evelyn Waugh um lífið í Oxford ættu við enn þann dag i dag. Oxford nútímans Það var því mikið áfall íyrir marga er ung kona fannst látin þar í síð- ustu viku. Breskir fjölmiðlar hafa beint áhuga sínum að Oxford nú- tímans og komist að því að þar er ekki mikið að finna sem gæti verið úr bók Evelyn Waugh. Klukkan átta að morgni 11. júni var lögreglan kölluð að einum virt- asta háskólanum í Oxford. í vistar- verum Gottfried von Bismarck greifa, sem er kominn af Otto von Bismarck prinsi, sem átti hvað stærstan þátt í að sameina Þýska- land á sínum tíma, fannst lík ungrar konu sem lá í eigin ælu. Hún hét Olivia Channon, tuttugu og tveggja ára gömul, dóttir Paul Channon sem er verslunar- og iðnað- arráðherra í ríkisstjóm Margrétar Thatcher. Krufning leiddi í Ijós að hún hafði kafnað eftir að hafa misst rænu af vöidum áfengis og eiturlyfja. Æskufólk úr frægum fjöl- skyldum Næsta dag handtók lögrcglan frænda hennar, Sebastian Guinness, sem er einn af erfingjum Guinness fjármálaveldisins, og bestu vinkonu hennar, Rosie Johnston, sem einnig er af þekktri fjölskyldu. Þau hafa bæði verið kærð fyrir að hafa heróín undir höndum og látið Oliviu Channon hafa slík efni. Samkvæmt lögregluskýrslum höfðu Olivia og vinir hennar nýlokið prófum og höfðu „dottið í það“ kvöldið fyrir dauða hennar til að halda upp á að skólaárinu var lokið. Átta manns höfðu verið í sam- kvæmi hjá Bismarck. Allir nema Olivia höfðu yfirgefið vistarverumar undir morgun og skilið Oliviu eftir. Hún lá rænulaus á rúmi greifans. Lögreglan hefur nú einbeitt sér að því að komast að hvaðan eiturlyfin komu og er að sögn á höttunum eft- ir eiturlyfjasala í London, sem er talinn sjá Oxford háskólasvæðinu fyrir eiturlyfjum. Ekki er vitað hver þessi maður er. Ríkisstjórnin gagnrýnd Þessi atburður hefur orðið vatn á myllu þeirra sem fyrirlíta breskt þjóðfélag og þá stéttaskiptingu sem þar viðgengst og telja sig nú hafa sönnun þess að böm yfirstéttarinnar séu ekki hætis hót skárri en foreldr- ar þeirra. Þeir sem telja sig eiga eitthvað sökótt við ríkisstjóm Margrétar Thatcher segja að stjóm- in standi sig ekki í stykkinu í baráttunni við eiturlyfjavandann . - menntastefna stjómarinnar hygli Gottfried von Bismarck ásamt ónafngreindri stúlku við jarðarför Oliviu Channon sem lést af völdum áfengis og eiturlyfja aðeins tuttugu og tveggja ára. hinum ríkari á kostnað hinna gáf- aðri. Á hveijum degi birtast fyrirsagnir með nýjum nöfnum, sem eiga að hafa verið í kunningjahópi Oliviu ,0 Bismarcks. Barátta breskra fjöl- niiðla um að ná ljósmyndum af þessu nýja Oxford-gengi og upplýsingum um gjörðir þess er nú í hámarki. Allt síðan nafn Oliviu Channon komst á forsíður blaða hefur vart annað komist að í samkvæmum og garðveislum „fína“ fólksins í London en áhvggjur foreldra sem, þótt þeir séu hreyknir af því að böm þeirra komist inn í „réttar klíkur" í Ox- ford, hafa áhyggjur af því að böm þeirra ánetjist eiturlyfjum. Það leikur enginn vafi á því að sterk eiturlyf em að verða sífellt al- gengari í Bretlandi og heróín er tískuefni hjá mörgu ungu fólki. Það er auðveldara að nálgast það en marijuana og það er ódýrara en kókaín. Það er hægt að vera í heró- ínvímu í heilt kvöld fyrir svo lítið sem 600-700 krónur. „Elta drekann" Það em ekki margir sem sprauta heróíni í æð. Fólk kýs frekar að „elta drekann", en það er að brenna heró- ínið eftir sérstökum aðferðum og anda að sér gufunni. Á síðustu tveimur árum hefur dauðsfollum af völdum eiturefha fjölgað mjög. Ríkisstjómin hefúr hrint af stað baráttu gegn misnotkun eiturlyfja og hert mjög viðurlög við innflutn- ingi eiturlyfja. Tákn nýrra tíma? í bók Evelyn Waugh var það áfengi sem var nokkurs konar alls- herjar vímugjafi. Áfengið bræddi ísinn og Iosaði um tunguna. Mönn- um fannst það vera nauðsynlegur hluti af tilvemnni, það kom hlutun- um af stað. En tímamir breytast og mennimir með. Heróín hefur nú tekið við því hlutverki sem áfengið hafði á þriðja áratugnum. DV í Póllandi: I skugga Jaruzelskis og Chemobyl Meðan sænskir, austurrískir, ít- alskir og þýskir bændur fleygja geislavirku grænmeti í stórum stíl, slátra kvikfénaði og gera aðrar ráð- stafanir til að bjarga því sem bjargað verður eftir geislunina frá Chemobyl láta pólsk stjómvöld eins og kjam- orkuslysið í Kiev hafi varla átt sér stað. Þegar ekið er um gróðursæl hémð- in umhverfis Krakáborg, sem er varla nema 1400 kílómetra í vestur frá Kiev, er allt eins og það á að sér að vera. Heyskapur er í fullum gangi, nautgripum er beitt á úthaga, grænmeti ýmiss konar er ræktað af kappi hvert sem litið er og meðfram þjóðvegum má finna litla sölupalla þar sem salat, kál, púrmr, laukar og tómatar em falboðnir i stórum stíl. En þótt allt virðist með eðlilegum hætti upp til sveita í Póllandi er grunnt á áhyggjum og beiskju meðal borgarbúa. Allir þeir aðilar, sem ég ræddi við í Kraká og Varsjá meðan á dvöl minni stóð, allt frá herskáum námsmönnum til gamalreynds blaðamanns á flokksblaðinu, Try- buna Ludu, vom á einu máli um það að pólskum almenningi hefði ekki verið sagður allur sannleikurinn um Chemobyl. Einmuna veðurblíða „Stjómvöld minntust ekkert á slysið fyrr en fjórum dögum eftir að það gerðist," sagði Jacek, þrítugur prentari í Kraká. „Og þá var því haldið fram að ekkert alvarlegt hefði gerst. Samt var drifið í því að hella í bömin joðmixtúm. Þá þurfti maður ekki vitnanna við.“ Jadwiga, kona hans, bætti við þykkjuþung: „Það var einmitt ein- muna veðurblíða í Kraká þessa helgi, í fyrsta sinn á sumrinu, og allir sem vettlingi gátu valdið vom úti við, einkum ungviðið. Svo fór fram hefðbundin lsta maí ganga, allt eins og ekkert hefði í skorist. Allan þennan tíma sáldmðust geislavirkar agnir yfir okkur.“ „Vitanlega höfðum við pata af því að eitthvað óvenjulegt hefði gerst,“ sagði Ferdyiiand, fertugur myndlist- armaður.„Hér hlusta aili. á Voice of America og Radio Free Europe og þar var farið að minnast á Chemobyl strax á mánudaginn 28. apríl, kannski fyrr. En fyrstu frétt- imar vom svo hrikalega ýktar að það trúði þeim eiginlega enginn, 2-3000 manns látnir, tugþúsundir á sjúkrahúsi o.s.frv. Þessar ýktu fregnir gerðu illt verra, því þær gerðu yfirvöldum, bæði í Sovétríkj- unum og hér, kleift að afskrifa allar fregnir frá Vesturlöndum sem áróð- Pólitísk bellibrögð „Næstu vikumar á eftir var mjög lítið gert úr slysinu í pólskum ljöl- miðlum og allar aðgerðir á Vestur- löndum, eins og þegar EBE hætti að kaupa af okkur landbúnaðarvör- ur og grænmeti, vom túlkaðar sem pólitísk bellibrögð,“ hélt Ferdynand áfram. „Við gerum okkur auðvitað ljóst að pólitík var með í spilinu, en EBE var vitanlega að hugsa um geislun- ina fyrst og fremst. Það vita líka allir Pólverjar að þögn okkar eigin ríkisstjómar var ekkert annað en undirlægjuháttur gagnvart grann- anum í austri. Fólk sér sem er að það er sami rassinn undir báðum, okkar stjóm og þeirra." Viðbrögð pólsku stjómarinnar við slysinu í Chernobyl virðast hafa grafið undan þeirri litlu trú sem fólk hafði á stjóm Jaruzelskis. „Ég skal viðurkenna að mér létti þegar herstjómin tók völdin í des- ember 1981,“ sagði Ewa, miðaldra blaðamaður við flokksblaðið, Try- buna Ludu. „Við vorum komin á ystu nöf. Næsta skrefið var borgara- styijöld og innrás úr austri. Við bundum vonir við þjóðhollustu Jaruzelskis og um tíma bárum við virðingu fyrir honum. Hann dró ekk- ert undan í lýsingum sínum á efhahagsástandinu og sagði okkur að við kæmumst ekki upp úr þessum öldudal nema allir legðust á eitt. En það mátti alveg trúa Pólverjum fyrir sannleikanum um Chemobyl. Fólk fer til Ítalíu eða Þýskalands og sér þar hauga af grænmeti sem búið er að henda, kemur svo heim til að hlusta á pólsku stjómina til- kynna að allt sé í himnalagi.“ Selja ömmu sína.. Ég spurði Tadeusz, fertugan ljós- myndara sem alinn er upp í sveit, hvort pólskir bændur hefðu ekki fengið nein fyrirmæli um að fleygja grænmeti og rótarávöxtum. „Ekki svo ég viti.“ Síðan bætti hann við og glotti : „Annars fara pólskir bændur sínu fram, hvað sem tautar og raular. Þeir mundu reyna að selja ömmu sína þótt hún væri rauðglóandi af geislavirkni." Opinberlega hefur ekki verið greint frá geislamælingum í og í kringum Kraká, en upplýsingar um þær hafa síast út frá raunvísinda- stofiiun háskólans í borginni. Manna á meðal er talað um að geislun á þessum slóðum sé enn 10- 15 sinnum yfir því sem eðlilegt getur talist. Jan, ungur leiðsögumaður sem skrapp með mér bæjarleið, reyndist einnig vera við nám í námaverk- fræði við háskólann. „Það vill svo til að í minni deild höfum við aðgang að geislamælum, svo ég fékk einn slíkan lánaðan í síðustu viku og fór á stúfana. Mælir- inn sýndi að þær mjólkurvörur, sem ég prófaði, þ.e. nýmjólk, smjör og ostar, voru 13 sinnum geislavirkari en venjulega. Þeir þama í Varsjá halda að maður trúi öllu sem þeir segja." Veitingastaðir halda áfram að framreiða steikur sínar með girni- legum salötum, jarðávöxtum og öðru tilheyrandi, en sæmilega upplýstir neytendur hafa ekki keypt mjólkur- vörur og grænmeti síðan kjamorku- slysið varð. Sjálfsblekking Þeir leita uppi þá aðila sem selja grænmeti úr gróðurhúsum og skipt- ast á upplýsingum um „ömgga“ dreifingaraðila. „Og þegar búið er að éta út úr öllum gróðurhúsum, þá teljum við okkur bara trú um að við séum að éta ómengað grænmeti. Sjálfsblekkingin er okkur Pólveijum svo töm,“ sagði Andrzej, þrítugur kennari, af ísmeygilegri kaldhæðni. Það er talsvert áfall fyrir pólskar gölskyldur að missa grænmetið, því þær bjuggu við fábreyttan kost fyrir. Til skamms tíma fengust nauðsynjar eins og smjör og mjöl einvörðungu út á skömmtunarseðla og í dag er allt kjötmeti skammtað. Skammtur- inn er 214 kíló á mann á mánuði, þar með taldar pylsur alls konar, bein og ruður. Einhvem veginn komast þeir samt af, aðallega fyrir sambönd, vöm- skipti og alls konar reddingar. „Svo er fullt af fólki sem gefur skít í allar öryggisráðstafanir. Það er búið að neyta grænmetis og mjólkur cdlt sitt líf og ætlar að halda því áfram,“ sagði Magda, kona Andrzejs. Eina mótmælagangan Pólveijar em eina austantjalds- þjóðin þar sem fólk hefur farið í mótmælagöngu vegna Chemobyl. Sú ganga fór einmitt fram í Kraká fyrir röskum mánuði og var látin afskiptalaus af yfirvöldum, nema hvað göngumenn vom ljósmyndaðir í bak og fyrir. Mönnum bar ekki saman um það hve margir hefðu tekið þátt í göngunni og hvort hún hefði haft einhverja þýðingu. Andrzej sagði að u.þ.b. 2000 manns hefðu verið í göngunni og hún hefði ekki haft nein áhrif. Piotr, hálfþrít- ugur háskólanemi, sagði hins vegar að ekki mætti vanmeta táknrænt gildi svona mótmælagöngu í Pól- landi. „Við verðum að hafa hugfast að við erum þeir einu í allri austur- blokkinni sem hreyfðum mótmælum, þóttbúið sé að lögleiða ströng viður- lög við slíku athæfi. Maður getur misst vinnuna út á svona uppsteyt. 2000 manna mótmælaganga hér í Póllandi er því á við 200.000 manna göngu á Vesturlöndum." Það er þungt í Pólverjum þessa dagana. „En það þýðir ekki annað en halda í vonina og láta hveijum degi nægja sína þjáningu,11 segir Andrzej. „Við Pólverjar erum sérfræðingar í að þrauka og munum gera það áfram, þrátt fyrir Jaruzelski og Chemobyl.11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.