Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1986næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1986, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1986, Blaðsíða 13
DV. FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1986. 13 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur í umferðinni: Eræskilegt að aka fram úr? Nú er að heíjast aðal-ferðalagatími íslendinga. Þá er mikið um að-menn ferðist innanlands, enda býður náttúra landsins svo sannarlega upp á slíkt, flölskrúðugt fuglalíf og fallegt lands- lag freistar márgra. Þegar farið er út á þjóðvegi landsins eru margar hættur sem bíða ökumanna. Ein þeirra er íra- múrakstur. Það er ofur eðlilegt að ökumenn aki ekki ailir á sama hraða og því hlýtur að koma að því að við viljum aka fram úr einhverjum eða aðrir fram úr okkur. Sem betur fer vita margir hvemig aka á fram úr en reynslan sýnir að ekki em allir jafn- íróðir um það. Hver kannast ekki við það að hafa bölvað þeim sem fram úr okkur ók því viðkomandi jós yfir bíl- inn okkar grjóti og stórskemmdi lakkið og jaínvel fleira? Vilji einhver aka fram úr okkur þurfum við að gefa honum tækifæri til þess og alls ekki reyna að halda honum íyrir aftan okkur. Slíkt skapar illindi sem á enga samleið með akstri. Okkur ber að athuga fyrst hvort að- stæður fram undan leyfi framúrakstur og hvort bfll sé að koma á móti. Ef allt er í lagi færum við bílinn vel til hægri á veginum, gefum stefnuljós til hægri og hægjum örlítið á bílnum meðan framúraksturinn á sér stað. Þá styttist sá tími sem tekur hinn bílinn að aka fram úr og einnig sá tími sem hætta er á gijótkasti frá bílnum sem fram úr ekur. Ætlir þú hins vegar að aka fram úr bíl skaltu athuga vel aðstæður á veg- inum fram undan og hvort bíll sé að koma á móti. Sé allt í lagi skaltu gefa bílnum fyrir framan merki um að þú viljir komast fram úr, annaðhvort með ljósum eða flautunni. Þegar hann gef- ur merki skaltu auka ferðina nokkuð, gefa stefnumerki til vinstri og láta bílinn vinna vel þar til þú ert kominn upp að hlið bílsins, þá skaltu slá örlít- ið af því þannig minnkar þú hættu á gijótkasti aftan úr bíl þínum á hinn bílinn. Nauðsynlegt er að framúrakst- urinn taki sem stystan tíma því óvænt atvik geta alltaf komið upp, svo sem þröngt ræsi, beygja eða jafnvel bíll á móti sem virtist vera íjær í byrjun. Sé um langa röð bíla að ræða skaltu ekki reyna framúrakstur nema þú sért ann- ar eða þriðji í röðinni. Það eru einmitt þeir bílar sem eru „lestarstjórarnir“ í hverri röð og þeir einir ættu að fara fram úr þeim sem fyrstur er og mynd- ar röðina. Það skapar hins vegar allt of mikla hættu að fara fram úr 3 eða fleiri bílum í einu svo ekki sé minnst á fleiri bíla saman. Það skapar mikla hættu að reyna framúr^kstur ef rykm- ökkur er yfir veginum því þá er útsýni yfir veginn fram. undan oft mjög tak- markað. Tökum tillit til þeirra sem vilja fara fram úr okkur og einnig til þeirra sem við viljum aka fram úr og stuðlum þannig að bættri umferðarmenningu. EG Geta bæti- efnin leyst vandann? Við vitum öll að efnaskipti eru breytileg frá manni til manns en gleymum oft að það þýðir einnig að vítamínþarfir fólks eru mismure andi. Vítamínþarfir líkamans eru heldur ekki alltaf þær sömu og krefjast vissar aðstæður sérstakrar fæðu og bætiefiia. Hér koma nokk- ur dæmi yfir slíkar aðstæður, flestar tímabundnar, og uppást- ungur um bætiefni. \ Frunsur Fátt er eins ergilegt og að fá frunsu. Góð bætiefnalækning er: 1000 mg af C-kombíni með P-vítam- íni kvölds og morgna. Acidophilus mjólkursýrugerill, 3 hylki þrisvar á dag. E-vítamínolía, 28.000 a.e., borin beint á sýkta svæðið. Hárlos'eða skalli Margir segja hárlos afdráttar- laust. minnka fylgi þeir þessum reglum: B-kombín gegn streitu tvisvar á dag. Kólín og inósítól, 1000 mg af hvoru daglega. Daglegt hársvarðeimudd með olíu og hárþvottur. Fjölstéinatafla með 1000 mg af kalki og 500 mg af magnesíum, 1 á dag. Timburmenn Til að koma í veg fyrir þá skal taka 1 B-hópstöflu áður en þú byrj- ar að drekka, 1 meðan drukkið er og þá þriðju rétt fyrir svefninn. SértU með timburmenn skaltu taka eina 100 mg B-hópstöflu þrisvar yfir daginn. Heymæði Streita getur valdið því að of- næmiskastið versni. Sértu einn þeirra mörgu sem þjást af þessu ofnæmi getur verið að 1 B-hóp- stafla, 100 mg af pantoþensýru þrisvar á dag og auka C-vítamín, sem hefur áhrifaríka andhistamí- neiginleika, geti létt verstu ein- kennunum af þér. Marblettir Marblettir verða til þegar smá- æðar undir húðinni rifna. 1000 mg. af C-kombíni, rúþeni og hesperíd- íni, þrisvar á dag draga úr við- kvæmni háræða. -RóG. sUínor hí NÝBÝLAVEGI 4, KÓPAVOGI - SÍMAR 91-45800 og 91- 46680. Silence of the Heart Skip er þögull uppreisnarmaöur sem ber stolt sitt og sársauka einn og afskipt- ur þar til allt brestur. Eitt örlagaríkt augnablik í lífi Skip á eftir aö valda for- eldrum hans eilífu hugarangri. í einu vetfangi fellur dökkur skuggi á líf fjöl- skyldunnar sem á eftir að fylgja henni. En fyrir Skip er þetta eina lausnin. á Sidney Sheldon If Tomorrow Comes tveimur myndböndum Sophies’s choice Óskarsverdlaunamynd með Meryl Streep í aðalhlutverki. Sophie Zawistowska er pólskur kaþólikki sem sloppiö hefur úr hildarleik seinni heimsstyrjaldariimar. Nathan Landau er bandarískur gyöingur sem hún kynnist eftir komtma til Bandaríkj anna. Sophie þjáist vegna minninganna frá vist sinni í Auschwitz fangabúöimum en Nathan er haldinn gífurlegri sjálfseyöingarhvöt. Þau elskast heitt en valda hvort ööru miklum sársauka. Tracey Withney er dæmd í 15 ára fang- elsi fyrir þjófnaö og morðtilraun. Hún ákveður aö hefna sín grimmilega á þeim sem léku hana grátt. Helstu vopn hennar eru fegurð og gáfur. Leikurinn berst víöa um heim og Tracey kemst í tæri við marga laglega karlmenn áöur en yfir lýkur. Byggt á bókinni Ef dagur ris eftir Sid- ney Sheldon. Hér afhjúpar hann mannlegt eöli á ógleymanlegan hátt. Cocoon Þrir gaxnlir menn stunda sund í yfir- gefinni sundlaug við elliheimili eitt. Einn daginn er sundlaugin orðin full af torkennilegum steinum. Um líkt leyti öðlast gömlu mennimir assku- þrótt sinn að nýju og allir ellikvillar hverfa líkt og dögg fyrir sólu. Þegar eigendur steinanna standa gömlu mennina að verki kemur í ljós undar- leg náttúra þessara steina sem eru annað og meira en venjulegt sjávar- grjót. Dularfull, spennandi og hríf- andi mynd. UNDRASTEINN NN VIDEO VIDEO KEMUR ÚT Á MYNDBANDI MEÐ ISLENSKUM TEXTA Á MORGUN, FÖSTUDAG 27. JÚNÍ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 142. tölublað (26.06.1986)
https://timarit.is/issue/190694

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

142. tölublað (26.06.1986)

Aðgerðir: