Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1986, Blaðsíða 40
FRÉTTASKOTIÐ
62 25 25
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Hafirþú ábendingu eða
vitneskju umfrétt-
hringdu þá í síma 62-25-25
Fyrir hvert fréttaskot, sem
birtist eða er notað i DV,
greiðast 1.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í
hverri viku greiðast 3.000
krónur.
Fullrar nafnleyndar er gætt.
Við tökum við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
Frjálst,óháð dagblað
FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1986.
Nýja kartöflugjaldið:
„Þetta er
skattlagning
á neytendur
- segir Jóhannes Gunnarsson
„Við erum mjög andvígir þessu
og að okkar mati er hér um að
ræða skattlagningu á neytendur
sem er ekki með neinum hætti rétt-
lætanleg," sagði Jóhannes Gunn-
arsson, formaður Neytendasam-
takanna.
Jóhannes sagði að þegar frum-
varpið var til umræðu á Alþingi í
vor hefðu Neytendasamtökin sent
harðorð mótmæli sem ekki hefðu
verið tekin til greina. „Ef einungis
heíði verið lagt gjald á unnar kart-
öflur hefði hugsanlega mátt rétt-
læta þetta út frá hollustusjónar-
miði því franskar kartöflur eru
engin hollustuvara. En það sem
hér er um að ræða er að enn einu
sinni er verið að vemda innlenda
iðnaðarframleiðslu sem ekki
stendur undir sér og neytendur eru
látnir borga brúsann. Menn eru
farnir að teygja sig ansi langt og
svo virðist sem forráðamenn land-
búnaðarins haldi að það sé enda-
laust hægt að seilast ofan í vasa
neytenda til að borga upp óhag-
kvæma ffamleiðslu lanbúnaðar-
ins.“
40% jöínunargjald verður einnig
lagt á óunnið hráefhi sem fer til
kartöfluverksmiðjanna hér á landi
og Jóhannes sagði að þetta og það
að ekki heíði verið kveðið skýrt á
um afnám gjaldsins eftir að inn-
lenda oíframleiðslan er búin sýni
svo ekki verður um villst að hér
er verið að skattleggja nauðsynja-
vöm. -S.Konn.
Töfvutölt
Tæpiega þúsund starfsmenn
IBM í V-Þýskalandi munu bregða
sér á hestbak á Laugarvatni i
ágústmánuði næstkomandi. Þjóð-
verjamir koma hingað til lands til
að sitja ráðstefnu IBM um innra
starf fvrirtækisins og verður að
venju boðiö í styttri ferðir um Suð-
vesturland og á hestbak á Laugar-
vatni. -EIR
ALLAR GERÐIR
SENDIBÍLA
LOKI
Á Neskaupstað sviðna
nú flest svið...
„Logaði endanna á
milli á svipstundu“
- sögðu hjónin sem sluppu naumlega úr brennandi sumarbústað
Jón G. Hauksson, DV, Akureyii
„Við sátum inni og dmkkum kaffi.
Skyndilega heyrðum við mikinn
hvin þegar eldurinn braust út. Við
hlupum strax út úr bústaðnum, sem
logaði endanna á milli á svip-
stundu," sagði Ævar Hjartarson,
ráðunautur hjá Búnaðarsambandi
Eyjafjarðar, við DV í gær.
Ævar bjargaðist ásamt konu sinni,
Freydísi Laxdal, þegar sumarbústað-
ur starfsmannafélags Kaupfélags
Svalbarðseyrar, norðan við Vagla-
skóg, brann til kaldra kola skömmu
fyrir hádegi í gærmorgun.
„Eldurinn hljóp um bústaðinn á
svipstundu. Hann byijaði í smá-
skýh, þar sem gaskútamir em
geymdir, en eldsupptökin em einmitt
líklegast þau að gaskútarnir eða
slöngumar í þá hafi lekið,“sagði
Ævar.
Hann var á sínum fyrsta degi í
sumarfríi í gær. Þau hjónin sluppu
ómeidd. Bústaðurinn brann til
gmnna á rúmum hálftíma.
Veðrið á morgun:
Blíða
austan-
lands
Áfram leikur veðrið við austan-
menn. Sextán stiga hiti og sól
austan lands en skýjað með köflum
fyrir norðan. Við vestur- og suður-
ströndina verður aftur á móti
alskýjað og smáskúrir. Hiti þar
verður á bilinu 9-10 stig.
Sólin steikir fólk eystra:
„Ég er eins
og sviðinn
hrútspungur“
-segir sundlaugarvörður
„I gær komst hitinn upp í 27 gráður
í forsælu og þá var mér bent á að
húðin á mér væri farin að hlaupa upp
í blöðrur. Þetta minnti mig einna helst
á þegar ég var að svíða hrútspunga
hér áður fyrr og hafði þá of lengi í
eldinum, þá hlupu þeir upp í blöðmr.
Eg er eins og sviðinn hrútspungur,"
sagði Már Sveinsson, umsjónarmaður
sundlaugarinnar í Neskaupstað.
Látlaus bliða og sólskin hefur verið
í Neskaupstað frá því á fimmtudag í
síðustu viku og margir bæjarbúai'
bmmúð svo þeir hafa orðið frá vinnu.
Allur sóláburður er uppseldur í apó-
tekinu þannig að fólk vaknaði með
fögnuð í huga í morgun þegar það sá
að þoka var niður í miðjar hlíðar.
„Aðsóknin í sundlaugina hefur dott-
ið niður undanfama daga vegna þess
að fólk getur einfaldlega ekki meira,“
sagðj Már Sveinsson. „Mér sýnist þok-
unni vera að létta. Það er glaðasólskin
þar fyrir ofan. -EIR
Amarflug
skiptir um
eigendur
Nýir eigendur taka við Amarflugi á
aðalfúndi á Hótel Sögu á morgun
klukkan 17. Kosin verður ný stjóm
og viðbótarhlutafjáraukning um 50
milljónir króna væntanlega samþykkt.
Ekki liggur fyrir tillaga um stjóm.
Líklegastir í stjóm em Hörður Einars-
son, Frjálsri fjölmiðlun, formaður,
Axel Gíslason, Sambandinu, Helgi Þór
Jónsson, Hótel Örk, Lýður Friðjóns-
son, Vífilfelli, og Magnús Gunnarsson,
SÍF. -KMU
Sjö þúsund bíl-
ar fluttir inn
Innflutningur á bílum hefur tvöfald-
ast frá því í fyrra. I gær voru nýskrán-
ingar í Bifreiðaeftirliti ríkisins orðnar
7003 frá áramótum. Allt árið í fyrra
vom nýskráningamar um 8000.
Sé giskað á 300 þúsund króna meðal-
verð innfluttra bíla, sem mun varlega
áætlað, hefur þjóðin greitt yfir tvo
milljarða króna fyrir bílakaup sin það
sem af er árinu. HERB
Guðmundarmálið:
Rannsókn að Ijúka
Rannsókn er langt komin í máli
Guðmundar J. Guðmundssonar al-
þingismanns. Hallvarður Einvarðsson
rannsóknariögreglustjóri sagði í sam-
tali við DV í morgun að hann vonaðist
til að unnt væri að skýra frá niður-
stöðum rannsóknarinnar einhvern
næstu daga.
Hallvarður sagði að ekki hefði þurft
að kalla til mörg vitni vegna þessa
máls. Guðmundur J. Guðmundsson
var sjálfur kallaður til vitnis síðastlið-
inn föstudag.
Niðurstöður rannsóknarinnar verða
birtar með þeim hætti að annað hvort
verður gefin út ákæra á hendur Guð-
mundi eða þá yfirlýsing um að ekki
þyki ástæða til að aðhafast neitt frek-
ar í máli hans. Einnig gæti ríkissak-
sóknari mælst til þess að viðbótar-
rannsókn fari fram, það er að umfang
hinnar upphaflegu rannsóknar verði
aukið.
Skýrsla rannsóknaraðila verður
ekki birt obinberlega af hálfu ríkissak-
sóknara. Guðmundur J. Guðmundsson
gæti þó farið fram á afrit af henni og
látið birta hana sjálfúr ef hann óskar
þess.
-EA
Sumarbústaðurinn fuðraði upp á rúmum hálftíma. Vatnsbíll frá vegagerðinni, sem átti leið þar um, var þegar
fenginn til hefta útbreiðslu eldsins.