Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1986, Blaðsíða 16
16
DV. FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1986.
Borðar þú mikið
sælgæti?
Vinsældir knattspyrnu
og nútímatónlistar
Knattspyrnumaður skrifar:
Nokkuð hefur borið á óánægju
vegna beinna sjónvarpssendinga frá
knattspymunni í Mexíkó. Það var að
vonum að einhverjir hefðu þetta á
homum sér, enda væm íslendingar
bá ekki líkir sjálfum sér efekki kæmi
ramakvein úr einhverri átt. Stjómend-
ur Ríkisútvarpsins hafa nú ákveðið
að láta fara fram könnun meðal sjón-
varpsáhorfenda um þetta og er það
trúlega komið frá þessu fólki sem
gjaman hefír hlutina á homum sér.
Þetta er allt í lagi. En þá ætti einn-
ig að láta fara fram könnun meðal
sama hóps um vinsældir hinnar svo-
kölluðu nútímatónlistar eða vinsældir
sinfóníuhljómsveitarinnar meðal
skattborgaranna. Ekki er mér gmn-
laust um að þá kæmi ramakvein úr
einhverju homi. En það má víst ekki
láta reyna á þessar vinsældir vegna
þess að þá er gefið að nútímatónlist
heyrðist aldrei framar í útvarpi eða
sjónvarpi. Og um leið myndu skatt-
borgaramir losna við að halda uppi
heilum her manna, sem spila þessa
tónlist fyrir sárafáa.
„Velkomnir aftur, Stuðmenn," segja eyjapeyjar.
Sigriður Haraldsdóttir húsmóðir:
Nei, ég borða ekki mjög mikið af
því. Stundum um helgar.
Vel heppnaðir hljómleikar
Ásgeir og Ásbjörn skrifa:
Við viljum endilega koma á fram-
færi þökkum til Listahátíðar fyrir vel
heppnáða tónleika í Höllinni 16. og
17. júní. Að visu komumst við aðeins
á fyrri tónleikana en okkur hefur ve-
rið sagt að þeir síðari hafi líka verið
frábærir.
Það var svo sannarlega kominn tími
til að það væm fengnar hingað til
lands einhverjar abnennilegar hljóm-
sveitir. Þessar grúppur vom eitthvað
annað en hallærisbandið Smokie sem
kom hér fyrir nokkrum árum eða
Human League. Þeir vom hræðilegir.
Allar þessar íjórar hljómsveitir, Mad-
ness, Lloyd Cole, Simply Red og
sérstaklega Fine Young Cannibals,
em alveg frábærar. Það sást greinilega
á viðtökunum sem þær fengu. Það var
bara verst að sjónvarpið eða útvarpið
skyldi ekki taka þessa hljómleika upp.
Við þökkum sem sagt kærlega fyrir
og vonum að fleiri svona tónleikar
verði haldnir á íslandi.
Steinunn Jónsdóttir nemi: Sælgæti?
- Nei, það er svo óhollt. Ég fæ mér
einstaka sinnum saltlakkrís.
Hálfdán Ómar kennari: Nei, ég borða
afskaplega lítið af sætindum.
Þorleifur Jón Hreiðarsson nemi: Nei,
ekki svo mikið. Ég kaupi mér stund-
um súkkulaði og karamellur.
Ólafur vill alla hunda burt úr borginni.
Hundana burt
Ólafur hringdi:
Nú er alveg hætt að tala um hunda-
haldið í Reykjavík enda hundaeigend-
ur náð sínu fram með ákveðni sinni.
Ég er einn þeirra sem em alfarið á
móti hundahaldi. í hverfinu mínu er
mikið af hundum og lætin og óþriihað-
urinn í kringum þessi dýr hefur
sjaldan verið meiri. Ég leyfi mér að
stórefast um að þetta lið, sem heldur
þessa hunda, hafi leyfi fyrir þeim. Ég
vii því enn á ný mælast til þess við
borgaryfirvöld að þau taki hundamái-
ið upp aftur og banni að þessu sinni
allt hundahald í borginni. Þetta geng-
ur einfaldlega ekki lengur og það
væri dýmnum sjálfum fyrir bestu að
vera bara í sveit að elta kindur. Þann-
ig fengju hundamir að hreyfa sig
óhindrað í náttúrunni enda ekki eðlis-
lægt að. vera lokaðir inni heilu og
hálfú dagana.
Draumur
okkar
beggja
Eyjapeyjar skrifa:
Okkúr langaði aðeins að þakka
Stuðmönnum fyrirfram fyrir komuna
á þjóðhátíð. Loksins rætist langþráður
draumur okkar félaganna að fá hljóm-
sveitina til Eyja. Það er einmitt
sérstaklega gaman að fá hljómsveitina
nú vegna þess að þeim gekk svo vel í
Kína. Við munum vel eftir þegar þeir
komu síðast á þjóðhátíðina og þá var
svo sannarlega gaman. Veriði vel-
komnir aftur, Stuðmenn.
Auður Eik Magnúsdóttir nemi: Já,
soldið. Mér finnst allt sælgæti gott
en ísinn er bestur.
Gunnar Ingi Jónsson skrifstofumað-
ur: Nei, mjög lítið. Það ' r rr.lt að
maður bragði á hrísi og súkkulaði-
rúsínum.
Hluti af erlendum gestum Listahátiðarinnar á fullu á hljómleikunum.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Spurningin