Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1986, Blaðsíða 32
32
DV. FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1986.
Andlát
Sigríður Einarsdóttir lést 19. júní
sl. Hún fæddist á Holtahólum á
Mýrum, A-Skaftafellssýslu, 28. sept-
ember 1907. Foreldrar hennar voru
Einar Sigurðsson og Guðrún Eiríks-
dóttir. Sigríður giftist Högna Ey-
jólfssyni en hann iést árið 1979. Þeim
hjónum varð tveggja barna auðið.
Útför Sigríðar verður gerð frá Foss-
vogskirkju í dag kl. 15.
Ragnhildur Jónsdóttir lést 18. júní
sl. Hún fæddist 15. október 1895.
Foreldrar hennar voru Jón Jónsson
og Elísabet Benónýsdóttir. Itagn-
hildur giftist Ólafi Björnssyni en
hann lést árið 1982. Þeim hjónum
varð þriggja bárna auðið. Útför
Ragnhiidar verður gerð fró Bústaða-
kirkju í dag kl. 13.30.
Arndís Helgadóttir lést 20. júní sl.
Hún fæddist 8. janúar 1893 í Stóru-
Sandvík í Sandvíkurhreppi í Arnes-
sýslu. Foreldrar hennar voru hjónin
Sólveig Magnúsdóttir og Helgi
Helgason. Arndís giftist Ársæli
Brynjólfssyni en hann lést árið 1960.
Þeim hjónum varð tíu barna auðið.
Útför Arndísar verður gerð fró Frí-
kirkjunni í Reykjavík í dag kl. 13.30.
BILALEIGA
Útibú í knngum landið
REYKJAVÍK: ...2.91-31815/686915
AKUREYRI:...96-21715/23515
BORGARNES:.........93-7618
BLÖNDUÓS:.....95-4350/4568
SAUÐÁRKRÓKUR:.95-5913/5969
SIGLUFJÖRÐUR:.....96-71489
HÚSAVÍK:....96-41940/41594
EGILSSTAÐIR:.......97-1550
VOPNAFJÖRÐUR:.97-3145/3121
FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: . 97-5366/5166
HÖFN HORNAFIRÐI: ..97-8303
interRent
Ymislegt
Ástríður Guðjónsdóttir, Berg-
þórugötu 9, verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni föstudaginn 27. júní
kl. 13.30.
Guðfinna Vigfúsdóttir, Öldugötu
12, verður jarðsungin frá Dómkirkj-
unni föstudaginn 27. júní kl. 10.30.
Guðjón Sigurðsson bakarameistari
lést 16. júní sl. Hann fæddist á
Mannskaðahóli í Hofshreppi 3. nóv-
ember 1908, sonur hjónanna Sigurð-
ar Sveinssonar og Guðbjargar
Sigmundsdóttur. Guðjón lærði bak-
araiðn hjá Snæbirni Sigurgeirssyni,
bakarameistara á Sauðárkróki, og
stundaði síðan nám í Kaupmanna-
höfn í tvö ár og tók sveinspróf þar
1931. Guðjón tók við rekstri Sauðár-
króksbakarís 1932 og stóð hann fyrir
þeim rekstri í rúm 50 ár. Guðjón sat
í bæjarstjórn ó Sauðárkróki og
gengdi þar fulltrúastarfi. Hann var
forseti bæjarstjómar á árunum
1958-1%6. Guðjón var giftur Ólínu
Björnsdóttur en hún lést árið 1980.
Þeim hjónum varð þriggja barna
auðið og eru tvö á lífi. Útför Guðjóns
verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í
dag kl. 14.
Ymislegt
AA-samtökin.
Skrifstofa opin frá kl. 13-17. Símavakt kl.
17 20 alla daga vikunnar í síma 16373.
Miðstöð áhugafólks um
mannúðarsálfræði
Helgina 28. og 29. júní verður haldið Gest-
alt-námskeið með Terry Cooper að Frí-
kirkjuvegi 11. Námskeiðið stendur frá kl.
9 17 báða dagana. Gestalt-meðferð byggir
á þeirri hugsun að með því að vera við
sjálf getum við orðið heil. Á námskeiðinu
kynnumst við aðferðum til að nálgast
kjarna tilveru okkar. Við fáum tækifæri
til að sameina andstæð öíl innra með okk-
ur og verða heilli og virkari manneskjur.
Við getum unnið persónulega með Terrry
á námskeiðinu og kannað tilfinningar
okkar og stöðu í lífinu á nýjan hátt. Hóp-
vinna af þessum toga er einstæð reynsla
sem lætur engan ósnortinn. Eftir tvö síð-
ustu námskeið hafa þátttakendur átt þess
kost að hittast reglulega aðra hverja helgi
og halda áfram að vinna úr námskeiðinu
í því hlýja og trausta andrúmslofti sem
þar skapast. Þetta hefur reynst mjög vel
og nú eru tveir slíkir hópar starfandi.
Þeir sem hafa áhuga á að vera með vin-
samlegast hafið samband sem fyrst í síma
18795 eftir kl. 18. Verðið er kr. 4000. At-
hugið að íjöldi þátttakenda er takmarkað-
ur.
Sumardagskrá Norræna
hússins
I dag, 26. júní kl. 20.30, hefst árviss sumar-
dagskrá Norræna hússins undir nafninu
Opið hús. Þessi sumardagskrá hefur verið
fastur liður í etarfsemi hússins undanfarin
ár og jafnan verið vel sótt, bæði af erlend-
um ferðamönnum og íslendingum. Dag-
skráin er einkum sett saman með tilliti til
norrænna ferðamanna og flutt á einhverju
Norðurlandamálanna. Leitast er við að
kynna ýmsa þætti íslenskrar menningar,
svo sem sögu landsins og náttúru, bók-
menntir og listir, og hafa fengist til þess
færir menn, hver á sínu sviði. Að hverju
erindi loknu er gert kaffihlé og síðan sýnd
einhver af Islandsmyndum Ósvalds
Knudsen. Kaffistofa Norræna hússins og
bókasafnið verða opin frameftir á fimmtu-
dögum í sumar, eða svo lengi sem Opið
hús verður á dagskrá, og sú nýbreytni
verður tekin upp að bækur um Island og
hljómplötur með íslenskri tónlist verða til
sölu í bókasafninu. Á fyrsta „Opna húss“
kvöldinu, nú 1 kvöld, heldur Guðmundur
Sigvaldason jarðfræðingur fyrirlestur á
dönsku um eldstöðvar og heita hveri á
Islandi og sýnd verður kvikmynd Ósvalds
Knudsen „eldur í Heimaey" með norsku
tali. Aðgangur er ókeypis og allir vel-
komnir, Islendingar ekki síður en erlendir
ferðamenn. Dagskráin hefst sem fyrr segir
kl. 20.30.
Utvarp
Sjónvarp
Hörður Bergmann fræðslufulltrúi:
Svæðisútvarpið hálf-
gerður hrærigrautur
Ég hlustaði í fyrsta skipti í gær á
Svæðisútvarpið í Reykjavík. Mér
heyrðist það einkennast af því sem
er mjög í tísku í fjölmiðlum, bæði
útvarpi og sjónvarpi. Það er boðið
upp á hrærigraut með smáskömmt-
um af hinu og þessu og matreitt með
miklum músíkrokum.
En mér fannst þama ágætt tæki-
færi til að koma bæjarmálum á
framfæri eins og gert var, og þar
með komist nálægt hlustendum með
efni sem ekki hefur heyrst áður.
Þátturinn hans Ævars Kjartans-
sonar, Hljóð-varp, fannst mér
spennandi fyrirtæki, þama er verið
að opna útvarpið og hvetja almenn-
ing. Fólk uppgötvar kannski hæfi-
leika sína í þessum þætti. Útvarpið
færir inn nýja breidd með þessu. En
eins og með aðra útvarpsþætti þá
fannst mér efhið dálítið brotakennt.
Ég sest sjaldan niður við útvarp
nema til að hlusta á þætti sem em
samfelldir og ég veit hvað fjalla um.
I flestum tifellum veit maður ekki
hvað dembist yfir mann, innihald
þáttanna er alveg óljóst.
Sjónvarpið fannst mér lítið spenn-
andi í gærkvöldi, sá hvorugan leik-
inn frá HM enda er ég lítill
áhugamaður um fótbolta, auk þess
var mér nokkum veginn sama um
þessi lið. Það lifnaði hjá mér dálítill
áhugi þegar Danimir vom með og
fannst t.d. leikurinn Danmörk-
Umguay á sínum tíma skemmtileg-
ur. Annars finnst mér allur þessi
fótbolti sem sendur er út bera vitni
um að við lifum í karlaveldi, karl-
amir ráðskast með sjónvarpsdag-
skrána og ekkert kemst að fyrir
fótboltanum. Ég þekki ekki eina ein-
ustu konu sem hefur áhuga á því
að sjá þetta í sjónvarpinu. Þetta er
gengið of langt. -BTH
Hússtjórnarskóli Þingeyinga,
Laugum.
Síðara námstímabili Hússtjórnarskóla
Þingeyinga að Laugum í Suður-Þingeyjar-
sýslu lauk 10. maí sl. Eins og kunnugt er
af fréttum stóð fyrra námstímabilið frá 15.
sept. til 20. des. en því var skipt í mörg
mislöng námskeið. Námskeiðin sóttu aðal-
lega konur en karlar sóttu bæði myndvefh-
aðamámskeið og smáréttanámskeið. Auk
námskeiðanna, sem em liður í fullorðins-
fræðslu í héraðinu, hafa yfir 20 nemendur
úr 9. bekk Laugaskóla notið kennslu í
heimilisfræði. Þá hafa einnig allir nem-
endur Litlulaugaskóla notið kennslu í
heimilisfræði. Þeir nemendur, sem stunda
nám í skólanum allan veturinn em á mat-
vælatæknibraut sem er tveggja ára
framhaldsbraut og er rekin í samvinnu við
Laugaskóla, þar sem sumar bóklegar
greinar em kenndar, en aðrar í Hússtjórn-
arskólanum auk verklegu greinanna, sem
era 20 stundir á viku fyrsta árið. Alls hafa
um 160 nemendur notið kennslu í skólan-
um síðastliðinn vetur. Hæstu einkunn við
burtfararpróf á hússtjórnarbraut hlaut
Erla Runólfsdóttir, Tröð, Reykjadal, 8,30.
Einnig hlaut Erla árlega viðurkenningu
Lionsklúbbsins Náttfara, fyrir góðan ár-
angur í námi.
Námskeið í handritsgerð
fyrir kvikmyndir
í júlímánuði mun einum íslenskum kvik-
myndagerðarmanni gefast tækifæri til að
sækja námskeið í handritsgerð fyrir kvik-
myndir sem hinn heimsþekkti handrits-
höfundur og kennari Frank Daniels mun
halda fyrir tíu Evrópubúa í Brussel. Frank
Daniel hefur undanfarin ár kennt kvik-
myndahandritsgerð við Colombíuháskóla
í New York, en nú hefur hann tekið við
stöðu deildarforseta handritsdeildar ríkis-
háskólans í Suður-Kaliforníu. Námskeiðið
stendur í þrjá mánuði alls, júlí, desember
og maí á næsta ári, og eiga þá þátttakend-
ur að skila handriti sem er tilbúið til töku.
Hér er um einstakt tækifæri að ræða fyrir
þá kvikmyndagerðarmenn íslenska sem
fengist hafa við kvikmynda- og handrits-
gerð, og er þeim sem áhuga hafa á
námskeiði þessu bent á að hafa samband
við framkvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs
sem allra fyrst, þar sem naumur tími er
til stefnu, og mun hann veita allar nánari
upplýeingar.
Sumarskóli Guðspekifélags-
ins
hefst í dag, fimmtudag 26. júní, í húsi fé-
lagsins, Ingólfsstræti 22, og verður fram
haldið að Flúðum í Hrunamannahreppi.
Aðalfyrirlesari skólans verður Dr. Step-
han A. Hoeller, forstöðumaður Sophía
Gnostic Center í Los Angeles. Hann er
þekktur rithöfundur og fyrirlesari. Bækur
hans fjalla m.a. um Gnostic, Kabbalah og
C.G. Jung. Dr. Hoeller flytur fimm fyrir-
lestra á sumarskólanum, þann fyrsta í
kvöld kl. 21. Auk erinda Dr. Hoellers eru
á dagskrá fjölmörg önnur atriði. Sumar-
skólinn er árviss þáttur í starfi félagsins
og jafnan fjölsóttur.
Gengið um Grófina
Boðið í skoðunarferð í dag
Félagið í Grófinni gengst fyrir gönguferð
í dag kl. 17.30. Farið verður frá Bryggju-
húsinu (Álafossbúðin í dag) og austur eftir
Strandgaden og til baka eftir Tryggva-
götu. Ferðinni lýkur á Grófartorgi. Rifjuð
verður upp saga húsanna sem gengið verð-
ur fram hjá og atburðir tengdir þeim.
Sögumaður verður Páll Líndal.
Félag einstæðra foreldra
Óskum eftir heilum húsgögnum og öðru á
flóamarkað að Skeljanesi 6. Upplýsingar
í síma 11822.
Ný teiknimyndasaga um
Samma
Komin er út Fimmta bókin um hinn sívin-
sæla Samma og nefnist hún Sammi í
bófahasar. Enn á ný lendir Sammi í óvænt-
um ævintýrum ásamt Kobba vini sínum,
þar sem jafnvel pelaböm grípa til vopna
og láta ófriðlega. En ekkert kemur þeim
félögunum á óvart enda þótt málalok komi
nú sem fyrr flatt upp á lesendur. Höfundar
þessa vinsæla bókaflokks heita Berck og
Cauvin. Bjami Fr. Karlsson þýddi. Bókin
er prentuð á Ítalíu. Bókaútgáfan Iðunn
gefur út.
Tilkynningar
Tilkynning um farsóttir í maí 1986
samkvæmt skýrslum 13 lækna og
læknavaktarinnar.
Inflúensa...................... 65
lungnaþólga.................... 48
kvef, hálsbólga, lungnakvef o.fl. ...822
streptokokkahálsbólga, skarlatsótt
............................... 36
einkirningasótt................. 0
kláðamaur..................... 10
fimmta veikin................... 0
hlaupabóla..................... 19
mislingar....................... 0
rauðir hundar................... 1
hettusótt...................... 17
iðrakvef.......................101
lúsasmit (þ.m.t. flatlús)...... 14
lekandi........................ 26
þvagrásarbólga
(þ.m.t. chlamydiae)............ 79
Ferðalög
ÚTIVIST
10 ÁRA
Útivistarferðir
Dagsferðir
Laugardagur 28. júni
Ný Reykjavikurganga Útivistar. Hægt
verður að sameinast göngunni á leiðinni. •
Brottför verður frá Grófmni kl. 10.30, þ.e.
við bílastæðið milli Vesturgötu 2 og 4.
Gengið verður um gömlu þjóðleiðina yfir
Arnarhólinn, meðfram Rauðará að Mikia-
túni. Síðan framhjá Ásmundarsafni (það
skoðað) niður í Laugarnes og að Sunda-
höfn. Kl. 14 er brottför úr Sundahöfn út
í Viðey. Kaffiveitingar. Kl. 16. er gengið
frá Sundahöfn upp í Laugardal og frá
Grasagarðinum kl. 17 og endað í Árbæjar-
safni. Náttúrufræðingar munu slást í
hópinn á leiðinni. Frítt í gönguna en Við-
eyjarferðin kostar 200 kr. og rútuferð frá
Árbæjarsaíhi 50 kr.
Sunnudagur 29. júní.
Kl. 8 Þórsmörk, eins dags ferð og fyrir
sumardvalargesti. Verð 800 kr. Kl. 13. Við-
eyjarferð. Gengið um eyjuna og hugað
að fortiðinni undir leiðsögn fræðimanns.
Kaffiveitingar í Viðeyjarnausti. Verð 250
kr. Brottför frá kornhlöðunni, Sundahöfn.
Kl. 13. Stóra Kóngsfell-Eldborg.
Skemmtileg ganga í Bláfjallafólkvangi.
Verð. 450 kr. Brottför frá BSl, bensínsölu.
Kvöldferð í Strompahella á miðvikudags-
kvöldið. Sjáumst.
Sumarleyfi í vistlegum skálum Útivistar
í Básum, Þórsmörk.
Hægt að fara á föstudagskvöldum, sunnu-
dagsmorgnum og miðvikudögum. Mið-
vikudagsferð verður 2. júlí kl. 8.00.
Tilvalið að dvelja heila eða hálfa viku á
einum friðsælasta stað Þórsmerkur. Ein
skemmtilegasta og besta gistiaðstaða í
óbyggðum. Sérstakt hús fyrir sumar-
dvalargesti. Fullkomin snyrtiaðstaða með
vatnssalernum og sturtum. Verð á viku-
dvöl kr. 3.420,- (félagar) og 4.490,- (utan-
félagsmenn). Kynnið ykkur ódýrasta
ferðamöguleika sumarsins.
Sumarleyfisferðir á Hornstrandir.
8.-17. júlí Hornstrandir - Hornvik,
tjaldbækistöð.
8.-17. júlí Hesteyri - Aðalvík - Hornvík.
Bakpokaferð.
16.-20. júlí Hornvík - Reykjaíjörður.
18.-25. júli. Strandir - Reykjafjörður
Hornstrandir.
Kjölur - Sprengisandur - Skagi. 2.-6.
júlí. Einnig siglt í Drangey. Uppl. og farm.
áskrifst., Grófinni l.símar: 14606 og 23732.
Sjáumst.
Tapad-Fundið
KeWingur í óskilum
Ljósbrúnn og hvítur, heimavanur kettl-
ingur er í óskilum í Austurbergi 8. Eigandi
vinsamlegast hringi í síma 72092 (Ejnar).