Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1986, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1986, Blaðsíða 6
6 DV. FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1986. Peningamarkaður Viðskipti Viðskipti Viðskipti Innlán með sérkjörum Alþýðubankinn: Stjíörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn- stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65-69 ára geta losað inn- stæður sínar með 9 mánaða fyrirvara, 70-74 ára með 6 mánaða fyrirvara og 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningarnir eru verðtryggðir og með 8% vöxtum. Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafnvextir eru 15%-og ársávöxtun 15%. Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir 10% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mán- uði án úttektar upp í 16%. Ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu er 13,64% á fyrsta ári. Búnaðarbankinn: Sparibók með sér- vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 13% nafnvöxtum og 13,4% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,75% í svonefnda vaxtaleið- réttingu. 18 mánaða reikningur er með innstæðu bundna í 18 mánuði á 14,5% nafnvöxtum og 15% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru annaðhvort með 10,5% nafnvöxtum og 10.8% ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3% vöxtr um. Hærri ávöxtunin gildir hvern mánuð. Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging auk 1% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir 30.06. og 31.12. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 13% nafnvöxtum og 13,4% ársávöxtun eða ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. 100 ára afmælisreikningur er verðtryggð- ur og bundinn til 15 mánaða. Vextir eru 7,25% og brevtast ekki á meðan reikningurinn verð- ur í gildi. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrst 8%, eftir 2 mánuði 8,25%, 3 mánuði 8, 50%, 4 mánuði 9%, 5 mánuði 9,5% og eftir 6 mánuði 12%, eftir 12 mánuði 12,5% og eftir 18 mánuði 13%^-Sé ávöxtun betri á 3ja eða 6 mánaða verðtryggðum reikningum gildir hún um hávaxtareikninginn. 18 og 24 mánaða reikningar eru bundnir og verðtryggðir og gefa 7.5'og 8% vexti. Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í hankanum, nú 13%, eða ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reiknings með 1% nalnvöxtum sé hún betri. Samanburður er gerður mánað- arlega en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda almennir sparisjóðs- vextir, 8%, þann mánuð. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er óbundinn. Þá ársQórðunga sem innstæða er óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu sinni eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár- reikninga í bankanum. Nú er ársávóxtun annaðhvort 13,1% eða eins og á verðtryggðum 6 mánaða reikningum með 3% nafnvöxtum. Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari- sjóðsvextir, 8,5%, og eins á alla innstæðuna innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur verið út oftar en einú sinni. Innlegg fær strax hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila ársQórðung. Vextir færast fjórum sinnum á ári og leggjast við höfuðstól. Þeir eru alltaf lausir til útborgunar. Sparisjóðir: Trompreikningur er verð- tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svokölluðum trompvöxtum, 12,5%, með 13% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn- stæðu í hveijum ársfjórðungi. Reynist tromnvextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður innan mánaðar bera trompvexti sé innstæðan eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari- sjóðsvexti, 8%. Vextir færast misserislega. 12 mánaða reikningur hjá Sparisjóði vél- stjóra er með innstæðu bundna í 12 mánuði, óverðtryggða en á 15,5% nafnvöxtum. Þeir eru færðir einu sinni á ári og ársávöxtun er því einnig 15,5%. 18 mánaða reikningar. Nokkrir stærri sparisjóðanna eru með innstæðu bundna óverðtryggða í 18 mánuði en á 14,5% nafn- vöxtum og 15,2% ársávöxtun. Spariskírteini Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í. Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð- um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum. Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og 100 þúsund krónur, nema vaxtamiðabréf sem, eru 50 þúsund að nafnverði. Þau eru: Hefðbundin, til'mest 14 ára. Meö þriggja ára binditíma eru ársvextir 7%, Qög- urra ára 8,5% og sex ára 9%. Verðbætur, vextir og vaxtavextir greiðast með höfuðstól við innlausn. Með vaxtamiðum, til mest 14 ára, innleysanleg eftir fjögur ár. Ársávöxtun er 8,16% á verðbættan höfuðstól hverju sinni og vextir greiðast út 10.01. og 10.07. ár hvert. Við innlausn greiðast verðbætur með höfuð- stól. Gengistryggð skírteini eru til fimm ára. Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR (til- tekin samsetning af dollar, pundi, yeni, þýsku marki og frönskum franka). Vextir eru 8,5%. Höfuðstóll, vextir og vaxtavextir greiðast í einu lagi við innlausn. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteign- anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða óverðtryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau eru seld með afföllum og ársávöxtun er almennt 12 16% umfram verðtryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis- ins, F-lán, nema á 1. ársfjórðungi 1986: Til einstaklinga 782 þúsundum króna, 2-4 manna' fjölskyldna 994 þúsundum, 5 manna og fleiri 1.161 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik- um) 1.341 þúsundum. Lánin eru til 31 árs. Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema á 1. ársfjórðungi 1986: Til kaupa í fyrsta sinn er hámark 391 þúsund krónur til einstakl- ings, annars mest 195 þúsund. 2-4 manna fjölskylda fær mest 497 þúsund til fyrstu_ kaupa, annars mest 248 þúsund. 5 manna fjöl- skylda eða stærri fær mest 580 þúsundir til fyrstu kaupa, annars mest 290 þúsund. Láns- tími er 21 ár. Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns- kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum. Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól, aðeins vextir og verðbætur. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp- hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að lánsrétti er 30 60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru á bilinu 150 1000 þúsund eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð- tryggð og með 5% vöxtum. Lánstími er 15-42 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í heilt ár og reiknað- ir í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir. reiknaðir og Iagðir við höfúðstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextimir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á • 10% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tíma- bilsins 1100 krónur. Ársávöxtunin verður því 10%. Sé innstæðan óverðtryggð í verðbólgu dregur úr raunávöxtun sem því nemur og hún, getur jafnvel orðið neikvæð. Liggi 1000 krónurnar inni í 6 + 6 mánuði á 10% nafnvöxtum reiknast fyrst 5% vextir eft-, ir 6 mánuði. Þá verður upphæðin 1050 krónur og ofan á þá upphæð leggjast 5% vextir seinni 6 mánuðina. Á endanum verður innstæðan því 1.102,50 gjf ársávöxtunin 10,25%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru frá 01.04.1986 2,25% á mánuði eða 27% á ári. Vísitölur Lánskjaravísitala í júní 1986 er 1448 stig en var 1432 stig í maí og 1425 stig og í apríl. Miðað er við gmnninn 100 í júní 1979. Byggingarvísitala á 2. ársfjórðungi 1986 er 265 stig á grunninum 100 frá 1983 en 3924 stig á grunni 100 frá 1975. Húsaleiguvísitala hækkaði um 5% 01.04. en um 10% næst þar áður, frá 01.01. Þessi vísitala mælir aðeins hækkun húsaleigu þar sem við hana er miðað sérstaklega í samning- um leigusala og leigjenda. VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%) 11.-20.06 1986 INNLÁN MEÐ SÉRKJÖRUM sjA sérlista Jífl ÍiÍÍÍiit li it h íi INNLÁN ÓVERÐTRYGGÐ SPARISJðOSBÆKUR Úbundin innstæða 9.0 9.0 8.0 8.5 8.0 9.0 8.5 8.5 8.5 8.0 SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 10,0 10.25 10.0 9.0 8.5 10.0 8.5 9.0 10.0 9.0 6 mán.uppsögn 12.5 12.9 12.5 9.5 11.0 10.0 10.0 12.5 10.0 12mán. uppsögn 14,0 14,9 14.0 11.0 12,6 12.0 SPARNAÐUR - LANSRtTTU R Sparað J-5 mán. 13.0 13.0 8.5 10.0 8.0 9.0 10.0 9.0 Sp.6mán. ogm. 13,0 13.0 9.0 11.0 10.0 10.0 tEkkareikningar Avisanareiknmgar 6.0 6.0 2.5 3.0 4.0 4.0 3.0 3.0 3.0 Hlaupareikningar 4.0 3.0 2.5 3.0 4.0 4.0 3.0 3.0 3.0 INNLAN VERÐTRYGGD SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 6mán. uppsögn 3.5 3.0 2.5 2.5 3.5 2.5 3.0 3.0 3.0 INNLÁN GENGISTRYGGÐ GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarikjadollarar 7.0 7.5 6.0 6.0 6.0 6.5 6.0 6.5 6,25 Sterlingspund 11.5 10.5 9.5 9.0 9.0 10.5 9.5 11.5 9.5 Vestur-þýsk mörk 4.0 4.0 3.5 3.5 3.5 3.5 3.5 3.5 3.5 Dsnskar krónur 7.5 7.5 7.0 7.0 6.0 7.5 7.0 7.0 7.0 ÚTIÁN ÓVERÐTRYGGÐ ALMENNIRVlXLAR (forvextir) 15.25 15.25 15.25 15.25 15.25 15.25 15.25 15.25 15.25 VIÐSKIPTAVÍXLAR 3) (forvextir) kge 19.5 kge 19,5 kge kge kge ALMENN SKULÐABRÉF 2) 15.5 15,5 15.5 15.5 15.5 15,5 15.5 15.5 15.5 VIDSKIPTASKULDABRÉF 3) kge 20,0 kge 20.0 kge kge kge kge HLAUPAREIKNINGAR YFIflDRArTUR 9.0 9.0 9.0 g_0 7,0 9.0 9.0 9.0 9.0 ÚTLÁN VERÐTRYGGÐ SKULDABRÉF Að 21/2 ári 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 Lengri en 21/2 ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5,0 5.0 5.0 5.0 5.0 ÚTLÁN T1L FRAMLEIÐSLU SJANEÐANMALSI) l)Lán til framleiðslu á innanlandsmarkað eru á 15,0% vöxtum. Vegna útflutn- ings, í SDR 8%, í Bandaríkjadollurum 8,5%, í sterlingspundum 11,75%, í vestur- þýskum mörkum 6,25%. 2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2%, bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán. 3) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum, á þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá flestum stærstu sparisjóðunum. „Yfirsjón að skoða ekki samning Péturs „Það var yfirsjón að skoða ekki samning Péturs Einarssonar betur,“ sagði Björgvin Jónsson, formaður hagsmunanefhdar skreiðarframleið- enda, i samtali við DV. Pétur Einarsson, fi-amkvæmdastjóri Sjávarvara, gerði samning um sölu á öllum skreiðarbirgðum landsins til Nígeríu í febrúar síðastliðnum. í samningnum var gert ráð fyrir að ís- lendingar keyptu vörur frá Nígeríu fyrir andvirði skreiðarinnar og sæju um endursölu á þeim vörum. Ekki var hægt að ganga að samningnum þar sem skreiðarútflytjendur vildu ekki vera aðilar að honum. Pétur fékk því enga skreið til að selja. „Það er ekki rétt að kalla þetta samning heldur undirritaða viljayfir- lýsingu. Allar verðupphæðir voru mjög óljósar. Mat á raunvirði varanna firi Nígeríu hefur ekki legið fyrir og þar af leiðandi ekki ljóst hvað við átt- um að fá fyrir skreiðina," sagði Björgvin. „Ég vil sem minnst tjá mig um samn- ing Péturs, ég hef svo lítið vit á sölu lambaskinna eða annarra vara frá Nígeríu. Að mínu viti voru alltof margir endar lausir á samningnum,“ sagði Ólafur Bjömsson stjómarfor- maður Samlags skreiðarframleiðenda. „Samningur Péturs var ekki neitt, neitt. Ef menn hefðu haft trú á samn- ingnum hefði það ekki verið látið ógert að skoða hann betur. Við vorum bún- ir að biðja um alls konar upplýsingar varðandi samninginn sem aldrei bár- ust,“ sagði Bjami V. Magnússon, framkvæmdastjóri íslensku umboðs- sölunnar, sem tók þátt i samningavið- ræðunum með Pétri Einarssjmi í upphafi. -KB Vegna sölu Norðmanna á skreið til Nígeríu fyrir nigeriskan gjaldmiðil, niera, er hugsanlegt að allar skreiðar- birgðir landsmanna endi á haugunum, samkvæmt því sem Björgvin Jónsson, formaður hagsmunanefndar skreiðarframleiðenda, segir. „Gætum þurft að henda öllum skreiðarbiigðum" „Áhrifin á mögulega sölu á okkar skreið em skelfileg. Við gætum þurft að henda öllum okkar skreiðarbirgð- um. Þetta er það sem við gátum átt von á frá frændum okkar, Norðmönn- um,“ sagði Björvin Jónsson, formaður hagsmunanefhdar skreiðarframleið- enda, um sölu Norðmanna á skreið fyrir mgerískan gjaldmiðil, niera. „Mergur málsins er sá að Norðmenn eru að selja sína skreið á 70-75% lægra verði en almennt markaðsverð segir til um. En framleiðendur fá fullt verð fyrir skreiðina frá norska ríkinu. Framleiðendur hér njóta engra slíkra styrkja og þurfa að borga fulla vexti af skreiðarlánum," sagði Björgvin. „Samningar, sem við vorum að gera í London um sölu á skreið, klikkuðu á síðustu stundu. vegna sölu Norð- manna. Viðskiptaaðilar hreinlega hættu við að kaupa. Þetta var mikið áfall," sagði Ólafúr Bjömsson, stjóm- arformaður Samlags skreiðarframleið- enda. „Salan verður enn erfiðari nú,“ sagði Ólafur Straumland hjá skreiðardeild Sambands íslenskra samvinnufélaga. -KB Ódýrara bensín í Botnsskála „Salan hefur gengið bærilega og eykst jafnt og þétt. Fólk er mjög hrifið af þessari bensínlækkun hjá okkur. Við vildum gjaman lækka verðið enn meir.“ sagði Jón Pétursson, fram- kvæmdastjóri Botnsskálans í Hval- firði. Pétur Geirsson, eigandi Botnsskál- ans og Hreðavatnsskálans, hóf að selja bensín á lægra verði en almennt ge- rist í maí síðastliðnum. Venjulegt bensín kostar í dag 26,95 krónur á þessum stöðum í stað 28 króna. Sterk- ara bensínið fæst ekki. „Við stefnum að því að selja bensín- ið á lægra verði en annars staðar í allt sumar," sagði Pétur. Sterka bensínið í sókn Á mörgum bensínstöðvum Olís er nú hægt að fá 98 oktan bensín á 29,80 krónur í stað 30,50. Gestur Gestsson, umsjónarmaður bensínstöðva Olís, sagði að sala á sterka bensíninu færð- ist mjög í vöxt. Sífellt fleiri viðskipta- vinir sæju sér hag í að kaupa það og að nú væri það keypt í 40% tilvika. Hjá Esso, þar sem sterkara bensínið kostar 30,50 krónur, er salan ekki eins mikil. Bjami Bjamason hjá hagdeild Esso sagði að um 20-30% viðskipta- vina keyptu sterkara bensínið. Verðlækkun á bensíni er fynrhuguð á næstu dögum og samkvæmt heimild- um blaðsins er líklegt að það lækki um 2 krónur. -KB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.