Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1986, Blaðsíða 21
DV. FIMMTUDAGUR 26. JtJNÍ 1986.
21 '
Iþróttir
Iþróttir Iþróttir
Iþróttir
„Það er enginn vafi - þetta
verður HM-keppni Maradona“
- sagði þjálfari Argentínu. Konungurinn skoraði tvívegis gegn Belgíu
„Diego Maradona sannaði enn einu
sinni að hann er stórkostlegur leik-
maður og það er enginn vafi í mínum
huga. Þetta verður heimsmeistara-
keppni Maradona. Hann hefur allt til
að bera sem besti leikmaður heims,
hæfni, sjálfsaga og ákveðni. Frábær
einstaklingur og fyrirmynd allra leik-
manna liðs Argentínu," sagði þjálfari
Argentínu, dr. Carlos Bilardo, eftir að
lið hans hafði tryggt sér sæti í úrslitum
heimsmeistarakeppninnar í knatt-
spymu gegn V-Þýskalandi með
auðveldum 2-0 sigri á Belgíu í undan-
úrslitum á Aztecka-leikvanginum í
Mexíkóborg í gær. I þriðja sinn sem
Argentína leikur til úrslita um heims-
meistaratitilinn. í fyrstu keppninni í
Uruguay 1930 sigraði Uruguay Arg-
entínu, 4-2, í úrslitum en 1978 varð
Argentína heimsmeistari á heimaslóð-
um. Sigraði Holland 3-1 í framlengd-
um úrslitaleik í Buenos Aires.
Úrslitaleikurinn nú verðiu á Azteca-
leikvanginum á sunnudag kl. 18 og
af sérfræðingum eru Argentínumenn
álitnir mun sigurstranglegri en Vest-
ur-Þjóðveijar. Ástæðan Diego
Armando Maradona, litli, þybbni
snillingurinn. Hann hefur möguleika
á að verða markakóngur HM. Hefur
skorað fimm mörk. Einu marki minna
en Gary Lineker, Englandi.
„Vestur-Þjóðverjar eiga gott lið,
sterka leikmenn, sem er vel stjómað.
Við þekkjum þá vel. En ég vil ekki
vera með neina spádóma um úrslita-
leikinn. Ég sé engan tilgang með þvi.
Það er ekki til nems, sagði dr. Bil-
ardo.
„Réðum ekki við Maradona“
„Við vorum sigraðir í dag af besta
leikmanni heims. Ef Maradona hefði
verið í okkar liði þá værum við í úr-
slitum. Við héldum í við Argentínu-
menn fyrstu þijátíu mínútumar en
eftir það réðum við ekki við Mara-
dona. Ekki einn einasti leikmaður
belgíska liðsins var fær um að gæta
hans af eigin getu. Við vorum sigraðir
af betra liði - sigur Argentínu var
mjög sanngjam. f úrslitaleiknum velt-
ur á miklu hvort liðið hefur betra
úthald en mitt álit er þó að með Mara-
dona geti Argentína sigrað. En þessum
leik er lokið, heyrir til liðinni tíð. Nú
• Diego Maradona réttir markverði Belgiu, Jean-Marie Pfaff, knöttinn í leikslok í gær. Símamynd Reuter.
„Það getur enginn
stöðvað Maradona“
- segir Cesar Luis Menotti
Cesar Luis Menotti.
„Ég sagði árið 1982 að ef einhver
kæmi til með að geta orðið arftaki
Pele í knattspymusögu heimsins þá
væri það Maradona. Hann hefur nú
staðfest það með leik sínum hér í
heimsmeistarakeppninni í Mexíkó.
Hann hefur fengið að leika knatt-
spymu hér. Það fékk hann ekki í
keppninni á Spáni fyrir fjórum árum,“
sagði Cesar Luis Menotti, fyrrum
þjálfari HM-liðs Argentínu, þegar það
varð heimsmeistari 1978 og einnig
1982, í Mexíkó-borg í gær. „Hins vegar
gæti hann mætt ægilegri ógn í úrslita-
leiknum við Vestur-Þjóðveija á
sunnudag," sagði Menotti ennfremur.
„Vestur-Þjóðveijar leika ekki knatt-
spymu af sama göfuglyndi og Eng-
lendingar eða Belgíumenn. Maradona
gæti stafað hrseðileg ógn af einum
leikmanni Þjóðverja, það er vissulega
Hans Peter Briegel. Ég hef áhyggjur
af því. Ef lögum í dómgæslunni er fylgt
út í æsar þá er enginn knattspymu-
maður í heiminum, sem getur stöðvað
Maradona. Við verðum að krefjast
þess að dómaramir vemdi knatt-
spymusnillingana. Þegar Argentína
lék við England var enskur leikmaður
bókaður fyrir fyrsta brotið á Mara-
dona og það verður að eiga sér stað í
sambandi við alla leikmenn, sem nálg-
ast Maradona í leikni. Ef það verður
ekki gert deyr knattspyman," vom
lokaorð Menotti.
Menotti hefur haft sig mikið í
frammi í Mexíkó og þá einatt gagn-
rýnt núverandi landsliðsþjálfara
Argentínu og liðsuppstillingu hans.
Hann ætti þó að vera búinn að taka
gleði sína á ný eftir leik landa sinna
í gærkvöldi. -hsím
munum við einbeita okkur að leiknum
við Evrópumeistara Frakklands,"
sagði Guy Thys, sem síðustu 10 árin
hefur verið landsliðsþjálfari Belgíu
með góðum árangri. Leikur Belgíu og
Frakklands um þnðja sætið verður í
Puebla á laugardag kl.18. Belgia hefur
aldrei áður komist svo langt á HM.
Undanúrslitaleikur Argentínu og
Belgíu í gær verður í minnum hafður
vegna frábærrar frammistöðu Mara-
dona. Hann er konungur knattspym-
unnar í dag, enginn kemst með tæmar
þar sem hann hefur hælana. Leikni
þessa litla kappa, hraði hans og spym-
ur, jafnt í markskotum sem sending-
um, era undraverð. Slík hæfni hefur
ekki sést á knattspymuvöllum síðan
Hollendingurinn Johan Crayff var
upp á sitt besta fyrir góðum áratug. í
dag era leikmenn eins og Platini og
Zico aðeins skuggi litla snillingsins.
Eftir leikinn í gær gat Maradona ekki
mætt á fréttamannafundinn. Nafh
hans hafði verið dregið út þegar leik-
mönnum var stefht í lyfjapróf. Engar
fréttir hafa borist af því hvemig hon-
um gekk þar að koma þvagi frá sér í
glas eða af niðurstöðu ly§aprófsins.
Maradona skoraði bæði mörk Arg-
entínu í gær gegn Belgíu. Bæði með
gæðastimpli snillingsins. Hið fyrra á
52. mín. Fékk sendingu frá Enrique
inn í vítateiginn með tvo Belgíumenn
á hælunum, Pfaff hljóp gegn honum,
sem sennilega vora mistök, og Mara-
dona spymti knettinum þá snöggt með
vinstri fæti í markið. Síðara markið
skoraði hann á 63. mín. þegar hann
hljóp fram hjá þremur varnarmönnum
með boltann eins og reimaðan við skó
sína, inn í vítateiginn og sendi knött-
inn af miklu öryggi í markið framhjá
Pfaff. Ekki síðra mark en annað mark
hans gegn Englandi á dögunum. Ekki
munaði miklu að Maradona skoraði
tvö önnur mörk í leiknum. Pfaff varði
frábærlega langskot hans fyrst í leikn-
um. Þegar langt var liðið á leikinn
átti hann skot rétt fram hjá stöng eft-
ir einleik.
Argentínumenn hefðu getað sigrað
með enn meiri mun í leiknum. Þeir
fóra illa með nokkur færi, einkum
Valdano, sem ekki kom knettinum í
markið og Pfaff víðs fjarri. Belgíu-
menn, duglegir að venju, fengu og
nokkur færi í leiknum sem þeir ekki
nýttu.
Þegar Maradona yfirgaf leikvang-
inn mikla og glæsilega eftir leikinn,
ber að ofan, fögnuðu áhorfendur hon-
um gífurlega. Maradona var mjög
glaður, stökk oft og hátt í gleði sinni
áður en hann hvarf til búningsher-
bergjanna. Glæsilegri sýningu var
lokið. Áhorfendur 110.420 og liðin vora
þannig skipuð:
Argentína. Pumpido, Cuciuffo,
Brown, Reggeri, Olarticoechea, Giusti,
Batista, Burrachaga (Bochini 85. mín), ,
Enrique, Maradona og Valdano.
Belgía. Pfaff, Gerets, Demol, Ren-
quin (Desmet 55. mín), Verwoort,
Grun, Scifo, Vercauteren, Ceulemans,
Veyt og Claesen. hsím
j" Úneker ]
lennefstur;
I - Maradona sækir á J
| Englendingurinn Gary Lineker |
* er enn markahæsti leikmaðurinn ■
| á HM en Argentínumaðurinn Di- I
Iego Maradona sækir þó fast að I
honum. Lineker hefur skorað 6 *
Imörk og þau verða ekki fleiri. I
Maradona skoraði sem kunnugt *
I er tvö í gærkvöldi og er nú kominn I
■ með fimm mörk og á einn leik eft- .
I ir. Annars lítur listinn þannig út: |
? Gary Lineker, Englandi,..6 ■
| Maradona, Argentínu,.....5 I
| Preben Elkjær, Danmörku,.4 |
I Igor Belenov, Sovét,.....4 :
IJorge Valdano, Argentínu..3 |
JesperOlsen, Danmörku,...3 ■
I_________________________£k|
I
I
I
I
I
I
dæmir
úrslita-
leikinn
I
| Alþjóða knattspymusambandið
Itilkynnti í nótt að það kæmi í hlut
Romualdo Arppi frá Brasilíu að
Idæma úrslitaleik heimsmeistara- I
keppninnar á sunnudag milli *
I Þjóðveija og Argentínumanna. |
■ Línuverðir verða þeir Erik Fred- .
I riksson frá Svíþjóð og Bemy Ulloa |
_ fró Costa Rica. ■
I • Englendingurinn George Co- I
Ií Mexíkó. Línuverðir á þeim leik I
verða þeir Heman Silva frá Chile ■
Iog Jamal Al-Sharif frá Sýrlandi. I
-SKj
• Belgíumennirnir Daniel Veyt, til vinstri, Stepane Demol og markvörður-
inn Pfaft horfa með angistarsvip á eftir knettinum í markið. Fyrra mark
Maradona sem einnig fylgist með. Simamynd Reuter.