Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1986, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1986, Blaðsíða 4
4 DV. FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1986. Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir DV-myndir S. Ánægðir viðskiptavinir komu hlaðnir út. Útsöluvínin Hér birtist listi yfir þær 26 vínteg- undir sem Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins setti á útsölu í gær. Aðeins tvær þessara tegunda hafa verið skráðar á verðlista áfengis- verslana ríkisins að undanfömu. Það em rauðvínið Ingelnook, sem lækkaði úr 790 krónum niður í 500 krónur, og hvítvínið Chardonnay Christian Brother, sem lækkaði úr 530 krónum niður í 250 krónur. Burgundy Chr. Brother 200 kr. Gamay Beaujolais 250 kr. Ingelnook 1,5 lítri 500 kr. Almon Cab. Sauv. '/ fl. 140 kr. Almon Petit Sirah 200 kr. Cava 200 kr. Monterey Red 210 kr. Vina Lanciano 200 kr. Pinot Noir Focsani 180 kr. Stani Red 2 lítrar 450 kr. Nemea Cava 250 kr. Fiirst Púckler 180kr. Chenin Blanc Heubl. 200 kr. Chenin Blane Heubl. 1,51. 450 kr. Pinot Chardonnay Chr. Br. 250 kr. Monterey Taylor 200 kr. Mateus hv. 200 kr. Aveleda 180 kr. Mainzer St. Alban 180 kr. Apelia hv. 450 kr. Barros Rosé 200 kr. Calliga Rosé 200 kr. Celler Rosé 200 kr. Stani Rosé 200 kr. Spumante Res. 250 kr. Pinot di Pinot 180 kr. -KMU Ekki apnlgabb í gær „Rýmingarsala hjá Áfengisverslun- aprílgabb. Þann dag var engin útsala inni“ var fyrirsögn baksíðufréttar DV í „Ríkinu“. þann 1. apríl síðastliðinn. Birt var Þeir Höskuldur og Einar létu hug- mynd af Höskuldi Jónssyni, sem þann myndina um rýmingarsölu hins vegar dag tók við forstjórastarfinu í ÁTVR, verða að raunvemleika í gær. Reyndar og Einari Ólafssyni, útsölustjóra í vom margir vantrúaðir í gær á sann- versluninni við Lindargötu. leiksgildi frétta um útsöluna, minnug- Þessi frétt reyndist því miður vera ir fyrri frétta. -KMU Biðraðir eftir útsöluvininu „Það er allt orðið vitlaust," sagði afgreiðslumaður í „Lindargöturíkinu" í Reykjavík klukkan rúmlega eitt í gær. Ortröðin i vínbúðinni var þá svip- uð því sem gerist síðdegis á föstudegi fyrir verslunarmannahelgi. Ailir vildu kaupa útsöluvínið. Fengu færri en vildu. Fljótlega eftir klukkan níu í gær- morgun, þegar spurðist að útsala væri hafin, tók fólk að streyma í Lindar- göturíkið. Þegar Ríkið opnaði aftur eftir hádegislokun klukkan eitt höfðu myndast langar biðraðir fyrir utan. Útsöluvínið rauk út. Fæstir létu sér nægja að kaupa eina flöskú. Flestir keyptu nokkrar og margir heilan kassa. Um helmingur tegundanna seldist upp fyrir hádegi. Um' tvöleytið var aðeins ein tegund eftir, sú sem mest var til af; bandaríska rauðvínið Ing- elnook. Það hreinsaðist út síðdegis. Um tvö þúsund flöskur af borðvíni vom seldar á útsölunni í Lindargötu í gær. Búast má við að þær 600 flösk- ur, sem boðnar verða á útsölu á Akureyri í dag, seljist líka fljótlega. Afelátturinn er vemlegur, yfirleitt rúmlega þriðjungur. Dæmi em um meira en helmingsafslátt. Tilgangur Áfengisverslunarinnar með rýmingar- sölunni er að losna við vín sem lítið hafa selst. Þetta er ekki fyrsta útsala ÁTVR. Einar Ólafsson, útsölustjóri á Lindar- götu, sagði að útsölur hefðu tíðkast fyrir 1960. Og þetta verður ekki síðasta útsal- an, að sögn Höskuldar Jónssonar sem varð forstjóri ÁTVR 1. apríl síðastlið- inn. „Við munum ekki hafa þetta með þessum hætti heldur setja vín í versl- unina þegar við þurfum að koma því frá eða rýma. Það gæti verið að ein- hvem daginn birtust kannski nokkrar flöskur eða nokkrir tugir flaskna á sérkjörum," sagði Höskuldur. -KMU Rýmingarsala hjá Áfengisversluninni -Viljum leggja okkar afmörkumí baráttunniviðverö- bólguna, segir Höskuldur Jónsson semtekurviöfor- stjórastarfinu í dag „Þes&i verðlekkun getur haft áhrif á framfærsluvisitOluna sem svarar tveimur prósentustigum. Við Þorsteinn Pálsson höfum rctt þetta ítarlega og ég hef fulla heimild til aft teþa vinið á þeasu verði," sagfti Höskuldur Jónsson, fýrrum ráftu- neytisstjóri f fjármálaráðuneytinu or nýréftinn forstjóri ATVR. Hoskuldur tók til starfa i nýjum húsakynnum nú i morgun. Fyrsta dagskipun hans var - Allar á/engis- birgðir skulu lækkaftar um 10 pró- „Við höfum hugleitt þetta mál' nokkuð í fjármálaráftuneytinu og i kjölfar nýrra kjarasamninga þykir okkur rétt að leggja eitthvaft af mörkum i baráttunni gegn verft- bólgunni. Áfengislækkunin ætti að hjálpa ríkisstjóminni vift að ná yfir- lýstu takmarki sinu um 7 prósent verftbólgu í lok ársins." sagði Hoskuldur Jónsson. Þá hefur hinn nýráftni foritjóri ATVR ékveftift að nokkrar tegundir áfengis veröi teknar af skrá og óðrum bætt vift: „£g sótti vinsm- okkunamámskeið í Chantinilly f S-Frakklandi i síftasta mánufti ásamt Sigmari B. Haukasvni. Þar kynntumst vií nokkrum fráhærum rauftvinstegundum og líkjorum sem ekkt hafa venft fáanlegir hérá landi fyrr. Vift gerftum þegar stórar pant- anir og finr hragftift verftum við að lcva okkur \ift birgftir gamalla vina. \'ift a-tlum aft byrja á þvi að selja Red Bordeaux rauftvin. Martini og Hols Creme de Banana á niöursettu veifti." Heilflaska af Red Bordeaux sem kostaði 320 krónur kostar nú 100 krónur. Martini kostaöi 680 krónur Höakutdur Jórraaon, loratjóri ATVR, og Elnar Ólafsaon, útsölustfóri I Afenglsverslunlnnl vlð Undargötu. attiuga blrgölr nú I morgun: - Vlö verftum að rýma til fyrtr IrAbaenim rauftvlnum og llkjörum frA Chantln- llly. DV-mynd GVA. VeM6ídag-l. april: Þríggja alda Aprílgabb DV varð að raunveruleika í gær. I dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari Sjúklingar á heimsmarkaði Eins og kunnugt er af fréttum eru hjartaskurðlækningar hafnar á Landspítalanum. Slíkar hjartaað- gerðir hafa ekki verið gerðar hér á landi fyrr, enda hafa íslenskir hjartasjúklingar ekki verið það margir fram að þessu að borgað hafi sig að setja upp heila sjúkradeild þeirra vegna. Venjan hefur því verið sú að aðgerðimar hafa verið fram- kvæmdar erlendis, einkum í Bret- landi, og drjúgur peningur sparast með því móti, enda dýrt fyrirtæki að setja upp sjúkrahús fyrir sjúkl- inga sem telja má á fingrum annarr- ar handar. En læknar eru stolt stétt, sem telur það fyrir neðan virðingu sína að senda sjúklinga úr Iandi og þeir hafaþví árum saman stundað skel- eggan áróður fyrir því að hjarta- skurðlækningadeild yrði stofnsett á íslenskum spítölum. Það hefur og hjálpað læknunum í þessu baráttu- máli að hjartasjúkdómar færast í vöxt, enda er það fylgikvilli í nú- tímasamfélagi að ganga um með bilað hjarta. Reykingar, hreyfingar- leysi og offita era helstu einkenni þeirrar kynslóðar sem nennir ekki að leggja það á sig að halda við heilsunni. Sagt er að hátt á annað hundrað sjúklingar á ári hafi þurft að ganga undir uppskurð erlendis vegna hjarta- og æðakvilla. Nú eru læknamir sem sagt búnir að fá þessa uppskurði flutta inn í landið með sérstakri deild fyrir næstu fómarlömb og þykir þetta mikill og merkur áfangi. Langur vegur er þó frá því að þessar fram- farir borgi sig fyrir heilbrigðiskerfið, enda dýrt að reka sjúkradeild af þessu tagi með fullkomnustu tækjum og aðbúnaði og sérfræðinga i bak og fyrir. En sjálfsagt munar ekki um einn kepp í sláturtíðinni þótt alltaf sé verið að tala um að heilbrigðis- geirinn sé að sliga þjóðina í pening- um talið. Kæmi manni ekki á óvart þótt Borgarspítalinn og Landakot fylgdu í kjölfarið á Landspítalanum með eigin hjartaskurðlækninga- deildum í samræmi við þá hnífjöfnu sjálfetæðisstefnu í spítalamálum þjóðarinnar að gera ekki upp á milli sjúkrahúsanna. Það þarf hins vegar ekki glöggan mann til' að gera sér ljóst að vel er í lagt þegar ný og fullkomin sjúkra- deild er opnuð á Landspítalanum til að skera upp einn sjúkling annan hvem dag og tæplega þó. Læknamir og sjúkrahúsyfirvöld hafa því upp- lýst okkur hin, sem ekki erum hjartveik og borgum brúsann af þessari sjálfetæðisbaráttu, að nú séu mikil og ábatasöm viðskipti í vænd- um. Landspítalinn ætlar nefnilega að heíja innflutning á hjartveiku fólki frá Færeyjum og Grænlandi og gott ef ekki frá fjarlægari þjóðum og skera upp í gríð og erg. I DV í fyrradag er haft eftir Ríkisspítalafor- stjóranum að heilbrigðisþjónustan sé heimsmarkaðsvara. Lækningar em eins og hver annar iðnaður. Færeyski markaðurinn er að vísu ekki stór, segir hann, en þar má byija og færa síðan út kvíamar. Margt undarlegt hafa íslendingar flutt inn um dagana. Allt frá dönsk- um tertubotnum upp í sænska gluggastangatappa og hefur hug- myndaflugið verið með ólíkindum þegar landsmenn vilja flytja inn til að græða á því. Aldrei hefur samt íslenskum heildsölum dottið í hug að það gæti verið gróðavegur að flytja inn hjartasjúklinga. Stafar það sennilega af því að þeir hafa ekki gert sér grein fyrir því sem forstjór- inn á Ríkisspítölunum hefúr áttað sig á, að sjúklingar eru heimsmark- aðsvara og ganga kaupum og sölum milli lækna. Eftir því sem fréttir herma úr heil- bfigðiskerfinu er þess að vænta að Landspítalinn geti grætt á þessum sjúklingum milljónir króna og sjá nú menn fyrir sér að gjaldeyristekjur þjóðarinnar snarhækki á næstu árum þegar þeir fara að skera í akk- orði á Landspítalanum. Kannski getum við, þegar tímar líða, hætt að hafa áhyggjur af fisksölunni fyrir vestan og einblínt á heimsmarkað- inn á sjúkrastofunum. Þegar spítal- amir yfirfyllast af aðframkomnum útlendingum og Borgarspítali og Landakot og heilsugæslustöðvar vítt og breitt um landið opna afgreiðslur fyrir uppskurði á færibandi munum við loks fara að mala gull. Eins dauði er annars brauð. Vöruskiptajöfnuð- urinn verður hagstæður, erlendar skuldir lækka, gjaldeyrisreikningar dafria. Þökk sé feitum og hjartveik- um Færeyingum og Grænlending- um, sem liggja illa haldnir á spítölum og em partur af heimsmarkaðinum sem Islendingar leggja undir sig. Og þökk sé læknum sem hafa vit á því að græða á sjúklingum með því að breyta heilbrigðisþjónustunni í iðn- aðargróða. Nú er bara að vona að sem flestir veikist í útlandinu. Þá blómstrar nýiðnaðurinn á íslandi. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.