Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1986, Blaðsíða 30
30
Knattspyrna unglinga
Knattspyrna unglinga
6. flokkur:
f BreiðaWik ^
1 sigraöi
« * ***
DV. FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1986.
yrna unglinga
„Tommamót Týs var stórkostlegt!“
ITommamót Týs í 6. fl. A- og B-liða var sett miðvikudaginn 18. júní á
Hásteinsvellinum. Gengu öll þátttökuliðin frá Bamaskólanum og út á |
Ivöll þar sem mikið fjölmenni var saman komið. Þar var hátíðin sett og ■
boðið upp á skemmtiatriði. Þ.á m. léku hinir alræmdu Hrekkjalómar ■
| og Stjömulið Ómars Ragnarssonar. Stjömulið Ómars vann 1-0 í stór- I
1 skemmtilegum leik með marki Eiríks Haukssonar, poppsöngvara með
| meiru.
A fimmtudeginum hófst síðan keppnin fyrir alvöm og var leikin knatt-
| spyma frá 9 á morgnana til 6 á daginn. Á kvöldin vom m.a. grillveislur,
Iskoðunarferðir, bátsferðir, knattþrautarkeppni o.fl., þannig að peyjunum ■
þurfti aldrei að leiðast. Mótið var frábærlega vel skipulagt og stóðust
Sallar tímaáætlanir upp á hár. Má segja að hver mínúta hjá strákunum |
hafi verið skipulögð út í ystu æsar.
I Leikið var á grasi. Þátttakendur vom um 600 (500 strákar og 100 farar-
■ stjórar og þjálfarar). Aðalskipuleggjari mótsins var Lárus Jakobsson.
| Fréttaritari DV í Vestmannaeyjum, Gísli Valtýsson, og Þorsteinn
Gunnarsson sendu eftirfarandi umsagnir og myndir frá Tommamótinu. j
Myndin er af 6. flokki Völsunga frá Húsavík og er tekin af strákunum þegar þeir höfðu viðkomu á Reykjavikurflug-
velli á heimleið frá Vestmannaeyjum. Völsungur stóð sig frábærlega vel, lék úrslitaleik um 1. sætið gegn Breiðbliki
i A-liði og töpuðu naumt, 2-3, og höfnuðu því i 2. sæti sem er aldeilis frábær árangur. Strákunum fannst Vest-
mannaeyjaferðin algjört æði. Forráðamenn liðsins kváðust vilja koma á framfæri góðum kveðjum til Vestmannaey-
inga og þökkum fyrir frábærar móttökur. Þjálfarar strákanna eru Örn Ólason og Ástvaldur Jóhannesson. Þeir
félagar voru sammála um það að Tommamótið hefði verið stórkostlegt. DV-mynd HH.
6. flokkur Breiðabliks hefur staðið sig mjög vel það sem af er keppnistímabilinu. Strákarnir sigruðu bæði í A- og
B-liði á Tommamótinu, sem er frábært. í Faxaflóamótinu léku þeir sama leikinn. Hvað gera þeir í pollamóti Eim-
skips og KSÍ sem fer fram í byrjun júlí? Allavega er Ijóst að það er valinn maður í hverju rúmi hjá 6. fl. Breiðabliks.
Til hamingju með sigurinn, strákar. Á myndinni eru drengirnir að taka við verðlaunum fyrir unna sigra í Vest-
mannaeyjum.
Úrslitaleikurinn um 1. sæti A:
lýr og KR sigruðu
í innanhússmótinu
A-lið: 1. Týr. 2. Breiðablik. 3. Akranes.
B-lið: 1. Kr. 2. Víkingur. 3. FH.
Víðir prúðasta
Verðlaun voru veitt fyrir góða
frammistöðu í leikjum, tækni og prúð-
mannlega framkomu:
Besti leikmaðurinn: Aron Haralds-
son, Breiðabliki.
Besti markmaðurinn: Helgi Áss
Grétarsson, Fram.
Besti vamarmaðurinn: Amar Pét-
ursson, Tý.
Markakóngur: Jón Frímann Eiríks-
son, Akranesi.
Prúðustu liðin: Víðir og ÍK. Athygli
vekur að þetta er 3. árið í röð sem
Víðir er valið prúðasta liðið.
Skothittni. Eldri: 1. Pálmar Guð-
mundsson, Reyni. 2. Bertel Ingi
Amfinnsson, Gróttu. 3. Tjorvi Guð-
mundsson, Víkingi. - Yngri: 1. Andri
Sigþórsson, KR. 2. Gunnar Már Sig-
urðsson, KA. 3. Þorvarður Tjörvi
Ólafsson, FH.
Rekja knött. Eldri: Georg Ómarsson,
Víkingi. 2. Pálmar Guðmundsson,
Reyni. 3. Sigurður Reynir, ÍBK. Yngri:
1. Andri Sigþórsson, KR. 2. Halldór
Amar, Val. 3. Eiður Smári, ÍR.
Halda knetti á lofti. - Eldri: 1. Hauk-
liðið í 3. sinn
ur Þórarinsson, Víkingi (198). 2.
Sigurvin Ólafsson, Tý (48). 3. Ólafur
H. Ingason, Val (46). - Yngri: Andri
Sigþórsson, KR (45). 2. Ingólfur S.
Finnbogason, Þrótti (39). 3. Þorsteinn
Þorsteinsson, Þór, V. (38).
Vítakeppni. - Eldri: Bjamleifur Lár-
usson, Þór, V. 2. Jóhannes Þórharðar-
son, Akranesi. 3. Guðni R. Helgason,
Völsungi. - Yngri: Ásgeir F. Ásgeirs-
son, Fylki. 2. Ólafur Sigurjónsson, ÍR.
3. Atli Kristjánsson, ÍK.
Jón Frímann Eiríksson, ÍA
Skoraði
32 mörk!
Myndin er af Jóni Frímanni Eiríks-
syni sem var iðinn við að skora mörk
á Tommamótinu, 32 urðu þau alls, sem
er aldeilis ffábært. Hann er leikmaður
með 6. fl. Akraness. Ráðlegging til
allra vamarmanna í framtiðinni:
„Passið ykkur á Jóni Frímanni!"
Eftirfarandi 10 leikmenn urðu
markahæstir:
Mörk
Jón Frímann, ÍA 32
Bjami J., KR 18
Andri S., KR 16
Birgir Leifur, ÍA 15
Vilhjálmur V., KR 14
ÓIi B. Ólafsson, KA 12
Amþór, ÍA 12
Guðni, Völsungi 11
Guðjón Ingason, Leikni 11
Ámi Gunnarsson, Tý 11
Helgi Áss Grétarsson, Fram.
Markmaður mótsins
Helgi Áss Grétarsson, Fram, er hér
með verðlaunin en hann var kjörinn
markmaður Tommamóts Týs. Sumar
„reddingar" hans vom - eftir fregnum
frá Eyjum að dæma - í sannkölluðum
Pfaff-stíl. Helga er margt til lista lagt,
er m.a. afburðaskákmaður. Hann
tefldi gegn Larsen hinum danska á
dögunum og þóttist Larsen góður að
ná jöfnu gegn strák.
DV-mynd HH.
Úrslitakeppnin
um sæti
í keppni um sæti í úrslitunum
á Tommamótinu urðu úrslit A-
og B-liða eftirfarandi:
A-lið:
1- 2. UBK-Völsungur 3-2
3.- 4. KR-KA 7-0
5- 6. Víkingur-Fram 2-6
7 - 8. Selfoss-ÍA 1-5
9.-10. Týr-Leiknir 2-0
11.-12. Haukcir-Valur 04
13.-14. Þór-ÍK 1-0
15.-16. Víðir-Þróttur 4-3
17.-22. Reynir-FH 4-2
17.-22. ÍR-Grótta 8-0
17.-22. Fylkir-ÍBK 1-6
B-lið:
1- 2. UBK-Fram 3-1
3.- 4. KR-ÍBK 5-2
5.- 6. ÍA-FH 8-6
7- 8. KA-Víkingur 1-5
9.-10. Þór-Týr 1-3
11.-12. Fylkir-Valur 1-5
13.-14. Leiknir-Selfoss 3-1
15.-16. Haukar-Völsungur 0-2
17.-22. Reynir-ÍK 0-6
17.-22. Grótta-Þróttur 0-2
17.-22. ÍR-Víðir 4-6
Breiðablik-Völsungur3-2 (1-1)
Völsungar frá Húsavík komu
skemmtilega á óvart í þessu móti með
því að komast í úrslitaleikinn. Breiða-
bliksmenn komust þangað með þvi að
vinna alla andstæðinga sína mjög ör-
ugglega og var því fyrirfram búist við
auðveldum sigri þeirra.
En annað kom á daginn. Þrátt fyrir
að þeir sæktu meira vörðust Völsimg-
ar mjög vel og áttu hættulegar
skyndisóknir (Ítalíuaðferðin!). Upp úr
einni slíkri skoruðu þeir mark, fengu
homspymu og fyrirliðinn, Guðni H.
Helgason, skoraði af stuttu færi eftir
um 10. mín. leik.
Áfr am sóttu Blikar og tókst að jafna
metin á síðustu mín. fyrri hálfleiks,
ívar Sigurjónsson skoraði þá af stuttu
færi eftir mikinn darraðardans í víta-
teigi Völsunga. Staðan 1-1 í hálfleik.
Áffarn sóttu Blikar stíft en mark-
vörður Völsunga, Hjálmar Ingimars-
son, varði oft mjög vel og hélt liðinu
á floti með góðri markvörslu.
Þegar um 2 mín. voru eftir fékk
Völsungur aukaspyrnu 20 m ffá marki
UBK. Fyrirliði Völsungs, Guðni H.
Helgason, gerði sér þá lítið fyrir og
skoraði beint úr spymunni, stórglæsi-
legt mark, eins og þau gerast best í
Mexíkó.
Héldu nú margir að þama hefðu
Völsungar gert út um leikinn. En
Breiðabliksmenn vom ekki af baki
dottnir. í næstu sókn fór boltinn í
hönd eins vamarmanns Völsunga,
vítaspvma var dæmd sem fyrirliði
UBK, Aron Haraldsson, skoraði ör-
ugglega úr.
Á síðustu sekúndunum kom svo sig-
urmarkið og var það ekki af verri
endanum. Gunnar Ólafsson, Breiða-
bliki, skaut (var það fyrirgjöf) lengst
utan af kantinum og knötturinn sveif
efst í markhomið fjær hjá Völsungum.
Lokatölur 3-2, UBK í vil.
Þetta var stórskemmtilegur leikur,
skemmtilegir taktar, ffábær mörk og
góð markvarsla. Sérstaklega vom síð-
ustu mínútumar spennandi og
skemmtilegar.
Ivar Sigurjónsson og Aron Haralds-
son vom bestu menn Breiðabliks,
báðir mjög skemmtilega leiknir með
knöttinn.
Hjá Völsungum var markvörðurinn,
Hjálmar Ingimarsson, bestur, varði oft
vel, og Guðni fyrirliði var drjúgur,
annars var lið Völsungs mjög jafn-
gott. Þjálfari UBK er Kristján Hall-
dórsson, þjálfari Völsungs Ástvaldur
Jóhannesson.
Leikmaður mótsins
Aron Haraldsson.
| „Frábært mót“
ILeikmaður Tommamótsins í ár |
var valinn Aron Haraldsson hjá .
IBreiðabliki. Aron er mjög tekn- |
iskur og fljótur leikmaður, með ■
| næmt auga fyrir samspili. Við I
Itókum hann tali.
„Þetta er búið að vera frábært ■
Imót og mj ög skemmtilegt að vera I
hér í Vestmannaeyjum. Ég kom *
I héma líka í fyrra og mér þykir |
* leiðinlegt að geta ekki komið til .
| Eyja og spilað aftur í Tomma- |
_ móti. Þetta verður ógleymanlegt. ■
Þennan góða árangur þakka I
Iég fyrst og fremst ffábærum I
þjálfara, Kristjáni, og að við spil- ■
Iuðum vel og skynsamlega og I
vorum sem eitt lið,“ sagði þessi *
I skemmtilegi og hægláti piltur að I
Jjokum.
Umsjón:
Halldór Halldórsson
Úrslrtaleikur um 3. sæti (A):
j KR-KA 7-0 (2-0) j
IKR-ingar höfðu nokkra yfirburði Andri var bestur hjá KR.
í þessum leik. Andri Sigþórsson fór Markvörður KA, Freyr Ketilsson, I
I á kostum, gerði 4 mörk fyrir KR, var bestur hjá KA, forðaði liðinu frá I
1 hvert öðru fallegra. Bjami Jónsson enn stærra tapi með góðri mar- '
I gerði 2 mörk og Nökkvi Gunnarsson kvörslu.
Ll— — — j