Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1986, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1986, Blaðsíða 15
DV. FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1986. 15 Dýikeyptur vinskapur Um fátt hefur meira verið rætt síð- ustu vikuna hérlendis en mál fóst- bræðranna og vinanna Alberts Guðmundssonar ráðherra og Guð- mundar J. Guðmundssonar þing- manns og verkalýðsleiðtoga. Sjaldan hefur þjóðin orðið vitni að jaíh þrautskipulagðri aðför stjómmála- manna að flokksbróður eins og í þetta skipti, þegar koma átti Guð- mundi J. fyrir kattamef, án þess að hann fengi tækifæri til þess að bera hönd fyrir höfuð sér, og sjaldan hafa slík áform misheppnast eins gjör- samlega og nú virðist raunin á. Ég segi misheppnast, því enda þótt af- tökusveitinni kunni áð heppnast það ætlunarverk að setja punkt aftan við þingmennskusögu Guðmundar, þá er ljóst að þeir sem seiðinn efldu munu einnig eiga um sárt að binda þá upp verður staðið, þrátt fyrir dýra svardaga nú um stundir um það að þeir hafi hvergi nærri komið og séu að springa af harmi yfir glappaskot- um Guðmundar. Löng forsaga Að öllu þessu máli er löng forsaga. Hún er fyrst og fremst innanflokks- átök í Alþýðubandalaginu, valdatafl milli ákveðinna manna, en hún er einnig um djúpstæðan skoðanaá- greining milli manna, sem vilja fara að mestu eftir leikreglum lýðræðis- ins og þeirra, sem vilja veikja það eftir mætti með upphlaupum og glundroða. Sveit hinna síðamefhdu er orðin fremm- fámenn, en þeim mun harðsnúnari. Hún má muna sinn fíf- il fegri, því sú var tíð að hún réð mestu innan samtaka kommúnista, sem síðar kölluðu sig sósíalista og nú skýla sér bak við heitið Alþýðu- bandalag, þar sem þeir hafa föngið stóran hóp vinstri lýðræðissinna til liðs við sig. Þessi sveit réð einnig í raun að langmestu leyti ferðinni inn- an verkalýðshreyfingarinnar og gat att henni út í þjóðfélagsátök í hvert skipti sem það hentaði best flokks- sjónarmiðum. Sífellt fleiri innan verkalýðshreyf- ingar og Alþýðubandalags hafa orðið leiðir á því að láta upphlaups- öflin nota sig í hvert skipti sem þeim þóknast. Þeim er orðið það ljóst að bak við síendurtekið slagorðaglam- ur, yfirboð og andstöðu gegn öllum tilraunúm til þess að koma eðlilegu ástandi á í þjóðfélaginu býr ekki umhyggja fyrir velferð hins almenna launþega, heldur vilji til að skapa þjóðfélag óánægju og öfundar, sem er sá akur er kommúnismi nærist alls staðar á. Eftir þvi sem þessum sjónarmiðum hefur aukist fylgi innan Alþýðu- bandalagsins hefur upphlaupssveitin þynnst. Flestir gömlu jaxlamir eru hættir afskiptum en við hefur tekið sveit vaskra sveina og meyja, sem vilja beita hörku, hvar sem henni er unnt að koma við, sjálfum sér til framdráttar. Eins og oft vill verða verður heift þessa fólks mest í garð þeirra sem þeir telja sér næsta af „stéttasvikur- unum,“ það er flokksbræðranna. Hinir alverstu eru samkvæmt því þeir fulltrúar Alþýðubandalagsins, sem til forystu hafa valist í verka- lýðshreyfingunni og hafa nú ákveðið að meta hag umbjóðenda sinna meira en vilja upphlaupshópsins. Sá alversti meðal vondra er því As- mundur Stefánsson, forseti ASÍ. Ásmundur var um sinn í nokkurri andstöðu við formann Alþýðu- bandalagsins, sem vildi halda frið við órólegu deildina og taldi að veg- ur flokksins myndi vaxa með því að beita hörku og óbilgimi'gegn núver- andi ríkisstjórn. Einn mikilsmetinn verkalýðsleiðtogi flokksins, Guð- mundur J. Guðmundsson, tvísteig nokkuð um sinn og þótti þá býsna sæmilegur pappír innan órólegu deildarinnar. I síðustu samningum vann hann sér hins vegar til óhelgi með því að ganga til liðs við Ásmund og skoðanabræður hans og gera skynsamlega samninga. Eftir það hefur verið beðið færis. Nú lá mikið við Órólega deildin var ekki ein á báti. Hún á sér öflugan stuðningsmann í æðstu stjóm flokksins, sem er Ólafúr Ragnar Grímssori alheimsfriðarboði. Ólafur gæti hugsað sér að verða for- maður flokksins og er því ósárt um Svavar. Hann þarf líka að fá gott sæti við næstu þingkosningar. Þar er Guðmundur meðal annarra fyrir. Svavar formaður var að verða hallur undir verkalýðsarminn, sem Þjóðviljinn hefur hamast gegn^ enda ræður órólega deildin miklu á blað- inu. Þegar hann ákvað að setjast sjálfur í ritstjórastól og taka völdin á blaðinú var ljóst að ekki mátti lengur bíða. Friðarpostulinn kom flaumósa heim frá þeirri vondu Am- eríku og gaf sér tíma til að stoppa hérlendis. Svavari var gert viðvart um „hneykslið“ og hann heyktist á að ganga opinberlega til liðs við verkalýðsarminn. Nokkur vandi var að koma sög- unni á kreik. Til þess ráðs var gripið að koma henni á flot erlendis. Af einhverjum ástæðum má ekki rann- Kjallari á fimmtudegi Magnús Bjarnfreðsson saka það mál. Allir vita að ekkert lekur út úr rannsókn Hafskipsmáls- ins, síst af öllu ef valinkunnir sæmdarmenn eiga í hlut, og verður þeirri spumingu því væntanlega seint svarað hver hafi upphaflega ljóstrað málinu upp. En allt tókst eins og til var ætlast, og í a.m.k. einn dag voru valinkunnir sæmdarmenn undir miklu ámæli. Er óþarft að rekja þá sögu hér. Skrípaleikur „vináttunnar" Vinátta manna kristallast á ýmsa vegu. Vafalaust hefúr Albert ráð- herra gengið allt gott til, er hann styrkti Guðmund vin sinn til utan- ferðar, en betur hefði hann gert það án þess að leita til atvinnurekenda. Vafalaust hefur Guðmundur talið vinskap sínum og Alberts best borg- ið með því að þiggja styrkinn, en betur hefði hann slegið víxil. Stundum verður vinátta manna- svo yfirþyrmandi að viðstöddum verður óglatt. Mér fannst til dæmis algjör óþarfi að útvarpa vináttuá- varpi Ólafs 'Ragnars Grímssonar til Guðmundar J. um matartíma, eins og gert var. Veit ég raunar fyrir víst að ég var ekki einn um það að verða flökurt við þær yfirlýsingar allar, svo harmþrungnar og smeðjulegar sem þær voru. Líklega hefur þetta vin- áttuávarp orðið til þess að snúa almenningsálitinu meira Guðmundi í hag en flest annað. Svo mikið er víst að þótt takast kunni að bola Guðmundi frá þing- mennsku er ljóst að upphlaupsöflin og æðsti postuli þeirra munu ekki flá feitan gölt í þessu máli. Það er einnig trúa mín að þetta mál verði til þess að veikja stöðu þeirra innan flokksins til frambúðar. Kannski verður það meira að segja að raun- veruleika sem sagt var í allra fúrðulegustu fréttinni, sem sögð var í ríkisfjölmiðlunum af máli þessU. Það var þegar útvarpið var með það sem fyrstu frétt að „hópur félaga í Alþýðubandalaginu ætlaði að segja sig úr flokknum, ef Guðmundur J. Guðmundsson léti ekki af þing- mennsku". Aldrei skilgreint hverjir, hve margir né hver segði frá. Kannski útvarpið vilji pú upplýsa hvaðan sú frétt var komin, svo einn valinkunnur sæmdarmaður í viðbót liggi ekki saklaus undir því ámæli að hafa ætlað að notfæra sér trú- girni einhvers, sem ekki þekkti alla refilstigu friðarbaráttunnar. Magnús Bjarnfreðsson. „Sjaldan hefur þjóðin orðið vitni að jafn þrautskipulagðri aðför stjórnmálamanna að flokksbróður eins og í þetta skipti, þeg- ar koma átti Guðmundi J. fyrir kattarnef... Framsóknaiflokkimnn ekki byggðastefnuflokkur? Framsóknarflokkurinn hefúr jafn- an lagt mikla áherslu á það að halda jafnvægi í byggð landsins og á því sviði hafa baráttumenn flokksins unnið mörg góðverk. Nú hins vegar bendir margt til þess að byggðastefnan sé að víkja fyrir fijálshyggjustefnunni í Reykja- vík. Þar í borg hafa menn löngum verið iðnir við að koma þeirri rang- hugmynd á framfæri að landsbyggð- in væri Reykvíkingum þungur baggi. Við vitum hins vegar að þegar allt kemur til alls þá er það framleiðsla á landsbyggðinni sem stendur undir öllu. Bregðist hún er til lítils að reisa sjúkrahús, félagsmiðstöðvar, bíó- hallir, bankaútibú á hveiju götu- homi og reyndar alla þá atvinnu- starfeemi sem fólk stundar í höfúðstaðnum. Ályktanir samþykktar Fjárstreymið rennur linnulaust til Reykjavíkur og á meðan veslast mörg byggðarlögin upp úti á lands- byggðinni. Eins og ástandið er í dag dettur engum heilvita manni í hug að byggja hér um slóðir og afleiðing- in er að lífeyrissjóðirhir okkar sameinast öðrum sjóðum og flytjast til suðvesturhornsins. Mjög fjölmennur fundur um hús- næðismál var haldinn á Suðureyri 25. maí sl. Að honum stóðu Samtök áhugamanna um úrbætur í hús- næðismálum á Suðureyri og Flat- eyri: Fundurinn skilaði eftirfarandi ályktun: I. Að nauðungaruppboð verði stöðvuð þegar í stað. Það er vítavert að bjóða upp eign- Hannes Halldórsson í samtökum áhugamanna um húsnæðismál á Suðureyri ir fólks meðan það ástand ríkir tímabundið að eignir eru nánast verðlausar. í stað þess veitist fólki kostur á að endurfjármagna hús- næðið með.láni úr Byggingarsjóði verkamanna. II. Lán, sem fólk hefur tekið til öflunar húsnæðis, verði leið- rétt í gegnum skattakerfið með verulegum skattaafslætti eða beinum endurgreiðslum. Vegna hávaxtastefnu og misgengis lána og launa hafa lán hækkað mun meira en eðlilegt getur talist. Þetta hafa ráðamenn margoft viðurkennt og heitið úrbótum og leiðréttingum en þau jafnan verið svikin. , III. Komið verði á fót sérstök- um viðlagasjóði. Ríkisstjómin komi þegar í stað á fót viðlagasjóði til þess að aðstoða sveitarfélög þar sem fólk á í miklum erfiðleikum vegna húsnæðisskulda og sveitarfélög þurfa óhjákvæmilega að taka á sig skuldbingingar til þess að rétta við fasteignamarkaðinn. í þessu sambandi skal v^kin athygli á því, að eins og nú stefnir munu líf- eyrissjóðir Vestfirðinga verða lagðir í almenna sjóði landsmanna, á með- an fólk fiárfestir ekki í húsnæði í þessum landshluta. IV. Fólk, sem hefur aflað húsnæðis á síð- ustu árum, eigi rétt á að ganga inn í nýtt húsnæðislánakerfi. Vantar viljann Forsætisráðherra ásamt þing- mönnunum Þorvaldi Garðari Kristj- ánssyni og Matthías Bjamasyni, sem em þingmenn Vestfiarðakjördæmis, sáu sér ekki fært að mæta á fund þennan. Að mínu mati em sumir þingmenn allt of sjaldséðir í sínu kjördæmi. Óhjákvæmilega þarf fólk hér úti á landsbyggðinni oftar að hafa, samskiþti við sína þingmenn vegna fiarðlægðarinnar fiá Reykja- vík sem hýsir allar þær stofnanir sem fólk þarf eðlilega að sækja. Til að mynda er enginn fulltrúi frá Hús- næðisstoínun ríkisins til að veita ráðgjöf. Þarf þá viðkomandi að gera sér kostnaðarsama ferð til Reykja- víkur. Ég tel að ekki verði lengur við unað, slíkt er ástandið orðið hér í húsnæðismálum, sendið því fulltrúa frá Húsnæðisstofnun hingað á Vest- firði þegar í stað. Árin 1984 og 1985 var vinna hér í frystihúsinu í lágmarki og fólk lækk- aði því verulega í tekjum. Ekki þarf að hafa mörg lýsingarorð um það þegar fólk lendir í hringiðu vanskila, svo vel þekkir allt of margt fólk slíka óhamingju. Munyrinn á fólki sem lendir í slíku hér og í Reykjavík er sá að fólk getur ekki bjargað sér með því að selja sína fasteign, hún selst ekki, auk þess er hún verðlaus og ekki er hægt að bæta við sig vinnu því frystihúsið er nánast eina atvinnan. Þó teljum við þetta tímabundið ástand og er því nauðsynlegt að grípa til aðgerða strax. Er það bara ekki viljinn sem vant- ar, ágætu ráðamenn? Hannes Halldórsson „Fjárstreymið rennur linnulaust til Reykjavíkur og á meðan veslast mörg byggðarlögin upp úti á landsbyggðinni.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.