Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1986, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1986, Blaðsíða 26
38 FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1986. Rauða kross húsið Nú standa yfir miklar endurbætur á húsi Rauða krossins við Tjarnargötu og vinna starfsmenn ósleitilega við að mála og smíða innan húss. Reykjavíkur- borg sér um ytra viðhald hússins. Mynd GVA Rauði krossinn: Sendir hjúkrunarfræð- inga til hjálparstarfa Sigríður Guðmundsdóttir leggur nú upp í sína fimmtu for til hjálparstarfa en hún starfaði fyrst á vegum Rauða krossins í flóttamannabúðum á Thail- andi 1979-80. Síðan hefur hún verið við störf á hungursvæðum í Afríku, fyrst Sómalíu en siðan Eþíópíu. Nú er for hennar heitið til Súdan þar sem hún dvelst í fjóra mánuði til að byrja með og mun hún starfa við kannanir á næringarástandi meðal íbúa Darfur- héraðsins og gera áætlun um fæðu- gjafir. Pálína Ásgeirsdóttir er á forum til Thailands þar sem hún mun starfa á sjúkrahúsi sem Rauði krossinn rekur í flóttamannabúðum við landamæri Thailands og Kampútseu. Pálína verð- ur átjándi sendifulltrúinn sem RKÍ sendir til hjálparstarfa í Thailandi frá árinu 1979. Tekur hún við af Lilju Steingrímsdóttur sem hefur starfað í búðunum frá miðjum janúar. -BTH Sigríður Guðmundsdóttir og Pálína Ásgeirsdóttir sem munu starfa fyrir Rauða lcrossinn i Súdan og Thailandi næstu mánuðina. Tveir íslenskir hjúkrunarfræðingar eru um þessar mundir á forum til hjálparstarfa á vegum Rauða krossins erlendis. Um 38 böm og unglingar hafa gist Rauða kross húsið frá því það hóf starfsemi sína í desember á siðasta ári og fram í maí á þessu ári. Þá em ótald- ir þeir sem hafa fengið ráðgjöf og stuðning en ekki þurft á gistingu að halda. Að sögn Ólafs Oddssonar, for- stöðumanns hússins, er þetta meiri fiöldi en búist var við í upphafi og hefur stöðug og jöfii fiölgun átt sér stað frá því húsið opnaði. „Þetta hús er athvarf fyrir böm og unglinga sem veitir alhliða frumþarfaþjónustu og unglingamir geta rætt málin og fengið ráð og stuðning. Við höfum ekki neglt niður neinn ákveðinn hámarkstíma sem gestum leyfist að dvelja og hefur það verið frá nokkrum klukkustund- um upp í nokkrar vikur.“ í niðurstöðum skýrslu, sem Rauði krossinn hefur látið gera um starfeemi hússins frá opnun og til aprílloka, kemur í ljós að flestir gestanna koma á kvöldin og fyrrí hluta nætur. At- hygli vekur að um 61% þeirra em stúlkur en 39% piltar og er meðalald- ur stúlknanna sem leita í Rauða kross húsið nánast tveim árum lægri en drengja, eða um 16,6 ára. Stúlkumar dveljast einnig lengur en drengir en meðaldvalartími er um 7 dagar. Ástæður þess að unglingamir leita aðstoðar í athvarfinu em margskonar en algengasta vandamálið er sam- skiptaörðugleikar við umhverfið og þá yfirleitt við foreldra. Vímuefria- neysla er næstalgengasta ástæðan fyrir þvi að þau leita aðstoðar. At- hygli vekur að heimilisaðstæður þeirra sem í athvarfið leita em á þann veg að aðeins rúmur fimmtungur býr hjá báðum foreldrum. Nær þriðjungur hjá móður og stjúpa og tæpur ftmmt- ungur er heimilislaus. Nær helmingur foreldra em fráskildir. Sameiginleg einkenni þeirra sem leita aðstoðar virðist vera sundmn fiölskyldu, erfið- leikar við vinnu og skóla, samskipta- erfiðleikar, vímuefiianeysla og ofbeldi. „Þetta er mest áfengi sem ungling- amir em í en við höfum líka orðið vör við sterkari efni. Hass og amfetamín koma oft upp. Manni virðist að krakk- amir eigi almennt auðvelt með að ná sér í þessi efhi ef löngunin er fyrir hendi. Annars ber að leggja á það áherslu að athvarfið er ekki sérstak- lega miðað við þá unglinga sem eiga við vímuefnavandamál að stríða, held- ur alla þá sem telja sig á einhvem hátt þurfa aðstoð í sínum málum,“ sagði Ólafur Oddson. Aðsókn að athvarfinu hefur nokkuð dregist saman sl. mánuð og stendur til að útbúa nýtt skráningareyðublað þar sem veðrið er tekið með inn i myndina en að sögn Ólafs eiga ungl- ingamir auðveldara með að bjarga sér á götunni yfir sumartímann. Rauði krossinn rekur húsið fyrir eigin reikn- ing en til umræðu er að leita eftir samstarfi við fleiri aðila eftir því sem starfeemin verður umfangsmeiri. -S.Konn. Iðnaðarmönnunum var boðið í grillveislu enda hafa þeir unnið hörðum höndum. Evrópa í stað Klúbbsins? „Fjólbreytnin verður í fyrirrúmi" Verið er að setja nýjar innréttingar i húsið sem sumar hverjar eru nýjar af nálinni fyrir landann. DV-mynd: KAE Skemmtanalíf Reykvikinga verður sífellt fiölbreyttara eftir því sem tím- anum fleygir fram. Föstudaginn 25. júlí verður opnaður nýr skemmti- staður, til húsa að Borgartúni 32, í húsnæði því er eitt sinn hét Klúb- burinn. Þrír aðilar, þeir Gunnar Ámason, Vilhjólmur Ástráðsson og Ame V. Andersen, yfirtóku rekstur hússins og nú vinna um 50 manns hörðum höndum við breytingar á húsnæðinu. Að sögn Gunnars Áma- sonar er hér verið að taka gamlar innréttingar niður og færa húsnæðið í nútímabúning. „ I húsinu verður margt nýtt, sem er allt annað en fólk hefur átt að venjast hérlendis," sagði Gunnar. Hann sagði að þessar nýjungar væm fengnar víða að og enginn einn staður hafður sem fyrir- mynd. Þegar Gunnar var inntur eftir því í hvaða formi nýlunda þessi væri helst varðist hann frétta en sagði þó að hún yrði í formi myndar og tónlistar. „Þetta er tækninýjung sem er hvergi annars staðar hérlendis í þessu formi,“ sagði Gunnar. Breyt- ingamar ganga hratt og vel fyrir sig og síðastliðinn fostudag ákváðu eig- endur staðarins að gera iðnaðar- mönnunum dagamun og buðu þeim í grillveislu í hádeginu enda hafa þeir að sögn Gunnars staðið sig eins og hetjur. Smærri staðirnir hafa ekki sama aðdráttarafl Staðurinn mun að sögn Gunnars byggja mikið á lifandi músík. Hann óttast ekki hina miklu samkeppni um „gleðisvölun11 landans. Gunnar telur fiölbreytnina vera sitt sterk- asta vopn og bendir á að húsið sé stórt og því möguleikamir margir. Á nýja staðnum verður bæði diskótek og lifandi tónlist auk alls kyns uppá- koma. Mimu bæði innlendir og erlendir skemmtikraftar leggja sitt af mörkunum við að skemmta land- anum. „Samkeppnin bitnar frekar á smærri stöðunum, þeir hafa ekki sama aðdráttarafl," segir Gunnar. Nafninu haldið leyndu Nafn öldurhússins verður ekki gefið upp fyrr en samdægurs opnun- inni. Gunnar og félagar hans em þöglir sem gröfin um hvert það verð- ur. Orðrómur hefur þó verið á sveimi um það að nafn staðarins verði Ev- rópa en Gunnar vildi hvorki segja af eða á í því efni. Hann sagði ein- ungis að sjón væri sögu ríkari og að á þessum stað yrði eitthvað fyrir alla, fiölbreytnin yrði látin sitja í fyrimimi. JFJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.