Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1986, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1986, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1986. Fréttir Kemur í Ijós hjá dómstólum - segir skiptaráðandi um fullyrðingar Hafskipsmanns „Þessi skýrsla fær sína meðferð. Það kemur þá í ljós hjá dómstólum hvort þama er farið með staðlausa stafi eða ekki,“ sagði Ragnar H. Hall skiptaráðandi í samtali við DV í gær þegar hann var inntur álits á bréfi sem Helgi Magnússon, fyrrum endurskoðandi Hafskips, hefur sent viðskiptavinum sínum vegna þess að hann hefúr ákveðið að láta af störfum. í bréfinu segir Helgi meðal annars að rannsókn skiptaráðenda á gjald- þroti Haiskips hafi einkennst „af hlutdrægni og einhveijum óskiljan- legum viðhorfum, þar sem reynt var að ná fram fyrirframgefhum niður- stöðum um glæpsamlegt athæfi1'. Niðurstaðan hafi verið „skýrsla i reyferastfl, sem send var ríkissak- sóknara“. Helgi var einn þeirra sex manna, sem tengdust rekstri Hafskips, er úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í maí út af rannsókn á gjaldþroti skipafélagsins. Ragnar H. Hall vildi ekkert annað láta hafa eftir sér um fullyrðingar Helga þegar DV talaði við hann í gær. -EA Hvalkjot í loðdýrafóður: Gæti orðið um fjögur hundruð tonn Bilun a bilun ofan í Herjólfi - gúmmíbátur með farþega í land biást Fjórir ferþegar á Vestmannaeyja- ferjunni Heijólfi á fimmtudagsmorgun urðu heldur áhyggjufúllir þegar skipið stöðvaðist vegna bilunar um þijár sjómílur úti fyrir Þorlákshöfii. Far- þegamir áttu pantað far með flugvél til Benidorm sama dag og þar sem fyrirsjáanlegt var að þeir næðu ekki tímanlega í land eftir viðgerð á skipinu úti á sjó var það ráð tekið til bragðs að láta gúmmíbát síga niður úr flug- vél og var ætlunin að sigla með utanfarana fjóra í land. En öllum bilunum var ekki lokið enn. Þegar gúmmíbáturinn var ný- lagður af stað drapst á utanborðsmót- omum og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að koma honum í gang á ný. Það var því ekki um annað að ræða en róa gúmmíbátnum upp að Herjólfi aftur. Það var ekki fyrr en björgunarsveitarmenn frá Þorláks- höfn komu á gúmmíbjörgunarbát með viðgerðarmenn í skipið að hinir sein- heppnu farþegar fengu far í land, og brunuðu beint út á Keflavíkurflugvöll þar sem þeim tókst að ná flugvélinni á síðustu mínútu. -BTH Taugaspenningur greip um sig meðal utanfaranna fjögurra þegar Herjólfur bilaði og það var tekið til bragðs að láta gúmmíbát síga niður og sigla með þá i land. Hér eru þeir á leið niður í bátinn. Verði hvalkjöt notað í fóður fyrir refi og minnka gæti það orðið um 400 tonn miðað við áætlað magn af fóðri sem nota á næsta ár. Ef hvalafúrðir yrðu notaðar sem fóður fyrir refi og minka kæmi það í stað selkjöts og slátúrgangs, sem er milli 7 og 10 prósent af öllu fóðri. Af 23-25 þúsund tonnum af fóðri, sem þarf að nota á næsta ári, er hér því um að ræða milli 17 og 1800 tonn. Þessar upplýsingar fengust hjá Jóni Ragnari Bjömssyni, fram- kvæmdastjóra Sambands íslenskra loðdýraræktenda. Þetta er þó ekki svona einfalt. Selkjöt, sem er um helmingur þess- ara 7 til 10 prósenta, fæst fyrir ekki neitt og varla verður hvalkjötið, sem væntanlega þarf að borga fyrir, tekið fram yfir það. Þá er sláturúrgangur- inn eftir. Verð á kflóinu á því er milli 5 og 6 krónur og samkvæmt upplýsingum DV þyrfti hvalkjötið að vera talsvert ódýrara til þess að það yrði notað til jafhs við sláturúr- ganginn. Samkvæmt útreikningum er því verið að tala um u.þ.b. 400 tonn af hvalafóðri fyrir refi og minnka. KÞ Tíu ára afmæli Freeportklúbbsins Fyrir tíu árum vakti gífúrlega at- hygli hópur áfengissjúklinga sem ræddi sjúkdóm sinn umbúðalaust á opinberum vettvangi. Þessi hópur átti það sameiginlegt að hafe verið á Freeport Hospital í Bandaríkjunum til að ná einhveijum tökum á sjúkdómi sínum. Þeir kynntust þar nýjum viðhorfúm til sjúkdóms síns og nýjum aðferðum við meðferð á áfengissjúklingum. - Þar hættum við að skammast okkar fyrir að vera með þennan sjúkdóm, segir Tómas Agnar Tómasson, formað- ur afmælisnefridar klúbbsins. Við vorum meðhöndlaðir eins og hveijir aðrir sjúklingar. - Ég dvaldi í tvígang á Flókadeild áður en ég fór vestur, heldur Tómas áfram. Hér var farið með þetta eins og geðsjúkdóm. Áhersla var lögð á hvfld og lyfjagjöf. En það var nú bara eins og að neyta áfengis í þurru formi og gat leitt til misnotkunar á lyfjum. Á Freeport var fræðsla veitt allan daginn, þetta var í rauninni sex vikna stíf skólaganga, að því er Tómas segir. Til þess að kynna þessa árangursríku aðferð hér heima var Freeportklúbb- urinn stofriaður. Félaginu óx fljótt fiskur um hrygg, fræðslustarfsemin var mikil og hingað voru fengnir þekktir fyrirlesarar um áfengismál. Nokkrir Freeportfélagar höfðu for- gang um stofriun SÁÁ (Samtök Tómas Agnar Tómasson. áhugafólks um áfengismál) og fyrir stofiifúnd höfðu á tíunda þúsund manns skráð sig í samtökin. Nú er Freeportklúbburinn eins konar þjón- ustuklúbbur á bak við samtökin. Tómas segir að samheldni félaganna innan klúbbsins hafi veitt aðstoð til að halda sjúkdómnum í skefjum. Sterk vina- og fiölskyldubönd hafa myndast og gera menn sér ýmislegt til skemmt- unar saman. - Að missa vini þegar drykkju væri hætt var áhyggjuefiii margra, bætir hann við. En það sýndi sig að þeir sem hurfu voru bara virúr í glasi. Fjölskyldur áfengissjúklinga voru ekki síst hjálparþurfi og stóð klúbh urinn fyrir viðamikilli fiölskylduviku þar sem fenginn var leiðbeinandi og fyrirlesari frá Bandaríkjunum. Voru fiölskyldumar sannfærðar um það að þær yrðu sjálfar að leita hjálpar og skapa sér nýtt líf. - Þegar aðstandendur fera að gera eitthvað fyrir sjálfa sig opnast augun á alkóhólistanum. Það þarf að setja hann upp að vegg, fúllyrðir Tómas. Persónulega sá ég að ég var að ná árangri þegar ég sá það í augunum á fiölskyldu minni. Sjálfur hafði ég ekki trú á því. Tómas hefúr ekki neytt áfengis í tíu ár. En hver eru viðhorf fólks þegar hann afþakkar vínglas? - Það er tekið gott og gilt. Ég segist bara vera búinn með skammtinn minn. Einu sinni var þó gert svolítið grín að mér, það var á veitingahúsi í Genf. Vinur minn pantaði vín með matnum en ég kóladrykk. Aha, sagði þjónninn, beaujolais de Texas! Slíkur drykkur verður líklega í háveg- um hafður í afmælishófi klúbbsins þriðjudagskvöldið 12. ágúst að Hótel Sögu. -IBS En ekki var allt búiö enn. Utanborðsmótor gúmmibátsins brást einnig þegar hann var nýlagður af stað til lands. Ekki um annað að ræða en að taka upp árar og róa aftur að skipshlið. DV-myndir Páll Guðjónsson Lögreglumenn samþykktu sérkjara- samninginn Lögreglumenn samþykktu sérkjarasamning þann sem gerður var 18. júlí, með 244 atkvæðum gegn 194. 443 lögreglumenn notfærðu sér atkvæðisrétt sinn sem er 78% kjör- sókn. Samningurinn felur í sér launa- hækkun um 4-8 launaflokka, en það samsvarar 12,5 til 26,7% hækkun. í samningnum voru ýmis önnur ákvæði, en mestar deilur vakti sér- stök bókun með samningnum þar sem fram kemur að báðir aðilar hafi orðið ásáttir um að afnema verk- fallsrétt lögreglumanna. Höfðu forsvarsmenn BSRB hvatt iögreglu- menn til að fella samninginn vegna þessá ákvæðis. Einar Bjamason. formaður Lands- samtaka lögreglumanna, sagði að niðurstaðan lægi ljós fyrir en sagðist hafe kosið að sjá afdráttarlausari niðurstöðu. Hann sagði að munur- inn 55% á móti 43% væri heldur of lítill. „Hitt er auðvitað annað mál að það er aldrei hægt að búast við glæsibrag á samningi þar sem heild- arsamtökin lögðust mjög harkalega á móti honum. Það segir sig sjálft að heildarsamtökin hljóta að hafa áhrif. Þó ég sé ekkert að deila á þau fyrir að beita sér,“ sagði Einar Bjamason. Guðrún Ámadóttir, framkvæmda- stjóri BSRB, sagði að um þessa niðurstöðu væri ekkert að segja, lög- reglumenn hefðu samþykkt þennan samning. „Félögin em sjálfráð með að gera sína sérkjarasamninga, það sem við höfðum við að athuga var að verið var að versla með verkfalls- réttinn," sagði Guðrún. Hún sagði að þetta væri ekki rétti tíminn til að taka á verkfallsréttinum og þetta væri meira mál gagnvart öðrum í BSRB. JFJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.