Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1986, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1986. Frjálst.óháð dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JONAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÖSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjóm, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 450 kr. Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. Niðurgreitt hvalfjall Eftir hraklega meðferð sjávarútvegsráðherra og rík- isstjórnarinnar á hvalveiðimálinu situr þjóðin uppi með eitt fjallið enn, hvalfjallið. Sjávarútvegsráðherra hefur meira að segja hótað okkur, að við verðum að greiða niður kjötið til að koma því ofan í refi og minka. Sorglegt er að heyra leiðtoga stjórnarandstöðunnar lýsa yfir, að myndun hvalfjalls á íslandi hafi verið skásti kosturinn í stöðunni. Þannig hefur allt litróf ís- lenzkra stjórnmála fyrst náð samræmi - í hreinu rugli, rökfræðilegri endaleysu og fjárhagslegu tjóni. Samkvæmt útkomunni, sem íslenzkir stjórnmálaskör- ungar virðast innilega sammála um, fáum við nú eitt fjallið til viðbótar við lambafjallið, mjólkurfjallið, smjörfjallið og ostafjallið. Þar með munu skattgreiðend- ur fá enn einn heimagerðan vanda til að glíma við. Ef andstæðingum okkar úti í heimi tekst að nýta heimsku okkar og ólán til fulls, fáum við líka fiskifjall ofan á önnur fjöll, sem við höfum orðið okkur úti um. Við erum nefnilega ekki búin að bíta úr nálinni, þótt friður hafi verið saminn milli tveggja ríkisstjórna. Ein fyrstu mistökin, sem okkar menn gerðu, voru að vanmeta áhugamenn um bann við hvalveiðum. Okkar menn hafa nú ítrekað þau mistök með því að líta svo á, að bandarískir fiskkaupendur eða stjórnvöld muni ekki láta undan frekari þrýstingi úr þeirri átt. Næstu mistök okkar manna voru að knýja fram svo- kallaðar vísindaveiðar 120 stórhvela, í stað þess að sætta sig við orðinn hlut. Þótt stjórnarerindrekar geti samið um slíkt í einhverju ráði, breytir það ekki afar neikvæðu og hríðversnandi almenningsáliti í heiminum. Þriðju og verstu mistök okkar manna voru að telja sjálfum sér trú um, að orðalag um innanlandsneyzlu þýddi í raun, að við gætum haldið uppteknum hætti og selt þorra afurðanna til Japan. Ótrúlega einsýni og þrjózku þurfti til að ímynda sér þetta. Og það var gert. Afleiðingarnar eru nú komnar í ljós. Þeim 70% okk- ar, sem samkvæmt skoðanakönnun studdu hinar svokölluðu vísindalegu hvalveiðar, má nú vera ljóst, að þau hafa þá stjórnmálaforingja, sem þau eiga skilið. Þau geta byrjað, undir forustu þeirra, að éta hvalinn. 70% þjóðarinnar eiga skilið stjórnmálamenn, sem eru svo rökfirrtir, að þeir blanda saman í einum málslið stuðningi við svokallaða vísindastefnu, hvalnýtingar- stefnu og jafhvel fiskifriðunarstefnu - og hafa loks fengið niðurgreidda hvalfjallsstefnu í eðlilega útkomu. Komið hefur fram, að hvalfjallið er ekki samkeppnis- hæft á innanlandsmarkaði sem hráefni í lýsi, mjöl eða refafóður. Það stafar einfaldlega af, að það er dýrara en fiskúrgangur. En stjórnvitringar okkar geta hins vegar reynt að láta það keppa við kjötfjallalambið. Mátulegt væri, að þeir legðu saman í flokk sjón- varpsmynda, þar sem þeir kenndu 70% landsmanna átið og birtu þeim gagnlegar uppskriftir að hvalkjötsréttum. Síðan gætu þeir reynt að skýra áhrif þessa áts á snæð- ing annarra fjalla, sem þeir hafa komið upp. Dæmigert fyrir íslenzka stjórnmálamenn er að hafa reynt að skapa þjóðinni gróða með flóknum undan- brögðum í hvalveiðum og sitja svo uppi með að hafa bakað þjóðinni stórtjón. Táknrænt er, að stjórn og stjórnarandstaða skuli einmitt vera sammála um rugl. Þjóðin getur sjálfri sér um kennt. Hún hefur hlustað á og lesið endemis þvæluna úr þessum mönnum á degi hverjum án þess að hafa kennt til merkjanlegrar ógleði. Jónas Kristjánsson Flormokstur í kjólfötum Fyrr á öldinni, eða undir lok þeirrar síðustu, var gömul kona að leita sér lífsfyllingar. Til að losa spennuna, sem myndaðist milli hárrar þrár og lágrar sjálfsvirðingar, ákvað hún að yrkja rímu. Hún valdi Njálu að yrk- isefhi og hóf síðan flugið með þessari Skegglaus var hann Njáll gamli Hallgerður honum brigslaði. Og hans lika sonum með af því þeir voru tannslæmir. í síðustu línunni kemur fram sér- stæð kenning, - sú gamla hélt því nefnilega fram að Hallgerður hefði ekki kallað Njáls syni taðskegglinga heldur tannskekklinga af því að þeir hefðu haft skakkar tennur og eins og fram kemur í vísunni rann henni til rifja fruntaskapur Hallgerðar að vera að gera grín að strákagreyjun- um fyrir þetta. Á söguöld var enda lítið um tannréttingar. En ríman af Njáls sögu varð aldrei lengri en þessi eina vísa. Hið óhhða umhverfi bókmenntalegrar kröfu- hörku kæfði rímuna hennar í hlátra- sköllum og sennilega hefur hún dáið vansæl kona, að minnsta kosti heyrðist ekki að hún hefði auðgað bókmenntir þjóðarinnar með meiri kveðskap. En sagan um þessa bókmenntatil- raun gömlu konunnar kemur oft upp í hugann, raunar oftar en ég kysi. Það er þegar ég fletti gestabókum úti um land eða fyrir augu mér ber miða sem festir hafa verið upp um veggi á gististöðum eða jafnvel í heimahúsum og á þessum miðum getur að líta kveðskap sem ortur er undir merkjum alveg nýrrar brag- fræði. Ljóðstafir eru þar algjörlega fýrir borð bornir og rím oft í meira lagi skakkt. Þar að auki virðist fylgja þessari tegund kveðskapar undarleg tilhneiging til að umbreyta merkingu tungumálsins þannig að 'úr verður sorgleg markleysa. Ég verð að játa að í seinni tíð fletti ég með nokkurri gát gestabókum, sem ég fæ í hendur, af ótta við að þessir vanskapningar stökkvi á mig út úr einhverri opnunni. Skeggiaus var hann Njáll gamli Hallgeröur honum brigslaöi. Er þessi gamla kona gengin aftur í öðru hverju húsi? Eru það von- brigði hennar yfir mislukkuðum ferli sem rímnaskáld sem tröllríða and- legheitum ferðamanna svo að þeir lyfta ekki penna öðruvísi en að mis- þyrma móðurmálinu? Því að bragar- hættirnir eru hluti af móðurmálinu á nákvæmlega sama hátt og kenni- myndir sterkra sagna eða aukaföll fallorða. Undanfarið hefur þó tekið átján yfir þegar sjálft sjónvarpið okkar hefur gengið fram í að útbreiða þessa nýju ljóðmenningu. Eitt dæmi vil ég tilfæra þar um en fullyrði þó ekki að þau gætu ekki verið fleiri. í leik- inni auglýsingu, sem á að beina landsmönnum inn á réttar brautir í sambandi við neyslu á Svala, þeim góða drykk, stekkur fram leður- klæddur, glæsilegur ungur maður I talfæri Ragnar Ingi Aðalsteinsson með kaskeiti og syngur ásamt öðrum ljóð um ágæti framleiðslunnar hjá Sól hf. Allt gott er um þetta að segja. Auglýsingin er vel leikin, tónlistin ljómandi áheyrileg og söngurinn reglulega viðfelldinn eftir þvi sem ég hef vit á. Bara ef textinn væri á arabísku - þá myndi ég ekki skilja hann og þá væri dæmið gengið upp. Eða hvað er að segja um þetta? Þig langar að stökkva upp á næsta stól og skella í þig meira af sumri og sól. Meira hefur mér ekki tekist að læra af þessum texta, guði sé lof, og hlífi því lesendum við að birta fleiri ljóðlínur. Ég viðurkenni líka að þeg- ar þessir ötulu og góðu listamenn birtast á skjánum til að flytja þessi ósköp finnst mér þeir líkjast manni sem er í kjólfötum að moka flór með herðablaði og ég sný mér undan og gái til veðurs. Og svo mikið er víst að eftír að þessi auglýsing hafði rót- ast um í höfðinu á mér um nokkurt skeið og tengt þar á órjúfanlegan hátt rímuna af Njáls sögu og Svala þá gafst ég upp og fór að drekka kókómjólk. Skegglaus var hann Njáll gamli Hallgerður honum brigslaöi. Aumingja gamla konan - hún lifði á röngum tíma. í dag hlyti hún margs konar upphefð sem skáld fjölmiðl- anna - fengi háar fjárfúlgur fyrir að yrkja auglýsingatexta og engum stykki bros. I Snorra-Eddu segir frá því þegar Óðinn náði í mjöðinn fræga sem gerir venjulegt fólk að skáldum. Mjoð þennan hafði hann drukkið og flutti til Ásanna í maganum. En Óðinn alfaðir var ekki þekktur fyrir mjög heiðarlega viðskiptahætti. í þetta sinn brá hann sér í arnarlíki til að komast undan löglegum eig- anda mjaðarins og í ósköpunum sendi hann aftur suman mjöðinn rétt áður en hann komst í örugga höfn. Þegar til Ásanna kom spjó hann yfir þá miðinum og allir sem af drukku urðu skáld. En þetta sem fór hina leiðina - „það köllum vér skáldfífla hlut", segir Snorri. Og því hefur verið trúað að leirskáldin svo- kölluðuhafifengiðsinnskerfaf þeim hluta mjaðarins sem að aftan fór út úr erninum. Um það hefur aldrei verið deilt. Hitt er svo annað mál að allt frá dögum Snorra hafa bjartsýnir ís- lendingar lifað í þeirri trú að það hafi bara verið lítið brot af miðinum sem aftur fór. í dag bendir ýmislegt til þess að meirihluti hans hafi farið þá leiðina og brátt muni þeir sem þann hluta fengu rísa upp og yfir- taka bókmenntirnar. Því að þegar nógu margir koma sér saman um sömu vitleysuna þá er hún orðin rétt. Senn mun þá koma að því að við tökum öll undir með gömlu kon- unni: Skegglaus var hann Njáll gamli Hallgerður honum brigslaði. Hættum að gera okkur rellu út af bragreglum, sagnbeygingum, fall- beygingum, sögulegum hefðum og þess háttar flækjum. Og þá liggur ekki annað fyrir en stökkva upp á næsta stól og halda áfram: Og hans iika sonum með af þvi þeir voru tannslæmir. Þetta getur að lokum orðið hið fegursta ljóð ef við höfum réttar við- miðanir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.