Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1986, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1986, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1986. Fjökniðlar Spennandi að fá að vera með í þessu, segir Hermann Gunnarsson sem að öllum líkindum verður dagskrárgerðarmaður á Bylgjunni. Heyrst hefur að eftir tæplega tveggja ára hvíld hyggist Hermann Gunnarsson taka til starfa í útvarpi. Ekki verður það þó í gamla gufurad- íóinu heldur, segir sagan, mun hann troða upp hjá splunkunýrri útvarps- stöð sem hlotið hefur nafnið Bylgjan og ætlar að heíja útsendingar fljót- lega. Helgarblaðið hafði samband við Hermann til að forvitnast um þetta mál. Ekki í íþróttum til æviloka „Já, að öllum líkindum fer ég að vinna á þessari nýju stöð. Það er svona nokkuð öruggt,“ sagði Her- mann. íþróttirnar voru sérsvið Hermanns hjá Ríkisútvarpinu. Ætlar hann að halda áfram á þeirri braut? „Nei, nei, það er ekkert ákveðið með sportið. Ég held þeir séu nú ennþá að leggja línurnar með hvern- ig það verður á þessari stöð. Auðvit- að verða þeir með íþróttir, en ég gef ekkert kost á mér í að sjá eingöngu um þær. Ætlar Hermann Gunnarsson þá að gerast fréttamaður? „Nei. Það er nú nokkurn veginn búið að ráða fréttamenn, skilst mér. Ég hafði hugsað mér að vera þarna í dagskrárgerð, vera með einhverja létta þætti. Við vorum einmitt að ræða málin í vikunni. Síðan, eins og ég sagði, eiga þeir eftir að leggja þessar íþróttalínur. Ég sagði það einhvern tímann, þeg- ar ég var spurður hvort ég væri hættur í íþróttunum, að ég gæti nátt- úrlega aldrei hætt alveg. Þannig að ef sú staða kemur upp þá er maður tilbúinn að taka eina og eina lýs- ingu. En ég ætla ekki að binda mig yfir íþróttum til æviloka. Það er al- veg ljóst.“ Vantar metnað á ríkisfjölmiðl- ana „Ef af verður þá verð ég þarna í dagskrárgerð, reyni bara að vera eins hress og ég mögulega get. Nú er ég búinn að hvíla mig á útvarpi í eitt og hálft ár. En eins og þeir þekkja sem hafa unnið við útvarp eða frétta- mennsku af öðru tagi verður maður einhvern veginn háður þessu og eftir átta ár hjá útvarpinu getur maður ekki slitið sig frá þessu. Ég veit að maður getur gert mikið betur en maður gerði og þar af leið- andi langar mig til að prófa eitthvað nýtt, til dæmis að reyna að vera með þætti þar sem fólk er viðstatt. Það er að segja að taka upp aftur þessar beinu útsendingar með gestum. Það er alltof lítið gert að því vegna þess að það er í raun enginn metnaður á ríkisfjölmiðlunum fyrir slíku. Siðan er það að taka þátt í þvi að móta á nýja útvarpsstöð. Mér finnst spennandi að fá að vera með í slíku.“ Taka sig ekki hátíðlega „Mig langar líka til að reyna að vera með einhvers konar blöndu af skemmti-, spurninga- og leikjaþátt- um fyrir almenning, ekki einhverja sér spurningaþætti fyrir spekinga og fræðinga. Nítíu prósent af fólkinu í landinu taka sig ekki hátíðlega og af hverju má ekki höfða til þess? Ég vonast til þess að á þessari út- varpsstöð verði umfjöllun um það sem fólk er að gera. í átta ár fékk ég lítil viðbrögð við því sem ég var að gera á Ríkisútvarpinu. Þó svo þar hafi að mörgu leyti verið ágætt að vera þá vantar öll tengsl þar. Ég fékk lítið að heyra frá yfirmönnum hvort ég hefði gert vel eða illa og það er ekki nógu gott. Ég er ekki að biðja um hól því að ég veit að ég staðna og geri lélega hluti. Það gera allir, hvort heldur það er í fréttamennsku eða einhverju öðru. Maður þarf stöðugt að vera að fá ábendingar og gagnrýni og það verður gaman að sjá hvernig þessi útvarpsstöð stenst samanburðinn. Allavega líst mér vel á þetta.“ Þú ert bjartsýnn? „Já, já, mikil ósköp. Ég meina, hún getur ekki tapað þessari samkeppni. Það er ekki stærðfræðilegur mögu- leiki,“ sagði Hermann Gunnarsson. -VAJ UTSALA I Garðshorni Pottaplöntuútsala 20-50% afsláttur af öllum pottaplöntum. af plastpottahlífum og kerjum GARÐSHORN FOSSVOGI, sími 40500 SUÐURHLIÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.