Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1986, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1986, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1986. 19 Hvor í sínu lagi erum við bara nokkurn veginn eðlilegir, fullyrða þeir Gísli Snær og Ævar Örn. Saman láta þeir yfirleitt alltaf eins og hálfvitar. DV-myndir Óskar Örn Hvaö er það sem selst aldrei, glymur i eyrunum á manni allan liðlangan daginn, er alveg ótrúlega leiðinlegt og kemst ekki i skottið á langferðabil? - Auglýsing á rástvö. Ha, ha, ha. Umsjónarmenn Poppkorns i essinu sínu. „Hvaöa fóik er þetta eiginlega?" Ríkharður rokkari veður á blaðamann og Ijósmyndara sem i mesta grandaleysi fylgdust með upptökum. í Gísla. „Það er nú bara af því þú fékkst að borða tertuna. Þú ást nú alveg rosalega." Leikið af fingrum fram „Djöf... vitleysa er þetta. Hvernig kemur þetta eiginlega út á mynd?“ segir Gísli Snær þegar búið er að taka upp atriði þar sem þeir félagar gera grín að stríðinu milli Skriðjökl- anna og rásar tvö. „Þetta er fínt. Þetta stendur,“ kallar Jón Egill inn- an úr upptökuherberginu. Og það sem Jón Egill segir að standi, það stendur. Og þá er bara að skella sér í næsta atriði. Milli þess að framlag þeirra Gísla og Ævars er tekið upp eru spiluð músíkmyndböndin sem nota á í þætt- inum og allt tekið upp á eitt og sama bandið. Meðan á því stendur skipta félagarnir um föt og æfa næsta at- riði. Það væri synd að segja að hér væri á ferðinni þaulæft prógramm. Oft er bara leikið af fingrum fram og endanlega útfærslan, sú sem áhorfendur sjá á skjánum, alls ekki eins og til stóð í upphafi. Mistökin látin standa „Formlega á að skila vélritaðri dagskrá til stjórnanda þáttarins, það er að segja til Jóns Egils. „Við gerð- um það í nokkur fyrstu skiptin," segja þeir félagar og glotta hvor framan í annan. „En við gáfumst fljótlega upp á því. Það stóðst hvort eð er aldrei. Núna vinnum við út frá ákveðinni beinagrind, misjafnlega ítarlegri, Síðan kemur stundum fyrir að einhver mistök verða í upptök- unni og okkur finnast mistökin skemmtilegri en upphaflega útgáfan og látum það þá bara standa. Stund- um dettur okkur líka, eða einhverj- um öðrum hér, eitthvað smellið í hug og þá framkvæmum við það.“ Og það fengu blaðamaður og ljós- myndari helgarblaðsins svo sannar- lega að reyna er þau, blásaklausir áhorfendurnir, voru miskunnarlaust notaðir í eina kynninguna án þess að vera tilkynnt um það fyrirfram. „Já, það gerist margt skrýtið í upp- töku,“ segir Ævar Orn alvarlegur. „Ég held það hafi enginn búist við þessu. Við áttum til dæmis alls ekki von á þessu,‘ bætir hann við og getur nú ekki haldið alvörusvipnum lengur þegar hann sér aulasvipinn á andliti blaðamanns sem var hálfdofmn eftir þessa fyrstu og mjög svo óvæntu sjónvarpsreynslu sína. Nokkurn veginn eðlilegir hvor í sínu lagi Sumt fólk virðist aldrei-geta verið alvarlegt. Gísli Snær og Ævar Örn sýnast vera af þeirri gerðinni. Láti þeir út úr sér setningu, sem manni gæti virst töluð í alvöru, fylgir alla jafna önnur vafasöm á eftir svo við- mælandi fyllist tortryggni. Eða hvað, strákar. Látið þið alltaf eins og vit- leysingar? „Nei, nei,“ segir Gísli Snær. „Við lítum einfaldlega á þetta sem atvinnu okkar. Þú sást nú bara hvað ég var álvarlegur í einni upptökunni áðan þegar ég var að skamma Ævar fyrir að vanda sig ekki.“ „Svona þér að segja," bætir Ævar Örn við, „hvor í sínu lagi látum við nokkurn veginn eins og eðlilegir menn. Við hittumst fyrst fyrir tveim- ur árum á ráðstefnu skiptinema og létum þar eins og hálfvitar. Og höfum haldið því áfram síðan hvenær sem við komum saman.“ Átroðningur á skemmtistöð- um Poppkornsgæjarnir hafa oft orðið fyrir átroðningi eftir að þeir byrjuðu með þessa þætti, sérstaklega á skemmtistöðum. Þá finna margir hjá sér ómótstæðilega þörf fyrir að ræða við þá félaga og ýmist rakka þá nið- ur eða hrósa þeim og gefa góð ráð. „Þetta eru bæði aðdáendur og and- stæðingar og ég veit svei mér ekki hvorir eru verri. Verst af öllu þykir mér þegar fólk er að koma og biðja mann um að spila eitthvert ákveðið lag,“ segir Ævar Örn. Sannleikurinn er nefnilega sá að strákarnir ráða engu um þetta, hafa í raun ekkert val. Plötufyrirtækin einfaldlega senda þeim myndbönd og það væri synd að segja að það væri offramboð á þeim varningi. Plötufyr- irtækin virðast þeirrar skoðunar að það hafi lítil eða engin áhrif á plötu- sölu hvort lög af þeim sjást í sjón- varpi eða ekki. Og þar sem myndbönd eru dýr finnst þeim ekki taka því að leggja neina áherslu á innflutning á tónlistarmyndböndum. Endurspeglar ekki tónlistar- smekkinn „Og það er sko á hreinu að þessir þættir endurspegla ekki okkar tón- listarsmekk, langt því frá,“ segir Gísli Snær og er mikið í mun að sannfæra menn um það. Síðan telur hann upp nokkrar af uppháhalds- hljómsveitum þeirra félaga og það er rétt að fæstar þeirra hafa verið tíðir gestir í tónlistarþáttum sjón- varpsins. Hljómsveitir eins og The Smiths, Stranglers, Blue Monkeys, Killing Joke og margar fleiri sem seint verða flokkaðar undir eitthvert léttmeti. „Margir virðast nefnilega halda að við séum að sýna okkar uppáhalds- lög. Margir kunningja okkar hafa verið að skammast í okkur fyrir að sýna þetta eða hitt lagið og segjast alveg hafa misst allt álit á okkur vegna þess. En lagavalið í þáttunum gefur bara enga mynd af okkar mús- íksmekk,“ segir Ævar Örn. „Sannleikurinn er sá að við erum báðir miklir áhugamenn um tónlist, pælum mikið í músík. Maður á góðar græjur og ég kaupi að meðaltali eina til tvær plötur á viku,“ bætir Gísli Snær við. Fyndinn í fjörutíu ár En hvað ætla félagamir að skemmta íslenskum táningum lengi enn? „Við verðum út september,“ svarar Gísli. „Og þá verður þetta sennilega boðið út eins og seinast. Það er best að fá nýtt fólk í þetta með nýjar hugmyndir. Við viljum sjálfir hætta. Þetta var ákveðið fyrir löngu. Það er best að hætta áður en allir eru orðnir leiðir á manni. Við viljum ekki festast í þessum hlutverkum eins og margir hafa orð- ið fyrir sem hafa verið ofnotaðir. Við viljum ekki vera söluvarningur. Fólkið á okkur ekki. Við viljum vera fjarlægir. Og þess vegna er tími til kominn að hverfa af skjánum. Það er þrey tandi að vera þekkt andlit. Og ég get ekki hugsað mér neitt ömurlegra en að fá framan í mig: Heyrðu, væni, þú ert búinn að vera fyndinn í fjörutíu ár. Þakka þér fyr- ir, vinur, og bless,“ segir Gísli Snær. Og hvað stendur þá til? „Við höfum báðir áhuga á öllu sem tengist fjölmiðlun," svarar Ævar. „Og ég ætla út í fjölmiðlanám í haust." Og Gísli Snær segist hafa mikinn áhuga á að prófa hvernig er að vera hinum megin við kvik- myndatökuvélina. Svo það er ekki ólíklegt að við fáum meira að heyra frá þessum umdeildu sprelligosum þó við neyð- umst til að þrauka mánudagskvöldin án þeirra næsta vetur. -VAJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.