Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1986, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1986, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1986. Þetta hefði ekki getað verið skemmtilegra, segir Arni Kristjánsson um hálendishlaupið. Er með hrikalega skákdellu - segir skokkarinn Arni Kristjánsson „Léttir í spori hlupu þeir í mark- ið og luku þar með einstæðu hlaupi." Þannig hljóðuðu umsagn- ir blaða um lokasprettinn á hálend- ishlaupi, sem nokkrir vaskir hlauparar hlupu til styrktar Sund- sambandi íslands. Einn aðalhvata- maðurinn að þessu hlaupi var Árni Kristjánsson, þekktur skokkari og sundkappi. Helgarblaðið ræddi við Árna af þessu tilefni. „Kveikjan að þessu var nú senni- lega Kjalarhlaup, sem við fimm sem hlupum núna og tveir aðrir, þeir Jóhann Heiðar Jóhannsson og Sigurjón Andrésson, hlupum 1983. Svo hefur mig alltaf langað til að gera eithvað sérstakt. Eitthvað sem ekki er gert á hverjum degi. Þetta kemur líka að einhverju leyti í staðinn fyrir keppni. Ég var um þrítugt þegar ég hætti keppni, nema þá í öldungamótum." Árni er rétt tæplega fjörutíu og sex ára, fæddur 27. ágúst 1940, þó ekki beri hann það með sér. Líkam- legt ástand hans þannig að hvaða tvítugur unglingstrákur sem er gæti verið fullsæmdur af. Enda ekki heiglum hent að hlaupa fjögur hundruð kílómetra vegalengd, eins og Árni og félagar virtust hafa svo lítið fyrir. En Árni er ekki bara þekktur fyrir hlaup og skokk, hann þótti líka mjög liðtækur í sundinu hér fyrir einhverju árum. Vatnshræddur sem krakki Byrjaðir þú snemma að æfa sund, Árni? „Nei, ég byrjaði frekar seint. Ég var mjög vatnshræddur sem krakki, fékk alltaf einhver ónot í magann þegar ég fór framhjá sund- laug. Móðurafi minn reyndi mikið að koma mér í sund, en hafði ekki árangur sem erfiði framan af. Ég fór á námskeið í Sundhöll Reykja- vfkur, það gekk ekki vel. Ég held ég hafi komist á flot á öðru nám- skeiði." Hvenær kviknar svo sundáhuginn? „Það var í kringum fimmtán ára aldurinn. Ég var í Reykholti einn vetur og þá vaknaði þessi áhugi og ég byrjaði að æfa af alvöru þá strax, fimmtán - sextán ára gam- all. Félagsskapurinn hafði náttúr- lega sitt að segja. Ef maður á góða félaga þá togar það í mann. Síðan fór áhuginn alltaf smávaxandi". Á kaf í sundið „Ég er lærður prentari og vann fyrir mér sem slíkur á námsárun- um. Þegar ég lauk námi dreif ég mig út til Svíþjóðar og fór á kaf í laugi.ia má eiginlega segja. Ég var tvö ár í Svíþjóð og það var ákaflega skemmtilegur tími. Ég vann helm- inginn af árinu og æfði hinn helminginn. Þetta var yndislegur tími. Sundið hér heima hefur breyst. Þegar ég var í þessu var til dæmis það að fara út og keppa stór- fyrirtæki. Þannig að það var meiriháttar að komast í þessa að- stöðu þarna úti. Maður ferðaðist um hverja helgi og keppti á hinum og þessum mótum og þarna næ ég toppnum á mínum sundferli, held ég" Við vorum tveir Islendingarnir þarna, Hörður Finnson var með mér. Hann er eini íslendingurinn sem hefur unnið sænskan meist- aratitil, eftir því sem ég best veit. Það gerðist á sænsku meistarmóti 1963 þar sem við kepptum báðir í tvö hundruð metra bringusundi. Hörður var í fyrsta sæti og ég í því þriðja. Og ég man hvað við vorum stoltir þá af því að vera Islending- ar. Svíarnir voru náttúrlega svekktir og sögðu að bringusundið væri vanþróuð sundgrein." Freistandi vinnutími Hvað tekur svo við þegar þú kem- ur heim? „Ég fór að vinna í Búnaðar- bankanum þegar ég kom heim 1964. Ég ætlaði að vera eitt ár í bankan- um en þau eru orðin tuttugu og tvö. Þá var svo freistandi að vera í banka vegna vinnutímans. Það var unnið frá tíu til þrjú, svo ég ga^ stundað sundið með vinnunni og gerði það. Æfði bæði fyrir og eftir vinnu. Nú, fljótlega eftir að ég kom heim þá gifti ég mig og stofnaði heimili. Það er mjög algengt þegar það ge- rist að þá hætta menn í öðru, en það kom einhvern veginn aldrei til greina hjá mér að hætta í sundinu. Ég var alltaf ákveðinn í að gera eitthvað." *< *'' ....:;¦ \T^ Fjögur hundruð kilómetrar að baki. Þreyttir en hressir koma þeir í mark, Stefán, Guðmundur, Árni og Leiknir. Stutt í keppnisandann Kona Árna heitir Sigrún Sigurð- ardóttir og er húsmóðir. En hleyp- ur hún éða syndir með Árna? „Ég hef nú alltaf verið að bjóða henni að skokka með en hún tekið dauflega í það. Þangað til fyrir ári. Þá bauð hún mér út að hlaupa og við höfum hlaupið nokkrum sinnum saman síðan. Og haft mikla ánægju af." Og nú brosir Árni og bætir við. „Það er alltaf svo gaman þegar maður ræður við þann sem maður er að hlaupa með." Er alltaf stutt í keppnisandann? „Já, það er það og ég vona bara að maður haldi í hann sem allra lengst. En auðvitað svona innan viss ramma." Árni og Sigrún eiga þrjú börn. Þau Fjölni Þór nítján ára, Guðr- únu fimmtán ára og Fróða sex ára. Eru þau mikið í íþróttum? „Nei, ekkert þeirra hefur farið í neinar íþróttir," svarar Árni. „Ætli þau hafi bara ekki fengið nóg." Hlaupa ekki hraðar en mað- ur geti talað Hvenær byrjaðir þú að hlaupa? „Ég hef alltaf hlaupið mikið. Og eftir að ég hætti að keppa í sundinu hefur hlaupið smám saman verið að taka yfirhöndina. Skokkið er þægilegra. Það er svo notalegt að geta farið út á hvaða tíma sem er, bara þegar mahni sjálfum hentar, og hlaupið. Hlaupið hefur ýmislegt fram yfir sundið. I lauginni sérð þú ekkert og heyrir ekkert og getur ekki tal- að við neinn. Á skokkinu getur þú spjajlað við þá sem hlaupa með þér. Það er góð regla fyrir skokk- ara að hlaupa ekki hraðar en svo að hann geti talað. Ef maður hleyp- ur hraðar en svo, er maður farinn að erfiða of mikið. Annað sem gerir hlaupið svo eft- irsóknarvert er að þú sérð svo mikið af umhverfi þínu. Ég hef séð heilmikið af nágrenni Reykjavíkur á hlaupum, sem ég hefði annars aldrei tekið eftir. Ég hleyp líka mikið í sumarfríum mínum og ég segi það að ef maður er að ferðast í útlöndum þá er ekki til betri leið til að sjá sig um en að hlaupa, - og helst að villást líka. Og að hl,aupa á vorin og finna gróðurilminn og moldarlyktina þegar klakann er að taka úr jörðu, það er alveg sérstakt. Þetta er til- finning sem erfitt er að lýsa. Menn verða helst að kynnast þessu sjálf- Þóttum hálfskrýtnir Voru ekki fáir sem stunduðu skokk þegar þú byrjaðir? ,Jú, og það að hlaupa þótti hálf- skrýtið. Var eiginlega litið mjög alvarlegum augum. Éghugsa að það hafi jaðrað við að löggan tæki okkur, að fólk kvartaði, svo ein- kennilegt þótti þetta nú. Og krakkarnir hópuðust að okkur og hrópuðu „einn tveir, einn tveir". I dag þykir þetta ekekrt merki- legt. Við hlaupum saman nokkrir á morgnana. Ég, Guðmundur Gíslason, Jóhann Heiðar og bróðir minn Gunnar Kristjánsson. Hlaup- um klukkan sjö, förum síðan í sturtu, fáum okkur að drekka og því næst í vinnuna. Þetta er mjög afslappandi. Maður byrjar daginn endurnærður. Ég og Guðmundur erum reyndar búnir að hlaupa og synda saman annan hvern dag í þrjátíu ár." Og mikið verið spjallað? „Já, mikil ósköp. En ekki tekin ábyrgð á því hversu gáfulegt það hefur verið," segir Árni og hlær. Aldrei minna en fjörutíu kíló- metraáviku Hvað hlaupið þið mikið? „Tvo - þrjá síðustu mánuðina fyrir þetta hálendishlaup hlupum við auðvitað á hverjum degi, og syntum líka og gerðum léttar lyft- ingar, en annars er það dálitið breytilegt. Við hlaupum minnst á haustin, síðan fer þetta smástíg- andi fram á sumarið. Síðustu fimmtán árin höfum við aldrei hlaupið minna en fjörutíu kílómetra á viku og upp í hundrað kílómetra, held ég að ég geti sagt með góðri samvisku." Hvað um önnur áhugamál en hlaup og sund? Er kannski enginn tími fyrir slíkt? „Jú, jú. Ég er með alveg hrika- lega skákdellu. Finnst fátt skemmtilegra en að tefla. Það er varla hægt að komast hjá því held- ur þegar maður vinnur í Búnaðar- bankanum. Þar er mikill skákáhugi. Nú svo finnst mér gam- an að lesa og hlusta á góða tónlist." Að lokum Árni, hvarflaði það aldr- ei að ykkur að gefast upp þarna á hálendinu? „Nei. Það kom aldrei neit slíkt upp. Það var aldrei rætt. Þetta var svo skemmtilegt. Gat ekki orðið skemmtilegra, held ég. Rann allt svo ljúft og þægilega. Maður ber meiri virðingu fyrir landinu sínu eftir að hafa séð það í nærmynd á þennan hátt. Þetta er stórkostleg leið, stórbrotið umhverfi. Þetta er eins og að lesa góða bók. Maður verður gagntekinn," sagði Árni Kristjánsson. -VAJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.