Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1986, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1986, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1986. Atvinnumál Stjóm Búnaðarsambands Suðuriands biýtur lög - segja félög háskólamanna og mótmæla raðningu framkvæmdasíjóra Ráðning framkvæmdastjóra Bún- aðarsambands Suðurlands hefur skapað úlfuð. Stéttarfélög hafa mót- mælt og telja að lög séu brotin. Landbúnaðarráðuneytið hefur ósk- að skýringa frá stjórn Búnaðarsam- bandsins. Hjalti Gestsson lætur af starfi framkvæmdastjóra fyrir aldurs sakir um næstu mánaðamót. Tveir menn sóttu um starf hans, Gunnar Guð- mundsson, tilraunastjóri að Laugar- dælum, og Kjartan Ólafsson garðyrkjuráðunautur. „Formaður stjórnar Búnaðarsam- bands Suðurlands tilkynnti mér munrdega í maí að stjórnin hefði ákveðið að ráða Kjartan Ólafsson," sagði Gunnar Guðmundsson, hinn umsækjandinn, er DV spurði hann um málið. Er blaðið spurði hvort hann væri sáttur við þá niðurstöðu svaraði hann: „Ég er í sjálfu sér ekkert hress með að ákvæði laga um menntun starfs- manna búnaðarsambanda séu brot- Vísaði Gunnar til jarðræktarlaga og búfjárræktarlaga. Þar segir að héraðsráðunautar skuli vera fram- kvæmdastiórar búnaðarsamband- anna. Skuli þeir hafa lokið kandídatsprófi í búfræði. Kjartan Ólafsson er menntaður frá Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum í ölfusi en var auk þess tvö ár í námi erlendis. Gunnar Guðmunds- son hefur lokið búfræðikandidats- prófi frá Hvanneyri. Þá hefur hann doktorsgráðu frá landbúnaðarhá- skólanum í Ási í Noregi. Launamálaráð Bandalags há- skólamanna hefur ásamt Félagi íslenskra náttúrufrasðinga sent mót- mæli til Búnaðarsambands Suður- lands, Búnaðarfélags Islands og landbúnaðarráðuneytis. „Við ráðningu framkvæmdastjóra hefur ekki verið farið eftir lögum sem kveða stíft á um að maður með ákveðin háskólapróf skuli ganga fyrir," sagði Birgir Björn Sigurjóns- son, hagfræðingur BHM. Guðmundur Sigþórsson, skrif- stofustjóri landbúnaðarráðuneytis, sagði að ráðuneytið hefði sent bréf vegna málsins og óskað skýringa. Stefán Jasonarson, formaður stjórnar Búnaðarsambands Suður- lands, gaf óljós svör er DV spurði hann. „Mér dytti ekki í hug að segja þér hvaða bréf hafa borist," sagði hann er spurt var um mótmælabréf. Ekki fengust skýr svör við því hvort búið væri að ráða Kjartan Ólafsson sem eftirmann Hjalta Gestssonar. „Ég býst við því," svaraði Stefán. „Málið er í athugun," bætti hann við." -KMU Kaup loðdýrabænda á hvalkjöti: „Greiðum í hæsta lagi 3 kr. fyrir kílóið" - segír Jón Ámason, ráðgjafi loðdýrabænda í foðran og fóðurgerð Jón G. Haukaacn, DV, Akureyii sem veldur því að við erum ekki til- ------ búnir að greiða nema í hæsta lagi 3 „Við höfum aðra kosti en hvalkjöt, krónur fyrir hvert kfló af hvalkjöti," mm&ími>~*ii> Jón Árnason, fóðurfræölngur og ráðgjafi loödýrabænda í fóörun og fóour- gerð, á Akureyri í gaer. sagði Jón Árnason, fóðurfræðingur og ráðgjafi loðdýrabænda í fóðrun og fóð- urgerð, í gær. Jón sagði að innan loðdýraræktun- arinnar hefði kaup á hvalkjöti ekki verið á dagskrá: „Við höfum ekkert heyrt um þetta nema í fréttunum." „Það er ljóst að loðdýraræktunin getur tekið 2000 tonn af hvalkjöti á ári en nú er um 18000 tonna fram- leiðsla af loðdýrafóðri á ári og hún fer vaxandi," sagði Jón. Hvað um næringargildið, er það hagstæðara en til dæmis fiskúr- gangur? „Nei, það er það ekki en í fóðrinu þarf að vera visst hlutfall af fiski, korni og sláturmat, og hvalkjötið kæmi þá í staðinn fyrir sláturmatinn sem hefur reyndar stundum verið erfitt að fá." Að sögn Jóns yrðu loðdýrabændur að fá vitneskju um vítamíninnihald og þungmálmainnihald hvalkjötsins áður en farið yrði að ræða um kaup á hvalkjötinu. „En aðalatriðið er verð- ið. Við erum ekki tilbúnir að yfirgreiða hvalkjötið neitt," sagði Jón Árnason. Það kostaði sitt að taka þátt í þjóðhátiðinni en vonandi hefur það veríö þess virði. DV-mynd Grimur Yerðþensla á þjóðhátíð Stjórn Sambands íslenskra loodýraræktenda á fundl sfnum á Akureyri f gær. Ekkert var rætf um hvalkjötlð, enda fréttu loodýraræktendur um hugsanlega notkun hvalkjötsins I loðdýrafóður f fréttum f fyrrakvöM. „Það hefur ekkert samband verið haft við okkur." DV-mynd JGH Eyjamenn höfðu ríka ástæðu til að fagna um síðustu helgi. Peningaflæðið inn í „landið" var gífurlegt enda olli það verðþenslu. Það voru ýmsir séðir og högnuðust vel á útihátíðum um allt land, enda vart við öðru að búast þegar fjöldi manns vill fá sömu þjón- ustu. Þessi fjöldi er þar að auki kominn til að skemmta sér og lítið að hugsa um einhverjar krónur, þó að eftir á að hyggja þyki mönnum verð- lagið heldur hátt. „Ég get sagt þér dæmi um gróðasjón- armiðið sem þarna réð ríkjum. Rútubílstjórarnir, sem fluttu fólkið til mótshaldara inni í dal, voru látnir borga sig inn á svæðið ef þeir vildu koma fólkinu inn. Ég undrast það mest að löggan skyldi ekki vera látin borga inn," sagði þjóðhátíðargestur úr Reykjavfk. öðrum þjóðhátíðargesti varð tíðrætt um sturturnan „Það kostaði 100 krón- ur inn í sturturnar sem voru auglýstar sem eina baðaðstaðan en síðasta dag- inn komst ég að því að hægt var að fara í sund fyrir 40 krónur. Sturtuað- staðan var 150% dýrari en samt verri en í sundlauginni, þar leyfðu þeir manni þó að komast ókeypis á klóset- tið." Þó var ekki allt í sama dúr. I Eyjum var öryggisgeymsla þar sem hægt var að geyma töskur fyrir 200 krónur á dag en 500 fyrir allan tímann. Eigand- inn gat gengið í töskuna að vild endurgjaldslaust og voru gestir án- ægðir með þessa þjónustu. „Blessaður vertu, þetta eru smápeningar á móti því að það verðmætasta sé óhult," sagði þriðji viðmælandi blaðsins. Virtr ist þessi geymsla hafa verið traust og mikið notuð. 25% verðbólguholskefia! Ferðir til og frá bænum voru einnig rakin gróðaleið. Þó að spölurinn sé ekki langur virtust fjölmargir heykjast á að nota tvo jafnfljóta. Þeir fengu líka að borga sitt gjald fyrir þessa 2 mínútna ökuferð. „Þetta kostaði venjulega 80 krónur en þegar ég var að fara heim á mánudeginum hafði verðbólga greinilega gengið yfir ey- jarnar því farið var komið í 100 krónur ef maður vildi komast með upp á flug- völl, annars var þarna svo misjafnt á hverjum maður lenti. Ég get lfka sagt þér frá því að ég heyrði að lambasteik- in inni í bæ hefði kostað 1000 krónur, hugsaðu þér!" sagði fyrsti viðmæl- andinn. Þjóðhátíðinni er lokið og hún heppnáðist vel. Þrátt fyrir smákvart- anir voru viðmælendur DV ánægðir með helgina og sögðu hana meiri hátt ar. Miðað við skemmtunina var þetta ef til vill alls ekki dýrt þegar allt kem- ur til alls; að minnsta kosti mætir þetta fólk galvaskt að ári. _jjtj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.