Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1986, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1986, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1986. Veiðieyrað...Veiðieyrað...Veiðieyrað...Veiðleyrað... Þú gætir sett í fólk í fótabaði Ungir og áhugasamir veiðimenn kíkja eftir fiski af Gullinbrú og veiðimaður beitir fyrir fiskinn. Hann notaði maðk, þessi, en aðrir nota rækju eða bara spún. DV-myndir G. Bender. Fólk með krakka, kona með hund, maður og kona með 6 krakka, krakkar með hund, 3 stelpur í fóta- baði, maður með veiðidellu og sér laxa alls staðar, eldri konur að tína blóm við ána og ástfangið par í fóta- baði. Það er víst rétt sem einhver var að segja um Elliðaárdalinn: hann er útivistarsvæði og þetta, sem á undan fór er lýsing á klukkutíma við Elliðaámar þar sem allt getur gerst. Það hefur vakið athygli veiði- manna hvað fólk virðir lítið þá veiðimenn sem renna fyrir fisk í ánni. Það er í lagi að kíkja á veiði- menn við ána en ekki þarf að standa við hyljina eða vera í fótabaði. Það virðst menn, konur, krakkar og hundar ekki skilja þessa dagana. Mest um 100 manns Ótrúlegur fjöldi veiðimanna hefur verið við veiðar við Gullinbrú og margir fengð góða veiði. Laxamir hafa verið í miklum meirihluta hjá veiðimönnum og er sá stærsti 17 pund. Flestir hafa veiðimenn verið um 10C við veiðar og stemmningin góð. Heyrst hefur að stoppa eigi þessar veiðar og finnst okkur það undarlegt. Við spyrjum: Hvers vegna mega veiðimenn ekki renna fyrir fisk rétt eins og á Akureyri, Ólafsfirði eða Sauðárkróki? Á Akureyri er mjög góð stemmning út með öllum firði og veiðimenn á öllum aldri við veiðar. Þannig á það að vera sem víðast. Sástóri var spúnn Margir hafa farið að Gullinbrú og rennt, hvort sem það em harðir fluguveiðimenn eða maðkadorgarar. Við heyrðum af einum fluguveiði- manni sem hugði gott til glóðarinn- ar. Var veiðimaðurinn góður að kasta, eins og með flugunni sinni. Hann var búinn að taka nokkur köst og lítið gerðist, þó svo fiskurinn Veiðivon Gunnar Bender væri stökkvandi um allt. Það er kastað og dregið inn. „Hann er á, hann er á“ kallar veiðimaðurinn og bætir við: „Þetta er vænn fiskur." Veiðimenn í nágrenninu og áhuga- samir áhorfendur tala saman í hálfum hljóðum og svo kallar einn veiðimaðurinn á móti: „Heyrðu, þú þama á móti með þennan stóra, viltu ekki losa spúninn minn, hann er fastur í þínum?“ „HA,“ sagði veiði- maðurinn með þann stóra hissa. Fiskurinn, sem hann hélt vera, var spúnninn hjá veiðimanninum á móti og spúnninn var losaður og ekki rætt meira um þann stóra. Þetta var síðasta kastið þennan daginn hjá vini okkar. Fyrsti laxinn fór fyrir litið Stundum getur veiðimennskan byijað neyðarlega og þó. Veiðimað- ur fór til veiða í lítilli veiði fyrir vestan og gekk treglega. Veiðimað- urinn hafði aldrei veitt lax og langaði mikið til að fá eitthvað og áfram var reynt. Kemur veiðimaður- inn af fallegum hyl og rennir. Hraustlega er tekið í agnið og fiskur er á. Upphefet þama hin mesta bar- átta og innan stundar er 10 punda laxi landað, nýgengnum. Veiðimað- urinn er hress með þennan feng sinn og hugsar gott til glóðarinnar: kannski fær hann fleiri laxa ofar í ánni. Hann felur laxinn sinn f skugga við stein og heldur áfram upp með ánni og rennir víða en ekkert gerist. Hann ákveður að fara og ná í laxinn, sem legið hafði hjá steinin- um í um tvo tíma. Hægt væri að sýna veiðifélögunum fiskinn og ræða málin. En vinur okkar hefði átt að sleppa labbitúmum upp eftir því þeg- ar hann kemur að steininum, sem laxinum hafði verið komið fyrir hjá, var hann allur á bak og burt en nokkm neðar var heil minkafjöl- skylda að gæða sér á laxi og fékk að klára hann í friði því að veiðimað- urinn hafði ekki lyst á að hafa leifamar með sér niður í veiðihús og ekkert var hægt að segja frá lax- inum, enginn hefði trúað veiðisög- unni um fyrsta laxinn. Vinurinn veiddi í annarri veiðiá skömmu seinna 15 punda lax og bætti þetta upp. Þeim laxi var ekki komið fyrir bak við stein heldur í plastpoka. G. Bender. Stella í ortofi: Mokveiði Kvikmyndafélagið Umbi er að ljúka tökum á myndinni Stella í or- lofi og gengur þar víst á ýmsu. Laxveiðin mun fá sinn skammt í myndinni þar sem Svíi einn kemur til landsins í afvötnim og lendir í laxve ði meðal annars og verða þar miklar sviptingar. Laddi (Þórhallur Sigurðsson) leikur Svíann og að- farimar við veiðamar virðast vera einkennilegar eins og þessar myndir bera með sér. -G. Bender. ' Svíinn kominn út i hylinn að ná sér í lax. Honum hefur greinilega tekist það: þrír laxar. i ~ rrn ii 'fciiií • w rr t Veiðimaðurinn kominn i land og Stella (Edda Björgvinsdóttir) vinkona hans hellir vini í einn laxa hans, enda DV-myndir Umbi drekkur Svíinn ekki, hann er f afvötnun, fNf‘ Leitvogsá: Tvisvar 12 laxar Veiðin í Leirvogsá hefur verið góð og margir veiðimenn fengið góða veiði og skemmtilega töku. Þeir fé- lagar Lúðvík Halldórsson og Pétur R. Guðmundsson hafa fengið tvisvar 12 laxa í ánni í sumar og telst það mjög gott. „Það er gaman að veiða í Leirvogsá og þetta hefur verið gott í sumar, tvisvar 12 laxar,“ sagði Lúðvík Halldórsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.