Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1986, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1986. Ferðamál Ómar Benediktsson, framkvæmdastjóri Islands Tours, i fyrstu miðnætursólarferðinni. „Hefði verið hægt að selja mun meira, þessi ferð seldist upp á 10 dögum." Hamborgararnir voru vel tækjum búnir í dagsreisunni. Hér er myndað þegar þeyst er yfir norðurheimskautsbaug við Grímsey. Yfir bauginn og skjal upp á það. ^ Hamborgarar skruppu í sólina til Islands Jón G. Haukssan, DV, Akureyri: Flug Arnarflugs til Hamborgar i Þýskalandi hefur gengið mjög vel en það hófst í apríl. Flogið er einu sinni í viku en ráðgert er að fljúga tvisvar í viku í haust. Og það er meira og minna fullt í ferðirnar til Hamborgar „grænustu borgar Evrópu" eins og hún hefur verið kölluð. Það virðist líka vera kraftur í starf- semi félagsins í Hamborg. Fram- kvæmdastjórinn þar, Peter Wensauer, sá fram á að Boeing 737 þota félagsins yrði stopp þar vegna leiguflugs 22. júaí. Hann hafði því samband við Islands Tours í Ham- borg og ferðafrömuðinn Paul Gunther til að selja í ferð til íslands - yfir heimskautsbauginn og í mið- nætursólina. „Það hefði verið hægt að selja mun meira, þessi ferð seldist upp á 10 dögum," sagði Ómar Benediktsson, framkvæmdastjóri Islands Tours í Hamborg, fyrirtækis í eigu hans og þeirra Skúla Þorvaldssonar, Hótel Holti, og Böðvars Valgeirssonar, Atlantik. Flogið var frá Hamborg, yfir Vatnajökul, Mývatn og síðan norð- urheimskautsbauginn við Grímsey. Lent var á Akureyri og þaðan ekið með hópinn til Mývatns og Goða- foss. Undir miðnættið var svo aftur haldið í loftið frá Akureyri. „Þetta er nýr markaður, fólk sem kæmi aldrei annars til íslands. Von- andi verður ferðin til að kveikja áhuga hjá því til að koma aftur og hafa þá lengri viðdvöl," sagði Ómar. Þessi dagsferð til Islands kostaði um 13 þúsund krónur. Áhuginn var mikill, tveir komu frá Sviss, þá voru farþegar frá Múnchen, Dússeldorf og Köln en flestir komu frá Hamborg. Síðan hefur önnur miðnætursólar- ferð til íslands verið farin og sú þriðja er í bígerð í ágúst. Svo er bara að sjá hvort Þjóðverjarnir láta sjá sig aftur næsta sumar. -JGH Hamborg séð úr sjónvarpsturninum þar að kvöldi. Falleg borg, enda hafa ferðir Arnarflugs þangað í sumar geng- iö framar vonum. Hamborg er kölluð „grænasta borg Evrópu", sagt er aö í engri annarri borg sé eins mikið af trjám. Hún er jafnframt mesta verslunarborg Þýska- lands. _______ Mvndir Kristián G. Arnarímsson REYR"HÚSGÖGN FRÁSPÁNI •** Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10 600 RALLY CROSS Rallycross- og Motocross-keppni á sunnudaginn kl. 14.00 við Kjóavelli. í síðustu keppni fylgdust 2000 manns með hörku kappakstri á keppnisbraut BÍKR og nú endurtökum við leikinn. Miðaverð kr. 150 og ókeypis fyrir börn í fylgd með fullorðnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.