Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1986, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1986, Blaðsíða 40
'*-* FRÉTTASKOTIÐ Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Hafirþú ábendingu eða vitneskju um frétt - hringdu þá í síma 62-25-25 Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 3.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1986. VJ** ¦<~t* Japanar kaupa ekki hvalkjöt af íslendingum Japanar ætla ekki að kaupa hval- kjöt af Islendingum. DV hefur þetta eftir japönskum embættismanni, sem ekki vill láta nafn síns getið. „Við höfum ákveðið að leyfa ekki innflutning á íslensku hvalkjöti til Japans," sagði þessi embættismaður. „Þessi ákvörðun hefur ekki verið gerð opinber ennþá, en þetta hefur verið ákveðið á æðstu stöðum," bætti hann við. - En hvers vegna var þessi ákvórð- un tekin, nú þegar samkomulag hefur náðst um hvalveiðarnar milli íslendinga og Bandaríkjamanna? „Ástæðan er sú að Bandaríkja- menn hafa neitað að gefa okkur tryggingu fyrir því að þeir muni ekki beita okkur efnahagslegum refsiað- gerðum ef við kaupum hvalkjöt af íslendingum. Við getum ekki teflt í tvísýnu. Við höfum það mikil við- skipti í Bandaríkjunum, svo þar er mikið i húfi." - Er þetta endanlegt svar Banda- ríkjamanna í þessu máli? „Eins og er virðist það vera. Það eina sem við getum gert í stöðunni er að bíða og sjá til hvort Banda- ríkjamenn vilja gefa okkur slíka tryggingu síðar, en ég á ekki von á að á þessu verði nein breyting. Bandaríkjamenn virðast ákveðnir í þessu máli," sagði japanski embætt- ismaðurinn. Hann sagði að Japanar væru ekki mjög ánægðir með þessa niðurstöðu, þar sem hvalkjöt væri mjög vinsælt þar í landi. Mikil eftirspurn væri eftir hvalkjöti, sem ekki væri hægt að anna, enda væri markaðsverðið mjög hátt þessa daga. - Kemur til greina af ykkar hálfu að reyna einhverja bakleið til að kaupa hvalkjót af íslendingum? „Nei, við munum ekki taka neina áhættu í þessu máli, því eins og ég sagði, er mikið í húfi fyrir okkur," sagði embættismaðurinn. -KÞ Long John Silver hvergi banginn <^ „Ég sé enga ástæðu til að óttast um viðskipti mín við íslendinga vegna hvalamálsins, svo ég er hvergi bang- inn," sagði John Toby, forstjóri Long John Silver veitingahúsakeðjunnar í samtali við DV. John Toby kaupir allan sinn fisk af íslendingum, en veitingahúsin, sem hann rekur um öll Bandaríkin, sér- hæfa sig í fiskréttum af öllu tagi. „Ég lít á samkomulag það sem Bandaríkjamenn og íslendingar hafa gert sem lausn á þessu máli og ég vona að það hafi engin vandamál í för með sér," sagði hann. John Toby er kannski sá maður sem hvað mest hefur orðið fyrir barðinu á Greenpeace og öðrum náttúrufriðun- arsamtökum. Hafa þeir æ ofan í æ hótað honum með áróðursherferð gegn'vöru hans, hætti hann ekki að kaupa fisk af íslendingum vegna hvalamálsins. „Ég hof ekkert heyrt í Greenpeace eða öðrum slíkum samtökum í þessari viku en þeir eru kannski ekki enn búnir að átta sig. Þeir eiga áreiðanlega eftir að koma." - Attu von á einhverjum hótunum frá þeim? „Það má vel vera. Hins vegar held ég að þótt þeir fari af stað með áróð- ursherferð muni þeim ekki takast að ná til það stórs neytendahóps að það hafi nein áhrif," sagði John Toby. -KÞ Trausti Omarsson þjónn, sonur Omars Hallssonar veitingamanns, bendir á gluggann þar sem þjófurinn fór inn. DV-mynd Oskar Örn Ávallt feti framar SÍMI 68-50-60. ÞRÖSTUR SÍÐUMÚLA10 Veðrið á morgun: Lægð <p^s, nálgast <jöf landið ^v Á morgun, sunnudag, verður lægð, sem nálgast landið, á sunnanverðu Grænlandshafi og verður því fremur hæg suðlæg átt. Hitastig verður á bilinu 12-16 stig. LOKI Hvað munar vana menn um eittkjötfjalliðenn! Veðrið á mánudag: Lægðin komin til vestur- strandarinnar Á mánudag verður lægðin frá Grænlandshafi komin til vestur- strandar íslands. og verður því áfram suðlæg átt. Hitastig verður á bilinu 9-15 stig. Afuir brotistínn í Naustið I fyrrinótt var aftur brotist inn í veitingahúsið Naustið við Vesturgötu og stolið þaðan áfengi. Að þessu sinni komst þjófurinn inn um glugga efst á bakhlið hússins. Er talið að hann hafi klifrað upp í gluggann eftir spýtu. Sem fyrr var vín- geymsla á bar brotin upp og nokkru af áfengi stolið. Að sögn starfsmanns Naustsins voru teknar um tíu flöskur af sterku áfengi en aðrar víntegundir að mestu látnar vera. Sem fyrr greinir þá er þetta annað innbrotið í veitingastaðinn. á jafn- mörgum dögum. Rannsóknarlögregl- an hefur nú málin til meðferðar. Þau eru bæði óupplýst. -ÞJV Baldridge óánægður „Ákvörðun Islendinga um að auka innanlandsneyslu hvalkjöts er greini- lega ekki í samræmi við friðunarmark- mið Alþjóðahvalveiðiráðsins. Við höfum orðið fyrir miklum vonbrigðum og getum ekki tekið undir þessa ákvörðun íslendinga," segir í yfirlýs- ingu sem Malcolm Baldridge, við- skiptaráðherra Bandaríkjanna, sendi frá sér í gær. _EA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.