Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1986, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1986, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1986. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JONAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 500 kr. Verð i lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr. Ólíkt hafast þeir að Fréttir þessarar viku benda til, að sjávarútvegurinn sé að herða sóknina inn í frelsið og hyggist styrkja stöðu sína sem hornsteinn þjóðfélagsins, en að landbúnaður- inn sé að draga sig lengra inn í eitraða skel Framleiðslu- ráðs og vilji verða jafnvel enn meiri baggi en áður. Útgerðarmenn og sjómenn sömdu við loðnuverk- smiðjur um, að frjáls markaður yrði á loðnu í tilrauna- skyni í einn mánuð. Þetta er drjúgt skref að markmiði, sem margir hafa hvatt til - að komið verði á fót innlend- um fiskmarkaði, er leysi verðlagsráð af hólmi. Á sama tíma gerðu forustumenn hins hefðbundna landbúnaðar kúa og kinda harða hríð til að sannfæra eggja-, kjúklinga- og svínabændur um, að þeim yrði bezt borgið í náðarfaðmi Framleiðsluráðs, þar sem boð- ið er upp á búmark til að geta okrað á neytendum. Gæludýr Framleiðsluráðs í þessari viðleitni hefur í rúm tvö ár verið eggjadreifingarstöðin ísegg. Hún var stofnuð með gjafafé úr sjóðum, sem ráðamenn hins hefð- bundna landbúnaðar hafa yfir að ráða og myndaðir hafa verið úr hagnaði af okri á neytendum. Isegg átti að taka við allri eggjadreifingu í landinu. En stóru framleiðendurnir með hagkvæmu og ódýru framleiðsluna neituðu að leggjast í náðarfaðminn. Þeir hafa haldið áfram að sjá um sína flokkun og dreifmgu og selt neytendum á hvaða lágu verði, sem þeim þóknast. Á sama tíma hefur gæludýr Framleiðsluráðs spillt tannfé sínu, enda rekið í stíl hins hefðbundna land- búnaðar. Dreifmgarkostnaður er 20 krónur á kíló, langtum meiri en annarra. Bændur hafa ekki fengið greitt fyrir egg 1 heila þrjá mánuði. Gj aldþrot blasir við. Nú hyggst Framleiðsluráð þvinga bændur inn í kerfi, þar sem öllu er stjórnað af gífurlega háu fóðurgjaldi, er endurgreiðist að hluta samkvæmt búmarki, sem sett verður til höfuðs stórbændunum, og að hluta verður lagt í sjöði til að gefa fé í gæludýr á borð við ísegg. Jafnan hefur verið auðvelt að fá óhagkvæma fram- leiðendur til að kvarta yfir svokölluðum undirboðum hinna, sem kunna til verka og geta boðið neytendum upp á tiltölulega ódýra vöru. I hvert sinn, sem orðið „undirboð“ er nefnt, ber neytendum að gæta sín. Hafa má til marks um eymd neytenda og skort þeirra á samtakamætti, að Neytendasamtökin hafa ekki látið þetta mál til sín taka, svo tekið hafi verið eftir. Er það í stíl við almennt viðbragðsleysi þeirra gagnvart sífellt endurteknum árásum af hálfu Framleiðsluráðs. Bjartari eru fréttir vikunnar úr sjávarútvegi. Þar samþykktu málsaðilar einróma að gera tilraun, sem getur leitt til mikilla framfara. í einn mánuð verður loðnuverð ekki ákveðið með valdi að ofan, heldur fer eftir, hvernig kaupin gerast á eyrinni hverju sinni. Málsaðilar vona, að þetta leysi erfiðan verðlagning- arvanda í loðnu einni saman. En einnig eru menn að kanna, hvort ekki sé hægt að koma á fót almennum fiskmarkaði eins og er nánast alls staðar í útlöndum. Þar hlaupa prísamir upp og niður og gæðin hríðvaxa. Spáð hefur verið, að sjávarplássin, sem fyrst verða til að afla sér fiskmarkaðar af þessu tagi, muni blómstra umfram önnur. Þau muni soga til sín landanir og við- skipti með fisk. Hin sjávarplássin muni staðna og hugsanlega heltast um síðir úr lestinni. í baráttunni um fiskmarkað og búmark takast á nú- tíð og fortíð. í fyrra tilvikinu sótti hagkvæmnin fram í síðustu viku, en í hinu síðara blés óhagræðið til sóknar. Jónas Kristjánsson Vörumst yfirboðin Nýja húsnæðislánakerfið tók gildi 1. september sl. og þessa dagana hrannast upp umsóknir frá fólki sem hafði verið að bíða. Á næstu vikum verða líka teknar ákvarðanir um hversu mikla íjánnuni ríkissjóður á að leggja til byggingarsjóðanna og á Alþingi í vetur munu án efa marg- ir þingmenn leggja til að sú íjárhæð verði stóraukin. En við skulum varast yfirboðin. Þau gætu komið sér mjög illa fyrir ungt fólk. Ef sprenging verður í byggingarkostnaði eða fasteigna- verði vegna þess að alltof miklir peningar koma inn i lánakerfið, þá stórtapar ungt fólk sem er að eign- ast sína fyrstu íbúð. Skynsamlegt að bíða Nefndin, sem ríkisstjómin skipaði í framhaldi af febrúarsamningunum til þess að semja frumvarpið um nýja húsnæðislánakerfið, gekk út frá því í útreikningum sínum að framlag ríkissjóðs til almenna húsnæðislána- kerfisins yrði um 1000 milljónir króna og að Byggingarsjóður ríkis- ins gæti þá lánað um 3500 milljónir á næsta ári. Fyrir þessa peninga var reiknað með að unnt yrði að komast vel af stað með hið nýja lánakerfi. Búast má við að töluverður biðtími geti orðið eftir lánum fyrst um sinn. Þannig má reikna með því að sumir þeir sem sækja um lán á næstu mán- uðum og eiga íbúð fyrir fái ekki afgreiðslu fyrr en á árinu 1988 og að sumir þeirra sem eru í forgangs- hóp fái ekki lán fyrr en á síðari hluta næsta árs. Og mörgum mun eflaust finnast langt að bíða. En að einu leyti er skynsamlegt að bíða. Þegar nýtt lánakerfi sem þetta er að komast i gagnið er ljóst að mikil röskun verður á fasteigna- markaðnum. Sérstaklega er hætta á því að verð á nýjum og notuðum íbúðum hækki þar sem fleiri hugsa sér til hreyfings með að kaupa og lánsfjármagnið eykst. Því er mjög mikilvægt að fara varlega á aðlög- unartímanum milli gamla og nýja kerfisins til þess að komast hjá verð- sprengingu. Verðhækkun jafngildir 75 þúsunda leigu Mikil og snögg verðhækkun á fast> eignum kæmi sér mjög illa fyrir ungt fólk sem er að koma sér þaki yfir höfuðið í fyrsta sinn. Við getum tek- ið sem dæmi ung hjón sem vilja eignast 2,5 milljóna króna eign og ætla að fjármagna hana með 2,0 milljóna í húsnæðisláni og afgang- inn með sparifé sínu og lánum til 4-5 ára. Ef yfirboðin verða að veru- leika þannig að fasteignaverðið rýkur upp gæti 2,5 milljóna eignin auðveldlega farið í 3,0-3,3 milljónir eða hækkað í verði um 500-800 þús- und krónur. Svo geta allir reiknað. Borgar sig fyrir ungu hjónin að fá íbúðina níu mánuðum fyrr og borga t.d. 600 þús- und meira fyrir hana, eða borgar sig fyrir þau að fá íbúðina nf u mánuðum seinna og borga 600 þúsund minna? Svarið við þessu liggur á borðinu. Sex hundruð þúsund er milli 65 þús- und og 70 þúsund á mánuði í þessa níu mánuði. Þá tölu má bera saman við leiguna sem fólk er að borga. Ef fólk borgar hærri leigu þá er hag- kvæmara að fá íbúðina fyrr. Ef fólk borgar lægri leigu borgarsig að bíða í nokkra mánuði og fá íbúðina á lægra verði. Jöfn og þétt aukning best Fasteignamarkaðurinn í landinu hefur verið í nokkurri lægð á und- anfömum misserum og því má reikna með því að fasteignaverð fari hækkandi eftir að nýja húsnæðis- lánakerfið kemur í gagnið. Ennfrem- ur verður ömgglega meira líf í byggingaframkvæmdum en verið hefur. Það er mjög eðlilegt að meira verði að gera, bæði á höfuðborgar- svæðinu og úti um land. En það kæmi flestum sem í hlut eiga mjög illa ef fasteignaverðið hækkaði alltof mikið. Með nýja húsnæðislánakerfinu er verið að horfa til framtíðarinnar en ekki aðeins til næsta og þamæsta árs. Byggingarfyrirtæki græða t.d. ekki á því að vitlaust verði að gera KjaHaiinn Vilhjálmur Egilsson formaður SUS í eitt eða tvö ár og að allt detti svo niður aftur. Langskynsamlegast er að framkvæmdimar aukist jafnt og þétt þangað til nýju jafiivægi er náð á byggingamarkaðnum. Þess vegna verður að fara varlega á aðlögunar- tímanum. Aðlögunarvandamál Margt ungt fólk, sem nú er að hugsa sér til hreyfings, ekki síst fólk sem hefur verið í skóla, hefur rekið sig á að það nær ekki fullum láns- rétti vegna þess að það hefúr ekki greitt í lífeyrissjóð síðustu tvö ár. Námsfólk á rétt á því að greiða í Söfiiunarsjóð lífeyrisréttinda og án efa mun það fólk, sem nú er í námi, passa mun betur uppá að greiða í sjóðinn eftir að búið er að tengja saman lífeyrisiðgjöldin og hús- næðislánaréttinn. En sumir þeirra sem nú eru að sækja um lán, ný- skriðnir út úr skóla, standa frammi fyrir orðnum hlut, þeir greiddu ekki í Söfnunarsjóðinn en hefðu hins veg- ar gert það síðustu tvö ár ef þeir hefðu vitað hvemig reglumar myndu verða. Ýmsum leiðum og hugmyndum að reglum var velt upp á sínum tíma til þess að auðvelda aðlögunina að nýja húsnæðislánakerfinu en alltaf rákust menn á þaírn vegg að slíkar reglur sköpuðu meiri vanda en þær leystu. Því var ákveðið að treysta frekar á að lífeyrissjóðimir sýndu lipurð við að leyfa fólki að gera upp iðgjaldaskuldir sínar aftm- í tímann, ekki síst námsfólki. Umskipti eins og nú em, frá gamla húsnæðislána- kerfinu yfir í hið nýja, verða aldrei hnökralaus og því er mikilvægt að , aðilar eins og lífeyrissjóðimir geri ; sitt til þess að auðvelda fólki aðlög- ' unina. Taka bankarnir við sér? í nýja húsnæðislánakerfinu em heimildir til þess að afgreiða lánin beint til lánastofhunar umsækjand- ans, sem þá sér um að greiða út lánið og fylgjast með því að bygging eða kaup gangi fyrir sig eins og til er stofnað. Með þessu opnast mögu- leikar á því að bankamir taki upp svipaða starfshætti varðandi hús- næðiskaup viðskiptavina sinna og tíðkast víðast erlendis. Hér á landi er fólk iðulega að þeysa á milli banka, sláandi slatta hér og slatta þar, haldandi ávísanareikningum í nokkrum bankastofnunum, veltandi sömu krónunum nokkrum sinnum á milli til þess að búa til andlit á öllum vígstöðvum. Allt kostar þetta ómælda fyrirhöfii og er séríslensk't fyrirbrigði. Ef vel ætti að vera á fólk, sem hyggur á húsnæðiskaup, að geta gengið inn í sinn aðalviðskipta- banka og fengið aðstoð við að gera fjárhags- og greiðsluáætlun vegna kaupanna þannig að stakkur sé sniðinn eftir vexti, aðstoð við að fylla út umsókn um lán til Húsnæðis- stofnunar og afgangsfjármögnun eftir því sem til þarf. Höfnum yfirboðunum Nýja húsnæðislánakerfið er í grundvallaratriðum gott og á því á að vera unnt að byggja til frambúð- ar. En ýmis vandamál eiga eftir að koma upp við umskiptin milli gamla og nýja lánakerfisins. Þau vandamál eru hins vegar flest hver viðráðanleg ef lipurð er sýnd af þeim sem bætt geta úr. Stærsta hættan við nýja kerfið er fólgin í yfirboðunum, þar sem óprúttnir sjómmálamenn lofa að setja svo mikla peninga inn í lánakerfið að fasteignaverð snar- hækkar um leið. Þá mun ungt fólk sérstaklega verða fyrir miklum skakkaföllum. Því verður ungt fólk að passa mjög vel upp á að láta gylli- boðin ekki plata sig. Vilhjálmur Egilsson. „Stærsta hættan við nýja kerfið er fólgin í yfirboðunum, þar sem óprúttnir stjóm- málamenn lofa að setja svo mikla peninga inn í lánakerfið að fasteignaverð snar- hækkar um leið.“ f1* ' . - •■> ■ ■ ' — - -- „Byggingafyrirtæki græða Ld. ekki á því að vitlaust verði að gera í eitt eða tvö ár og að allt detti svo niður aftur. Langskynsamlegast er aö framkvæmd- imar aukist jafnt og þétt þangað til nýju jafnvægi er náð á byggingamark- aðnum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.